Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNI
FRIÐÞJÓFSSON
+ Árni Friðþjófs-
son fæddist á
Suðureyri við Súg-
andafjörð 5. júní
1940. Hann lést í
Hafnarfirði 15.
október síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Finney Rakel
Arnadóttir, fædd 8.
jan. 1919, og Frið-
þjófur Ólafsson, f.
11. júlí 1917, d. 10.
júlí 1985. Árni ólst
upp hjá móður sinni
og fósturföður,
Guðna Ólafssyni, f. 1. apríl
1916.
Systkini Árna eru: María
Friðþjófsdóttir, f. 18. sept.
1939, búsett á Selfossi. Sigur-
geir Hilmar Friðþjófsson, f. 27.
mars 1946, búsettur á Þingborg
í Flóa. Halldór Guðnason, f. 18.
júlí 1943, búsettur í Hafnar-
firði. Ingveldur Jóna Guðna-
dóttir, f. 1. sept. 1946, búsett í
Hafnarfirði. Guðfinna Kolbrún
Eins og blóm án blaða
söngur án raddar
skyggir dökkur fugl heiðríkjuna
vorið sem kom í gær,
er aftur orðið að vetri
(Magnús Jóhannsson frá Hafnamesi.)
Eg er óskin,
aleiga hins snauða,
bænin heilaga,
hjartarauða
Guðnadóttir, f. 26.
nóv. 1950, búsett
við Laxárvirkjun.
Matthildur Guðna-
dóttir, f. 14. sept.
1954, búsett í Hafn-
arfirði.
Árni kvæntist
Friðbjörgu Ingi-
marsdóttur, f. 6.
maí 1944, hinn 29.
des. 1963. Börn
þeirra eru: Ragnar
Aron, f. 11. maí
1970, búsettur á
Isafirði. Unnusta
hans er María Lár-
usdóttir frá Bolungarvík. Finn-
ey Rakel, f. 24. janúar 1983.
Árni og Friðbjörg bjuggu
lengstan sinn búskap á Suður-
eyri en fluttu til Hafnarfjarðar
1990. Árni starfaði sem bif-
reiðastjóri lengst af og nú síð-
ast hjá Rafveitu Hafnarfjarðar.
Útför Áma fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
umvafin fegurð
og ást í lífi og dauða.
(Gestur Guðfinnsson.)
Takk fyrir allar stundirnar sem
þú gafst mér. Þú verður alltaf hjá
mér. Ég sakna þín, elsku pabbi.
Þín ástkæra dóttir,
Finney Rakel.
Mig langar að þakka Árna frænda
mínum og vini okkar Hilmars í gegn-
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN HÁLFDÁN ÞORBERGSSON,
Garðsenda 7,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 24. október kl. 13.30.
Sigríður Ebenesersdóttir,
Randver Jónsson,
Valgeir Ómar Jónsson,
Ebeneser Jónsson,
Guðmundur Páll Jónsson,
Elísabet María Jónsdóttir,
Guðlaug Traustadóttir,
Lára Viðarsdóttir,
Berglind Benediktsdóttir,
Jens Níelsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu vegna fráfalls ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SÍMONAR KRISTJÁNSSONAR,
Túngötu 23,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til félagsins AKÓGES og
kórs Landakirkju,
Anna Tómasdóttir,
Helga Símonardóttir, Halldór Guðbjörnsson,
Líney Símonardóttir, Friðþjófur Árnason,
Jóhann Halldórsson, Símon Halldórsson,
Anna Halldórsdóttir.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KARLS LÚÐVÍKSSONAR
fyrrv. apótekara.
Sérstakar þakkir til starfsfóiks hjarta- og
öldrunardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur i
Fossvogi.
