Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 17
Guinness-Grand
Met fær skilyrt
samþykki
Bríissel. Reuters.
Yfirmaður
Coca-Cola látinn
Atlanta. Reuters.
Motorola
með aukin
umsvif í
Kína
Peking.
BANDARÍSKA fyrirtækið
Motorola hyggst tvöfalda fjár-
festingar sínar í Kína í 2,5
milljarða Bandaríkjadala á
næstu þremur árum vegna
söluaukningar, að sögn
frammámanna í fyrirtækinu.
Markaður Motorola í Kína,
Tævan og Hong Kong er nú
stærsti markaður fyrirtækis-
ins utan Bandaríkjanna og
beinist einn áttundi af sölu
fyrirtækisins til þessa svæðis.
„Á næstu tveimur til þremur
árum munum við leggja út í
fjárfestingar til að auka fram-
leiðslugetu okkar í Kína,“
sagði ráðamaður í fyrirtækinu
í Asíu án þess að skýra þessar
fjárfestingar nánar. Hafizt
verður handa um þær á næstu
mánuðum.
Motorola er umsvifamesti
bandaríski fjárfestirinn í Kína.
Af öllum erlendum fjárfestum
er Motorola í öðru sæti á eftir
Volkswagen AG.
Meðal þess sem Motorola
selur og framleiðir í Kína eru
boðtæki og farsímar, búnaður
til fjarskipta um gervihnetti
og hlutar í bifreiðar. Enn er
unnið að smíði 750 milljóna
dollara hálfleiðara verksmiðju
fyrirtækisins.
ESB hefur veitt skilyrt samþykki
við samruna Guinness Plc í Bret-
landi og Grand Metropolitan Plc,
og þar með hefur verið rutt úr
vegi einni helztu hindrun fyrir 24
milljarða punda samkomulagi.
Ein breytingin, sem verður
gerð, er að skozku vískítegundirn-
ar Dewars og Ainslie verða seldar
um alla Evrópu að sögn fram-
kvæmdastjómarinnar.
Dewars er þriðja söluhæsta
viskí heims, á eftir Johnnie Walker
og J&B. Johnnie Walker og J&B
eru einnig í eigu hins sameinaða
fyrirtækis.
Guinness og GrandMet lýstu því
yfir að ákveðið hefði verið að
ganga að kröfum framkvæmda-
stjómarinnar innan 15 mánaða.
Kemst í
yfirburðaaðstöðu
Framkvæmdastjórnin setti skil-
yrðin þegar hún hafði komizt að
þeirri niðurstöðu að sammninn
mundi leiða til þess að hið samein-
aða fyrirtæki mundi fá yfirburða-
stöðu eða treysta yfirburðastöðu
sína á áfengismörkuðum; einkum
í Grikklandi, á Spáni, Irlandi, í
Belgíu og Lúxemborg.
Guinness og Grand Met, sem
munu heita GMG Brands eftir
samrunann, munu einnig skuld-
binda sig til þess að þriðju aðilum
verði falin dreifing á Gilbeys gini
í Belgíu og Lúxemborg og að sagt
verði upp samningum við þriðju
aðila um dreifingu Wyborowa
vodka í sömu löndum.
Fyrirtækin samþykkja einnig
að segja upp samningi um dreif-
ingu Bacardi í Grikklandi og að
„losa sig við vissa hagsmuni“ á
Irlandi. GMG Brands munu ráða
yfir öllum írskum dreifiaðilum
brenndra drykkja nema Irish Dist-
illers.
Stærsta drykkjarvöru-
fyrirtæki heims
Talsmaður ESB sagði að lof-
orðin fælu í sér að breytingar yrði
að gera á fyrri samningi franska
lúxusvöru- og drykkjarvörufyrir-
tækisins LVMH og hinna brezku
drykkjarvörurisa.
GMG Brands verður stærsta
drykkjarvörufyrirtæki heims og
velta þess tvöfalt meiri en tveggja
helztu keppinautanna, Seagram
Co Ltd í Kanada og Allied Domecq
Plc. Hið nýja fyrirtæki á enn eft-
ir að fá samþykki í Bandaríkjun-
um.
ROBERTO Goizueta, stjórnarfor-
maður og aðalframkvæmdastjóri
Coca-Cola Company, lézt af lungna-
krabbameini í sjúkrahúsi Emory-
háskóla í Atlanta um helgina, 65
ára gamall.
Goizueta hafði verið stjórnarfor-
maður Coca-Cola síðan 1981.
Rekstrarstjóri fyrirtækisins, Doug-
las Ivester, sagði að mikill harmur
væri kveðinn að tæplega einni millj-
ón starfsmanna Coca-Cola víða um
heim. „Við höfum öll misst mikil-
hæfan leiðtoga og ég hef misst
góðan lærimeistara og vin,“ sagði
hann.
Ivester varð forstjóri og aðal-
rekstrarstjóri Coca-Cola 1994 og
hefur verið búinn undir að taka við
af Goizueta.
Á þeim 16 árum þegar Goizueta
var aðalframkvæmdastjóri jókst
markaðsvirði Coca-Cola úr 4 millj-
Ritstjóri L.A.
Los Angeles. Reuter.
