Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 11
FRÉTTIR
Biskupsvígsla í Hallgrímskirkju öllum opin
Séra Karl vígður
á morgun
NÝR biskup íslands, séra Karl
Sigurbjörnsson, verður vígður í
Hallgrímskirkju í Reykjavík á
morgun. Athöfnin er öllum opin
og hefst klukkan 13.30. Herra
Ólafur Skúlason biskup vígir eft-
irmann sinn og flytur vígsluræðu
og nývígður biskup flytur préd-
ikun.
Meðal boðsgesta eru forseta-
hjónin, ráðherrar, vígslubiskup-
ar, prestar, djáknar, borgar-
stjóri, sóknarnefndir Dómkirkju
og Hallgrímskirkju og fleiri sem
tengjast vígslunni með einum eða
öðrum hætti. Þá verða nokkrir
erlendir biskupar viðstaddir og
taka nokkrir þeirra beinan þátt
í vígsluathöfninni með ritninga-
lestri.
Séra Hjalti Guðmundsson
dómkirkjuprestur þjónar fyrir
altari og séra Ragnar Fjalar
Lárusson, fyrrum sóknarprestur
í Hallgrímskirkju, lýsir vígslu.
Vígsluvottar verða séra Birgir
Snæbjörnsson, séra Guðrún Edda
Gunnarsdóttir, séra Miyako
Þórðarson og séra Þórhallur
Heimisson. Nývígður biskup flyt-
ur prédikun og í Iokin verður
altarisganga. Munu átta prestar
annast útdeilingu. Dómkórinn
syngur undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar, sem jafnframt
verður organisti við vígsluna, og
Mótettukór Hallgrímskirkju
einnig en honum sljórnar Hörður
Askelsson. Frumflytur Mótettu-
kórinn tónverk eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson, bróður tilvonandi
biskups, við sálm eftir föður
þeirra, Sigurbjörn Einarsson
biskup. Einnig syngur Skólakór
Kársnesskóla undir sljórn Þór-
unnar Björnsdóttur tónverk sem
Þorkell samdi þegar séra Karl
var vígður til prests árið 1973.
Erlendu biskuparnir eru frá
Norðurlöndunum, að Færeyjum
og Grænlandi meðtöldum, ensku
kirkjunni og viðstaddir verða
einnig fulltrúi Lútherska heims-
sambandsins og fulltrúi vestur-
íslensku kirkjunnar.
Bænastund í Dómkirkjunni
síðdegis í dag
Séra Karl Sigurbjörnsson
verður þrettándi biskup Þjóð-
kirkjunnar frá árinu 1801 er
landið varð eitt biskupsdæmi.
Tveir fyrrverandi biskupar taka
þátt í vígslunni, þeir Sigurbjörn
Einarsson og Pétur Sigurgeirs-
son og tveir fyrrum vígslubiskup-
ar, Jónas Gíslason og Sigurður
Guðmundsson.
Klukkan 18 í dag, laugardag,
verður bænastund í Dómkirkj-
unni í umsjá dómkirkjuprest-
anna, séra Hjalta Guðmundsson-
ar og séra Jakobs Agústs Hjálm-
arssonar og hvetja forráðamenn
Þjóðkirkjunnar fólk til að taka
þátt í henni. Séra Karl Sigur-
björnsson hefur óskað þess að
þeir sem hyggjast sýna gleði og
samhug í tilefni dagsins láti
Hjálparstofnun kirkjunnar njóta
þess með framlagi sínu enda sé
aðventusöfnun stofnunarinnar
Hallgrímskirkja
senn að hefjast. Séra Karl hefur
fengið leyfi frá starfi sínu við
Hallgrímskirkju til að búa sig
undir að taka við biskupsembætt-
inu og var séra Ragnar Fjalar
Lárusson, fyrrum prestur við
Hallgrímskirkju, fenginn til að
þjóna á meðan.
