Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 19 ERLEIMT Reuters BELGÍSKUR rannsóknarlögreglumaður ber box með sönnunargögnum út úr húsi i eigu sakborn- ingsins Andreas Pandy eftir að lögreglan í Brussel gerði húsleit þar í gær. Morðmál prests slær belgísku þjóðina óhug Brussel. Daily Telegraph. Reuters. MÁL belgíska prestsins Andreas Pandy, meints morðingja tveggja fyrrverandi eiginkvenna sinna og fjögurra barna, þykir álitshnekkir fyrir belgísku lögregluna og belgíska dómskerfið. Lögreglan hafði áður tekið þá skýringu góða og gilda að konumar og bömin hefðu farið úr landi en hann fluttist 1957 frá Ung- veijalandi til Belgíu þar sem hann hefur starfað síðan. Pandy var handtekinn í síðustu viku og í fyrradag kærður fyrir morð á sex manns eftir að mannabein fundust undir steingólfi í einni íbúð hans í Brussel og grunsamleg kjöt- stykki í frystikistum í tveimur öðrum húsum hans. Blóðblettir fundust sömuleiðis á veggjum í stigagangi og óþekkt aska í duftkeri. Pandy stendur á sjötugu og hefur kennt trúar- bragðasögu og guðfræði við fjölda skóla í Belgíu frá því hann fluttist þangað frá Ung- veijalandi 1957. Hann er sakaður um að hafa Andreas framið morðin á Pandy árunum 1986-89 en konurnar tvær og fjórar dætur af átta börnum, sem hann átti með þeim, hurfu spor- laust á níunda áratugnum. Þótti hvarfið grunsamlegt og lögreglan tók hann á sínum tíma til yfirheyrslu en tók gilda þá skýringu hans að kon- umar og dætumar hefðu farið úr landi. Rannsókn tekin upp að nýju í kjölfar Dutroux-máls í kjölfar rannsóknar á máli bama- níðingsins Marcs Dutroux, sem upp komst um í ágúst í fyrra, var rann- sókn á hvarfí eiginkvenna og dætra Pandy tekin upp að nýju. Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan belgísku og ungversku lögreglunnar fundust eng- in spor um þær, hvorki í Belgíu né Ungveijalandi. Beindust spjótin þvi að prestinum sjálfum á ný. Málið hefur slegið óhug á belgískan almenning, sem þó er orðinn ýmsu vanur eftir að morð og níðingsverk Dutroux komu fram í dagsljósið. Kjöt- fundur í ísskápum minnir einnig á það er lögregla fann fyrir tilviljun lík þriggja kvenna í frystikistum vinsæls líbansks matsölustaðar í Brussel. Losun mengunarefna í Bandaríkjunum eykst Bílaframleið- endur mæla með hækkun orkuverðs Washington. Reuters. FORYSTUMENN bandarísku bílaverksmiðjanna General Motors Corp (GM) viðurkenndu í gær að vaxandi útblástur koltvísýrings út í andrúmsloftið ógni veðurfari á jörðinni og mæltu með því að orkuverð í Bandaríkjunum yrði hækkað til að þvinga Bandaríkja- menn til að minnka eitthvað við sig hina miklu brennslu jarðefna- eldsneytis, sem einkennir banda- rískar neyzluvenjur. Þessi yfirlýsing frá stjórnend- um stærsta bílaframleðianda heims kom á óvart, þar sem hún stangast á við fyrri yfirlýsingar frá bandarískum bílaframleiðend- um, en hún var gefin út þegar alþjóðlega bílasýningin í Tókýó var að hefjast, þar sem gróður- húsaáhrifin, sparneytni bifreiða og mengunarvarnartækni eru efst á baugi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum, verksmiðjum og orku- verum í Bandaríkjunum jókst um 3,4% á síðasta ári og mun meira en undanfarin ár, samkvæmt skýrslu frá bandaríska orkumála- ráðuneytinu, sem birt var í fýrra- dag. Losun lofttegundanna jókst meira en orkunotkunin í Banda- ríkjunum, sem jókst um 3,2%, og aukningin var mun meiri en hag- vöxturinn, sem var 2,4% á síðasta