Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 41 FRETTIR Opinber fyr- irlestur um mótun kven- leikans ANNADÍS Gréta Rúdólfsdóttir, félagssálfræðingur, flytur opin- beran fyrirlestur fimmtudaginn 6. nóvember sem nefnist Mótun kvenleikans á íslandi. Fyrirlestur- inn er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum op- inn. Hann fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. Fyrirlesturinn byggir á dokt- orsritgerð Önnudísar um mótun kvenleikans, þar sem skoðað er hvernig myndir hans hafa breyst milli kynslóða. Ritgerðir byggist m.a. á innihaldsgreiningu á 209 minningargreinum sem birtust á árunum milli 1922 og 1992. Að auki voru innihaldsgreind viðtöl við 18 konur á aldrinum 16-88 ára búsettar í Reykjavík og úti á landi. Annadís Gréta Rúdólfsdóttir lauk doktorsprófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1997. Hún er stundakennari í kvenna- fræðum við Háskóla íslands. Fundur um bókmennta- sögu Á RANN SÓKNARKVÖLDI Fé- lags íslenskra fræða miðvikudag- inn 5. nóvember verður varpað fram spurningunni Hvað er bók- menntasaga? Tveir bókmenntafræðingar, Gísli Sigurðsson og Matthías Við- ar Sæmundsson, munu leita svara við þessari spurningu en þeir skrifuðu báðir kafla í III. bindi íslenskrar bókmenntasögu sem kom út á síðasta ári. „Líflegar umræður hafa orðið um eðli og hlutverk bókmennta- sögu að undanförnu og sýnist sitt hverjum í því efni. Ekki er að efa að áhugaverð skoðanaskipti munu eiga sér stað á rannsóknarkvöld- inu, enda er öllum frjálst að taka til máls að lokinni framsögu þeirra Gísla og Matthíasar," segir í frétt frá félaginu. Fundurinn er öllum opinn með- an húsrúm leyfir og verða veiting- ar á boðstólum. Rannsóknar- kvöldið er haldið í Skólabæ við Suðurgötu og hefst kl. 20.30. Líkams- ræktarstöðin Hress 10 ára LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN Hress heldur upp á tíu ára af- mæli sitt um þessar mundir. Til að fagna tímamótunum verður sérstök afmælisdagskrá fyrir við- skiptavini Hress til 20. nóvember. „Allir kennarar á staðnum munu brydda upp á nýjungum til skemmtunar og fræðslu í kennsl- unni. Farið verður í æfingaratleik, nætureróbik, hjólakeppni og haldnir fyrirlestrar, föndurkvöld, happdrætti, uppskriftasam- keppni, námskeið fyrir kennara og viðskiptavini og gestakennarar koma í heimsókn. Dagskránni lýk- ur svo með afmælisfagnaði,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Myndakvöld hjá Útivist FYRSTA myndakvöld vetrarins hjá ferðáfélaginu Utivist verður haldið í Fóstbræðraheimilinu fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Sýndar verða myndir út Tré- kyllisvík og frá Hornströndum. Umsjón með myndasýningu hafa Hákon Gunnarsson og Vignir Jónsson. Málstofa Véla- og iðnaðarverk- fræðiskorar ANDRÉS Þórarinsson fram- kvæmdastjóri verkfræðistofunnar Vista heldur erindi um myndræna forritun, forritunarmálið G og for- ritunarkerfíð LabVIEW á mál- stofu í Véla- og iðnaðarverk- fræði. Erindið hefst kl 17:15 1 dag og verður í stofu VI58 í VR II, húsi Verkfræði- og raunvísinda- deildar við Hjarðarhaga 4. „Erindið fjallar um myndræna forritun með G-forritunarmálinu, en það hefur ýmsa yfirburði, sér- staklega hvað varðar hraða og afköst forritara. Þá skiptir máli, að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir forritin. Sýnd verður forritun og upp- bygging kerfa. Þá verður sýnt fjargæslukerfí gatnamálastjórans í Reykjavík, þar sem haft er radíó- samband við fjölda mælistöðva um borgina. Loks verða sýndar lausnir, sem setja mælitæki beint á skjáinn. Um er að ræða sveiflu- sjá, sírita, tíðnisjá og fjölmæli," segir í fréttatilkynningu. Málstofan er opin öllum á með- an húsrými leyfír. Kvennakirkjan í nýtt húsnæði KVENNAKIRKJAN hefur fengið húsnæði undir starfsemi sína í Þingholtsstræti 17 í Reykjavík. Þar verða haldin námskeið, sön- gæfíngar og opið hús sem kallast „fastur punktur". Fastur punktur verður á fimmtudögum kl. 17 til 