Al-Anon samtökin á íslandi hafa starfað víða um land í aldarfjórðung
Einstaklingur getur aldrei
borið ábyrgð á drykkju annars
HÉR á landi starfa um 50
Al-Anon deildir, ein deild
uppkominna barna alkó-
hólista og Alateen-deildir, sem
styðja 12-18 ára börn alkóhólista.
Sú regla gildir hjá Al-Anon að
fullrar nafnleyndar er gætt um alla
sem sækja fundi, engar fundargerð-
ir eru haldnar og félagaskrá er
engin. Í viðtali við Morgunblaðið
sögðu talsmenn samtakanna, sem
í samræmi við þessa reglu óskuðu
nafnleyndar, að meðvirkni væri
sjúkdómur fjölskyldunnar allrar.
„Þegar alkóhólistinn fer í með-
ferð og eftirmeðferð, situr fjölskyld-
an eftir og veit ekki sitt rjúkandi
ráð. Auðvitað eiga allir að vera
sælir og glaðir, en fjölskyldan situr
eftir með óuppgerðar til-
finningar, sem hún verður
að vinna úr. Alkóhólismi
þrífst ekki á heimili án
þess að fá stuðning.
Stuðningsmaður alkóhól-
istans er því maki hans
og börnin taka þátt í leiknum.
Makinn hringir í vinnuna og til-
kynnir veikindi þegar alkóhólistinn
er drukkinn, hann segir ættingjum
og vinum ósatt, þegir yfir hneyksl-
anlegri framkomu, tekur að sér að
sjá um fjármál heimilisins og hylm-
ir yfir með alkóhólistanum þegar
hann hefur klúðrað sínum málum.
Þetta er meðvirkni og það er ótrú-
legur léttir þegar hún hættir.“
Hætta að miða allt við
alkóhólistann
Al-Anon fundi sækja ekki aðeins
aðstandendur alkóhólista sem hætt-
ur er að drekka, heldur einnig að-
standendur virkra alkóhólista.
AL-ANON samtökin á íslandi áttu 25 ára
afmæli í vikunni. Hlutverk samtakanna er
að styðja aðstandendur alkóhólista til sjálfs-
hjálpar, að brjótast undan oki sjúkdómsins
sem heldur fjölskyldunni allri í heljargreipum.
Fullrar nafn
leyndarer
gætt
„Þegar aðstandandi fer að byggja
sig upp, hættir hann að miða allt við
alkóhólistann. Á fundunum segir fólk
reynslusögur og áttar sig á að það
er ekki eitt um að þurfa að kljást
við vandamál; þau eru alls staðar
svipuð. Fólki léttir þegar það fær
fullvissu um að alkóhólismi er sjúk-
dómur, en ekki „aum-
ingjaskapur.“ Það er mjög
erfítt að fordæma ástvini
og ekki hægt að taka á
vandanum nema átta sig
á þessu. Einstaklingur
getur aldrei verið ábyrgur fýrir
drykkju annarra."
Tólf reynsluspor
Fólk, sem leitar til Al-Anon, fer
fyrst á sex fundi fyrir byijendur.
Þar eru 2-10 manns. Hver og einn
fær tíma til að tala um sín mál.
Farið er í gegnum „Tólf reynslu-
spor“, sem eru byggð upp á svipað-
an hátt og sporin tólf sem alkóhól-
istar fara í gegnum samkvæmt
meðferð AA-samtakanna, enda var
Al-Anon upphaflega stofnað af fjöl-
skyldum alkóhólista sem hættu að
drekka með hjálp AA. Fyrsta spor-
ið er að viðurkenna vanmátt sinn
gegn áfengi og að fólki sé orðið
um megn að stjórna eigin lífi.
