Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 37 GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR + Guðríður Hall- dórsdóttir, var fædd í Reykjavík 4. nóvember 1911. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Drop- laugarstöðum 11. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hall- dór Högnason, bóndi, í Skálmholts- hrauni, Villinga- holtshreppi, síðar verslunarmaður Reykjavík, f. 4.8. 1867, d. 16.6. 1920, og Andrea Katrín Guðmundsdóttir, f. 24.8. 1871, á Hömrum í Gnúpveija- hreppi, Árnessýslu, d. 1.7.1950. Þau eignuðust tólf börn, þijú þeirra dóu ung. Upp komust: Högni, f. 24.8. 1896, d. 28.12. 1984. Sigríður Kristin, f. 7.1. 1898, d. 7.4. 1964. Guðmundur, f. 9.8. 1900, d. 13.2. 1986. Guð- rún, f. 3.10. 1904, d. 12.6. 1949. Sigríður, f. 20.6. 1907, og er hún ein eftirlifandi systkin- anna. Lovísa, f. 13.11. 1908, d. 22.1. 1988. Sigurður, f. 7.5. 1910, d. 24.9. 1982. Guðríður, sem hér er kvödd. Ólafur f. 21.10. 1913, d. 15.3. 1992. Eiginmaður Guðríðar var Lúð- Th. Þorgeirs- son, kaupmaður, f. 2.11. 1910, d. 27.12. 1996. Foreldrar hans voru hjónin Þorgeir Jörgensson, stýrimaður, f. 1.5. 1865, á Hala í Ölf- usi, d. 17.10. 1938 og Louise Símonar- dóttir, f. 3L12.1877, á Hesti í Álftafirði, d. 20.12. 1966. Þau eignuðust þijá syni, en þeir eru: 1) Halldór Geir, f. 31.10. 1930, kona hans var Nanna Dísa Ósk- arsdóttir, f. 30.3. 1929, d. 19.5. 1994. Þau eignuðust þijú börn. 2) Birgir, f. 3.5. 1937, kona hans er Helga Brynjólfsdóttir, f. 30.12. 1936. 3) Þorgeir, f. 20.4. 1943, kona hans er Valdís Gróa Geirarðsdóttir, f. 31.5. 1945. Þau eiga þijú börn. Barnabarnabömin em 24 og 1 langalangömmubarn. Útför Guðríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kveðja til ömmu minnar Elsku amma mín, nú ert þú farin til hans afa. Ég sá þig síðast í sumar, rétt áður en ég flutti til Danmerkur. Ég kom til þín á Droplaugarstaði sem var heimilið þitt síðustu mán- uði ævi þinnar. Þar varst þú búin að gera herbergið þitt hlýlegt með myndum af langömmubörnunum þínum og afa. Ég man ég kvaddi þig þennan dag með þeim orðum að ég mundi sjá þig aftur um jólin, enda bjóst ég ekki við því þá að þetta væri hinsta kveðjan mín til þín. Þú varst glæsileg kona, alltaf svo snyrtileg og vel til höfð. Þú varst einstaklega barngóð og fengum við barnabömin og öll langömmubörnin að njóta þess. Þú fylgdist alltaf vel með okkur öllum, varst alltaf svo áhugasöm um það sem var að ger- ast í lífi okkar. í Sigtúninu, á heim- ili þínu og afa, var oft ansi mikið fjör. Þangað komu synir þínir með fjölskyldur sínar, enda alltaf gott að koma til ykkar. Þar dvaldi ég marga daga næturlangt og átti með þér yndislegar stundir. Þá spiluðum við Lúdó eða Olsen Olsen svo tímun- um skipti. Þú hafðir alltaf tíma og vilja til að sinna okkur börnunum. Þið afi voruð alltaf í Bakkaselinu á að- fangadagskvöld hjá foreldrum mín- um. Síðustu jól voru tómleg í Bakkaselinu því þá vantaði afa en þessi jól verða enn tómlegri nú þeg- ar þið bæði eruð farin frá okkur. Pabbi var búinn að láta mig vita að þú værir orðin veik og færir senn að kveðja þennan heim, en sárt var það samt þegar mamma hringdi og sagði að þú værir farin frá okkur. Ég hugga mig við það að nú líður þér vel og þú ert komin til hans afa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Kristín Anna. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar tengdamóð- ur minnar. Guðríðar Halldórsdótt- ur,sem andaðist aðfaranótt 11. október sl. á Droplaugarstöðum. Margar minningar streyma fram í hugann. Gauja, eins og hún var kölluð í daglegu tali, var glæsileg kona, hjartahlý og góð sem ávallt var tilbúin að veita hjálparhönd ef með þyrfti. á heimili tengdaforeldra minna var mjög gestkvæmt og vel tekið á móti fólki. Gauju leið aldrei eins vel og þegar hún hafði fólkið sitt í kringum sig. Sérstaklega er mér minnisstæður sá tími þegar við hjónin skiptum um húsnæði og fluttum tímabundið í Sigtúnið með börnin okkar fjögur. Stuttu síðar bættist enn í hópinn, eldri bróðirinn með sína fjölskyldu. Þá var mikið fyör á heimilinu. Þennan tíma reynd- ist hún og þau bæði hjónin okkur einstaklega vel eins og alla tíð. Gauja mín, með hlýjum hug þakka ég þér samfylgdina og bið góðan Guð að blessa þig. Helga. Aðfaranótt hins 11. október sl. kvaddi hjartkær amma mín þennan heim hinsta sinni. Tilhugsunin um að eiga ekki eftir að faðma hana að mér og njóta hlýju hennar þyk- ir mér allt að því óhugsandi, þar sem amma hefur alla tíð verið mjög stór þáttur í lífi mínu frá því að ég fæddist á heimili hennar og afa í Sigtúni 47. Amma og afi bjuggu lengst af í Sigtúninu, en þar dvaldi ég oft hjá þeim sem barn. Margt er mér minnisstætt frá þeim tíma og þá sérstaklega bæjarferðirnar með ömmu og þegar ég fékk að gista hjá þeim um helgar. Er ég stækk- aði bauð amma mér oft í mat til sín og þangað skokkaði ég yfir Laugardalinn, full af tilhlökkun vegna vitneskjunnar um að á úti- dyratröppunum í Sigtúni biði amma mín með útbreiddan faðm- inn. Hún bakaði oft pönnukökur handa mér sem ég var mjög sólgin í og ég hámaði þær í mig um leið og þær komu á diskinn undir ástríku og þolinmóðu augnaráði hennar. Þessar stundir eru mér ógleymanlegar og voru gott vega- nesti í lífi mínu. Jólin voru ömmu mikils virði. Saman undirbjuggum við jólin, fór- um í bæinn og versluðum og drukk- um heitt súkkulaði með ijóma á Hressó. í heimleiðinni litum við inn til afa í versluninni Lúllabúð við Hverfisgötu til þess að sýna honum afraksturinn. Afi hló, gerði góð- látlegt grín að okkur og sagði að við nöfnurnar væru nú „meiri jóla- börnin“. Á jóladag kom síðan öll stórfjölskyldan í mat og var oft ansi fjörugt enda mikill fyöldi ætt- menna þar samankominn. Fimmtán ára flutti ég með for- eldrum mínum, sem þá voru að byggja, til ömmu og afa í Sigtún- ið. Fengu þau afnot af kjallaranum en ég fékk herbergi uppi hjá afa og ömmu. Skömmu seinna kynntist ég Svenna, sem síðar varð eigin- maður minn, og tóku afi og amma honum strax opnum örmum. Æ síðan var mjög kært á milli þeirra og dvöldum við m.a. hjá þeim í 6 mánuði eftir að við giftum okkur. Jafnframt nutum við góðvildar þeirra er þau lánuðu okkur Svenna húsnæði sem þau áttu við hliðina á Lúllabúð. Þarna hóf ég minn eig- in búskap þar sem amma reyndist mér eins og önnur móðir I skiln- ingsgóðri leiðsögn við matargerð, bakstur og fleira gagnlegt ungri húsmóður. Að auki var hún mér innan handar í öll þijú skiptin er ég kom heim af fæðingardeildinni. Árið 1991 fluttu amma og afi úr Sigtúninu í Hæðargarð 35 þar sem þau bjuggu sér heimili sem var engu síður fallegt og notalegt en hið fyrra. En heilsu afa hrakaði fljótlega og svo fór að hann varð að yfirgefa þetta kæra heimili og fara á hjúkrunarheimilið Eir. Ömmu var það þung raun að sjá á eftir honum þangað, þar sem þau höfðu alla tíð verið mjög samrýnd, og heilsa hennar versnaði stöðugt eftir þetta. Hún var í Hátúni að ná sér eftir veikindi er afi lést í desember sl. Henni var það mikið áfall og sjálf komst hún aldrei heim eftir það — lífs- neistinn var slokknaður og heilsan var búin. Eftir erfið veikindi fékk hún loks hvíldina sem hún var farin að þrá. Á þessari stundu á ég ekki nógu sterk orð til að lýsa væntumþykju minni á ömmu. Hún var ekki að- eins gullfalleg og glæsileg kona að ytra útliti, krýnd mjallahvítri kórónu, heldur var hún líka með gullhjarta þar sem fjölskyldan var alltaf í fyrirrúmi. Fyrir mig eru það forréttindi að hafa átt hana sem ömmu og jafnframt sem vin- konu. Ég leitaði til hennar mér til huggunar er móðir mín lést fyrir þremur árum síðan, en fráfall