Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 10
10 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Opinberri heimsókn Gerhards
Schröders til Islands lokið
Efnahagsástand í
Þýskalandi betra
en af er látið
Gerhard Schröder, einn helsti forystumaður
þýskra jafnaðarmanna, kveðst hafa komist
að raun um það, í heimsókn sinni til ís-
lands, að íslendingum sé ekkert að vanbún-
aði að taka þátt í Evrópusambandinu, en
Schröder segist jafnframt skilja þá blendnu
afstöðu sem íslendingar hafí til sambandsins.
GERHARD Schröder, forsætisráð-
herra Neðra-Saxlands og sennilegt
kanslaraefni þýska Jafnaðarmanna-
flokksins, sagði m.a. á hádegisverðar-
fundi á vegum Þýsk-íslenska verslun-
arráðsins og viðskiptaþjónustu utan-
ríkisráðuneytisins í gær að efnahags-
ástandið í Þýskalandi væri mun betra
nú en sú mynd, er yfirleitt væri dreg-
in upp í fjölmiðlum, gæfi hugmynd
um. I erindi sínu á fundinum ræddi
Schröder ennfremur stöðu mála í
Þýskalandi nú og hvar styrkur þess
l'ggi-
Opinberri heimsókn Schröders til
íslands lauk í gær. Að loknum morg-
unverðarfundi hjá Verslunarráði í
gærmorgun hélt Schröder til Hafnar-
fjarðar þar sem hann skoðaði sig um
og átti fund með Ingvari Viktorssyni
bæjarstjóra. Að loknum hádegisverð-
arfundinum iauk heimsókn Schröders,
og hann hélt heimleiðis.
Umræðan gefið ranga mynd
Schröder sagði í erindi sínu á fundi
Þýsk-íslenska að mikil umræða hafi
undanfarið farið fram um Þýskaland,
ekki einungis innanlands heldur einn-
ig utan, og þá ekki síst í breskum
og bandarískum fjölmiðlum. Mikið
hafi farið fyrir lýsingum á meintum
veikleikum Þýskalands, skorti á
sveigjanleika, óhemju háum launa-
kostnaði og gífurlega flóknu skatta-
kerfi. Þessi umræða hafi gefið ranga
mynd af stöðu mála í landinu.
Schröder benti á að frá því Þýska-
land hafí verið sameinað hafí um 150
milljarðar marka verið greiddir árlega
frá vesturhlutanum til austurhlutans,
en þrátt íyrir þetta hafí Þjóðveijum
tekist að halda þeirri stöðu er þeir
höfðu á alþjóðlegum mörkuðum áður
en þessar greiðslur hófust. Einnig
nefndi hann að þýski gjaldmiðillinn
væri einn sá stöðugasti í heiminum,
og þýskt vinnuafl væri það reyndasta
og kunnáttumesta sem fmnanlegt
væri.
Meðal þeirra breytinga sem
Schröder sagði að gera þyrfti á þýsku
efnahagslífí er aukin skilvirkni í að
koma tækninýjungum á framfæri og
taka þær í notkun. Þetta verkefni
sagði Schröder tilheyra úi-valsliðinu í
efnahagslífinu, fremur en starfsfólki
fyrirtækja og verksmiðja. Þetta yrði
úrvalsliðið að takast á hendur „elleg-
ar það mun ekki lengur verða kallað
úrvalslið í efnahagslífínu", sagði
Schröder.
Einnig þyrfti að auka sveigjanleika
á vinnumarkaði, þannig að laun
myndu haldast óbreytt, en vinnutím-
inn verða breytilegur og miðast við
stöðu og þarfír efnahagsumhverfisins.
Þá nefndi Schröder að koma þyrfti á
nýjum tengslum milli ríkisins og
brautryðjenda í efnahagslífinu. „Við
þurfum að breyta þeim anda sem nú
ríkir og ganga úr skugga um að þeir,
sem starfa á vegum hins opinbera,
viti að brautryðjendumir séu við-
skiptavinir þeirra en eigi ekki að njóta
leiðsagnar [opinberra starfsmanna].“
Schröder ræddi einnig Evrópusam-
bandið og stöðu Þýskalands gagnvart
því. Lagði hann áherslu á að tryggja
yrði styrk þingræðis og lýðræðis í
CCO 11CÍ1 CCO 107ni«f»l“»,fRflMKMOflSTJÓR|
UUC I I UU'UUL I u/U JDHflNNÞÖRDARSON.HRL.tÖGGILTURFASTEIGNJSflLI.
Nýlegar á söluskrá meöal annarra eigna:
Skammt frá Kirkjusandi
Góð sólrík 4ra—5_herb. íbúð á 3. hæð (efstu) í sex íbúöa húsi. Mikil
og góð sameign. Útsýni vestur á sundin. Seljandi lánar kr. 6 millj. til
25 ára með 5,1 % ársvöxtum. Einstakt taekifæri. Nánari upplýsingar á
skrifst.
Álfheimar — hagkvæm skipti
Sólrík, nokkuð endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 3. hæð um 100 fm
skammt frá Glæsibæ. Skipti æskileg á stærri eign í nágrenninu.
Úrvalsíbúð — lyftuhús — Garðabær
4ra herb. íbúö 110 fm á 6. hæð í lyftuhúsi I Garðabæ. Frábært út-
sýni. Tvennar svalir. Húsvörður. Tilboð óskast í þessa glæsilegu ibúð
á einum vinsælasta stað á höfuðborgarsvæðinu.
„Vestast í vesturbænum"
Eins og ný 3ja herb. kjib. um 80 fm í reisulegu steinhúsi. Sérinng.
