Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 39 aðar sem endranær og naut greini- lega útiverunnar og landsvæðis þess sem farið var um. Júlíus var mikill fjölskyldumaður og besti vinur drengjanna sinna. Hvatti þá til dáða í íþróttum og tók þátt í flestu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Voru þau Helga mjög sam- hent í því að skapa börnum sínum gott heimili. Júlíus reyndist foreldrum sínum góður sonur og systkinum góður vinur og félagi. Ohætt er að fullyrða að stórt skarð sé höggvið í þann samhenta hóp nú. Alltaf var það tilhlökkun hjá yngstu meðlimum fjölskyldunnar að fá „Júlla frænda" í heimsókn. Enda gátu þau stólað á að fá þá væna „flugferð", verða tekin í kleinu eða annan galsa. Júlíus var einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur og oft áttaði maður sig ekki á hvernig hann komst yfir alla þá hluti sem hann sinnti og það af samviskusemi því hún var honum í blóð borin. Eftir stendur minning um góðan dreng. Ég votta Fríðu, Helgu og börnum mína innilegustu samúð. Jón H. Gestsson. Það er aldrei auðvelt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um. Sérstaklega þegar um hinstu kveðju er að ræða. Fram í hugann streyma ótal minningabrot, fyrst á ruglings- legan hátt, síðan taka minningarnar á sig heilsteyptari mynd. Kynni okk- ar Júlla hófust fyrir rúmum þrem áratugum er hann kom í sveit til föðurbróður míns, Bjössa, og Val- gerðar á Harastöðum. Hjá þeim var hann á sumrin, meðan Bjössi lifði, eftir það var hann í sveit hjá foreldr- um mínum á Syðri-Þverá í mörg ár. Á þessum árum náðist góð og sterk vinátta milli okkar sem hélst alla tíð. Hann var veiðifélagi minn í mörg ár, fastur liður í tilveru okkar var að fara til ijúpna á haustin. Oft nutum við þess að labba bara um fjallið og njóta útsýnisins. Þetta haust verður frábrugðið öllum öðr- um haustum sem og eftirleiðis. Á þessum ferðum okkar norður var oft teflt heilu og hálfu næturnar, eða bara setið og spjallað um lífið og tilveruna. Ég fann hve hann unni sveitinni, hvort heldur við vorum að veiða í vatninu, gilinu eða að gróðursetja tré. Þetta kom vel fram í því að hann vildi kynna sveitina fyrir strák- unum sínum, og til þess notaði hann hvert tækifæri sem gafst. Hann lét mann alltaf fínna fyrir því að honum þætti vænt um mann, góðlátleg stríðni hans er eftirminnileg sem og hjálpsemi. Hann var mikill fjölskyldumaður og hjá honum var fjölskyldan í fyrir- rúmi. Ég kveð þig, kæri vinur, með söknuði og þakklæti fyrir allar sam- verustundirnar. Ég sendi Helgu, Þóri, Magnúsi, Maríu Sofflu og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur, megi Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Árni. í dag er komið að kveðjustund. Fallinn er frá góður drengur, Júlíus Guðmundsson. Orð fá ekki lýst missinum, sorginni og söknuðinum hjá þeim sem honum kynntust. Við horfum til baka og minnumst með þakklæti og gleði einlægrar vináttu hans og góðvildar, léttleika, húmors og glettni. Júlíus var einstakur maður, einstakur vinur og félagi, einstakur fjölskyldumaður, einstak- ur pabbi. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu hans og vinum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að veita huggun og styrk. Hallgrímur, Marion og synir. Júlíus Guðmundsson lögfræðing- ur er látinn. Þegar okkur barst sú fregn að hann væri fallinn frá vorum við harmi slegin því með andláti hans er genginn góður vinnufélagi og kær vinur. Júlli var ákaflega farsæll í starfí sínu sem lögmaður í lögfræðideild Búnaðarbanka íslands. Hann var vinsæll meðal samstarfsmanna og öll þau vandasömu verkefni sem honum voru falin leysti hann af mikilli kunnáttu, vandvirkni og ná- kvæmni sem einkenna einungis vinnubrögð góðs lögmanns. Mikill tölvuáhugi Júlla og kunnátta hans á því sviði kom oft að góðum notum í starfínu og alltaf var hann tilbúinn til þess að leiðbeina okkur og hjálpa þegar kunnáttu okkar og þekkingu þraut. Júlli hafði mikla þörf fyrir að gefa öðrum og gleðja og þau eru ófá skiptin sem hann birtist okkur öllum að óvörum með kökur og aðr- ar kræsingar og kallaði - það er veisla. Þessar litlu veislur hans Júlla lyftu okkur upp úr gráum hvers- dagsleikanum og settu skemmtileg- an blæ á