Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 41 FRETTIR Opinber fyr- irlestur um mótun kven- leikans ANNADÍS Gréta Rúdólfsdóttir, félagssálfræðingur, flytur opin- beran fyrirlestur fimmtudaginn 6. nóvember sem nefnist Mótun kvenleikans á íslandi. Fyrirlestur- inn er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum op- inn. Hann fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. Fyrirlesturinn byggir á dokt- orsritgerð Önnudísar um mótun kvenleikans, þar sem skoðað er hvernig myndir hans hafa breyst milli kynslóða. Ritgerðir byggist m.a. á innihaldsgreiningu á 209 minningargreinum sem birtust á árunum milli 1922 og 1992. Að auki voru innihaldsgreind viðtöl við 18 konur á aldrinum 16-88 ára búsettar í Reykjavík og úti á landi. Annadís Gréta Rúdólfsdóttir lauk doktorsprófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1997. Hún er stundakennari í kvenna- fræðum við Háskóla íslands. Fundur um bókmennta- sögu Á RANN SÓKNARKVÖLDI Fé- lags íslenskra fræða miðvikudag- inn 5. nóvember verður varpað fram spurningunni Hvað er bók- menntasaga? Tveir bókmenntafræðingar, Gísli Sigurðsson og Matthías Við- ar Sæmundsson, munu leita svara við þessari spurningu en þeir skrifuðu báðir kafla í III. bindi íslenskrar bókmenntasögu sem kom út á síðasta ári. „Líflegar umræður hafa orðið um eðli og hlutverk bókmennta- sögu að undanförnu og sýnist sitt hverjum í því efni. Ekki er að efa að áhugaverð skoðanaskipti munu eiga sér stað á rannsóknarkvöld- inu, enda er öllum frjálst að taka til máls að lokinni framsögu þeirra Gísla og Matthíasar," segir í frétt frá félaginu. Fundurinn er öllum opinn með- an húsrúm leyfir og verða veiting- ar á boðstólum. Rannsóknar- kvöldið er haldið í Skólabæ við Suðurgötu og hefst kl. 20.30. Líkams- ræktarstöðin Hress 10 ára LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN Hress heldur upp á tíu ára af- mæli sitt um þessar mundir. Til að fagna tímamótunum verður sérstök afmælisdagskrá fyrir við- skiptavini Hress til 20. nóvember. „Allir kennarar á staðnum munu brydda upp á nýjungum til skemmtunar og fræðslu í kennsl- unni. Farið verður í æfingaratleik, nætureróbik, hjólakeppni og haldnir fyrirlestrar, föndurkvöld, happdrætti, uppskriftasam- keppni, námskeið fyrir kennara og viðskiptavini og gestakennarar koma í heimsókn. Dagskránni lýk- ur svo með afmælisfagnaði,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Myndakvöld hjá Útivist FYRSTA myndakvöld vetrarins hjá ferðáfélaginu Utivist verður haldið í Fóstbræðraheimilinu fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Sýndar verða myndir út Tré- kyllisvík og frá Hornströndum. Umsjón með myndasýningu hafa Hákon Gunnarsson og Vignir Jónsson. Málstofa Véla- og iðnaðarverk- fræðiskorar ANDRÉS Þórarinsson fram- kvæmdastjóri verkfræðistofunnar Vista heldur erindi um myndræna forritun, forritunarmálið G og for- ritunarkerfíð LabVIEW á mál- stofu í Véla- og iðnaðarverk- fræði. Erindið hefst kl 17:15 1 dag og verður í stofu VI58 í VR II, húsi Verkfræði- og raunvísinda- deildar við Hjarðarhaga 4. „Erindið fjallar um myndræna forritun með G-forritunarmálinu, en það hefur ýmsa yfirburði, sér- staklega hvað varðar hraða og afköst forritara. Þá skiptir máli, að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir forritin. Sýnd verður forritun og upp- bygging kerfa. Þá verður sýnt fjargæslukerfí gatnamálastjórans í Reykjavík, þar sem haft er radíó- samband við fjölda mælistöðva um borgina. Loks verða sýndar lausnir, sem setja mælitæki beint á skjáinn. Um er að ræða sveiflu- sjá, sírita, tíðnisjá og fjölmæli," segir í fréttatilkynningu. Málstofan er opin öllum á með- an húsrými leyfír. Kvennakirkjan í nýtt húsnæði KVENNAKIRKJAN hefur fengið húsnæði undir starfsemi sína í Þingholtsstræti 17 í Reykjavík. Þar verða haldin námskeið, sön- gæfíngar og opið hús sem kallast „fastur punktur". Fastur punktur verður á fimmtudögum kl. 17 