ári. The Washington Post segir að rekja megi þessa þróun til efna- hagsuppgangsins í landinu og hærra verðs á jarðgasi, en það hefur aftrað mönnum frá því að hætta að nota eldsneyti, sem veld- ur meiri mengun, svo sem kol. Skýrsluhöfundarnir segja að þessi aukna losun mengunarefn- anna skyggi á þann árangur sem náðst hefur í bættri orkunýtingu á síðustu tveimur áratugum. Eykur þrýstinginn á Clinton The Washington Post sagði nið- urstöðu skýrslunnar geta styrkt málstað þeirra sem leggja nú hart að Bill Clinton Bandaríkjaforseta að ganga lengra en hann hefur viljað til þessa til að draga úr los- un lofttegunda sem taldar eru valda auknum hita á jörðinni. Clinton býr sig nú undir að skýra frá stefnu Bandaríkjastjómar fyrir alþjóðlega ráðstefnu um málið í Kyoto í Japan í desember. Embætt- ismenn í Hvíta húsinu hafa sagt að stefna stjómarinnar verði kynnt síðar í vikunni á fundi í Bonn, þar sem samið verður um drög að al- þjóðlegum samningi um að tak- marka losun mengunarefnanna. Evrópusambandið hefur lagt til að iðnríkin dragi úr útblæstri gróður- húsalofttegunda um 15% fyrir árið 2010, miðað við árið 1990, en Bandaríkjastjóm hefur ekki viljað ganga svo langt. Samkomulag Sviss og ESB fyrir áramót Lúxemborg. Reuters. JACQUES Poos, utanríkisráð- herra Lúxemborgar, sem nú fer með forsæti í ráðherraráði Evr- ópusamband- sins, ESB, sagði í fyrradag að líklega tækist að ganga frá tvihliða samn- ingum ESB við Sviss fyrir kom- andi áramót, þrátt fyrir að deila samningsaðila um umferð þungaflutningabifreiða í gegn um Sviss sé enn óleyst. „Hinn pólitiski vilji er fyrir hendi,“ sagði Poos um afstöðu ESB á fréttamannafundi í Lúx- emborg að loknum fundi með aðal- samningamanni Svisslendinga, Flavio Cotti. Samkomulag um takmarkanir á og gjaldtöku af flutningaumferð í gegn um Sviss er það sem alls- heijarsamningar Sviss um frjáls- ari aðgang að innri markaði Evr- ópu hefur hingað til strandað á. Sviss, sem er ásamt íslandi, Nor- egi og Liechtenstein í EFTA en hafnaði aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu í þjóðaratkvæða- greiðslu 1992, hefur staðið í tví- hliða samningaviðræðum við ESB frá 1994. Til þess að vernda það sem Svisslendingar kalla hina „sér- stöku náttúru" Alpasvæðisins hafa þeir vi(jað rukka flutn- ingabifreiðar sem vilja leggja leið sína í gegn um Sviss um háa vegatolla til að beina þeim frekar um borð í flutningalest- ar, en ESB hefur staðið fast á því að vijja halda vegatollum lágum. Nýjar tillögur til athugunar Neil Kinnock, sem fer með sam- göngumál í framkvæmdastjórn ESB, sagðist í síðustu viku hafa fengið nýjan tillögupakka frá Svisslendingum til athugundar. Poos sagði tillögurnar vera „mikil- vægan umræðugrunn" og að markmiðið sem lægju þeim til grundvallar - að beina flutning- um af vegum á teina - væri góð og gild. Cotti, sem áður hafði átt fund með Jean-Claude Juncker, forsæt- isráðherra Lúxemborgar, sagðist trúa því að „viljinn til að Ijúka samningum fyrir árslok hafi verið sýndur í dag, jafnvel þótt erfið úrlausnarefni liggi enn fyrir.“ EVRÓPA^ Baráttumann í Reykvtkitigar þutfa á ungufólki meó reynslu aó balda í borgarstjóm. Tryggjum Kjartani Magnússyni, blaóamanni og varaborgaifulltrúa, góÓa kosningu í prófkjöri Sjálfstæóisflokksins í Reykjavík. Stuðningsmenn. Sólheimar 33 • Sími 588 5570 • Simbréf 588 5571 • http://this.is/kjartan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.