hennar var okkur ömmu báðum mikið áfall. Nú reyni ég að hugga mig við það að amma sé komin til hennar og afa og rækti garðinn þar til við hittumst á ný. Pabba mínum sendi ég sérstakar samúðarkveðjur, svo og Diddu ömmusystur minni, sem sér nú eftir síðustu systur sinni, en mikill kærleikur ríkti á milli þeirra. Ég, Svenni og börnin viljum þakka ömmu fyrir allt það sem hún var og gaf okkur. Megi hún hvíla í guðs friði. Guðríður Halldórsdóttir. Elskuleg amma mín er farin yfir móðuna miklu til móts við afa sem lést í desember á síðasta ári. Hvor- ugt þeirra gat verið án hins og þó veikindi skildu þau að um sinn hlaut að líða skammur tími til sam- funda þeirra á nýjum stað. Amma missti föður sinn þegar hún var aðeins 9 ára gömul, næstyngst 12 systkina. Kannski gerði það það að verkum að fjölskylda hennar stóð ótrúlega þétt saman. Fyrir tilstilli ömmu og vegna þessara óijúfanlegu fyölskyldubanda þekkti ég vel til systkina hennar, maka þeirra, barna og barnabarna sem verður að teljast nokkuð óvenjulegt þó henni fyndist það meira en sjálf- sagt. Hlutverk hennar sem móður, ömmu og langömmu var stórt, hún sinnti heimilisstörfum en hafði allt- af nógan tíma til að sinna sínum nánustu. Börn, barnabörn og barnabarnabörn áttu gott skjól hjá afa og ömmu. í afmælis- og jóla- boðum í Sigtúni 47 var alltaf sér- stök stemmning sem amma átti ekki síst þátt í að móta. Hún var félagsvera og naut þess að hafa fólk í kringum sig og hún var gest- gjafi af lífi og sál. Um miðjan júlí fyrir 10 árum rættist draumur hennar um að halda ættarmót fyr- ir afkomendurna. Það var haldið í Þjórsárdalnum í blíðskaparveðri og gleymist seint af því það tókst eins og best verður á kosið. Afi og amma voru þar í essinu sínu í faðmi fjölskyldunnar, stórum hópi af- r komenda. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn og í júlí á þessu ári var amma við skírn á fyrsta langa- langömmubarni sínu. Það gladdi okkur ósegjanlega að hún skyldi treysta sér til að vera viðstödd, ekki sist vegna þess að litli dreng- urinn var skírður í höfuðið á langa- langafa sínum (og afa). Ég á ömmu minni margt að þakka. Hún var hjartahlý og gefandi og vildi öllum vel. Ég og fjölskylda mín kveðjum hana með söknuði og látum minn- inguna um hana hlýja okkur um hjartarætur svo lengi sem við lif- um. Lúðvík Thorberg Halldórsson. Okkur langar að minnast elsku ömmu okkar sem var okkur svo mikils virði. Amma Gauja var sér- lega glæsileg og barngóð kona. það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Sigtúni. Gestrisni þeirra var alveg einstök. Fjölskyldan var ömmu allt. Hún lagði mikið upp úr því að fjölskyldan sameinaðist og þá ekki síst þegar halda átti veislu eða hátíðarstundir nálguð- ust. Öll urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í Sigtúni með ömmu og afa. Amma hafði alveg einstaklega gaman af því að spila og ekki vor- um við gömul þegar við lærðum olsen, veiðimann og marias. Amma og afi stunduðu mikið sund og þá var vinsælt að gista því sundferð vissum við að við fengjum. Það var alltaf mjög gott að tala við ömmu, sama hvert málefnið var, hún kunni svo vel að hlusta. Ekki er langt síðan við kvöddum elskulegan afa okkar og nú hafa þau sameinast á ný eins og hennar heitasta ósk var. Elsku amma, við viljum að lok- um þakka þér fyrir allt sem þú kenndir okkur og allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum saman. Hvíl þú í friði. Viðar, Lúðvík, Sigríður og Guðríður. Það besta sem hendir börn er að eignast góða foreldra og sam- henta fjölskyldu. Næstbest er að eiga stóran frændgarð, góðar frænkur og skemmtilega frændur. Þessa hvors tveggja varð ég að- njótandi í ríkum mæli og nú hverfa þessir gömlu vinir hver af öðrum yfir móðuna miklu. í fyrri viku fylgdi ég öldruðum föðurbróður til grafar