líðandi stund. Ferðalög og útivist skipuðu stór- an sess í lífí Júlla og í eðli sínu var hann mikið náttúrubam. Hann naut þess að ganga til veiða á hún- vetnsku heiðunum sem hann þekkti vel frá bamæsku og ekki síður hafði hann unun af því að renna fyrir físk í silfurtærri á. Margar skemmtilegar veiðisögumar höfum við fengið að heyra hjá honum eftir slíkar ferðir, nú síðast þegar þeir feðgarnir og vinirnir Júlli og Þórir fóru saman norður fyrir skemmstu. Júlli var vinsæll maður og vina- margur og þau vom margvísleg verkefnin sem hann tók að sér utan vinnu. Hann stundaði erfítt og tíma- frekt rekstrar- og viðskiptanám í Endurmenntunardeild Háskóla ís- lands en áhugamálin vom fleiri. Hann hafði mikinn áhuga á skák og var um tíma formaður Taflfélags Reykjavíkur, einnig tók hann virkan þátt í störfum íþróttafélagsins Vík- ings. Júlli var mikill fjölskyldumaður og einstaklega góður faðir barnanna sinna. Hann sagði okkur stoltur frá því þegar drengirnir hans, Þórir og Magnús, stigu sín fyrstu spor á skáksviðinu og handboltavellinum og síðar fengum við að heyra hvern- ig hann fylgdi þeim eftir í leik og starfí, ávallt reiðubúinn að kenna þeim og leiðbeina eins og hann best kunni. Litla ljósið hans María Soffía kom í heiminn fyrir rúmum tveimur árum og skipaði hún einnig stóran sess í hjarta hans. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Júlla, þessum góða dreng sem við nú kveðjum með miklum trega og sorg í hjarta. Elsku Helga, Þórir, Magnús og María Soffía. Mikill er missir ykkar. Megi góður guð al- máttugur vaka yfir ykkur, styðja og styrlq'a á þessum erfiðu tímum. Drottinn blessi minningu Júlíusar Guðmundssonar. Sofðu nú rðtt, svefninn geymi sætijóða kinn við sinn líknandi barm. Senn kemur nótt, sætt þig dreymi sólfógur lönd, laus við söknuð og harm. (Tegnér/Guðmundur Ómar Óskarsson.) Samstarfsfólk í lögfræðideild Búnaðarbanka íslands. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart yfír sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matthías Jochumsson.) Okkur langar til þess að minnast Júlíusar Guðmundssonar í fáum orð- um. Við höfðum lengi verið kunn- ingjar, allt frá því er Júlli og Helga kynntust á menntaskólaárunum og fundum okkar bar saman við ýmsar aðstæður og tilefni. Við minnumst Helgu og Júlla sem ungra og stoltra foreldra með frumburð sinn Þóri í litlu íbúðinni á Melunum, minnumst þeirra á brúðkaupsdaginn í faðmi fjölskyldu og vina, munum eftir gleði þeirra þegar þau eignuðust hann Magnús sinn, og svo minn- umst við þeirra þar sem þau voru að hasla sér völl hvort á sínu starfs- sviði norður á Húsavík. Allur var þessi kunningsskapur okkur mikils virði og ekki minnkaði það samkenndina að aðstæður okk- ar voru að mörgu leyti svipaðar. Við stóðum öll í því að reyna að sameina fjölskyldulíf og kreíjandi menntun eða störf, og það stappaði í okkur stálinu að verða vitni að því hvað Helgu og Júlla gekk þetta vel. Líf okkar kölluðust enn frekar á fyrir tveimur árum, þegar lítil stúlka bættist við hvora fjölskyldu á sama sumrinu, en þá eignuðust þau hana Maríu Soffíu sína. Á síðasta ári vorum við svo hepp- in að kynnast Júlla enn nánar í eftir- minnilegri vorferð til Amsterdam. Þar komu vel í ljós miklir mannkost- ir hans, hvað hann var góður og skemmtilegur félagi, frábær húmo- risti og einstaklega góður og natinn pabbi. Júlli stendur okkur enn lif- andi fyrir hugskotssjónum á rölti okkar um hina yndislegu borg i vorblíðunni, sólin skin og hann ýtir kerrunni hennar Maríu litlu áfram eftir steinlögðum stéttunum með gamanyrði á vör og Helgu sér við hlið. Eftir þessa velheppnuðu ferð lágu leiðir okkar oftar saman og alltaf var jafngaman að hitta Helgu og Júlla, hvort sem það var í sundi eða í gagnkvæmum heimboðum. Það var líka gaman að fylgjast með því hvað þau voru áhugasöm og samtaka í því að búa fjölsyldunni nýtt og fallegt heimili í Fossvogsd- alnum. Elsku Helga, Þórir, Magnús og María litla, við vitum að orð mega sín lítils í ykkar miklu sorg, en við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Minningin lifír um góðan mann, föður og félaga. Inga og Sveinn. Þau sorgartíðindi hafa borist að einn af félögum okkar Júlíus Guð- mundsson sé látinn. Það er erfitt að heyra og skilja slíka sorgarfregn og erum við öll harmi slegin. Kynni okkar urðu skemmri en við áttum von á og hefðum óskað. Skarð er komið í hópinn sem höf rekstrar- og viðskiptanám við Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands í árs- byijun. Í fyrstu var hópurinn sund- urleitur en þegar við hittumst á ný eftir sumarhlé og hófum vinnu við hópverkefni, kynntumst við betur. í þeirri vinnu duldist engum mikil reynsla og hæfni hans til að fást við námsverkefnin. Júlíus var sér- staklega viðmótsgóður og sam- starfsfús. Góður félagi og féll vel í hópinn. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum og kryddaði tímana með innskotum sínum. Við, samnemendur hans, sjáum á eftir góðum dreng sem við söknum. Fjölskyldu Júlíusar vottum við einlæga samúð okkar. Hópur 515. Fréttin um lát Júlíusar Guð- mundssonar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég kynntist Júlíusi þegar ég starfaði hálft árið 1996 í lögfræðideild Búnaðarbanka ís- lands, en sú vist tengdist að hluta námi mínu við Háskóla íslands. Naut ég þar öruggrar tilsagnar Júl- íusar sem leiddi mig í allan sann- leika um hinar ýmsu og ólíku hliðar lögfræðistarfanna, og þá ekki síst þær, sem ekki verða af bókum lærð- ar, en skipta e.t.v. ekki síður máli. Var það ómetanlegt fyrir mig, fá- fróðan nemandann, að geta sótt holl ráð til Júlla, sem aldrei taldi eftir sér tíma og fyrirhöfn þrátt fyrir mikið annríki á stundum. Nú er mér fyrst og fremst þakklæti í huga fyrir vinskapinn og það traust sem hann sýndi mér á þessum tíma. Á yfírstandandi ári hitti ég Júlla einstaka sinnum á skákmótum, en hann var mikill skákáhugamaður eins og svo berlega kom fram í síð- asta samtalinu sem við áttum sam- an. Takk fyrir ánægjuleg og lær- dómsrík kynni, Júlli, sem því miður urðu alltof stutt. Börnum Júlíusar, eiginkonu og öðrum þeim, sem eiga um sárt að binda, votta ég mína innilegustu samúð. Sverrir Örn Björnsson. 0 Fleiri minningargreinar um Júlíus Guðmundsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIKTOR ÞORVALDSSON fyrrv. vélgæslumaður á Vífilsstöðum, Smyrlahrauni 12, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, mánu- daginn 20. október síðastliðinn. Guðrún Ingvarsdóttir, Ingvar Viktorsson, Birna Blomsterberg, Guðmunda Viktorsdóttir, Ingunn Viktorsdóttir, Sigurður Ólafsson, Matthías Viktorsson, Inga Andreasen, Þorvaldur Jón Viktorsson, Magnhildur Gísladóttir, Gunnar Viktorsson, Harpa Hrönn Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, MÁLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Norðurbrún 1, áður Meistaravöllum 25, iést þriðjudaginn 21. október. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Blöndal, Ólafur Ólafsson, Jónfna Ólafsdóttir, Þórir Örn Ólafsson, Jóhannes Þorgeirsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, systir og mágkona, GUÐFINNA KAREN BRYNJÓLFSDÓTTIR, Hrauntungu 4, Hafnarfirði, sem lést aðfaranótt miðvikudagsins 15. októ- ber verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju á morgun.fimmtudaginn 23. október, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Grétar K. Ingimundarson, Sigurður Ingi Grétarsson, Arnar Grétarsson, Bjarney Katrín Gunnarsdóttir, Brynjar Grétarsson, Brynjólfur Þórðarson, Ólafía Birna Brynjólfsdóttir, Erna Brynjólfsdóttir, Markús Sigurðsson, Þórður Brynjólfsson, Elín Inga Ólafsdóttir, Elfa Björk Brynjólfsdóttir, Kristján Norðdahl, Heiðveig Erla Brynjólfsdóttir, Ævar Guðjónsson. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐJÓN SIGURÐSSON fyrrv. skrifstofustjóri Alþingis, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn 23. október, og hefst athöfnin kl. 13.30. Áslaug Siggeirsdóttir, Kolfinna Gunnarsdóttir, Sigurður H. Friðjónsson, Jón G. Friðjónsson, Herdis Svavarsdóttir, Ingólfur Friðjónsson, Sigrún Benediktsdóttir, Friðjón Örn Friðjónsson, Margrét Sigurðardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGVELDAR ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR, Grund, Hringbraut 50. Gfsli Guðmundsson, Hulda Ragnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Klemenz Jónsson, Jóhann Guðmundsson, Laufey Hrefna Einarsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.