Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Góður árangur af borun eftir heitu vatni á Brimnesborgum í Árskógshreppi
Meira afl en
búist var við
MÆLINGAR á heitavatnsholunni á
Brimnesborgum í Árskógshreppi,
sýna að holan er mun aflmeiri en
í fyrstu var talið. Holan er 440
metra djúp og gefur allt að 55 sek-
úndulítra af um 73-74 gráðu heitu
vatni. Talið er að aðeins þurfi um
10-15 sekúndulítra til húshitunar í
öllum hreppnum.
Grímur Björnsson, jarðeðlisfræð-
ingur hjá Orkustofnun, var við
mælingar á holunni í gær ásamt
starfsmönnum Jarðborana og hann
sagði í samtali við Morgunblaðið
að eitthvað mikið þyrfti að koma
til, verði ekki hægt að setja upp
hitaveitu í hreppnum. „Það liggur
ekki fyrir á þessari stundu hvernig
staðið verður að dælingu úr holunni
en við erum að prófa holuna m.a.
til þess að geta valið réttu dæluna."
Jarðskjálftamælar
ný verkfæri
Grímur segir að jarðskjálftamæl-
ar Veðurstofunnar á svæðinu séu
ný verkfæri við jarðhitaleit og með
þeim sé frekar hægt að fínna lík-
lega staði. „Þessar sprungur eru
alltaf kjaftandi og þótt við finnum
ekki alltaf fyrir skjálftunum, gera
mælar Veðurstofunnar það.“
Kristján Snorrason, oddviti Ár-
skógshrepps, var að vonum bros-
mildur þegar holan blés með hvað
mestum látum í gær. Hann sagði
að veitunefnd í nýju sveitarfélagi
við fjörðinn myndi ákveða með
framhaldið og yrði veturinn notaður
til að fara yfir stöðuna. „Það gæti
þó verið álitlegur kostur að leggja
strax frá holunni að bamaskólanum
sem er hér í næsta nágrenni. Þar
er m.a. kennslulaug og hefur hrepp-
urinn verið að borga á aðra milljón
króna á ári í hitunarkostnað á skóla-
mannvirkjum."
Ákjósanlegri búsetuskilyrði
Kristján sagði að hitaveita byði
upp á ákjósanlegri búsetuskilyrði í
hreppnum og þá bæði fyrir fólk og
fyrirtæki. Hann sagði það jafnframt
vönduðum vinnubrögðum starfs-
manna Orkustofnunar að þakka
hversu vel hefur tekist til en þar
hafa þeir Ólafur Flóvenz og Kristján
Sæmundsson farið fremstir í flokki.
Morgunblaðið/Kristján
STARFSMENN Jarðborana Iétu heitavatnsholuna á Brimnesborgum í Árskógshreppi blása hressi-
lega er hún var mæld í gær.
Globus- |
Vélaver 1
kaupir hús
Vífilfells
GLOBUS-Vélaver hf. hefur keypt
fasteignina Dalsbraut 1E af Vífil- |
felli hf. Hún er um 400 fermetrar r
að stærð og er lóðin um 3.500 fer- S
metrar. *
Magnús Ingþórsson fram-
kvæmdastjóri sagði að í húsnæðinu
á Akureyri væri fyrirhugað að opna
sölu- og þjónustumiðstöð fyrir Norð-
urland. Undanfarin ár hefði Globus-
Vélaver átt mikil viðskipti við bænd-
ur, fyrirtæki á sviði sjávarútvegs
og þjónustufyrirtæki á Norðurlandi.
Með stofnun þjónustumiðstöðvar á |
Akureyri hyggst fyrirtækið styrkja <
þjónustu sína við þessa viðskipta- 1
vini. „Við viljum auka okkar þjón- 1
ustu á svæðinu og munum verða
með hluta af okkar innflutningi
beint til Akureyrar, en það hefur í
för með sér styttri afhendingartíma
á vörum til viðskiptavina á svæðinu
og sparar flutningskostnað innan-
lands,“ sagði Magnús.
Starfsemi þjónustumiðstöðvar-
innar byggist á rekstri vélaverk- |
stæðis, varahlutaverslunar og sölu- |
skrifstofu auk innflutningsstarf- g
semi. Gert er ráð fyrir, að sögn "
Magnúsar, að starfsmenn verði fjór-
ir til sex. Húsnæðið verður afhent
í mars á næsta ári og er áætlað að
opna þjónustumiðstöðina eftir lag-
færingar á húsinu í apríl.
