Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 17 Guinness-Grand Met fær skilyrt samþykki Bríissel. Reuters. Yfirmaður Coca-Cola látinn Atlanta. Reuters. Motorola með aukin umsvif í Kína Peking. BANDARÍSKA fyrirtækið Motorola hyggst tvöfalda fjár- festingar sínar í Kína í 2,5 milljarða Bandaríkjadala á næstu þremur árum vegna söluaukningar, að sögn frammámanna í fyrirtækinu. Markaður Motorola í Kína, Tævan og Hong Kong er nú stærsti markaður fyrirtækis- ins utan Bandaríkjanna og beinist einn áttundi af sölu fyrirtækisins til þessa svæðis. „Á næstu tveimur til þremur árum munum við leggja út í fjárfestingar til að auka fram- leiðslugetu okkar í Kína,“ sagði ráðamaður í fyrirtækinu í Asíu án þess að skýra þessar fjárfestingar nánar. Hafizt verður handa um þær á næstu mánuðum. Motorola er umsvifamesti bandaríski fjárfestirinn í Kína. Af öllum erlendum fjárfestum er Motorola í öðru sæti á eftir Volkswagen AG. Meðal þess sem Motorola selur og framleiðir í Kína eru boðtæki og farsímar, búnaður til fjarskipta um gervihnetti og hlutar í bifreiðar. Enn er unnið að smíði 750 milljóna dollara hálfleiðara verksmiðju fyrirtækisins. ESB hefur veitt skilyrt samþykki við samruna Guinness Plc í Bret- landi og Grand Metropolitan Plc, og þar með hefur verið rutt úr vegi einni helztu hindrun fyrir 24 milljarða punda samkomulagi. Ein breytingin, sem verður gerð, er að skozku vískítegundirn- ar Dewars og Ainslie verða seldar um alla Evrópu að sögn fram- kvæmdastjómarinnar. Dewars er þriðja söluhæsta viskí heims, á eftir Johnnie Walker og J&B. Johnnie Walker og J&B eru einnig í eigu hins sameinaða fyrirtækis. Guinness og GrandMet lýstu því yfir að ákveðið hefði verið að ganga að kröfum framkvæmda- stjómarinnar innan 15 mánaða. Kemst í yfirburðaaðstöðu Framkvæmdastjórnin setti skil- yrðin þegar hún hafði komizt að þeirri niðurstöðu að sammninn mundi leiða til þess að hið samein- aða fyrirtæki mundi fá yfirburða- stöðu eða treysta yfirburðastöðu sína á áfengismörkuðum; einkum í Grikklandi, á Spáni, Irlandi, í Belgíu og Lúxemborg. Guinness og Grand Met, sem munu heita GMG Brands eftir samrunann, munu einnig skuld- binda sig til þess að þriðju aðilum verði falin dreifing á Gilbeys gini í Belgíu og Lúxemborg og að sagt verði upp samningum við þriðju aðila um dreifingu Wyborowa vodka í sömu löndum. Fyrirtækin samþykkja einnig að segja upp samningi um dreif- ingu Bacardi í Grikklandi og að „losa sig við vissa hagsmuni“ á Irlandi. GMG Brands munu ráða yfir öllum írskum dreifiaðilum brenndra drykkja nema Irish Dist- illers. Stærsta drykkjarvöru- fyrirtæki heims Talsmaður ESB sagði að lof- orðin fælu í sér að breytingar yrði að gera á fyrri samningi franska lúxusvöru- og drykkjarvörufyrir- tækisins LVMH og hinna brezku drykkjarvörurisa. GMG Brands verður stærsta drykkjarvörufyrirtæki heims og velta þess tvöfalt meiri en tveggja helztu keppinautanna, Seagram Co Ltd í Kanada og Allied Domecq Plc. Hið nýja fyrirtæki á enn eft- ir að fá samþykki í Bandaríkjun- um. ROBERTO Goizueta, stjórnarfor- maður og aðalframkvæmdastjóri Coca-Cola Company, lézt af lungna- krabbameini í sjúkrahúsi Emory- háskóla í Atlanta um helgina, 65 ára gamall. Goizueta hafði verið stjórnarfor- maður Coca-Cola síðan 1981. Rekstrarstjóri fyrirtækisins, Doug- las Ivester, sagði að mikill harmur væri kveðinn að tæplega einni millj- ón starfsmanna Coca-Cola víða um heim. „Við höfum öll misst mikil- hæfan leiðtoga og ég hef misst góðan lærimeistara og vin,“ sagði hann. Ivester varð forstjóri og aðal- rekstrarstjóri Coca-Cola 1994 og hefur verið búinn undir að taka við af Goizueta. Á þeim 16 árum þegar Goizueta var aðalframkvæmdastjóri jókst markaðsvirði Coca-Cola úr 4 millj- Ritstjóri L.A. Los Angeles. Reuter. SHELBY COFFEY III hefur látið af starfi