Anna Þóra Karlsdóttir,
Ingibjörg Karlsdóttir
Sigurður Karlsson, Guðrún Hlín Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
MINIMINGAR
um árin góða vináttu og hlýju sem
ávallt var í okkar samskiptum. Þeg-
ar við hittum Árna síðast fyrir al-
gjöra tilviljun í Hafnarfirði í síðasta
mánuði, hvarflaði ekki að okkur að
þetta væri kveðjustund. Við spjölluð-
um saman góða stund og Árni var
ræðinn eins og alltaf og hafði feng-
ið von um að líkur væru að aukast
á að eitthvað mætti gera til að lækna
þann sjúkdóm sem hann bjó við síð-
ustu ár og slökkti svo á lífi hans
fyrirvaralaust. Ég minnist þess að
Árni hafði einhverntíma á orði að
það lægi í ætt okkar að falla frá
fyrirvaralaust og eflaust væri það
ekki verri dauðdag' en hver annar.
Það eru orð að sönnu, en fæstir eru
tilbúnir þegar kallið kemur og það
er erfiðara fyrir ástvini að bera miss-
inn þegar menn deyja fyrir aldur
fram.
Árni hefur verið sá gæfumaður
að eiga góða íjölskyldu og það var
áberandi ást og umhyggja á heimil-
inu sem fór ekki fram hjá þeim er
þangað komu. Það var aðdáunarvert
að honum tókst að sigrast á erfið-
leikum sem mættu honum á lífsleið-
inni og snúa vörn í sókn.
Árni bjó og starfaði á Suðureyri
mest allt sitt líf en flutti til Hafnar-
fjarðar í kjölfar veikinda sinna. Hann
vann í mörg ár hjá Suðureyrar-
hreppi sem tækjamaður við snjó-
mokstur og fleira og einnig á snjó-
bílnum sem mikið þurfti að treysta
á yfir vetrartímann þegar engin jarð-
göng voru til staðar. Árni var laginn
bílstjóri og traustur og oft reyndist
Botnsheiðin erfið yfirferðar í snjó-
komu og byl en hann þekkti aðstæð-
ur vel og þær voru ófáar ferðirnar
sem hann fór yfir heiðina á þessum
árum.
Það var skemmtilegt að spjalla
við Árna, hann kunni frá mörgu að
segja og hafði frásagnargáfu sem
er ekki öllum gefin, atburðir og per-
sónur urðu Ijóslifandi þegar hann
sagði frá og hann var glettinn og
gamansamur en gat líka verið á al-
varlegu nótunum og rætt þjóðmálin
hveiju sinni.
Árni hafði sterkar taugar til Súg-
andafjarðar þar sem ræturnar lágu
og kom oft vestur eftir að hann flutti
suður enda sonur hans, vinir og
vandamenn búsettir fyrir vestan.
Með þessum fáu orðum viljum við
Hilmar kveðja góðan vin og sam-
ferðamann og biðja Guð að styrkja
ástvini hans, elsku Fribbu, Finney
Rakel og Ragnar Aron, foreldra
hans og systkini.
Lilja Rafney og Hilmar Oddur,
Suðureyri, Súgandafirði.
Þegar mér var sagt andlát Árna
Friðþjófssonar frá Súgandafirði, brá
mér mikið. Ég vissi reyndar að hann
hafði lengi búið við hjartagalla, en
mér var ekki kunnugt um að honum
hefði versnað svo upp á síðkastið,
að dauðann gæti borið að með jafns-
nöggum hætti og varð. Reyndar fór
hann í vinnuna þennan morgun eins
og venjulega, en maðurinn með Ijá-
inn virðir engin landamæri, spyr
aldrei um stað eða stund og hlífir
engum.
Ég hef þekkt Árna alla tíð og
vorum við lengi nánir vinir og sam-
ferðarmenn, stunduðum báðir lenst
af bifreiðaakstur, vorum með vöru-
bíla, rútur, leigubíla og olíubíla.
