Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 38
U8 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÚLÍUS
- GUÐMUNDSSON
+ Júlíus Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 18.
september 1959.
Hann lést á heimili
sínu 12. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Guðmund-
ur Ársælsson póst-
varðstjóri, f. 3.5.
1925, d. 22.2. 1995,
og Sigfríður Niel-
-y johníusdóttir, hús-
freyja, f. 9.5. 1920.
Systkini hans eru:
Ólöf Guðmunds-
dóttir sjúkraþjálf-
ari, f. 16.6.1958, gift Jóni Heið-
ari Gestssyni verkfræðingi.
Ársæll Guðmundsson aðstoðar-
skólameistari, f. 30.5. 1961,
kvæntur Gunnhildi Harðardótt-
ur kennara.
Júlíus kvæntist 18. septem-
ber 1982 Helgu Gottfreðsdóttur
ljósmóður, f. 12.12. 1960. For-
eldrar Helgu eru Gottfreð
Árnason viðskiptafræðingur, f.
13.12. 1932, og Ásdís Magnús-
dóttir kennari, f. 23.12. 1931.
* Börn Júlíusar og Helgu eru:
Þórir, f. 25.6. 1982,
Magnús, f. 31.1.
1986 og María Soff-
ía, f. 14.6. 1995.
Júlíus varð stúd-
ent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík
1980 og lauk emb-
ættisprófi í lög-
fræði frá Háskóla
íslands 1986. Að
námi loknu hóf
hann störf sem full-
trúi hjá bæjarfóg-
etaembættinu á
Húsavík og sýslu-
manninum í Þing-
eyjarsýslu. Árið 1988 réðst
hann til starfa sem fulltrúi hjá
yfirborgarfógeta í Reykjavík.
Frá árinu 1992 starfaði Júlíus
sem lögfræðingur við Búnaðar-
banka Islands. Júlíus starfaði
mikið að félagsmálum. Hann
var m.a. í unglingaráði hand-
knattleiksdeildar Víkings og í
stjórn Taflfélags Reykjavíkur
og Taflfélagsins Hellis.
Útför Júlíusar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Haustið hjá okkur var langt og
fallegt, en daginn var tekið að stytta
og við vorum farin að undirbúa
okkur fyrir veturinn. Ekki óraði
okkur fyrir að myrkrið gæti hellt
sér yfír svo svart, svo snöggt, svo
óvægið. Myrkur þar sem þarf að
beita öllum kröftum til þess að týna
ekki ljósgeislum lífsins, svo þung-
bær er sorgin. Á einu andartaki er
lífíð óskiljanlegt, spurningin svo stór
en engin svör og hversdagslegir
hlutir verða svo hégómlegir. Við
verðum samferða mörgum á lífsleið-
inni, sumum kjósum við að fylgja,
aðrir koma inn í líf okkar með einum
eða öðrum hætti án þess að við
höfum neitt um það að segja. Úr
hvorum hópi komast sumir inn að
hjarta okkar, en aðrir eru sem
steinrunnir í sinni skel og á langri
_ ,ævi er lítið sem þeir skilja eftir.
Júlli kom inn í líf okkar þegar
hann kynntist Helgu eldri systur
minni fyrir tæpum átján árum. Frá
fyrsta degi átti hann stóran sess í
hjarta okkar. Hann var hlýr, einlæg-
ur, sannur drengur, og brátt varð
eins og hann hefði alltaf verið hluti
af fjölskyldunni. Við lítum aftur í
tímann og eigum einungis góðar
minningar sem engan skugga ber
á, aldrei vanhugsuð orð eða gerðir.
Það fínnst okkur sérstakt. Milli okk-
ar allra ríkti einlæg væntumþykja
og kærleikur.
Það var ákaflega þægilegt að
vera í návist Júlla, enda var hann
var rólegur og yfírvegaður þótt allt-
af væri mikið á döfínni. Ef til vill
~var ástæðan sú, að hann fann gott
jafnvægi í lífinu milli alls þess sem
skipti hann máli. Allt sem hann tók
sér fyrir hendur í leik og starfi,
gerði hann af áhuga og alúð. Helga
og börnin þeirra þijú voru hans stolt,
líf og yndi og gengu fyrir öllu. Hann
var einstakur faðir og sérstakur vin-
ur og félagi drengjanna sinna, Þóris
og Magnúsar. Hann kenndi þeim
skák, handbolta, fór með þá í veiði,
á skíði og í sund, og las fyrir þá
íslendingasögumar. Áhugamál
strákanna voru hans áhugamál.