til 19 og verður bænastund fastur liður kl. 18.30. Fyrsta fimmtudag í mán- uði kemur gestur i heimsókn og hinn 6. nóvember kemur fyrsti gesturinn, dr. Hólmfríður Gunn- arsdóttir, sem ætlar að segja frá bókinni Leitin að tilgangi lífsins, eftir Victor Frankl en Hólmfríður þýddi bókina. Allir, sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Kvennakirkj- unnar, eru velkomnir í Þingholts- stræti 17 á fimmtudögum. Kynningarfyr- irlestur um Tantra Jóga TVEIR jógakennarar á vegum Amanda Marga samtakanna halda kynningarfyrirlestur um Tantra Jóga sem er alhliðaæf- ingakerfí þar eð þessi ævarfornu dulvísindi innihalda flestar grein- ar jóga. Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra-visk- unnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska. Kynningin fer fram dagana 6. og 8. nóvember kl. 20 í miðstöð- inni, Lindargötu 14, án endur- gjalds. Gengið út á Suðurnes HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer miðvikudagskvöldið 5. nóvem- ber kl. 20 frá Hafnarhúsinu og með SVR vestur í Bakkavör. Það- an verður gengið kl. 20.20 út á Suðurnes og með Seltjörn út á Snoppu. Þar verður val um að fara með SVR til baka eða ganga með ströndinni niður á Höfn. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnar- gönguhópnum. Yakningaher- ferð á Hjálp- ræðishernum VAKNINGASAMKOMUR verða á Hjálpræðishemum, Kirkjustræti 2, dagana 5.-9. nóvember á hveiju kvöldi og hefst samkoman kl. 20 með lofgjörðarsöng. Ræðumaður herferðarinnar verður Erlingur Níelsson frá Ak- ureyri. Hann er leiðtogi Hjálpræð- ishersins fyrir norðan og er þar að auki ritstjóri Herópsins. Allir eru hjartanlega velkomnir á þess- ar samkomur og er aðgangur ókeypis. Bubbi Morth- ens á tónleika- ferð á Snæ- fellsnesi BUBBI Morthens heldur tónleika á Kristjáni IX á Grundarfirði mið- vikudaginn 5. nóvember. Að auki spilar Bubbi á Knudsen í Stykkishólmi fimmtudaginn 6. nóvember. Báðir tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Þetta eru síðustu tón- leikar Bubba fram að sjálfum út- gáfutónleikunum sem verða í Borgarleikhúsinu þann 17. nóv- ember. Skemmtun til styrktar Hallbirni TÓNLEIKAR og skemmtun til styrktar kántrýkóngnum Hall- birni Hjartarsyni verða haldnir fimmtudaginn 6. nóvember á Næturgalanum, Kópavogi. Fram koma Snörumar, Hjördís Geirs, Einar Júlíusson, Bjarni Arason, Viðar Jónsson, Hljómsveit Önnu Vilhjálms og Ari Jónsson sem kynnir lög af nýjum geisladisk sínum „Allt sem þú ert“. Sýningarhópur Kú- rekans í Kópavogi sýnir línudans. Heiðursgestur kvöldsins verður Hallbjörn Hjartarson og rennur aðgangseyrir óskertur til hans. Húsið verður opnað kl. 21. LEIÐRÉTT Fengur á Netíð í hestaþætti í blaðinu í gær sagði að gagnagrunnur Bænda- samtakanna, Fengur, færi á al- netið innan tíðar. Hið rétta er að Fengur fór á netið 28. október s.l. undir heitinu Veraldarfengur. Þar er að finna upplýsingar um 100 þúsund hross. Röng mynd í frétt í blað- inu gær um nýja skáldsögu Vil- borgar Davíðs- dóttur, Eldfórn- ina, var röng mynd af höf- undi. Um leið og rétt mynd birtist er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. Léttsveitin til írlands í frétt í blaðinu í gær var rang- hermt að 80 konur úr Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur væra farnar til írlands. Rétt er að þær fara á inorgun, fimmtudag. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Vilborg Davíðsdóttir Skortur á vilja MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Málmi: „Stjórn Málms, samtaka fyrir- tækja í málm- og skipaiðnaði, mótmælir ummælum iðnaðarráð- herra, sem hann lét falla fyrir skömmu í umræðum á Alþingi um íslenskan skipaiðnað. Hann sagði að stjórnvöld hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu með iðngreininni og samtökum hennar að reglur EES kæmu í veg fyrir að hönnun og smíði hafrann- sóknarskips væri gert að sérstöku þróunarverkefni. Þetta er rangt. Þvert á móti voru skipasmiðj- urnar og Samtök iðnaðarins