Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 47

Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 47 Börnin og leikhúsið Eftir frumsýningu á | Galdrakarlinum í Oz j í Borgarleikhúsi Frá Önnu Snorradóttur: ÞAÐ VAR til fyrirmyndar hjá Borg- arleikhúsinu að hefja vetrarstarf með leikriti fyrir börn jafn giæsi- legu og Galdrakarlinum í Oz, sem frumsýnt var sl. sunnudag. Það er fátt, sem gleður jafn innilega og - að sjá lítil börn skemmta sér í leik- húsi, og þegar vel tekst til er það ( nokkuð öruggt að barn, sem kemur { glatt og ánægt úr leikhúsi vill fara aftur í leikhús. Það er með öðrum orðum ekki sama hvernig leiksýn- ing fyrir börn er, það er hún sem ræður framhaldinu, leikhúsið elur upp leikhúsgesti framtíðarinnar og um þetta mætti lengi tala, en eitt er víst, að aldrei er of vel unnið fyrir börn. | Það er mikið borið í þessa sýn- ingu, fallegir búningar, skemmtileg 1 músík, lifandi hundur innan um I leikara á öllum aldri, sem verða galdrakerlingar og nornir, töfra- menn, Smándar, Ozbúar, Vinkar og draugar og börn eiga auðvelt með að ferðast upp til regnbogans eða hvert sem er með góðum leikur- um, sviðsbúnaði, ljósahönnun og glæsilegum búningum. Mikill fjöldi barna og unglinga í skrautlegum i búningum dansaði og lék forkunnar vel og litla Dórótea með hundinn í fanginu var heillandi. Það var einn- ig mjög til fyrirmyndar, hve vel var farið með texta, framburður skýr og framsögn, hvert orð náði til barnanna bæði í söng og töluðu máli. Fjöldi fólks stendur að þessari sýningu. Höfundur verksins er Frank Baum, en leikgerðin er byggð á handriti kvikmyndarinnar eftir John Kane. Vel man ég þá kvik- mynd á unglingsárum á Akureyri og hve hún heillaði okkur, sem þá vorum að alast upp, og við sungum með Judy Garland „Somewhere over the rainbow" daginn út og inn. Leikkonan varð heimsfræg eft- ir leik sinn og söng í þessari kvik- mynd. Karl Ágúst Úlfsson hefir ís- lenskað textann og eflaust ljóð líka og nú geta krakkarnir sungið „Landið rétt fyrir ofan regnbog- ann,“ o.s.frv. og eiga eflaust eftir að gera. Það er of langt að nefna alla, sem standa að sýningunni en leikstjóri og danshöfundur heitir Kenn Old- field, Elín Edda Árnadóttir átti heiður af stórskemmtilegum bún- ingum, geysilega góð leikmynd var eftir Finn Arnar Arnarson, lýsing eftir Ögmund Þór Jóhannesson og tónlistarstjórn var í höndum Sigurð- ar Rúnars Jónssonar. Allt á þetta fólk stóran hlut í því hve vel sýning- in tókst. Leikararnir voru alveg stórskemmtilegir, Sóley Elíasdóttir lék Dóróteu litlu af prýði og söng hreint og fallega, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir lék stórvel tvö hlutverk Emmu frænku og svo glæsilegu góðu norðan nornina, sem kom svíf- andi í blómakörfu ofan frá himnum. Ungu mennirnir á bænum voru bráðskemmtilegir, leiknir af Kjart- ani Guðjónssyni, Birni Inga Hilm- arssyni og Ellert Ingimundarsyni, þeir voru einnig í hlutverkum Ljóns- ins (Kjartan), Tinkarlsins (Björn Ingi) og Fuglahræðunnar (Ellert) og gerðu þessum fígúrum feikna góð skil. Ari Matthíasson var í hlut- verki Hinriks frænda og var skemmtilegur. Ein af okkar ágæt- ustu leikkonum, Margrét Helga Jóhannsdóttir, fór með hlutverk fröken Almíru