„Stundum verður fólk óþolinmótt,
því það heldur að það finni töfra-
lausn á fundunum okkar. Svo er
ekki. Við skiptumst á reynslusög-
um, förum yfir sporin tólf og hvern-
ig fólk hefur nýtt sér þau. Eitt af
kjörorðum okkar er „góðir hlutir
gerast hægt“. Auðvitað -----------------------
getur verið erfitt fyrir Hver og einn
fólk að bíða betri tíma, fær nægan
en um annað er ekki að tíma
ræða.“ ___________________
Alþjóðaskrifstofa
Al-
Anon er í New York í Bandaríkjun-
um, enda voru samtökin stofnuð
þar í landi fyrir hálfri öld. Alþjóða-
skrifstofan samþykkir lesefni, sem
notað er á fundum um allan heim.
„Við getum gengið inn á fundi hvar
sem er í heiminum og þeir eru alls
staðar eins.“
Sjálfboðavinna og frjáls
framlög
Rekstur Al-Anon byggist ein-
göngu á fijálsum framlögum, fólk
lætur litlar upphæðir af hendi rakna
á hveijum fundi, þýðingar á erlendu
lesefni eru unnar í sjálfboðavinnu
og ársfjórðungsrit samtakanna,
„Hlekkurinn“, er einnig unnið af
sjálfboðaliðum. Þá eru margir fé-
lagar í Al-Anon áskrifendur að
mánaðarriti Al-Anon í Bandaríkjun-
um. „Meðferðarstofnanir, bæði op-
inberar og í einkarekstri, vísa fjöl-
skyldum og vinum alkóhólista til
okkar. Flestir, sem sækja fundi,
hætta aldrei alveg. Þeir koma ef
til vill ekki í einhveijar vikur eða
mánuði, en birtast yfirleitt aftur.
Eftir að fólk fer að stunda fundi
finnur það sér trúnaðarmann, ein-
hvern sem það getur alltaf talað
við. Smám saman dregur úr þeirri
þörf, eftir því sem fólk nær betri
tökum á eigin lífi, en fundarsóknin
heldur áfram, rétt eins og alkóhól-
istinn heldur áfram að sækja AA-
fundi.“ Skrifstofa Al-Anon samtak-
anna er í Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17. Skrif-
stofan er opin frá kl.
13-16 þriðjudaga til
föstudaga, en símsvari
samtakanna veitir upp-
lýsingar allan sólarhring-
inn um fundartíma og fundarstaði.
„Við bjóðum alla velkomna. Al-
Ánon tilheyrir engum trúarhópi og
blandar sér ekki í pólitískar deilur
eða dægurþras í þjóðfélaginu."
PCI hm og fuguefni
mm
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sfirá 567 4844
Þagnarskylda
læknis
Landlæknir
óskar and-
svara vegna
meints brots
EMBÆTTI landlæknis hefur
sent Esra S. Péturssyni sál-
fræðingi bréf vegna meints
brots hans á læknalögum. í
nýútkomnum æviminningum
Esra, Sálumessu syndara, er
skýrt frá ástarsambandi hans
og konu, sem var sjúklingur
hjá honum, og varðar meint
brot Esra þann hluta frásagn-
arinnar sem tíundar sjúkra-
sögu konunnar.
I læknalögum er kveðið á
um fyllstu þagmælsku lækna
og tekið fram að þagnarskylda
falli ekki niður við lát sjúkl-
ings. Konan, sem ritað er um
í endurminningum Esra, er
látin. í lögunum segir einnig
að svipta megi lækni, sem
brýtur gegn ákvæðum þeirra
lækningaleyfi. Landlæknir
gerir tillögu til ráðherra, sem
getur úrskurðað hvort svipta
eigi viðkomandi lækningaleyfi.
Þeim úrskurði er hægt að
skjóta til dómstóla.
Ólafur Ólafsson landlæknir
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að hann gæti
aðeins staðfest að Esra hefði
verið skrifað bréf, þar sem
farið væri fram á andsvör hans
fyrir 1. desember. nÞá mun
siðanefnd lækna einnig hafa
þetta mál til umfjöllunar.