Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Suoru?.! £q ^JituAtílNO T
f ÓUum- bxnum/ ! KonoiSykhtr
sctsnanr um> þe-ttix. Pyrir fxUfí
munö !Bo hef (tert þx<5 sem> ,■
'eo orJ: / . ^ -C '
Ferdinand
Ég lít ekki svo illa út þrátt fyrir Það hefur alltaf verið metnaður . . . að líta ekki svo illa út þrátt
allt! minn ... fyrir allt...
BREF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Kirkjustarf á
Hvammstanga, Vatns
nesi og í Vesturhópi
Frá sr. Kristjáni Björnssyni:
VETRARSTARF Hvammstanga-
kirkju er komið á skrið og hefst einn
þátturinn af öðrum þessar vikurnar.
Áhersla verður lögð á barna- og
æskulýðsstarf. Einnig verður sú ný-
breytni að almenn bæna- og kyrrðar-
stund verður reglulega í nýrri kap-
ellu Sjúkrahúss Hvammstanga.
Barnaguðsþjónustur eru hvern
sunnudag í Hvammstangakirkju kl.
11. I vetur verður í fyrsta sinn sér-
stök samvera fyrir 10-12 ára börn
í kirkjunni þriðja hvern föstudag
eftir hádegi. Barnafræðararnir eru
Laura Ann-Howser og Guðrún
Helga Bjarnadóttir, auk organistans
og Lilju Jónsdóttur. Æskulýðshópur
kirkjunnar er að undirbúa ferð á
landsmót æskulýðsfélaga sem verð-
ur í Vatnaskógi 17.-19. október.
Hópurinn kemur því saman reglu-
lega til að æfa söngva, ræða málin
og byggja sig upp í trúnni. Hópstjór-
ar eru þær Erna Sif Ólafsdóttir og
Inga Rut Guðmannsdóttir. Æsku-
lýðsfélagið er þriggja ára um þessar
mundir. Fermingarfræðslan er viku-
lega á dagskrá og verður farið á
fermingarbarnamót í byrjun nóvem-
ber að Löngumýri í Skagafirði.
í athugun er að stofna leshóp í
prestakallinu og hefur verið talað
um að lesa bókina Ljós í heimi eftir
dr. Einar Sigurbjörnsson. Áhuga-
samir eru hvattir til að hafa sam-
band við prestinn og taka þátt í að
móta þennan þátt.
Bæna- og kyrrðarstund er annan
hvern fimmtudag kl. 17:30 í kapellu
Sjúkrahússins á Hvammstanga. Hún
er öllum opin og getur fólk komið
fyrirbænaefnum til prestsins sím-
leiðis eða á miða fyrir stundina.
Kapellan er ný og var vígð í júlí sl.
af sr. Bolla Gústavssyni, Hólabisk-
upi. Innviðir hennar og búnaður er
allt gjöf frá Kvennabandi Vestur-
Húnvetninga.
Samtök um sorgarviðbrögð og
missi í V-Hún. hafa haldið fundi
undanfarin ár með mismikilli reglu.
Fyrsti fundur vetrarins verður al-
mennur umræðufundur og samvera
undir handleiðslu prestsins.
Kirkjukór Hvammstanga er að
hefja reglulegar æfíngar vetrarins.
Formaður kórsins er Bjarni Þór Ein-
arsson. Æfingar eru haldnar á
mánudagskvöldum undir stjórn
Helga Sæmundar Ólafssonar, org-
anista Hvammstangakirkju. Hann
þjálfar einnig barnakór grunnskól-
ans ásamt Guðrúnu Jónsdóttur.
Messur með altarisgöngu, fjöl-
skylduguðsþjónustur eða aðrar al-
mennar guðsþjónustur eru annan
hvern sunnudag í Hvammstanga-
kirkju yfir vetrarmánuðina og um
hátíðir. Formaður sóknarinnar er
Karl Sigurgeirsson.
Aðrar sóknarkirkjur í prestakall-
inu eru á Tjörn, Vesturhópshólum
og að Breiðabólsstað í Vesturhópi.
Starfsemi þessara sókna er sameig-
inleg að nokkru, m.a. með sameig-
inlegu kórstarfi Tjarnar- og Hóla-
sókna og sameiginlegu aðventu-
kvöldi. Næstu messur verða að Tjörn
sunnudaginn 26. október og að
Breiðabólsstað 16. nóvember.
Barnastarfið er einnig sameiginlegt
og verða barnaguðsþjónustur í Vest-
urhópsskóla eins og undanfarna vet-
ur. Starfsfólk kirkjunnar í Breiða-
bólsstaðarprestakaili býður alla
hjartanlega velkomna til þátttöku í
því starfi, sem vekur áhuga eða
mætir þörf hveiju sinni. Öllum
ábendingum er líka vel tekið um það
sem bæta má og auka í þjónustunni
við Drottin, svo að kirkjustarfið verði
honum enn frekar til lofs og dýrðar.
KRISTJÁN BJÖRNSSON,
Hvammstanga.
Opið bréf til formanns
Starfsmannaf élags
Reykjavíkurborgar
Frá Karli Jöhanni Ormssyni
I DV hinn 10. september sl. seg-
ir Sjöfn Ingólfsdóttir: „Þegar konur
úr Framsókn ráða sig til Reykjavík-
urborgar fylgir því fastráðning og
ákveðinn réttindapakki sem líta má
á sem kjarabót." Ég spyr: Hvers
virði er fastráðning hjá Reykjavík-
urborg um þessar mundir - þegar
horft er til nýlegra uppsagna vagn-
stjóra hjá SVR?
í áratugi hefur opinberum starfs-
mönnum verið haldið á lúsarlaunum
með þeirri röksemd að þeir væru
fastráðnir, þ.e. öruggari í starfi en
aðrir. Við sem höfum unnið hjá því
opinbera í áratugi segjum: Öryggi
fastráðningar er lítils virði þegar
og ef forstöðumenn beita uppsögn-
um með sama hætti og forstjóri
SVR.
Þetta veit formaður Starfs-
mannafélags Reykjavíkur, Sjöfn
Ingólfsdóttir, jafnvel og aðrir. Hún
veit líka að félagar í Verkakvenna-
félaginu Framsókn og Verka-
mannafélaginu Dagsbrún telja sig
tapa allt að 30% af launum við
færslu til Reykjavíkurborgar.
Hvað hefur Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar gert til að rétta
hlut vagnstjóranna sem sagt var
upp? Heldur Sjöfn að hún geti setið
á friðarstóli, ef hún lætur sem félag-
inu komi uppsagnirnar ekkert við?
Stjórn Starfsmannafélagsins
þarf að vakna af þyrnirósarsvefni
og taka á máli vagnstjóranna og
annarra félagsmanna sem brotið
er á. Það er ekki verkefni stjórnar-
innar að þjóna pólitíkusum R-list-
ans.
Það er af sú tíð að Reykjavíkur-
borg var það sveitarfélagið sem
hæstu launin greiddi. Nú mun borg-
in vera í sjöunda sæti, hvað laun
og skuldir áhrærir.
KARL JÓHANN ORMSSON,
deildarfulltrúi.
Allt efni sem birtist f Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.