Gölts og einnig lék hún vondu vestan nornina og varð ógleymanleg, held ég, þótt skelfing- arsvipur sæist á stöku andliti leik- húsgesta. Theodór Júlíusson fór einnig með tvö hlutverk, bæði var hann prófessor Gestur Ljómi með miklum tilþrifum og sjálfur Galdra- karlinn í Oz. Ógleymanleg barnasýning, troð- fullt hús af prúðbúnum börnum í fylgd með mömmu og pabba eða ömmu eða afa og sérstaklega ánægjuleg stemmning í húsinu, engin ærsl, en eftirvænting og gleði. Sýningin er öllum sem að henni standa til mikils sóma. Til hamingju, Borgarleikhús. ANNA SNORRADÓTTIR, Hofteigi 21, Reykjavík. Vafasöm við- skiptasiðfræði Frá Bjarnfreði Ármannssyni: NÚ UNDANFARIN misseri hef ég orðið var við, í stórauknum mæli, stórhættulega viðskiptasiðfræði meðal sumra hópbifreiðaeigenda nú yfir vetrartímann þegar borist er á banaspjótum um alla þá vinnu sem í boði er, helst hjá framhaldsskólum, barnaskólum og leikskólum, svo og hjá hinum ýmsu félagasamtökum. Til að skapa sér verkefni bjóða þessir hópferðaleyfíshafar niður hver fyrir öðrum, oft niður í hlægilegt verð, jafnvel langt niður fyrir eðlilegt kostnaðarverð. Til að standa straum af þessum tilboðum sínum, kalla þeir til, oftar en ekki, reynslulitla menn af götunni svo sem menn sem þiggja alls kyns bætur og hentar að vinna svarta vinnu til að skerða ekki bæt- urnar, svo og vaktavinnumenn héðan og þaðan. Þessum mönnum eru greidd lág verktakalaun, rétt á með- an löppin er á olíugjöfinni og greiða þeir því hvorki virðisaukaskatt né launatengd gjöld. Þessir menn eru settir undir stýri á hópbifreiðum sem þeir kunna oft lítið sem ekkert á og þeir eru svo sendir með börnin okkar eitthvað út í óvissuna. Manni er því spum, þegar maður horfir á þennan nánasarsparnað í mannalaunum, hvernig viðhaldi bif- reiðanna er háttað og hvort trygg- ingafélögin hafí ekki eitthvað við slíka útgerð að athuga? í mínum huga er ekki alttaf ódýr- asta tilboðið það „hagstæðasta", heldur það tilboð sem hefur að geyma reyndan og góðan bifreiðastjóra og trausta og góða bifreið. Ég vil skora á foreldra og forráða- menn skóla og félagasamtaka að kynna sér vel áður en lagt er af stað í ferð hvort viðkomandi ökumaður sé reyndur fastráðinn ökumaður sem þekki viðkomandi bifreið til hlítar. Svo mikið er víst, að mér þykir vænna um börnin mín en það að ég sendi þau eitthvað út í óvissuna með lítið eða óreyndum ökumönnum og það með siðlausu hópferðafyrirtæki. BJARNFREÐUR ARMANNSSON, Þúfubarði 13, Hafnarfirði. Mikíá úrvðl cif fallegum rúmfiatnaði SkóUvöröustlK 21 Simi 5514(150 Reykiavtk STEIN GRÍMSSTÖÐ í felulitum. Sjónmengun Frá Guðbjarti Þorleifssyni: MIKLAR deilur urðu á liðnu sumri vegna væntalegs álvers við Grund- artanga og áhrifa mengunar í Hval- firði. En það er annars konar meng- un sem sjaldan er minnst á þ.e. sjónmengun. Sitt sýnist hveijum um útlit og litaval á hinum ýmsu mannvirkjum, að því leyti er sjón- mengun afstæð. Mig langar að benda á nokkur atriði sem flestir ættu að vera sammála um að væru til bóta. Þegar ekið er inn Hvalfjörð úr suðri lítum við Járnblendiverksmiðj- una handan fjarðarins, þótt verk- smiðjan sem slík sé lítið augna- yndi, þá fellur þakrit höfuðskálans mætavel við fjallatinda Hafnarijalls