Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ gætum margfaldað kosningaloforðin okkar með þessum dalli félagar. Fljótandi ríkis-
stofnanir með viðkomu á hverju krummaskuði, hring eftir hring . . .
Atlanta um erindi Norræna flutningamannasambandsins
til forseta íslands
Alvarlegar rangfærslur
um starfsemi fyrirtækisins
NORRÆNA flutningamannasam-
bandið, NTF, hefur sent forseta
íslands erindi þar sem mótmælt
er orðalagi í kveðju hans til Flugfé-
lagsins Atlanta sem birtist í bækl-
ingi sem Atlanta gaf út í nóvem-
ber 1996 í tilefni af 10 ára af-
mæli fyrirtækisins.
í kveðjunni lýsir forsetinn því
að Atlanta starfí eins og best verði
á kosið og hvetur það til frekari
dáða. Atlanta hefur sent frá sér
greinargerð þar sem segir að í
bréfi NTF sé farið með alvarlegar
rangfærslur um starfsemi fyrir-
tækisins. Mótmælir Atlanta vinnu-
brögðum NTF og harmar að NTF
skuli tengjast embætti forseta Ís-
lands við árásir sínar á Flugfélagið
Atlanta.
í bréfi NTF til forseta íslands
segir að starfsemi leiguflugfélaga
á borð við Atlanta sé vaxandi
vandamál vegna félagslegra
undirboða, réttindi starfsfólks til
þátttöku í eigin stéttarfélögum sé
nánast bönnuð, stofnuð séu innan-
húsfélög, svonefnd gul stéttarfé-
lög þar sem eigendur fyrirtækj-
anna sjálfra ráði mestu sjálfir,
laun séu lítil sem engin, einungis
greiddir dagpeningar í útlöndum,
og mikil brögð séu að því að
starfsmenn slíkra fyrirtækja séu
illa tryggðir.
Upplýsinga ekki leitað
hjá Atlanta
í greinargerð Atlanta kemur
fram að NTF vitni í bréfi sínu til
TORIAQIB
Fæst é islensku, ensku,
þýsku, frönsku og sænsku
Laugavegí 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500
forseta íslands I upplýsingar sem
fram komi í bréfi Atlanta til Al-
þýðusambands íslands árið 1993
þar sem fjallað sé um starfsemi
félagsins á þeim tíma, en margt
hafi breyst síðan þá og NTF hafi
aldrei leitað eftir upplýsingum frá
fyrirtækinu sjálfu.
Bent er á að Flugfélagið Atlanta
eigi ekki í deilum við nein stéttarfé-
lög á íslandi, og það hafí t.d. gert
kjarasamninga við Félag íslenskra
atvinnuflugmanna og Flugvirkja-
félag íslands um kaup og kjör hluta
starfsmanna sinna, en flestir flug-
menn Atlanta kjósi að vera í
Fijálsa flugmannafélaginu og gera
kjarasamning í nafni þess. Per-
sónulegir ráðningarsamningar séu
gerðir við flugfreyjur og flugþjóna
Atlanta með sambærilegum
ákvæðum og almennt séu í kjara-
samningum.
Atlanta bendir á að lágmarks-
laun hjá fyrirtækinu séu liðlega
100 þúsund krónur á mánuði fyrir
ómenntað, ófaglært starfsfólk og
meðalgreiðslur til faglærðra
starfsmanna á skrifstofu fyrirtæk-
isins séu um 230 þúsund krónur á
mánuði, meðalgreiðslur til flug-
manna um 400 þúsund krónur og
meðalgreiðslur til flugfreyja um
180 þúsund krónur á mánuði mið-
að við fullt starf.
Þá er bent á að tryggingar
starfsmnanna Atlanta séu með því
besta sem þekkist í fyrirtækjum á
íslandi. Allir starfsmenn séu slysa-
og sjúkratryggðir allan sólarhring-
inn allt árið um kring, og til dæm-
is eigi starfsmaður sem slasast
rétt á launum í allt að tvö ár.