„Húsbréf" um kr. 3 millj. Tilboð óskast. Góð kjör.
Vegna búferlaflutninga
til borgarinnar óskast húseign með tveimur (búðum. Má vera f smíð-
um, fullgerð eða þarfnast endurbóta. Nágrenni borgarinnar kemur til
greina.
Opið í dag kl. 10—14.
Opið mánudag—föstudag kl. 10—12 og 14—18.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Óvenju mörg hagstæð
eignaskipti.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370
- *
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
GERHARD Schröder heidur erindi sitt á hádegisverðarfundi Þýsk-íslenska verslunarráðsins.
stjóm sambandsins til þess að gæta
réttar einstakra aðildarríkja gagnvart
yfírstjóm sambandsins í Brassel.
Schröder var m.a. spurður að því
hvert viðhorf hans, sem evrópsks
stjómmálamanns, væri til hlutskiptis
íslands gagnvart Evrópu. „Eins og
þið vitið gæti ísland verið þátttakandi
í Evrópusambandinu ef ísland vill
taka þátt í Evrópusambandinu," sagði
Schröder. Hann sagðist hafa í heim-
sókninni kynnt sér helstu þætti ís-
lensks efnahagslífs og sér sýndist
íslendingum ekkert að vanbúnaði,
„svo komiði endilega. Ef þið viljið.“
Hann kvaðst þó skilja þá afstöðu,
sem hann hafí orðið var við, að ekki
ríki eindrægni meðal íslendinga um
aðild að Evrópusambandinu. „Því ef
litið er til þess hvemig málum er
komið hér nú þá sést að þið njótið
þegar allra þeirra kosta sem aðild
myndi veita, en ykkur hefur á sama
tíma tekist að víkja ykkur listilega
undan þeim vandkvæðum sem búast
má við að fylgi aðild.“
í HAFNARFIRÐI átti Schröder m.a. fund með Ingvari Viktors-
syni, bæjarstjóra, sem afhenti honum styttu að gjöf. Hans-
Heinrich Eilers, borgarstjóra í Cuxhaven, var einnig færð stytta.
Fjármálaráðherra segir oft engan rekstur á bak við
óinnheimtar skattaskuldir fyrirtækja
Árangur skatteftir-
litsins er að batna
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra segir að stærstur hluti af
skuldum, sem ríkissjóður hefur þurft
að afskrifa hjá gjaldþrota aðilum,
sé til kominn vegna áætlana skattyf-
irvalda, viðurlaga og dráttarvaxta.
I mörgum tilvikum sé enginn óinn-
heimtur skattur á bak við skuldina.
Ráðherra telur að árangur í skatteft-
irliti og skattrannsóknum hafí aukist
á seinni árum.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
ríkisreikning 1996 er vakin athygli
á miklum afskriftum ríkissjóðs á
skattaskuld hjá gjaldþrota aðilum.
Um síðustu áramót námu þessar
kröfur 14,8 milijörðum. Ríkisendur-
skoðun bendir jafnframt á að skatt-
rannsóknarstjóri nái ekki að sinna
öllum málum. Ekki sé viðunandi að
sumir komist upp með skattalaga-
brot án viðurlaga og refsinga á
meðan aðrir séu dæmdir.
„Ég er ánægður með umfjöllun
Ríkisendurskoðunar um ríkisreikn-
inginn 1996 þar sem bent er á að
árangur af skatteftirliti og skatt-
rannsóknum sé mikill og leiði yfír-
leitt til greiðslu. Ég tek hins vegar
undir að okkur hafí enn ekki tekist
að ná utan um allt þó margt hafí
áunnist vegna hertra viðurlaga og
meiri mannafla. Við vonumst til að
þetta komist brátt í það horf sem
við viljum sjá,“ sagði Friðrik. Friðrik
sagði að þær tölur sem hér væri
verið að fjalla um væru að mjög
stórum hiuta áætlanir. Oft væri um
að ræða fyrirtæki sem væru komin
úr rekstri eða komin í vandræði með
sinn rekstur. Þau skiluðu ekki virðis-
aukaskýrslum og fengju á sig áætl-
anir frá skattyfirvöldum. í kjölfarið
fengju fyrirtækin á sig viðurlög og
dráttarvextir væru reiknaðir á allt
saman. Að stærstum hluta væri hér
því ekki um að ræða, að fyrirtækin
væru með í vörslu sinni skatt sem
þau hefðu innheimt en ekki skilað
til ríkissjóðs.
Friðrik sagði að innheimtan hefði
verið hert mikið á síðustu áram og
á það væri bent í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar. Þetta hefði verið gert með
hertum viðurlögum og meiri vinnu
af hálfu skattrannsóknarembættis-
ins. Hann útilokaði ekki að fjölga
þyrfti starfsmönnum hjá skattrann-
sóknarstjóra.
Á dómsmálaþingi fyrir skömmu
kom fram það sjónarmið að refsi-
harka vegna skattalagabrota sé
komin út í öfgar. Friðrik sagði að
enginn vafi léki á að refsingar vegna
skattalagabrota væru það harðar að
þær væru fallnar til að draga úr
brotum.
2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir til sölu.
Sérstaklega til athugunar
Stór barnaherbergi, rúmgott baðherbergi,
svefndeildin útaf fyrir sig, stórt eldhús og stofa.
Einstaklega góðar svalir mót suðri.
Upplýsingar gefur byggingaraðili Örn ísebarn, sími 896 1606
40 ára reynsla vió húsbyggingar