- Litla María Soffía var sannur ljós-
geisli pabba sínSj „óskin“ hans eins
og hann sagði. Á stuttri ævi sinnti
hann börnunum sínum meira en
margur gerir á langri lífsleið. Milli
þeirra Helgu ríkti sönn ást og um-
hyggja alla tíð og oft töluðum við
um að við mundum vilja taka ein-
stakt fjölskyldulíf þeirra til fyrir-
myndar þegar sá tími kæmi að við
myndum sjálf eignast böm.
Söknuðurinn er óbærilega sár.
Júlli var ekki aðeins farsæll í
starfí og fjölskyldulífi. Hann leyndi
ótrúlega á sér likamlega, var þolinn
og vel á sig kominn. Því kynntumst
við jafnt í veiði á fjöilum og í vegg-
tennis innandyra. Oft var hart bar-
ist enda var Júlli mikill keppnismað-
ur sem aldrei gaf þumlung eftir.
Samt var léttleikinn ávallt í fyrir-
rúmi því Júlli var fæddur húmoristi
sem var stanslaust að hlæja og gant-
ast.
Júlii var vinnusamur, ósérhlífinn
og óeigingjarn svo eftir var tekið.
Hann hafði ávallt tíma fyrir aðra,
var ráðagóður og hjálpsamur með
afbrigðum. Alltaf fórum við léttari
frá fundi hans en á. Hann var afar
fjölhæfur, sinnti mörgu og var jafn
laginn hvort heldur var i íþróttum
og veiðimennsku, við smíðar og við-
hald á heimilinu eða við nám og
andlega áreynslu. Júlli var sannar-
lega afreksmaður í lífínu.
Við minnumst með hlýju allra
gieðilegu stundanna sem við áttum
saman fjölskyldan. Þegar Helga og
Júlli giftu sig og við héldum veislu
í Garðabænum og dönsuðum og
spiluðum á harmoníku og píanó
fram á nótt. Við geymum minning-
arnar um skíðaferðina til Austurrík-
is og heimsóknirnar til okkar til
Bandaríkjanna sem fjársjóð. Yndis-
legu dagamir sem við áttum saman
i Washington D.C. og ferðirnar upp
í fjöllin í Norður-Karólínu þar sem
náttúran skartaði sínu fegursta og
lífið var svo fallegt og bjart og
tíminn ódauðlegur. Skyndilega er
útilokað að slíkar samverustundir
verði fleíri og tilhugsunin er óbæri-
leg.
Elskulega systir og mágkona,
Þórir, Magnús og María Soffía. Það
er margt á manninn lagt í þessu
lífi, og stundum eins og mest sé á
þá lagt, sem best era gerðir. Hún
er þung og hörð sorgin sem nú er
lögð á herðar ykkar. Megi góður
Guð gefa ykkur styrk og leiða úr
myrkrinu. Við erum betri manneskj-
ur eftir að hafa fengið að vera sam-
ferða Júlla á allt of stuttri ævi og
fyrir það þökkum við af alhug. Við
minnumst elskulegs vinar með
djúpri hryggð og söknuði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
María Soffía og Jón Gunnar.
Elsku vinur.
Mig langar til að minnast þín í
fáeinum orðum. Fyrir mér varst þú
miklu meira en pabbi, þú varst minn
besti vinur. Mörgu af hinu góða og
fallega sem lífið hefur uppá að bjóða
hef ég kynnst í gegnum þig. Þú
byijaðir snemma á að kynna mig
fyrir hinu og þessu t.d. skák, hand-
bolta og fótbolta, við stunduðum
einnig saman líkamsrækt og spiluð-
um körfu.
Mér fannst þú sterkur og stór
þó að ég væri löngu vaxinn þér yfir
höfuð. Þú varst alltaf í líkamlega
góðu formi og kom það eflaust sum-
um vinum þínum á óvart þegar þú
skrifstofumaðurinnhljópst upp fjöll-
in á engum tíma. Eg man eftir þér
þegar ég fékk að fara með að veiða
rjúpur, hvað þú kunnir vel að um-
gangast náttúruna enda voru marg-
ar af þínum bestu minningum
tengdar sveitinni. Við byijuðum að
veiða saman þegar ég var bara
smápatti og í fyrrasumar fórum við
saman í okkar fyrsta laxveiðitúr.