og í dag kveð ég móðursyst- ur mína, sem var ein af mínum kærustu frænkum. Gauja var yngst móðursystra minna og aðeins sextán ára þegar ég fæddist. Rúmum þremur árum síðar var hún sjálf komin með fjöl- skyldu, og alla mína bernskutíð og unglingsár átti ég margar góðar stundir á heimili Gauju og Lúlla bæði á Bergstaðastígnum og Sig- túni sem og sumarbústaðnum við Lögberg. Vorum við Halldór elsti sonur þeirra miklir mátar á fjórða og fimmta áratugnum. Á þeim árum var allt þjóðlíf mjög frá- brugðið því sem síðar varð og meiri samgangur milli fjölskyldna. Oft var farið í heimsóknir um helg- ar eða eftir kvöldmat til að spjalla saman, taka í spil eða fara í leiki. Eftir tilkomu sjónvarps og margm- iðlunar hafa slíkir góðir siðir lagst meir eða minna af. Ég á margar góðar minningar frá slíkum fund- um sem tengjast Gauju og öðru frændliði. Foreldrar Gauju eignuðust alls tólf börn, sex syni og sex dætur.r- Af þeim komust níu til fullorðins- ára. Gauja var næstyngst systkin- anna. Allir bræðurnir eru látnir en ein systranna lifir, Sigríður, sem varð 90 ára á þessu ári. Eftir lát Lúlla í fyrra hnignaði heilsu Gauju mjög ört og varð hún hvíldinni feg- in. Blessuð sé minning þessarar góðu frænku minnar. Kristján Oddsson. Mér er efst í huga þegar ég kveð hana Gauju hans Lúlla, sem voru nágrannar okkar í Sigtúninu'r í 45 ár, hvað þau voru glæsileg hjón og skemmtileg. Gauja þessi fallega góða kona, alltaf í góðu skapi og lét allt gott af sér leiða, við alla sem hún umgekkst. Þegar við hittumst úti við á vorin var hugur Gauju að gera allt fallegt í kringum sig. Garðurinn varð að vera fallegur, laga húsið, mála, snyrta hvað eina. Svo ég tali nú ekki um bílskúrinn sem Lúlli hafði út af fyrir sig. Hann var sem fín- asta stofa, þangað var nú gaman að koma og þó sérstaklega um jól- in. Þá voru þar kassar af appelsín- um og eplum og ég tala nú ekki um allt nammið, sem börnunum i > götunni var boðið upp á þegar þau komu í heimsókn í bílskúrinn á 47. Ég get ekki talað um Gauju án þess að minnast á Pálinu Bjarna- dóttur, Pöllu vinkonu okkar beggja sem lést 2. október. Palla og Binni áttu. heima í kjallarnum á 'Sigtúni 47 í 18 ár. Palla mín þessi yndis- lega kona sem allt vildi gera fyrir mig. Hjálpa mér í veikindum mín- um, senda Benna son minn eftir mér á spílala svo ég kæmist heim, því maðurinn minn var úti á landi. .- Hvað hún var kát og ljúf kona, ' hvað við gátum hlegið mikið og skemmt okkur við söng. Ég vil einnig minnast Nönnu Dísar sem er látin, tengdadóttir Gauju og Lúlla. Hún bjó á árum áður á efri hæðinni á Sigtúni 47 með manni sínum Halldóri. Þessar konur voru allar vinkonur og komu í 70 ára afmælið mitt út á 45 og á ég góðar minningar um þær frá þeim degi. Ég hveð allar húsfreyj- urnar, sem bjuggu saman í sátt og samlyndi í Sigtúni 47. Einnig þökkum við hjónin á 45 samveruna öll árin og hvað börnunum okkar kom vel saman. Við vottum samúð sonunv,^ tengdadætrum og fjölskyldum ~ þeirra Guðríðar og Lúðvíks. Gauja mín, ég læt vísuna þína fylgja sem þér var send á stórafmæli þínu frá vinunum á 45. Ytjar róður birtu ber Bætir hróður allra manna þar sem góður granni er Gull í sjóði heimilanna (Ingþór Sigurbjömsson.) Einnig samúð til Brynjólfs, Ellu, Hjartar og fjölskyldu þeirra. Éinnig samúð til Ellu vegna fráfalls móður- systur hennar Klöru sem er nýlátin. Hjartanlegar samúðarkveðjur frá Gauju, Gunnari, Huldu, Benna og Öggu. Hvfli okkar kæru vinkonurj* í Guðs friði. Unnur Ragna Bene- diktsdóttir og Jón Valgeir Guðmundsson. Kammerkór Langholtskirkju - Jón Stefánsson Með listrænan metnað - Sími 894 1600 Írjíírjííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 i ' ll I HOTEL LorrLEÍÐlk * f L i J. Jk.JL JlJlA I 1 ..... M é. f. i i i Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.