Margs er að minnast frá þessum
árum, sem voru oft viðburðarík, og
í mörgum ævintýrum lentum við
saman, bæði í vetrarferðum á heið-
um uppi við margskonar erfiðleika
og basl í snjó og illviðrum, og eins
ylja minningarnar frá björtum sum-
ardögum.
Árni var mikið snyrtimenni, skap-
góður og ekki fyrir að trana sér
fram. Hann var hjálpsamur með af-
brigðum og alltaf reiðubúinn til að-
stoðar ef á þurfti að halda og taldi
aldrei eftir sér að rétta hjálparhönd.
Hann var gleðigjafi og oft hrókur
alls fagnaðar á mannfundum ung-
dómsáranna, en var orðinn hógvær-
ari og alvörugefnari síðasta áratug-
inn eða svo.
Þegar Árni hætti akstri gerðist
hann gröfustjóri hjá Suðureyrar-
hreppi og gegndi því starfí þar til
hann fluttist til Hafnarfjarðar með
fjölskyldu sína árið 1990.
Sem gröfumaður naut sín vel
lagni hans og mikil snyrtimennska
til frágangs á jarðraski og þess hátt-
ar, sem óhjákvæmilega hlýst af
notkun stórvirkra vinnuvéla. Sem
starfsmaður sveitarfélagsins þurfti
hann að annast snjómokstur af göt-
um þorpsins en það var ekki alltaf
þakklátt starf í snjóakistu eins og
Suðureyri, því allir vilja að fyrst
verði mokað til sín. í þessu starfi
sýndi hann oft ótrúlega lagni, þolin-
mæði og fyrirhyggju. Þá var hann
í fjölda ára snjóbílsstjóri hreppsins
og sá um póst og farþegaflutninga
til og frá ísafirði, sótti lækna og
margskonar varning. Margar þessar
ferðir yfír Botnsheiði voru mjög erf-
iðar og oft sannkallaðar þrekraunir,
því ekki var alltaf spurt um veðurfar
og oft var farið og komið í n-stór-
hríð og nánast engu skyggni. Allar
þessar ferðir fór Árni af æðruleysi
og þeirri hógværð sem honum var
svo eiginleg.
Eftir að hann fluttist suður vann
hann hjá Rafveitu Hafnarfjarðar á
gröfu o.fl.
Núna þegar ég kveð þennan vin
minn við leiðarlok á þessari jörð,
sækja minningarnar á hugann og
þar munu þær varðveitast. En svona
er lífið, elfur tímans rennur óstöðv-
andi fram og ber okkur öll að feigða-
rósi hvert á sínum vitjunartíma.
Gleðin er léttfleyg og lánið er valt.
Lífið er spuming sem enginn má svara.
Vinirnir koma og kynnast og fara,
kvaðning til brottfarar lífið er allt.
(Fr.G)
Elsku Fribba mín, við hjónin biðj-
um góðan Guð að styrkja þig, börn-
in ykkar, foreldra hans og aðra að-
standendur í sorginni.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Eðvarð Sturluson.
+
PÁLL FR. EYJÓLFSSON
lést á heimili sínu, Skeggjagötu 21, mánu-
daginn 20. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðbjörg Jósefsdóttir
og aðstandendur.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar,
GUNNARS SVEINBJARNAR
GRÍMSSONAR
frá Jökulsá
á Flateyjardal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í
Reykjavík.
Systkini hins látna.
„Það tekur í, þó taugar séu sterk-
ar, að tefla oft við hel.“
Er mér barst til eyrna að ferming-
arbróðir minn og frændi, Árni Frið-
þjófsson, væri allur, sótti margt á
hug minn. Úr fermingarhóp ellefu
barna er fæddust 1940 eru þrír á
brautu kvaddir. Tímans hjól snýst
hratt. Súgandafjörður minninganna
er ekki sá sami og við blasir í dag.
Hann geymir aðra íbúa. Lífsbaráttan
var hörð en samheldni íbúanna mik-
il og þó að kastaðist í kekki var
talið jafn sjálfsagt að sættast. Annað
hefði verið talið veikleiki. Árni var
hægur maður í allri framgöngu.