-----» + 4----
Nýdönská
tónleikum <
NÝ DÖNSK kemur fram á tónleik- j
um í Menntaskólanum á Akureyri í
kvöld, miðvikudagskvöldið 22. októ-
ber. Húsið verður opnað kl. 19.30, ;
en hljómsveitin 200.000 naglbítar
hita upp. Forsala aðgöngumiða er
í versluninni Contact og í skólum
bæjarins. Miðaverð er 700 krónur (
fyrir þá sem eru í nemendafélögun- -
um en 1.000 krónur fyrir aðra. 'jj
Nemendafélög framhaldsskólanna, %
MA og VMA efna til tónleikanna.
Grunnskólar Akureyrarbæjar verði vímuefnalausir árið 2000
Öflugt forvamastarf og
áróður meðal unglinga
BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur
sett sér það markmið að grunn-
skólar bæjarins verði vímuefna-
lausir árið 2000.
Gefið hefur verið út fréttablað
sem helgað er baráttunni gegn
vímuefnum, en þar er m.a. að finna
viðtöl við ýmsa sem tengjast for-
vamarstarfi og vinna á þeim vett-
vangi á Akureyri, greint frá mark-
miðum bæjaryfirvalda og á hvern
hátt reynt verður að ná þeim. Við-
tal er við unga stúlku er ánetjaðist
fíkniefnum á unga aldri og eyddi
rúmum sjö árum af lífi sínu í heimi
vímunnar og rætt er við nema í
Verkmenntaskólanum á Akureyri
sem annast jafningjafræðslu á
Akureyri.
Samstarf með Reylqavík-
urborg og fleirum.
Jakob Björnsson bæjarstjóri
sagði að markmiðum bæjaryfír-
valda yrði reynt að ná með öflugu
forvarnastarfi og áróðri. Nefndi
hann að Akureyrarbær hefði staðið
fyrir ráðstefnu um unglinga og
notkun vímuefna fyrr á árinu, tek-
ið þátt í samstarfi t.d. með Reykja-
víkurborg á þessum vettvangi. Þá
sagði bæjarstjóri að tómstunda-
starf unglinga í bænum hefði verið
endurskipulagt en enn væru allir
þættir ekki komnir til fram-
kvæmda.
Einnig nefndi Jakob að hlutverk
áfengis- og vímuvamanefndar
Morgunblaðið/Kristján
JAKOB Björnsson bæjarsljóri og Kristín Sigfúsdóttir formaður
áfengis- og vímuvarnanefndar Akureyrar kynntu baráttu bæjar-
yfirvalda gegn vímuefnanotkun ungmenna og það markmið að
stefna að vímuefnalausum grunnskóla á Akureyri árið 2000.
Gefið hefur verið út fréttabréf sem dreift verður á öll heimili
í bænum en það er helgað baráttunni gegn vímuefnum.
hefði verið breytt og þá væri hún
nú launuð sem ekki hefði tíðkast
áður. Nefndin mun vinna að því
að koma á samstarfí þeirra sem
vinna að forvarnarstarfi og afleið-
ingum neyslu vímuefna.
Kristín Sigfúsdóttir formaður
nefndarinnar sagði að framlög til
málaflokksins næmu á bilinu 3-4
milljónum króna á þessu ári.
Bæjarráð samþykkti í síðustu viku
að veita hálfa milljón króna í for-
varnarsjóð sem nefndin mun nota
til að kaupa tæki og búnað fyrir
lögregluna á Akureyri sem nýtast
munu við störf hennar að vímu-
efnamálum.
Þá hefur ráðið einnig ákveðið
að veita sömu upphæð til þessa
málefnis á næsta ári.
Vaxandi vandamál
Vímuefnaneysla ungmenna er
vaxandi vandamál á Akureyri sem
annars staðar á landinu. Eina leið-
in til að veijast þessum vágesti er
að þær stofnanir sem vinna að lög-
gæslu, vímuefnavömum og upp-
eldismálum taki höndum saman
við foreldra, uppalendur og al-
menning um að leita allra leiða til
að beijast gegn honum. Ákvörðun
bæjaryfirvalda á Akureyri er liður
í þeirri viðleitni og er fréttabréfinu
ætlað að kynna hana og hvetja
bæjarbúa, sérstaklega foreldra til
dáða. Hvetur Kristín fólk því til
að lesa blaðið sem hafi að geyma
mikinn fróðleik og upplýsingar og
eiga það.
0 PIONEER
The Art of Entertainment
• Sjónvörp.myndbands- og hljómtæki
• Ljósritunarvélar • Faxtæki
• Örbylgjuofnar • Reiknivélar
• Skipuleggjarar
• Búðarkassar
Hljómtækja-
verslun Akureýri ■B'462 3626
Norðurlands örugg þjónusta í fjörtíu ár J