19 og verður bænastund fastur liður kl. 18.30. Fyrsta fimmtudag í mán- uði kemur gestur i heimsókn og hinn 6. nóvember kemur fyrsti gesturinn, dr. Hólmfríður Gunn- arsdóttir, sem ætlar að segja frá bókinni Leitin að tilgangi lífsins, eftir Victor Frankl en Hólmfríður þýddi bókina. Allir, sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Kvennakirkj- unnar, eru velkomnir í Þingholts- stræti 17 á fimmtudögum. Kynningarfyr- irlestur um Tantra Jóga TVEIR jógakennarar á vegum Amanda Marga samtakanna halda kynningarfyrirlestur um Tantra Jóga sem er alhliðaæf- ingakerfí þar eð þessi ævarfornu dulvísindi innihalda flestar grein- ar jóga. Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra-visk- unnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska. Kynningin fer fram dagana 6. og 8. nóvember kl. 20 í miðstöð- inni, Lindargötu 14, án endur- gjalds. Gengið út á Suðurnes HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer miðvikudagskvöldið 5. nóvem- ber kl. 20 frá Hafnarhúsinu og með SVR vestur í Bakkavör. Það- an verður gengið kl. 20.20 út á Suðurnes og með Seltjörn út á Snoppu. Þar verður val um að fara með SVR til baka eða ganga með ströndinni niður á Höfn. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnar- gönguhópnum. Yakningaher- ferð á Hjálp- ræðishernum VAKNINGASAMKOMUR verða á Hjálpræðishemum, Kirkjustræti 2, dagana 5.-9. nóvember á hveiju kvöldi og hefst samkoman kl. 20 með lofgjörðarsöng. Ræðumaður herferðarinnar verður Erlingur Níelsson frá Ak- ureyri. Hann er leiðtogi Hjálpræð- ishersins fyrir norðan og er þar að auki ritstjóri Herópsins. Allir eru hjartanlega velkomnir á þess- ar samkomur og er aðgangur ókeypis. Bubbi Morth- ens á tónleika- ferð á Snæ- fellsnesi BUBBI Morthens heldur tónleika á Kristjáni IX á Grundarfirði mið- vikudaginn 5. nóvember. Að auki spilar Bubbi á Knudsen í Stykkishólmi fimmtudaginn 6. nóvember. Báðir tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Þetta eru síðustu tón- leikar Bubba fram að sjálfum út- gáfutónleikunum sem verða í Borgarleikhúsinu þann 17. nóv- ember. Skemmtun til styrktar Hallbirni TÓNLEIKAR og skemmtun til styrktar kántrýkóngnum Hall- birni Hjartarsyni verða haldnir fimmtudaginn 6. nóvember á Næturgalanum, Kópavogi. Fram koma Snörumar, Hjördís Geirs, Einar Júlíusson, Bjarni Arason, Viðar Jónsson, Hljómsveit Önnu Vilhjálms og Ari Jónsson sem kynnir lög af nýjum geisladisk sínum „Allt sem þú ert“. Sýningarhópur Kú- rekans í Kópavogi sýnir línudans. Heiðursgestur kvöldsins verður Hallbjörn Hjartarson og rennur aðgangseyrir óskertur til hans. Húsið verður opnað kl. 21. LEIÐRÉTT Fengur á Netíð í hestaþætti í blaðinu í gær sagði að gagnagrunnur Bænda- samtakanna, Fengur, færi á al- netið innan tíðar. Hið rétta er að Fengur fór á netið 28. október s.l. undir heitinu Veraldarfengur. Þar er að finna upplýsingar um 100 þúsund hross. Röng mynd í frétt í blað- inu gær um nýja skáldsögu Vil- borgar Davíðs- dóttur, Eldfórn- ina, var röng mynd af höf- undi. Um leið og rétt mynd birtist er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. Léttsveitin til írlands í frétt í blaðinu í gær var rang- hermt að 80 konur úr Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur væra farnar til írlands. Rétt er að þær fara á inorgun, fimmtudag. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Vilborg Davíðsdóttir Skortur á vilja MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Málmi: „Stjórn Málms, samtaka fyrir- tækja í málm- og skipaiðnaði, mótmælir ummælum iðnaðarráð- herra, sem hann lét falla fyrir skömmu í umræðum á Alþingi um íslenskan skipaiðnað. Hann sagði að stjórnvöld hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu með iðngreininni og samtökum hennar að reglur EES kæmu í veg fyrir að hönnun og smíði hafrann- sóknarskips væri gert að sérstöku þróunarverkefni. Þetta er rangt. Þvert á móti voru skipasmiðj- urnar og Samtök iðnaðarins