Hann var prúður í háttum og manna-
sættir. Slíkir menn veljast gjarna til
þjónustustarfa. Við tókum báðir bíl-
próf sama daginn á sama bílinn.
Guðni Ólafsson, föðurbróðir okkar
beggja, hafði kennt okkur báðum.
Árni komst klakklaust í gegnum
prófið en mér leist ekki á blikuna
þegar prófdómarinn sagði við mig:
„Þú hefur farið að keyra áður en
þú fórst að læra.“ Ég svaraði því
til að ég hefði farið að læra um leið
og ég fór að keyra. Lengri varð nú
umræðan ekki og ég fékk prófið.
Það átti fyrir Árna að liggja að
stunda akstur sem sitt aðalstarf.
Honum var það auðvelt og hvort
heldur sem það var vörubíll, rúta,
leigubíll eða snjóbíll, léku þessi tæki
í höndunum á honum. Einnig vann
hann á gröfu m.a. við snjómokstur.
Læknisleysi hefur löngum verið
vandamál Súgfirðinga. Ömmubróðir
okkar Árna, Veturliði H. Guðnason,
var á sinni tíð oftar til kallaður að
sækja lækni til Fiateyrar eða fylgja
mönnum yfir Klofningsheiði þegar
veður voru válynd. Veturliði var rat-
viss maður með afbrigðum, mikið
þrekmenni andlega og líkamlega.
Meðan snjóbíll var aðalsamgöngu-
tæki Súgfirðinga að vetrarlagi,
þurfti oft að flytja fólk með bílnum
sem ófært var um að ganga til
byggða ef bíllinn bilaði. Árni tók
þessum bíl lengur en nokkur annar.
Oft var erfitt að rata, sökum dimm-
viðris og ábyrgðin stór að skila far-
þegum á leiðarenda. í blíðviðri úti á
Suðureyri var ekki alltaf skilningur
fyrir því að hríð gæti verið á heið-
inni þó farþegar hefðu oftast búið
sig vel. Á tímabili var aðeins einn
snjóbíll til í firðinum og því ekki
aðstoðar að vænta ef hann bilaði.
Ég veit að þessar ferðir reyndu
mjög á frænda minn þegar frá leið
og mistök annarra við ákvörðunar-
töku urðu til þess að hann fór einni
ferð of oft yfir heiðina. Hann sagði
mér frá þeirri ferð löngu seinna og
varð aldrei samur eftir það. Þess
sáust þó engin merki hið ytra.
Þau ár sem ég var mjólkurpóstur
frá sjö ára aldri til þrettán ára ald-
urs að sumarlagi kom ég á heimili
Árna annan hvern dag. Það er því
ekki að undra að mér finnist eins
og eitthvað af sjálfum mér sé farið.
Þegar Árni kenndi fyrst óþæginda
fyrir hjartanu fannst manni það ekki
í takt við veruleikann, að jafnungur
maður væri í raunverulegri hættu.
Hann bjó allmörg ár við þennan sjúk-
dóm, en stundaði þó aljtaf fulla
vinnu. Nú er hann allur. Ég veit að
hann er kominn til nýrra heimkynna.
Friðbjörg mín, ég veit að góður
Guð styrkir þig og börnin ykkar.
Það er betra að hafa átt og þurfa
að missa, en að hafa ekkert átt.
Finney mín og Guðni, fátt er að
segja. Góður drengur hefur kvatt.
Það er lífsins gangur þó kveðju-
stundin sé sár. Hins góða er vert
að minnast. Það sigrar um síðir allan
söknuð.
Ólafur Þ. Þórðarson.
Sérfræðingar
í I) I ó iii as k rev t i n « u m
við öil tækifæri
1 "BTfe blómaverkstæði I
| ISlNNA I
Skúlavörðustíg 12,
á hurni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090