og Skarðsheiðar. En það er val litar- ins á ýmsum mannvirkjum í Guðs grænni náttúrunni. í flestum tilfell- um eru staurar, möstur, skúrar, geymar, pípur, stokkar og leiðslur málaðar með skærum litum sem gætu hentað á leikvöllum barna eða innanstokks í tívolí. Ég minni hér á Hafnarhúsið og gömlu verbúðirn- ar í Reykjavík. í Hvalfjarðarbotni við hvalstöð- ina er smekkleysan í einstakri út- gáfu, lýsis- og olíugeymar eru dreifðir upp um alla hlíðina vestur af Þyrli. Pípur, skúrar og staurar, flestar af þessum fornminjum eru málaðar hvítar fyrir utan ryðið sem víða er. Lengra vestur með hlíðinni eru geymar, sem jarðvegi hefur verið ýtt að og málað með þokkaleg- um jarðlitum og snyrtilega frá gengið. Eflaust verður það síðar talið náttúruslys af manna völdum þegar úrrennsli Þingvallavatns var tekið til virkjunar. Þarna fossaði tært bergvatnið niður um hrikalegt klettagljúfur og breiddi úr sér á lygnunni fyrir neðan, þar stendur nú stöðvarhús, hvernig á litinn? Nú, hvítt auðvitað. Mér var sagt það eitt sinn að eitrað hafi verið fyrir mývarginn í þrengslunum, flugan var víst til ama. Þar með tókst að útrýma sil- ungi á einu besta veiðisvæði lands- ins. Það fylgist víst að - engin fluga, enginn fískur. Nútímafólk sem nú ekur um svæðið tekur eftir hvítri kassabyggingu klesstri við bratta hlíðina hjá Úlfljótsvatni. Þessa byggingu ætti að mála með felulitum eins og dulmálað hernað- armannvirki og ekki síður stífluhús- ið þar sem Kaldá rennur úr Þing- vallavatni. Um allt land eru mannvirki sem mætti bæði mála með felulitum og önnur sem mætti fegra með smekk- legum mildum litum er falla að umhverfinu. Það virðist vera ótrú- lega föst regla hjá opinberum aðil- um að merkja sér áttundu undrin með hvítri málningu, en þó sjást þess merki að þessi kækur sé í rén- un. Sunnan við Elliðaárbrýrnar nærri gömlu rafstöðinni er mikil og luraleg ferköntuð bygging sem er falin með mosalit og hverfur því þetta hús að mestu. Ég held að það færi vel á því að mála staura, möstur og volduga geyma sem ber við himininn í ljósg- ráum lit, ef þannig mannvirki ber einnig við holt og hæðir er sjálfsagt að skipa litum í samræmi við bygg- ingarstað og umhverfí. Það ber að þakka augljósar fram- farir í umgengni og frágangi við uýbyggingar hins opinbera, og vil ég sérstaklega taka fram einstak- lega fagra hraunhleðslu umhverfis bókhlöðuna á Melunum, en hvað finnst mönnum um rauðhettuna á byggingunni? GUÐBJARTUR ÞORLEIFSSON, Lambastekk 10, Reykjavík. Gínur og herðatré Vandað, sterkt og smekklegt Margar gerðir - gott verð Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Kraftmeiri, nú með 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare1 síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Fjölbreytt æskulýðsstart byggt á traustum grunni kristinnar trúar | www.kirkjan.fs/KFUM 1 Strákabolir með kraga .... áður 4.990 Strákabolir..............áður 5.640 Flístreflar..............áður 1.540 Úlpur — jakkar...........áður 7.990 Ungbarnabolir............áður 2.860 Ungbarna joggbuxur......áður 2.400 Ameriskar sm/galiabuxur áður 3.600 nú 2.900 nú 2.400 nú 990 nú 4.300 nú 1.800 nú 1.800 nú 2.400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.