Þar fékk ég maríufiskinn minn. Við
höfðum komið okkur upp aðstöðu
úti í bílskúr þar sem við hnýttum
flugur og plönuðum komandi tíma.
Þú vissir alltaf svörin við öllu en
ég gat líka talað við þig eins og
jafnaldra minn. Þú varst duglegur
að dytta að heima og þegar við fiutt-
um þangað sem hlutirnir voru
kannski ekki í toppstandi urðu þeir
það fljótlega eftir að þú hafðir látið
hendur standa fram úr ermum.
Núna verðum við að lifa án þín. En
ég held að þú hafir ekki farið langt
frá okkur. Þú hefur eflaust sent
okkur einhveija jákvæða strauma
þessa erfiðu daga og kemur til með
að fylgjast með okkur eins og þú
hefur alltaf gert. Ég er stoltur af
að hafa átt þig og sá tími sem við
áttum saman var mikill og góður.
Fyrir það vil ég þakka þér.
Þinn sonur
Þórir.
Þú komst með vorinu inn í líf
okkar og bast fjölskyldunni. Þið
Helga, dóttir okkar, komuð gang-
andi með hvítu kollana og ljómuðuð
af hamingju, sem entist fram á síð-
asta dag.
Þið völduð ykkur námsbrautir og
hófuð undirbúning framtíðar. Þórir,
stoltið okkar allra, kom í heiminn
og við voram hamingjusöm. Að námi
loknu kom sólargeislinn, Magnús,
inn í tilveru okkar. Árin liðu við
störf og leik. Þið vorað yndisleg fjöl-
skylda og lífið blasti við ykkur.
Fyrir aðeins tveimur árum fæddist
litla yndið okkar, hún María Soffía,
og auðgaði líf okkar og hamingju.
Þú varst góður heimilisfaðir, sem
lést þér annt um velferð fjölskyld-
unnar. Þú hafðir mikið yndi af úti-
vist. Bönd þín til sveitarinnar, þar
sem þú varst löngum sem lítíll
drengur, vora sterk. Þú varst trún-
aðarvinur drengja þinna.
Við mátum þig mikils og þú varst
góður maður, ávallt með spaugsyrði
og glettni á hraðbergi. Með gíað-
værð þinni og hjálpsemi varstu góð-
ur tengdasonur, sem við gátum
ætíð leitað til og treyst. Nú ertu
horfínn okkur um stund, ástkæri
tengdasonur. Við biðjum algóðan
Guð að gæta þín og gefa þér sinn
frið.
Tengdaforeldrar.
Þagar ég kynntist manninum
mínum fyrst varð ég um leið hluti
af glaðri og samhentri fjölskyldu.
Nú, við fráfall Júlíusar Guðmunds-
sonar, hefur verið rofíð óbætanlegt
skarð í þá heild. Júlíus var kvæntur
mágkonu minni, Helgu Gottfreðs-
dóttur. Frá fyrstu kynnum var mér
ljóst að Júlíus var öðlingur. Hafí ég
verið hálffeimin í fyrstu fjölskyldu-
boðunum, gerði Júlli svo sannarlega
sitt til að mér liði betur. Hann var
fljótur að létta andrúmsloftið með
glaðværð sinni og kímni. Við höfð-
um fljótlega um margt að tala þar
sem ég hóf nám í lögfræði sem
hann hafði lokið nokkrum árum
áður. Það var gott að leita álits hjá
honum um námið. Seinna voram við
sumarlangt á sama vinnustað, þegar
ég var á „kúrsus“ hjá embætti borg-
arfógeta í Reykjavík þar sem Júlli
vann þá. Hann var alltaf örlátur á
tíma sinn þegar ég bað hann um
aðstoð.
Með tengdafjölskyldunni fórum
við í ferðir, bæði stuttar og langar.
