Morgunblaðið - 22.11.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 9
Tapaði ddmsmáli
gegn Brimborg
Fékk ekki
Ford á
356 þús-
und kr.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur hefur sýknað Brimborg hf.
af kröfu manns, sem taldi sig
eiga rétt á að kaupa nýjan Ford
Fiesta bíl af fyrirtækinu með
því að greiða alls 9.900 krónur
á mánuði í 36 mánuði, eða
356.400 krónur. Maðurinn
byggði kröfu sína á auglýsing-
um Brimborgar um „físlétta
fjármögnun“, þar sem mánað-
argreiðslur voru tíundaðar.
Maðurinn bar að hann hefði
ásamt félaga sínum farið í sölu-
sal Brimborgar í janúar og fal-
ast eftir bíl á kjörum í sam-
ræmi við auglýsingu fyrirtæk-
isins. I þeirri auglýsingu hafí
falist ótvíræð yfirlýsing um
verð og tegund bifreiðarinnar
og sú yfirlýsing verið bindandi.
Mennirnir, sem em laganem-
ar, fengu ekki bíl og var bent á
að þeir þyrftu að greiða útborg-
un og ganga frá lokagreiðslu,
en umræddar 9.900 krónur
væru mánaðarleg afborgun af
eftirstöðvum.
„Örlítil aðgæsla"
Dómarinn, Arngrímur Is-
berg, segir um auglýsingu
Brimborgar að „við fyrstu sýn
gæti virst sem svo, að þarna
væri á ferðinni tilboð um að
kaupa bifreið á þessum kjöram
en við örlitla aðgæslu sést að
verið er að auglýsa möguleika
til að eignast bifreið með auð-
veldari fjármögnun en áður
hafði tíðkast. I auglýsingunni
kemur fram þegar í upphafi að
verið er að auglýsa fjármögnun
og er það endurtekið og kostir
hennar tíundaðh-. Þá er tekið
dæmi um „fisléttar greiðslur"
og ætti öllum að skiljast að þar
er átt við fjármögnunina. Að
lokum er bent á að fá nánari
upplýsingar.
Það er niðurstaða dómsins að
í auglýsingunni felist ekki tilboð
um að hægt sé að kaupa bifreið
með þeim mánaðarlegu greiðsl-
um, sem þar era tilgreindar, og
ætti öllum að mega vera það
ljóst, er skoða auglýsinguna.
Hvort hún kunni að vera vill-
andi er annað mál og ágreiningi
aðila óviðkomandi."
Maðurinn var dæmdur til að
greiða Brimborg 100 þúsund
krónur í málskostnað auk virð-
isaukaskatts.
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
±: ;Í:: ATú\\
k lis ’É:
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
FRÉTTIR_________
Tjón sameigenda
bætt þött leiðsla
sé annarra
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt að húsfélagi beri að
greiða fatahreinsun 350 þúsund
króna bætur vegna tjóns sem varð
þegar öryggisloki í kyndiklefa húss-
ins bilaði og heitt vatn flæddi inn í
hreinsunina. í dóminum eru ákvæði
laga um fjölbýlishús túlkuð á þann
veg, að enginn eðlismunur sé á því
hvort tjón verði rakið til leiðslu sem
tilheyri hluta eigenda fjölbýlishúss
eða til leiðslu í sameign allra.
Fatahreinsunin fékk tjón sitt
bætt að hluta frá sínu tryggingafé-
lagi, en ekki að því er varðaði end-
urvinnslu á fatnaði, lagfæringu á
vélum, töpuðum viðskiptum og end-
urvinnslu bókhaldsgagna. Ibúar í
íbúðunum, sem umrædd leiðsla
taldist til, voru tryggðir húseig-
endatryggingu og fór fatahreinsun-
in fram á að fá þetta tjón sitt bætt
hjá tryggingafélagi þeirra, en var
hafnað.
Skylda fylgir réttindum
Fatahreinsunin vísaði m.a. til
þess ákvæðis í lögum um fjölbýlis-
hús að bili sameiginleg leiðsla skuli
reikna allt tjón sem af því leiði, svo
og viðgerð og skemmdir, sem sam-
eiginlegt tjón. Gert væri ráð fyrir að
tiltekin sameign innan eins og sama
fjölbýlishússins gæti verið á hendi
hluta eigenda, en ekki þeirra allra.
Engin rök stæðu til þess að hluti
eigenda gæti átt sameignarréttindi
með þessum hætti, en bæru síðan
ekki samsvarandi skyldur.
Af hálfu húsfélagsins var á því
byggt, að ákvæðið yrði alls ekki
skýi-t svo, að í því fælist ströng eða
hlutlæg ábyrgð eigenda leiðslunnar
gagnvart öðram, sem fyrir tjóni
yrðu, heldur fælist eingöngu í því
regla um ábyrgð þeirra innbyrðis.
Vísaði húsfélagið jafnframt til þeirr-
ar grandvallarreglu skaðabótarétt-
ar, að tjónþoli fengi því aðeins tjón
sitt bætt úr hendi annars aðila, að
sá ætti sök á því.
Dómarinn, Helgi I. Jónsson,
sagði óumdeilt að fatahreinsunin
væri einn af sameigendum hússins,
enda þótt leiðslan sem bilaði hafi
ekki legið til séreignar hreinsunar-
innar. Þrátt fyrir að leiðslan væri
einungis sameiginleg sumum eig-
endum hússins mætti beita um-
ræddu ákvæði laga með lögjöfnun
um tjón fatahreinsunarinnar og
fella bótaábyrgð vegna atviksins á
húsfélagið fyrir hönd íbúanna.
----------------------
Fundur um
ESB eftir
ríkjaráð-
stefnuna
EVRÓPUSAMTÖKIN á íslandi
halda opinn fund um niðurstöður
ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins
sem lauk í Amsterdam fyrir
skömmu. Fundurinn verður haldinn
á Sóloni Islandusi, efri hæð, laugar-
daginn 22. nóvember kl. 14.
Frummælendur verða Gilles
Bertrand, frá Foi-ward Studies Unit
í Brussel, Luigiano d’Erman, frá
Sendiráði Evrópusambandsins á ís-
landi og í Noregi og Per Morken,
varaformaður norsku Evrópusam-
takanna.
Aðgangur er ókeypis og opinn öll-
um.
Barna-
skódagar
15% afsláttur
af öllum barnaskóm
dagana 22.-29. nóvember.
Opið í dag kl. 10-16.
SKÓVERSLUIU
KÓPAV0GS
Hamraborg 3. Sími 554 1754
NÝKOMIÐ FRÁ ÍTALÍU
Mikið úrval af kommóðum og skápum. Tilvalin nátrborð við
„amerísk rúm“. Verð frá kr. 8.200 stk. (11 gerðir)
Sjónvarpsskápar.
Verð frá 19.900.
Blómasúlur.
Verð frá 17.900.
Barborð
Verð frá 21.900
Hornskápar.
Verð frá 27.900. stgr.
Margar gerðir af
borðum, stórum
og smáum.
Verð frá 8.200.
36máa
"wST
24máa
Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100
mnrannrTi
HÚSGAGNAVERSLUN
HVAD MEO ÞIG? - KDMDU STRAX!
SYND I REGNBOGANUM
DFfiiMonr.iMM
SYNINGARTIM&R AUGLYSTIR I DAGBL0ÐUM
- kjarni málsins!