Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 6
6 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Þorkell
KAMPAKÁTIR forráðamenn Ffns miðils, þeir Guðlaugnr Þðr Þórðar-
son, Þormóður Jónsson, Björn Árnason og Baidvin Jónsson.
Fínn miðill í
nýju húsnæði
FINN MIÐILL ehf. flutti í gær í
nýtt húsnæði við Aðalsti-æti 6, gamla
Morgunblaðshúsið, í Reykjavík. Þar
eru fimm útvarpsstöðvar fyrirtækis-
ins til húsa: Aðalstöðin, X-ið, FM
95,7, Klassík FM og Sígilt FM.
Fastir starfsmenn sem sjá um all-
an rekstur Fíns miðils eru milli 10 og
15 en alls er starfsmannahópurinn
um 60 manns að meðtöldum dag-
skrárgerðarmönnum stöðvanna.
„Markmið okkar er að bjóða uppá
fjölbreytt og vítt svið í dagskrá og
góða þjónustu með þessum fímm
stöðvum sem hver um sig þjónar sín-
um aldurs- og áhugahópi. Má reynd-
ar segja að bæði dagskrárgerðar-
menn og hlustendur séu mjög fjöl-
breyttur hópur,“ segir Guðlaugur
Þór Þórðarson útvarpsstjóri.
„Hver stöð hefur skýi-a dagskrár-
stefnu sem höfðar tO mismunandi
hópa en við reynum ekki að gera allt
fyrir alla með einni stöð. Þessir
auknu möguleikar fyrirtækisins hafa
fengið góð viðbrögð hjá auglýsend-
um sem bæði hafa getað náð betur til
viðkomandi markhóps og náð til
stærri hóps með þvi að leika auglýs-
ingarnar á öllum stöðvunum.“
Markaðsdeild stöðvanna er sam-
eiginleg en dagskrárgerð í höndum
hverrar stöðvar. Fínn miðill er til
húsa á jarðhæð og annarri hæð húss-
ins, „í þessu gamla góða fjölmiðla-
húsi,“ sagði Guðlaugur. Hljóðverin
snúa út að Aðalstræti og Ingólfstorgi
og geta vegfarendur nánast fylgst
með dagskrár- og útsendingarfólki
að störfum.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HINN nýi sjúkrabfli mun eflaust vekja athygli þegar hann ekur
um göturnar með blikkandi ljós.
Sjúkrabíll með nýju útliti
REYKJAVÍKURDEILD Rauða
kross fslands tekur f notkun nýjan
og fullkominn sjúkrabfl með nýju
útliti við upphaf opins húss fyrir al-
menning í húsnæði deildarinnar í
dag, laugardag.
Sjúkraflutningamenn telja að bíl-
amir þurfi að vekja enn meiri at-
hygli í umferðinni en áður.
Reykjavíkurdeild er stærsta deild
Rauða kross Islands. Hún býður al-
menningi að kynna sór margvíslega
starfsemi deildarinnar í Fákafeni
11 kl. 13-16 í dag og eru allir vel-
komnir.
Mól og mennlng • Laugavegi 18 • Sími 515 2500
Njóttu kvöldsins á Súfistanum
— yfir kaffibolla og góðri bók
Eigðu notalega stund
í Súfistanum,
bókakaffi í verslun
Máls og menningar
Opíð alla daga tí! ki. 22
- iíka um heigar
49 árum eftir hvarf breska togarans Goth útaf Vestfjörðum
Blómsveigur lagður á
síðasta legstað Goth
BLÓMSVEIG með minningar-
áletrun um sjómennina sem fórust
með breska togaranum Goth árið
1948 verður í dag kastað í hafíð
þar sem reykháfurinn af skipinu
kom upp með trolli Helgu RE á
Vestfjarðamiðum síðastliðinn
laugardag.
Helga RE lagði aftur af stað út
á sjó um hádegi í gær eftir nokk-
urra daga viðveru í Reykjavík og
gert var ráð fyrir að hún yrði
komin að staðnum þar sem reyk-
háfurinn fannst snemma í dag.
Skipstjórinn, Geir Garðarsson,
mun lesa bæn áður en kransinum
verður kastað í sjóirin.
A borðum á kransinum er áletr-
un til minningar um W. Elliot
skipstjóra og áhöfn hans frá
Helgu RE 49. Nafn togarans,
Goth FD-52, er skráð ásamt stað-
arákvörðuninni þar sem hann
fórst.
Viðar Benediktsson, sem var
skipstjóri á Helgu þegar reykháf-
urinn fannst, ætlar að hreinsa
seltuna af honum til að halda hon-
um óskemmdum þangað til hann
verður fluttur á brott. Líklegt er
að hann verði fluttur með skipi til
Fleetwood á Englandi, en ef ekki
verður af því verður hann senni-
lega sendur á safnið á Hnjóti í
Vestur-Barðastrandasýslu.