Meðalbótafjárhæð fyrir slysa-
tryggingu sé 14 milljónir króna og
meðalbótafjárhæð fyrir líftrygg-
ingu sé sú sama, en allir fastráðn-
ir starfsmenn Atlanta séu líf-
tryggðir.
Evrópusambandið eftir ríkjaráðstefnu
Sameiginlegt verk-
efni ESB óljóst
Evrópusamtökin á ís-
landi gangast í dag
kl. 14 fyrir fundi á
Sóloni íslandusi undir yfir-
skriftinni „Evrópusam-
bandið eftir ríkjaráðstefn-
una“. Á meðal þriggja er-
lendra fyrirlesara er Gilles
Bertrand, franskur sér-
fræðingur um Evrópumál.
- Hvernig tókst til á
ríkjaráðstefnunni? Hvernig
býr hún Evrópusambandið
undir framtíðina?
„Niðurstaðan er augljós-
lega skref fram á við, þótt
það sé kannski stutt skref.
Sambandinu hefur miðað í
rétta átt á nokkrum sviðum,
til dæmis í dóms- og inn-
anríkismálum, þar sem ESB
hefur nú fengið aukin völd.
Ákvæðum um „sveigjan-
leika" hefur nú verið bætt
Gilles Bertrand
í stofnsáttmála ESB og það er «► Gilles Bertrand er verkefnis-
jákvætt ef það verður notað með stjóri hjá Forward Studies Unit
réttum hætti, vegna þess að nú
geta ríki sambandsins haldið
áfram á braut samruna þótt eitt
ríki sé á móti. Slíkt er augljóslega
mikilvægt í sambandi, þar sem
aðildarríkjunum mun fara sífellt
fjölgandi.
Atvinnumálin eru mjög mikil-
vægur þáttur í Amsterdam-sátt-
málanum. Þetta er í fyrsta sinn
sem ESB fær raunveruleg völd á
sviði atvinnumála. Sérhveiju aðild-
arríki ber nú að skila skýrslu um
árangur sinn í baráttunni við at-
vinnuleysið og gefnar verða út
leiðbeiningar og ráðleggingar til
aðildarríkjanna á hveiju ári.“
- Hvað um Iýðræði og gagn-
sæi? Markmiðið var að einfaida
sáttmála ESB en Amsterdam-sátt-
málinn virðist jafnvel enn torskild-
ari en Maastrícht-samningurinn.
„Við náðum árangri varðandi
grundvallarreglur um að ákvarð-
anir skyldu teknar fyrir opnum
tjöldum og almannaaðgang að
skjölum sambandsins. Hins vegar
náðum við ekki jafnmiklum ár-
angri og borgararnir væntu. Við-
tökurnar, sem Maastricht-sáttmál-
inn fékk, voru sterk vísbending
um að einfalda þyrfti stofnsátt-
málann og gera hann auðskilj-
anlegri. Það er rétt að sumir þætt-
ir nýja samningsins eru enn flókn-
ari en áður hefur sézt og það er
jafnvel erfitt fyrir sérfræðinga að
skilja ákvæðin um dómsmálasam-
starfið í þriðju stoð, ekki sízt vegna
þess að þeim fylgir urmull bókana
fyrir einstök lönd. Innlimun
Schengen-sáttmálans bætir ekki
úr skák; sjálf innlimunin er fram-
för en henni fylgja lagalegar flækj-
ur, til dæmis varðandi stöðu Dan-
merkur, sem er erfitt að ráða fram
úr.