sam- mála um að hægt væri að gera þetta verk að þróunarverkefni en það mætti þó ekki vera bundið við þetta tiltekna skip. Því lögðu Sam- tök iðnaðarins fram tillögu til sjávarútvegs- og iðnaðarráuneyt- anna þess efnis, að efnt yrði til sérstaks verkefnis um þróun og hönnun haf- og fiskirannsókna- skipa á norðlægum slóðum. Með því að skilgreina verkefnið með þessum hætti hefði það tvímæla- laust bætt samkeppnisstöðu inn- lendra skipasmiða við endanlegt útboð og ekki brotið í bága við reglur EES. Var sá skilningur staðfestur í viðtölum við Eftirlits- stofnun EFTA. Því miður var hvorki sjávarútvegsráðuneytið né smíðanefnd skipsins áhuga á að fara þessa leið. Þegar viljann vantar er hægt að bera fyrir sig ótal afsaknir og var það gert ríku- lega í þessu tilviki. Þegar þessi neikvæða afstaða lá fyrir bauð sjávarútvegsráðherra Samtökunum að fá beina eða óbeina aðild að smíðanefndinni og var þaðt talið skárra en ekkert í stöðunni. Hins vegar var aldrei staðið við þetta samkomulag og að lokum gáfust innlendar skipa- smiðjur upp á að vekja sams kon- ar áhuga stjórnvalda og víða hefur tekist hjá samkeppnisaðilum okk- ar innan EES. Þetta er sannleikur þessa máls, en ekki hitt að iðn- greinin hafi komist að sameigin- legri niðurstöðu með stjórnvöldum um að ekki væri hægt að skil- greina slíkt verkefni sem þróunar- verkefni. Það var eingöngu tækni- legt viðfangsefni og spurning um vilja. Með hliðsjón af þeim mikla ákafa, að víkja í engu frá ströng- ustu ákvæðum útboðsreglna á EES-svæðinu, skýtur skökku við að smíðanefndin bauð ekki út hönnun umrædds hafrannsókna- skips sem þó er tvímælalaust út- boðsskylt eins og aðrir hlutar þessarar framkvæmdar. Það virð- ist vera í samræmi við þau við- horf, að reglunum skuli ávallt beitt af fyllsta þunga og ósveigj- anlega gagnvart verktökum í skipaiðnaði en aðrir sem að verk- inu koma þurfa ekki að hlíta þeim.“ Gam selt í 1.100 peysur HANNYRÐAVERSLUNIN Móly í Kópavogi hlaut nú á dögunutn viðurkenninguna Garnverslun ársins 1997 frá Garnbúðinni Tinnu í Hafnarfirði. „Viðurkenningin er veitt fyrir góða kynningu á handprjóni en frá áramótum hefur Móly af- greitt garn í rúmlega 1.100 peysur sem er um 40% aukning frá árinu á undan. Þetta er fimmta viðurkenningin sem er veitt en henni er ætlað að efla veg og vanda handmenntar hér á landi. Ragnheidur Karlsdóttír, eig- andi Móly, er mikil pqónakona og hefur að hennar sögn orðið mikil vakning í Kópavogi fyrir öllu því sem tengist handavinnu. Viðurkenningin er veitt í sam- starfi við norska garnframleið- andann Sandnes Uldvarefabrik RAGNHILDUR Karlsdóttir tekur við viðurkenningar- skildi og blómum frá Auði Kristinsdóttur, eiganda Tinnu. en Tinna er umboðsaðili hans á íslandi," segir í fréttatilkynn- ingu frá Tinnu. Handpijónasamband íslands 20 ára Kynning á handpijóni í TILEFNI af 20 ára afmæli Hand- pijónasambands íslands, sem er í dag, verður kynning á framleiðslu- vörum félagsmanna í húsnæði fé- lagsins að Skólavörðustíg 19 alla þessa viku. Einnig verður opið á sunnudag frá kl. 13-16. 20% afmæl- isafsláttur verður veittur af öllum vörum. Stofnfundur Handpijónasam- bands íslands var haldinn í Glæsibæ 5. nóvember 1977. Á fundinn mættu um 1.000 manns. Fyrsti for- maður sambandsins var kjörin Hulda Gísladóttir, en hún hafði ver- ið helsti hvatamaður að stofnun þess. Þeir sem gerðust félagsmenn í Handpijónasambandinu höfðu flestallir drýgt heimilistekjurnar með prjónaskap, og þá fyrst og fremst lopapeysupijóni. Heilsa og fegurð í Síðumúla í SEPTEMBER var opnuð í Síðu- múla 34 snyrti- og hárgreiðslustof- an Heilsa og fegurð en ekki Hár og fegurð og mishermt var í blaðinu 28. október sl. I tilefni opnunarinnar fylgir gjöf hveiju ljósa- og „strata“-korti og tilboðsverð gildir í ljósin, tilboð á gervinöglum kr. 3.900 og förðun 1.900 kr. út mánuðinn. Opið virka daga frá kl. 10-22, og laugardaga kl. 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.