Áður hafa fundist leifar
af togaranum Goth
Viðar segir að líklega hafí leifar
af Goth áður fundist, því togarinn
Hákon RE dró upp lukt af enskri
gerð á þessum slóðum fyrir fáein-
um árum. Engum hugkvæmdist á
þeim tíma að tengja luktina hvarfí
Goth.
„Það eru fleiri skipsflök á þess-
um slóðum. Meðal annars lá leið
skipalesta frá Bandaríkjunum til
Murmansk ekki langt frá þessum
stað,“ segir Viðar.
Viðar segist vera sannfærður
um að flakið liggi þar sem reyk-
háfurinn var dreginn upp, því það
hafi kostað mikið átak að losa
trollið og hafí það sennilega komið
af því að rífa reykháfmn af skip-
inu.
Morgunblaði4/Ásdís
SKIPSTJÓRAR Helgu RE,
þeir Viðar Benediktsson
og Geir Garðarsson, halda
í borða á blómsveig til
minningar um Goth, en
milli þeirra stendur Hann-
es Þ. Hafstein, fyrrverandi
forsljóri Slysavarnafélags
Islands.
ÚR breska dagblaðinu
Blackpool'Evening Gazette
sem fjallaði um fund reyk-
háfsins af Goth á fimmtu-
dag.
Missti mann sinn með Goth þremur vikum eftir brúðkaupið
„Var alltaf hrædd um
hann á Islandsmiðum“
EVELYN var 23 ára þegar eigin-
maður hennar, hásetinn E.J. Park-
er, fór í síðustu ferð sína með tog-
aranum Goth 4. desember 1948.
Hann var 28 ára og þau höfðu verið
gift í þrjár vikur. „Ég man mjög
skýrt eftir því þegar hann fór.
Klukkan var þrjú að nóttu þegar
hann fór á fætur og tók leigubíl að
togaranum.“
Eiginmaður Evelyn hafði oft áð-
ur komið til íslands, enda voru
helstu fískimið togara frá
Fleetwood vestm' af landinu. „Ég
var alltaf hrædd um hann í þessum
ferðum," segir Evelyn.
Þetta var
hræðilegur tími
Þegar engin jólaskeyti bárust frá
sldpverjum fór Evelyn og aðra að-
standendur þeirra að gruna að ekki
væri allt með felldu. Eftir jól fréttu
þau að ekkert hefði heyrst frá togai'-
anum, en ekki var enn rætt um að
hann hefði farist. „Útgerðarfyrirtæk-
ið vildi ekkert segja okkur annað en
að skipið myndi fínnast bráðlega.
Þetta var hræðilegur tími. Alls konar
orðrómur komst á kreik um að skipið
hefði sést einhvers staðar nýlega."
Auk eiginmannsins var frændi
Evelyn í áhöfn, svai'amaður þeirra
hjóna í brúðkaupinu og þrír nágrann-
ar. Hún kannaðist líka við fleiri úr
áhöfninni, því allir þekktu alla í fiski-
mannasamfélaginu í Fleetwood á
þessum tíma.
Um áramót segist Evelyn hafa
verið orðin viss um að Goth hefði
farist.
„Þegar ég frétti að reykháfurinn
hefði fundist fann ég bæði fyrir létti
og sorg. Minningamar frá þessum
tíma rifjuðust allar upp. Ég er glöð
að málið skuli loksins hafa verið
leyst.“
Seinni eiginmaðurinn
og sonur sigldu til íslands
Rúmum tveimur árum eftir
hvarf Goth giftist Evelyn aftur, og
nú ber hún nafið Laird. Seinni eig-
inmaðurinn var einnig sjómaður og
sigldi til Islands, og sama var að
segja um son þeirra. Faðir Evelyn
var sjómaður og móðir hennar
hafði unnið við fískverkun. Önnur
störf var varla að hafa í Fleetwood
á þessum tíma.
„Sonur minn og seinni eigin-
maðurinn komu oft til íslands og
lýstu því fyrir mér. Sonur minn sá
meðal annars Surtseyjargosið.
Mig hefur lengi langað að koma til
landsins, en það hefur ekki orðið
af því.“
A stríðsárunum lönduðu margir
íslenskir togarar í Fleetwood og
nokkrir íslendingai’ eru þar bú-
settir nú. Evelyn segist kannast við
eina íslenska konu í bænum, sem
hún kallar Siggí.
Eftir útfærslu landhelginnar og
þorskastríðin lokuðust fiskimiðin
fyrir togurunum frá Fleetwood.
Evelyn segir að menn hafí kennt
stjómvöldum um.