Ógleymanleg er skíðaferð til Aust-
urríkis þar sem við Helga og Júlli
voram saman í skíðaskóla enda á
sama róli í skíðaíþróttinni. Þá var
aftur ómetanlegt að hafa Júlla með
sér. Hláturinn sem hann framkallaði
losaði um áhyggjuhnútinn sem lét
á sér kræla efst í brekkunum. Ein
er sú ferð þar sem okkur Magnúsi
varð oft hugsað til Helgu og Júlla
þó þau væru ekki með okkur, en
það var brúðkaupsferðin okkar. Þau
höfðu þá eignast glænýjan jeppa,
sem er fyrirbæri sem útivistarmenn
virðast oft og tíðum tengjast tilfinn-
ingaböndum. Júlli lét slíkar tilfinn-
ingar ekki kæfa sitt eðlislæga ör-
læti heldur lánaði okkur bílinn í
hálendisferð.
Júlli var góð fyrirmynd að hafa
í lifínu. Þrátt fyrir lifandi áhuga á
starfí sínu og lögfræðinni sem
fræðigrein, lét hann þann hluta lífs-
ins ekki ná yfirhöndinni svo að
skugga bæri á fjölskyldulífið. Þrátt
fyrir fjölmörg áhugamál, svo sem
skák, handbolta, veiðimennsku og
útivist, tóku þau ekki tíma frá fjöl-
skyldunni, heldur gerði hann þau
að hluta af fjölskyldulífinu. Umfram
allt annað var Júlli góður fjölskyldu-
faðir. Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með því af hve mikilli natni
hann sinnti sonum sínum tveimur
og litlu dótturinni sem nú er ekki
nema tveggja ára. Það var líka gam-
an að sjá eiginmann sem mitt í
annríki hversdagslífsins hafði hugs-
un á því að færa eiginkonu sinni
blóm án sérstaks tilefnis.
í blessaðri blindni manns á hverf-
ulleik hamingjunnar, hafði ég ekki
gert ráð fyrir öðru en að fá að njóta
samvista við Júlla á komandi áram.
Ég hafði hugsað til þess með til-
hlökkun þegar við Magnús myndum
flytja aftur heim til íslands og fjöl-
skyldan væri sameinuð á ný. Til-
hlökkunin fólst meðal annars í til-
hugsuninni um samverastundir í
veiðiferðum og útivist með Júlla og
Helgu. Júlla mun verða sárt saknað
en við munum öll hafa minningar
um góðan dreng til að styðja okkur
við. Júlli lifír áfram í sonum sínum
sem hafa erft marga af góðum kost-
um föður síns. Hann skilur líka eft-
ir sig litla sólargeislann hana Maríu
Soffíu. Hún naut föður síns aðeins
í skamman tíma en hefur móður,
bræður og heilan frændgarð að leita
til sem mun halda minningu hans á
lofti.
Elsku Helga mágkona mín og
kæra börn, við Magnús biðjum al-
góðan Guð að styrkja ykkur í þess-
ari miklu sorg. Móður Júlíusar,
systkinum hans og öðrum aðstand-
endum vottum við okkar dýpstu
samúð. Guð blessi minningu Júlíusar
Guðmundssonar.
Elín Jónsdóttir.
Ég man ennþá þegar hann Júlli
frændi útskrifaðist sem lögfræðing-
ur. Þetta var mjög mjög merkilegur
dagur, ekki bara fyrir Júlla heldur
einnig fyrir mig. Þetta var dagurinn
þegar ég loksins lærði hvor bræðr-
anna hét Júlli og hvor Sæli, en þetta
hafði vafíst fyrir mér alla mína barn-
æsku og verið mér ti! mikilla vand-
ræða. Nú var þetta ekki lengur neitt
vandmál, Júlli var einfaldlega lög-
fræðingurinn.
Nokkrum árum seinna atvikaðist
það þannig að ég settist á skólabekk
í Háskólanum og hóf að lesa lög-
fræði. Sú ákvörðun var kannski
ekki tekin að vandlega íhuguðu
máli, en ég hafði nú látið mig
dreyma um að kannski gæti ég þetta
alveg eins og hann Júlli frændi.
Fyrstu skref mín á refílstigum laga-
námsins voru býsna erfið, en bót
var í máli því ég gat alltaf leitað
til Júlla frænda. Hann lánaði mér
bækur og glósur og sýndi mér í
reynd einstaka þolinmæði, sérstak-
lega við síðbúin skil mín á bókum
og glósum löngu eftir að ég lauk
námi í viðkomandi greinum. Þegar
sein bókaskil áttu sér stað, benti
hann mér alltaf brosandi á það áður
en ég gat stunið upp afsökunum,
að hann hefði nú bara gleymt því
að hann ætti yfirleitt þessar bækur.
