Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 13 Morgunblaðið/Ásdís Danir gefa Gæslunni byssur LANDHELGISGÆSLAN fékk afhentar tvær kveðju- skotsbyssur, „salut-byssur“ eins og þær eru einnig nefndar, sl. sunnudag. Byssurnar eru gjöf frá dönsku strandgæslunni. Úr byssunum verður ekki skotið föstum skotum. Hafsteinn Hafsteinsson for- stjóri Landheigisgæslunnar veitti gjöfinni viðtöku. Hafsteinn var nýlega í heimsókn hjá dönsku strandgæslunni og afhenti þá Christian Hvidt, yfir- maður varnarmála í Danmörku, Hafsteini gjafabréf- ið. Byssurnar voru svo fluttar hingað til lands í strandgæsluskipinu Skytteren. Steen Vestergaard Andersen, aðmíráll dönsku strandgæslunnar, afhenti Hafsteini byssurnar um borð í Skytteren. Hafsteinn segir að byssurnar séu færanlegar og verði hafðar í skipum Landhelgis- gæslunnar þar sem þeirra verður þörf hveiju sinni. Tveir gagnagrunnar með sama heiti á Netið Doktor í sameinda- líffræði •GUÐMUNDUR Guðmundsson hefur varið doktorsritgerð sína í sameindalíffræði við University of Southern California í Bandaríkjun- um. í ritgerðinni, sem nefnist: „Genetic Con- formation of Esc- herichia coli DNA Polymerase II Direct Involve- ment in DNA Synthesis in vivo,“ lýsir Guð- mundur rann- sóknum sínum á DNA hvata af gerð tvö (DNA Polymerase II), sem eftirmyndar kjarnsýrur í bakteríum. Bakteríur hafa þijár gerðir hvata sem eru notaðir við eftirmyndun og viðgerð kjamsýra. Hvatarnir, sem eru nefndir eftirmyndandi kjarn- sýruhvatar (polymerasar) eitt, tvö og þijú, sinna mismunandi hlutverk- um við eftirmyndun kjamsýranna og eiga samsvömn i heilkjörnung- um, þ.m.t. mönnum. Af þessum þremur hvötum er minnst vitað um hlutverk hvatans af gerðinni tvö. í rannsóknum sínum notaði Guð- mundur mismunandi úrfellingar og stökkbreytingar á geninu sem tjáir gerð tvö hvatans í bakteríum til að athuga áhrif stökkbreytinga á nokkrum genasetum. Til að auka stökkbreytingatíðnina var methyl- stýrt viðgerðarkerfí bakteríunnar gert óvirkt. Þannig tókst að sýna fram á að hvatinn tekur þátt í eftir- myndun kjarnsýra bæði á sjálfum litningi bakteríunnar og einnig á svo nefndum plasmíðum. Bakteríur með úrfellingu hvata af gerð tvö höfðu aukna tíðni stökkbreytinga, einkum á adenín yfir í gúanín basa breyt- ingu. Jafnframt fundust lesramma- breytingar í stökkbreyttu bakteríun- um. Einnig kom fram að frumur með óvirkan hvatatvö, höfðu aukið næmi fyrir vetnisperoxíði, semjókst enn frekar við að gera dismutase hvata óvirkan. Stýrðar (adaptive eða directed) stökkbreytingar voru einn- ig athugaðar. Nefndur hvati jók mjög þessa gerð af stökkbreytingum í ákveðnum stökkbrigðum. Niður- stöður rannsóknanna hafa birst í víðlesnum vísindatímaritum. Til þessara rannsókna hlaut dr. Guðmundur styrki frá Fullbright- stofnuninni, Thor Thors styrk frá íslensk Ameríska félaginu, minning- arsjóði Helgu Jónsdóttur og Siguriiða Kristjánssonar, NATO og University of Southem Califomia. Guðmundur lauk stúdentsprófi úr náttúmfræði- deild Menntaskólanns í Reykjavík árið 1982 og BS gráðu í líffræði frá Háskóla íslands árið 1988. Hann hóf framhaldsnám í líftækni við Worcest- er Polytechnic Institute í Massachu- sets og útskrifaðist þaðan með meist- aragráðu árið 1991. Guðmundurer sonur Ingibjargar Guðmundsdótt- ur læknafulltrúa og Benedikts J. Þórarinsonar (látinn). Sambýlis- kona Guðmundar er Þóra Christ- iansen tjáskiptafræðingur og eiga þau eitt barn, Egil Ian. Guðmundur starfar hjá íslenskri erfðagreiningu í Reykjavík. TVENN gagnagrunnskerfí með nafninu Fengur eru væntanleg inn á Netið. Er þar um að ræða kerfi Bændasamtaka íslands sem hefur að geyma öll skráð hross Iandsins, ættir þeirra, eigendaskráningu, kynbótamat og einstaklingsdóma þar sem um slíkt er að ræða. í hinu tilvikinu er um að ræða kerfí Bókís sem eru