sam- mála um að hægt væri að gera þetta verk að þróunarverkefni en það mætti þó ekki vera bundið við þetta tiltekna skip. Því lögðu Sam- tök iðnaðarins fram tillögu til sjávarútvegs- og iðnaðarráuneyt- anna þess efnis, að efnt yrði til sérstaks verkefnis um þróun og hönnun haf- og fiskirannsókna- skipa á norðlægum slóðum. Með því að skilgreina verkefnið með þessum hætti hefði það tvímæla- laust bætt samkeppnisstöðu inn- lendra skipasmiða við endanlegt útboð og ekki brotið í bága við reglur EES. Var sá skilningur staðfestur í viðtölum við Eftirlits- stofnun EFTA. Því miður var hvorki sjávarútvegsráðuneytið né smíðanefnd skipsins áhuga á að fara þessa leið. Þegar viljann vantar er hægt að bera fyrir sig ótal afsaknir og var það gert ríku- lega í þessu tilviki. Þegar þessi neikvæða afstaða lá fyrir bauð sjávarútvegsráðherra Samtökunum að fá beina eða óbeina aðild að smíðanefndinni og var þaðt talið skárra en ekkert í stöðunni. Hins vegar var aldrei staðið við þetta samkomulag og að lokum gáfust innlendar skipa- smiðjur upp á að vekja sams kon- ar áhuga stjórnvalda og víða hefur tekist hjá samkeppnisaðilum okk- ar innan EES. Þetta er sannleikur þessa máls, en ekki hitt að iðn- greinin hafi komist að sameigin- legri niðurstöðu með stjórnvöldum um að ekki væri hægt að skil- greina slíkt verkefni sem þróunar- verkefni. Það var eingöngu tækni- legt viðfangsefni og spurning um vilja. Með hliðsjón af þeim mikla ákafa, að víkja í engu frá ströng- ustu ákvæðum útboðsreglna á EES-svæðinu, skýtur skökku við að smíðanefndin bauð ekki út hönnun umrædds hafrannsókna- skips sem þó er tvímælalaust út- boðsskylt eins og aðrir hlutar þessarar framkvæmdar. Það virð- ist vera í samræmi við þau við- horf, að reglunum skuli ávallt beitt af fyllsta þunga og ósveigj- anlega gagnvart verktökum í skipaiðnaði en aðrir sem að verk- inu koma þurfa ekki að hlíta þeim.“ Gam selt í 1.100 peysur HANNYRÐAVERSLUNIN Móly í Kópavogi hlaut nú á dögunutn viðurkenninguna Garnverslun ársins 1997 frá Garnbúðinni Tinnu í Hafnarfirði. „Viðurkenningin er veitt fyrir góða kynningu á handprjóni en frá áramótum hefur Móly af- greitt garn í rúmlega 1.100 peysur sem er um 40% aukning frá árinu á undan. Þetta er fimmta viðurkenningin sem er veitt en henni er ætlað að efla veg og vanda handmenntar hér á landi. Ragnheidur Karlsdóttír, eig- andi Móly, er mikil pqónakona og hefur að hennar sögn orðið mikil vakning í Kópavogi fyrir öllu því sem tengist handavinnu. Viðurkenningin er veitt í sam- starfi við norska garnframleið- andann Sandnes Uldvarefabrik RAGNHILDUR Karlsdóttir tekur við viðurkenningar- skildi og blómum frá Auði Kristinsdóttur, eiganda Tinnu. en Tinna er umboðsaðili hans á íslandi," segir í fréttatilkynn- ingu frá Tinnu. Handpijónasamband íslands 20 ára Kynning á handpijóni í TILEFNI af 20 ára afmæli Hand- pijónasambands íslands, sem er í dag, verður kynning á framleiðslu- vörum félagsmanna í húsnæði fé- lagsins að Skólavörðustíg 19 alla þessa viku. Einnig verður opið á sunnudag frá kl. 13-16. 20% afmæl- isafsláttur verður veittur af öllum vörum. Stofnfundur Handpijónasam- bands íslands var haldinn í Glæsibæ 5. nóvember 1977. Á fundinn mættu um 1.000 manns. Fyrsti for- maður sambandsins var kjörin Hulda Gísladóttir, en hún hafði ver- ið helsti hvatamaður að stofnun þess. Þeir sem gerðust félagsmenn í Handpijónasambandinu höfðu flestallir drýgt heimilistekjurnar með prjónaskap, og þá fyrst og fremst lopapeysupijóni. Heilsa og fegurð í Síðumúla í SEPTEMBER var opnuð í Síðu- múla 34 snyrti- og hárgreiðslustof- an Heilsa og fegurð en ekki Hár og fegurð og mishermt var í blaðinu 28. október sl. I tilefni opnunarinnar fylgir gjöf hveiju ljósa- og „strata“-korti og tilboðsverð gildir í ljósin, tilboð á gervinöglum kr. 3.900 og förðun 1.900 kr. út mánuðinn. Opið virka daga frá kl. 10-22, og laugardaga kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.