Stærsta verkefnið, sem mis-
tókst að ráða fram úr í Amsterdam
- það er raunar viðurkennt í samn-
ingnum að það hafi mistekizt -
er að gera umbætur á sjálfum
stofnunum ESB. Þetta -----------
á við um atkvæða-
greiðslur í ráðherra-
ráðinu, vægi atkvæða
í atkvæðagreiðslum og
fjölda manna í fram- ”
kvæmdastjórninni. Þetta hljómar
eins og tæknileg atriði, sem mað-
urinn á götunni hefur lítinn áhuga
á, en breytingar á þessum stofn-
unum eru forsenda þess að stækk-
un sambandsins geti gengið
snurðulaust fyrir sig. Þess vegna
er í Amsterdam-sáttmálanum
kveðið á um nýja ríkjaráðstefnu
og framkvæmdastjómin og nokk-
ur aðildarríkja vilja að hún fari
fram áður en ný ríki verða tekin
inn.
Lykilatriði varðandi þá niður-
stöðu, sem náðist í Amsterdam,
er að hún svarar ekki þeirri spurn-
hjá framkvæmdasljórn Evrópu-
sambandsins, en það er rann-
sóknastofnun sem heyrir beint
undir Jacques Santer, forseta
framkvæmdastjórnarinnar.
Hlutverk stofnunarinnar er að
„hugsa fram í tímann" um ýmis
málefni, til dæmis framtíð vinn-
unnar og velferðarsamféiags-
ins, alþjóðasamskipti á nýrri
öld, tengsl ESB við Rússland og
Suðaustur-Asíu og síðast en
ekki sizt um stækkun ESB til
austurs og áhrif hennar. Bertr-
and stýrir nú verkefni sem fjall-
ar um hugsanlega þróun ESB
fram til ársins 2010.
Borgararnir
bjuggust við
meiru
ingu hvert sé hið stóra sameigin-
lega verkefni ESB. Skortur á sam-
stöðu um breytingar á utanríkis-
og öryggismálastefnu ESB er gott
dæmi um þetta. Aðildarríkin eru
ekki sammála um hversu víðtæk
sameiginleg utanríkisstefna eigi
að vera að yfirleitt hvaða gagn sé
að henni. Sum aðildarríkin hafa
skýra stefnu um að þau vilji póli-
tískan samruna, önnur eru ósam-
mála því markmiði. Þetta er mikil-
vægt atriði fyrir borgarana; þeir
vilja sjá að Evrópusambandið
stefni að ákveðnu markmiði. Ef
svo væri, myndu hin tæknilegu
atriði sáttmálans skipta þá minna
máli.“
- Telur þú að jafnvægið á milli
smærri og stærri ríkja sambands-
ins muni breytast þegar ESB
stækkar?
„Frá upphafi hafa litlu ríkin
haft meiri áhrif í ESB en íbúa-
fjöldi þeirra segir til um. Lúxem-
borg er til dæmis mjög lítið ríki
en sjálfstætt ríki engu að síður
og nýtur því sömu virðingar og
önnur ríki, smá eða stór. Það mun
ekki breytast. Það er augljóst að
takmarka verður fjölda fram-
kvæmdastjórnarmanna, eigi fram-
kvæmdastjórnin að geta starfað
með skilvirkum hætti. Það er jafn-
framt Ijóst að eftir því
sem fleiri lítil ríki bæt-
ast í hóp aðildarríkja,
munu stærri ríkin
þrýsta á um að vægi
atkvæða í ráðherrar-
áðinu verði endurmetið, þannig að
þau verði ekki í minnihluta. Ég
held þó að hvorki litlu né stóru
ríkin þurfi að hafa áhyggjur af
þróuninni í þessum málum. í
Amsterdam voru aðildarríkin ná-
lægt samkomulagi, en höfðu ekki
nægan tíma til að ljúka samning-
um. Það er mikilvægt að hafa í
huga að bandalög ríkja innan ráð-
herraráðsins hafa yfirleitt ekki
verið á milli stórra ríkja annars
vegar og lítilla ríkja hins vegar.
Ríki hafa gert bandalög sín á milli
eftir því hvaða hagsmuni þau hafa
haft.“