Á síðasta ári mínu við laganám
við Háskólann ræddi ég við hann
um þann möguleika að taka hluta
af síðasta árinu í Danmörku. Eitt-
hvað vafðist þetta fyrir mér, en það
vafðist nú ekkert fyrir honum Júlla.
Út skyldi ég fara og sækja mér þar
þá menntun sem mér bauðst þar.
Þessi hvatningarorð urðu ekki hvað
síst til þess að ég ákvað að stfga
skrefið til fulls og hefja nám við
Kaupmannahafnarháskóla.
Að lokinni útskrift minni úr laga-
deild, ákvað ég að gefa Júlla frænda
sem þakklætisvott fyrir hjálpina í
náminu, afrit af lokaritgerð minni
í lögfræði. Heyrði ég næst í honum
eftir nokkra daga, þegar hann
hringdi í mig til þess eins að þakka
mér fyrir ritgerðina sem hann hafði
þá lesið. Ég veit ekki hvort mér
þótti vænna um, það að hann hafði
raunverulega lagt það á sig að lesa
ritgerðina mína, eða að hann skyldi
vera svo hugulsamur að hringja í
mig til þess að láta mig vita af
því. Ekki þótti mér síður vænna um
það, að hann skyldi láta hrós fylgja
með.
Þessar stuttu minningar eru að-
eins brot af þeim sem fljúga í gegn
um hugann þegar ég hugsa til baka.
Samt fínnst mér þau vera einkenn-
andi fyrir hann Júlla, því hann var
alltaf brosmildur, kátur og reiðubú-
inn til þess að veita óeigingjarna
aðstoð og hvatningu, ef það var
yfirleitt á hans valdi. Það er því
með miklum söknuði að ég kveð
frænda minn í hinsta sinn. Fyrir
mína hönd og fjölskyldu minnar
sendi ég samúðarkveðjur til Helgu
og barnanna, Ólafar og Sæla sem
og Fríðu frænku, sem eiga öll um
sárt að binda og hafa misst í senn
félaga og vin.
Ása.
Mig langar með fáeinum orðum
að kveðja æskuvin minn, Júlíus
Guðmundsson. Elsku Júlli minn, ég
þakka þér fyrir þann tíma sem við
áttum saman á okkar uppvaxtarár-
um í hverfínu okkar og síðar þegar
við fórum saman í menntaskólann.
Það koma upp í hugann margar
góðar minningar af öllu því sem við
brölluðum saman. Ég er þakklátur
fyrir þær stundir og mun alltaf
minnast þeirra. Guð blessi þig, Júlli
minn og veiti þér frið.
Ég sendi konu hans og fjölskyldu
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
megi guð gefa þeim huggun og
styrk á þessari erfiðu stundu.
Angantýr Sigurðsson.
Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund,
en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund.
Svo ðrstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds.
Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund,
og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund.
(Matth. Jochumsson.)
Þegar ég minnist Júlíusar mágs
míns kemur fyrst upp í hugann
hversu stutt var alltaf í kímni og
gott skap. Júlíus var mjög eljusamur
og duglegur ásamt því að vera mjög
kappsamur í öllu því sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann var mikill
áhugamaður um skot og fiskveiðar
ásamt skák sem hann hvatti syni
sína mjög í. Skákáhugann hafði
hann frá föður sínum en það kom
fyrir að þrír ættliðir tóku þátt í sama
skákmóti þ.e. Guðmundur, Júlíus
og Þórir.
Júlíus notaði hvert tækifæri sern
gafst til veiða. Á sumrin átti sil-
ungs- og laxveiði hug hans og á
haustin og veturna var farið á gæsa-
og ijúpnaveiðar.
Júlíus fór ungur í sveit á sumrin
í Húnavatnssýslu þar sem hann
kynntist fólki sem hann hélt tengsl
við alla tíð síðan. Þeirra á meðal
voru Jóhannes og Auðbjörg á Illuga-
stöðum og börn þeirra. Mestum vin-
skap hélt hann alla tíð við Adda son
þeirra hjóna, sem reyndist honum
traustur vinur. Fór ég ásamt þeim
og Ársæli mági mínum flest haust
í rjúpnaveiðar og voru það yfirleitt
2-3ja daga ferðir þar sem veitt
var, teflt og spilað. Júlíus var í þess-
um ferðum ávallt hrókur alls fagn-