samtök notendafélags bókasafna sem nota Feng og inni- heldur það safnefni ýmissa bóka- safna á íslandi. Bændasamtökin hafa selt áskrift að sínum Feng til áhugamanna um hrossarækt um nokkurra ára skeið bæði utan- og innanlands. Hafa áskrifendur fengið gagnagrunninn á disk fram að þessu. Bændasam- tökin tóku upp nafnið Fengur árið 1991 en Bókís hóf notkun á nafninu tveimur árum síðar eftir að hafa efnt til verðlaunasamkeppni um nafn. Aðilar vissu hvor af öðrum fljót- lega eftir að Bókís hóf notkun á nafninu en töldu án þess að samráð væri haft að þetta gæti gengið þar sem um algerlega óskylda hluti væri að ræða. Öðru máli gegnir nú þegar bæði kerfin eru á leið inn á Netið og sagði Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur hugsan- legt að þetta gæti komið sér illa ef bæði nöfnin verði notuð á netinu. Sólveig Þorsteinsdóttir, formaður Bókís, benti á að á Netinu væri til dæmis fjöldinn allur af fyrirtækjum með sama nafni en í slíkum tilvikum væru skýringar aftan við nafn fyrir- tækisins sem kæmi í veg fyrir að farið væri inn á rangar síður. Hugs- anlega væri hægt að leysa málin á þann hátt með Fengs nafnið. Það væri vissulega slæmt að þurfa að skipta um nafn því lagt hefði verið í mikinn kostnað við að kynna og markaðssetja nafnið Fengur. Hún segir jafnframt að þau hjá Bókís hafi uppgötvað Feng Bændasam- takanna þegar þau sóttu um lög- gildingu á nafninu og fengu ekki af þessum sökum. Kristinn Hugason sagði að sér fyndist kostulegt að hestnafn skuli notað á gagnagrunn sem tilheyrði bókasafnsfræðum þótt þess bæri að gæta að fiskibátar hafí borið þetta nafn. Báðir viðmælendur voru sam- mála um að kanna þyrfti þessi mál frekar og líklega yrðu hlutaðeigend- ur að funda um lausn á þessu máli. PP &co ÞAKVIÐGEBÐA --------------- Á ÞÖK - VEG6I - GÓLF Rutland þéttir, Rutland er einn helsti bætir og kætir framleiðandi þegar að þakið þakviðgerðarefna í fer að leka Bandaríkjunum RUTIAND ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640 / 568 6100 Þ. ÞORGRÍMSSON &CO Veldu rétta efnið - veldu Rutland! ÍÞRÓTTASKÓR - AIROBICSKOR frá Adidas, Nike, Puma, Reebok og fl. 1. LÆRABANI, Margvíslegar æfingar fyrir læri, brjóst hand- leggi, bak og maga. Æfinga- leiðbeiningar fylgja. Þetta vinsæla og einfalda æfinga- tæki er mikið notað á æfinga- stöðvum. Verð aðeins kr. 890, stgr. 801. 2. MAGAÞJÁLFI. Ekki síðra á- hald en auglýst er í sjónvarpi, en verðið miklu hagstæðara, aðeins kr. 1.690, stgr. 1.521. 3. ÞREK/AIR0BIC)PALLUR Það nýjasta í þjálfun, þrek, þol og teygjur fyrir fætur, handleggi og maga. Stöðugur á gólfi meö mismunandi hæö- arstillingum. Þrekpallinn má einnig nota sem magabekk. Verð aðeins kr. 5.900, stgr. 5.310. 4. TRAMBÓLÍN. Hentugt fyrir bæði leiki og æfingar, svo sem skokk og hopp. Hagstætt verð kr. 4.900, stgr. 4.410. ÞREKHJÓL Besta tækið til að byggja upp þrek og styrkja fætur. Mikið úrval af vönduðum hjólum meö fjölvirkum tölvumælum. Verð frá kr. 19.000, stgr. 18.050. SPINNING HJÓL Vandað spinning hjól frá KETTLER, V-Þýskalandi. Fjölvirkur tölvumælir með púls, þungt kasthjól, sem gefur jafnt ástig, stillanlegt stýri og hnakkur. Lokaður keðjukssi og brúsi. Verð kr. 59.000, stgr. 56.050. Hjólabuxur með púöa frá kr. 2.500 GEL-hnakkhlífar kr. 1.090 PÚLSMÆLIR-UR Púls, hámarks- og lágmarks púls, meðal púls, samanburður á meðal- og núverandi púls, klukka, skeið- klukka, vika og dagur. Verð aðeins kr. 7.600, stgr. 7.220. ÆFINGABEKKIR 0G LÓÐ Bekkur meö fótaæfingum og lóðasett 50 kg. Á tilboð kr. 16.500, stgr. 15.675. Lóðasett 50 ™mu/aZ.t/ kg. með handlóðum kr. 6.500, stgr. 5.850. Simar: 553 5320 HANDLÓÐ mikið úrval, og 568 8860 verð frá kr 690 parið, stgr. 621. ALVORU SPOfíVOfíUVEfíSLUN - OTfíULEGT VOfíUUfíVAL r/H4R ÆFINGATÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.