SHELBY COFFEY III hefur látið
af starfi aðalritstjóra Los Angeles
Times, fjórða stærsta dagblaðs
Bandaríkjanna, og miklar breyting-
ar hafa verið gerðar á yfirstjórn
blaðsins að þess sögn.
Við starfi Coffeys tekur Michael
Parks, sem hlaut Pulitzer verðlaun-
in 1987 fyrir fréttir frá Suður-Afr-
íku.
L.A. Times er flaggskip blaða-
útgáfunnar Times Mirror Co. í Los
örðum dollurum 1981 í tæplega 50
milljarða dollara. Goizueta var
fæddur í Havana og faðir hans var
eigandi sykurhreinsunarstöðvar.
Hann hóf störf í deild fyrirtækisins
áKúbu 1954 og fluttist þaðan 1961.
Innleiddi Diet Coke
Undir forystu Goizueta tók fyrir-
tækið upp Diet Coke og „nýja kók“
samkvæmt breyttri formúla. Nýju
formúlunni var svo illa tekið að sú
gamla var tekin upp aftur að nokkr-
um mánuðum liðnum. Töppunar-
og dreifikerfi Coke var einfaldað
og fyrirtæki voru stofnuð í Kína,
Rússlandi og á Indlandi.
„Merkasti arfur hans var að velja
leiðtoga fyrirtækisins í framtíðinni
af gaumgæfni og veita þeim þjálf-
un,“ sagði Warren Buffett úr stjórn
Coca-Cola, forstjóri Berkshire
Hathaway.
Times hættir
Angeles og er selt í 1.068.000 ein-
tökum daglega.
Undir stjórn Coffeys hlaut L.A.
Times fern Pulitzer verðlaun: fyrir
fréttir um Northridge jarðskjálft-
ann 1994, óeirðirnar í Los Angeles
1992, fyrir gagnrýni 1991 og
fréttaskýringar 1990.
L.A. Times er fjórða útbreiddasta
blað Bandaríkjanna á eftir USA
Today, Wall Street Journal og New
York Times.
AT&T velur Armstrong
ístöðu nýs forsljóra
New York. Reuter.
AT&T Corp. hefur
skipað C. Michael
Armstrong stjórnar-
formann og ræður
þar með í sína þjón-
ustu manninn, sem
endurskipulagði
Hughes Electronics
Corp. með góðum
árangri. Um leið er
endir bundinn á langa
leit að eftirmanni
Roberts Allens.
Armstrong verður
einnig aðalfram-
kvæmdastjóri og skip-
un hans bindur enda á
margra mánaða
óvissu hjá AT&T,
stærsta símafélagi heims. Fyrir-
tækið stendur á nokkrum tímamót-
um þar sem það hefur eignazt
marga nýja keppinauta og stendur
frammi fyrir örum breytingum í
fjarskiptamálum.
AT&T hóf leit sína að nýjum
Ieiðtoga þegar John Walter sagði
af sér sem stjórnarfor-
seti vegna þess að
stjórn fyrirtækisins
ákvað að skipa hann
ekki aðalfram-
kvæmdastjóra í júlí.
15% minni
hagnaður
AT&T hefur einnig
greint frá því að fyrir-
tækið muni selja Uni-
versal greiðslukorta-
þjónustu sína og að
hagnaður á síðasta
ársfjórðungi hafi
minnkað um 15%.
Leit AT&T að eftir-
manni Roberts Allens
stjórnarformanns hófst reyndar í
fyrra þegar fyrirtækið skipaði
Walter — fyrrverandi stjórnarform-
ann prentsmiðjunnar R.R. Donn-
elly & Sons Co. — stjórnarforseta
og krónprins. Sú ráðstöfun þótti
sæta mikilli furðu í greininni og í
Wall Street.
Michael
Armstrong
ITT keypt fyrir 13,3
milljarða dollara
New York. Reuter.
ITT Corp. hefur samþykkt að
Starwood Lodging Trust kaupi fyr-
irtækið fyrir 9,8 milljarða dollara
til að koma í veg fyrir að 8,3 millj-
arða dollara óumbeðið tilboð Hilton
Hotels Corp. nái fram að ganga.
Starwood er lítt kunnur sjóður,
sem fjárfestur í fasteignum, og
með sameiningu hans og ITT verð-
ur komið á fót stærsta glæsihótela-
fyrirtæki heims að sögn fyrirtækj-
anna. Fyrirtækið mun eiga 650
hótel í 70 löndum.
Með samrunanum sameinast
Sheraton og Caesars hótel ITT
og meðal annars Westin, Ritz og
Marriott keðjur Starwoods.
Tillaga um samrunann var sam-
þykkt á fundum í stjórnum ITT
og Starwood þremur vikum eftir
að alríkisdómari kom í veg fyrir
áform ITT um að skipta fyrirtæk-
inu í þrennt. Dómarinn skipaði
fyrirtækinu að láta hluthafa greiða
atkvæði um fyrirætlunina.
Fyrirhuguð þrískipting var aðal-
vopn ITT gegn óumbeðnu tilboði
Hiltons. Á undanförnum vikum dró
úr stuðningi við hana og sá orð-
rómur komst á kreik að níu mán-
aða óumbeðnu tilboði Hiltons yrði
tekið.
cItÍU( Aofncf'S'f