aðalritstjóra Los Angeles Times, fjórða stærsta dagblaðs Bandaríkjanna, og miklar breyting- ar hafa verið gerðar á yfirstjórn blaðsins að þess sögn. Við starfi Coffeys tekur Michael Parks, sem hlaut Pulitzer verðlaun- in 1987 fyrir fréttir frá Suður-Afr- íku. L.A. Times er flaggskip blaða- útgáfunnar Times Mirror Co. í Los örðum dollurum 1981 í tæplega 50 milljarða dollara. Goizueta var fæddur í Havana og faðir hans var eigandi sykurhreinsunarstöðvar. Hann hóf störf í deild fyrirtækisins áKúbu 1954 og fluttist þaðan 1961. Innleiddi Diet Coke Undir forystu Goizueta tók fyrir- tækið upp Diet Coke og „nýja kók“ samkvæmt breyttri formúla. Nýju formúlunni var svo illa tekið að sú gamla var tekin upp aftur að nokkr- um mánuðum liðnum. Töppunar- og dreifikerfi Coke var einfaldað og fyrirtæki voru stofnuð í Kína, Rússlandi og á Indlandi. „Merkasti arfur hans var að velja leiðtoga fyrirtækisins í framtíðinni af gaumgæfni og veita þeim þjálf- un,“ sagði Warren Buffett úr stjórn Coca-Cola, forstjóri Berkshire Hathaway. Times hættir Angeles og er selt í 1.068.000 ein- tökum daglega. Undir stjórn Coffeys hlaut L.A. Times fern Pulitzer verðlaun: fyrir fréttir um Northridge jarðskjálft- ann 1994, óeirðirnar í Los Angeles 1992, fyrir gagnrýni 1991 og fréttaskýringar 1990. L.A. Times er fjórða útbreiddasta blað Bandaríkjanna á eftir USA Today, Wall Street Journal og New York Times. AT&T velur Armstrong ístöðu nýs forsljóra New York. Reuter. AT&T Corp. hefur skipað C. Michael Armstrong stjórnar- formann og ræður þar með í sína þjón- ustu manninn, sem endurskipulagði Hughes Electronics Corp. með góðum árangri. Um leið er endir bundinn á langa leit að eftirmanni Roberts Allens. Armstrong verður einnig aðalfram- kvæmdastjóri og skip- un hans bindur enda á margra mánaða óvissu hjá AT&T, stærsta símafélagi heims. Fyrir- tækið stendur á nokkrum tímamót- um þar sem það hefur eignazt marga nýja keppinauta og stendur frammi fyrir örum breytingum í fjarskiptamálum. AT&T hóf leit sína að nýjum Ieiðtoga þegar John Walter sagði af sér sem stjórnarfor- seti vegna þess að stjórn fyrirtækisins ákvað að skipa hann ekki aðalfram- kvæmdastjóra í júlí. 15% minni hagnaður AT&T hefur einnig greint frá því að fyrir- tækið muni selja Uni- versal greiðslukorta- þjónustu sína og að hagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 15%. Leit AT&T að eftir- manni Roberts Allens stjórnarformanns hófst reyndar í fyrra þegar fyrirtækið skipaði Walter — fyrrverandi stjórnarform- ann prentsmiðjunnar R.R. Donn- elly & Sons Co. — stjórnarforseta og krónprins. Sú ráðstöfun þótti sæta mikilli furðu í greininni og í Wall Street. Michael Armstrong ITT keypt fyrir 13,3 milljarða dollara New York. Reuter. ITT Corp. hefur samþykkt að Starwood Lodging Trust kaupi fyr- irtækið fyrir 9,8 milljarða dollara til að koma í veg fyrir að 8,3 millj- arða dollara óumbeðið tilboð Hilton Hotels Corp. nái fram að ganga. Starwood er lítt kunnur sjóður, sem fjárfestur í fasteignum, og með sameiningu hans og ITT verð- ur komið á fót stærsta glæsihótela- fyrirtæki heims að sögn fyrirtækj- anna. Fyrirtækið mun eiga 650 hótel í 70 löndum. Með samrunanum sameinast Sheraton og Caesars hótel ITT og meðal annars Westin, Ritz og Marriott keðjur Starwoods. Tillaga um samrunann var sam- þykkt á fundum í stjórnum ITT og Starwood þremur vikum eftir að alríkisdómari kom í veg fyrir áform ITT um að skipta fyrirtæk- inu í þrennt. Dómarinn skipaði fyrirtækinu að láta hluthafa greiða atkvæði um fyrirætlunina. Fyrirhuguð þrískipting var aðal- vopn ITT gegn óumbeðnu tilboði Hiltons. Á undanförnum vikum dró úr stuðningi við hana og sá orð- rómur komst á kreik að níu mán- aða óumbeðnu tilboði Hiltons yrði tekið. cItÍU( Aofncf'S'f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.