Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Héraðsdómur Vestfjarða um brot
á lögum um virðisaukaskatt
Dæmdur til að
greiða 9 milljon-
ir króna í sekt
ísafirði -Héraðsdómur Vestfjarða
hefur dæmt 43 ára karlmann á.ísa-
firði í 3ja mánaða skilorðsbundið
fangelsi og til greiðslu 9 milljóna
króna sektar til ríldssjóðs fyrir
brot á lögum um virðisaukaskatt,
með því að hafa eigi í samræmi við
það sem lög áskilja, staðið inn-
heimtumanni ríkissjóðs skil á virð-
isaukaskatti sem hann hafði inn-
heimt á árunum 1994 og 1995, sam-
tals að fjárhæð 8.908.689 kr.
Greiði ákærði ekki framan-
greinda sekt til ríkissjóðs innan
fjögurra vikna frá dómsbirtingu
skal hann sæta fangelsi í tólf mán-
uði. Auk þessa var ákærði dæmdur
til að greiða allan sakarkostnað,
þar með talin 80 þúsund króna
málsvamarlaun skipaðs verjanda
síns.
I dóminum segir: „Með afdrátt-
arlausri játningu ákærða fyrir
dómi, sem er í samræmi við fram-
burð hans hjá lögreglu og önnur
gögn málsins, er framangreind
háttsemi sönnuð.
Af hálfu ákærða er þess krafist,
að hann verði dæmdur til vægustu
refsingar, sem lög frekast leyfa og
að hún verði eftir atvikum skilorðs-
bundin með öllu eða að hluta, óháð
því hvort um refsivistar- eða sekt-
ardóm verði að ræða. Þá er krafist
hæfilegra málsvamarlauna skipuð-
um verjanda til handa. Er af hálfu
ákærða vísað til þess, að hann hef-
ur gengist greiðlega við brotum
sínum og ekki hagnast persónulega
á þeim. Þá er bent á persónulegar
aðstæður ákærða, þar á meðal fjöl-
skyldu- og heimilishagi, en ákærði
er kvæntur, þriggja bama faðir og
býr nú í leiguhúsnæði eftir að bú
hans var tekið til gjaldþrotaskipta
21. febrúar 1996, en í kjölfar þess
miásti ákærði forræði yfir húseign
fjölskyldunnar á ísafirði. Loks er
vakin athygli á framlagðri greiðslu-
kvittun frá 29. desember 1995, en
samkvæmt henni greiddi ákærði þá
krónur 3.700.000 inn á skuld sína
við innheimtumann ríkissjóðs og lét
þess sérstaklega getið, að greiðslan
skyldi ganga upp í virðisauka-
skattsskuld sína við innheimtu-
mann. Greiðslunni hafi hins vegar
einhverra hluta vegna verið ráð-
stafað til lækkunar á skuld ákærða
vegna opinberra gjalda utan stað-
greiðslu. Með nefndri greiðslu og
öðram innborgunum á árinu 1995,
samtals að fjárhæð krónur
16.500.000, hafi ákærði engu að síð-
ur sýnt ótvíræðan greiðsluvilja í
verki, sem beri að taka tillit til við
ákvörðun refsingar.“
Innborgun á virðis-
aukaskattsskuld
Við meðferð málsins fyrir dómi
féllst ákæravaldið á þá skoðun
skipaðs verjanda ákærða, Jóns
Sigfúsar Sigurjónssonar, að við
ákvörðun refsingar bæri að horfa
til greiðslu ákærða á 3.700.000
krónum 29. desember 1995 og líta á
hana sem innborgun á uppsafnaða
virðisaukaskattsskuld, þó þannig
að til lækkunar á þeirri skattskuld,
sem myndast hafi á árinu 1994 og
aldrei næmi hærri fjárhæð en
krónum 2.000.000 af höfuðstól.
Fallist var á þetta af hálfu dómsins
og tekið tillit til þess við ákvörðun
refsingar.
Dóminn kvað upp Olafur Krist-
insson, fulltrúi héraðsdómara.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
GUNNAR Þorsteinsson með úrvals ullarreyfi í höndunum.
Ullarmat í fullum gangi
Fagradal - Um þessar mundir eru
bændur í óðaönn við að klippa ull-
ina af kindum sínum og þegar því
er lokið er ullin metin af ullar-
matsmanni frá ístex.
Ullin er metin bæði heima á bæj-
um hjá bændunum eða í ullar-
stöðvunum þar sem ullinni er
safnað saman og hún metin. Miklu
skiptir að ullin sé þurr og hrein, í
henni liggja mikil verðmæti ef vel
er um hana hugsað, t.d. borgar
ullin í mörgum tilfellum allan
áburð á tún sauðfjárbænda og það
munar um minna. Þegar ullin er
metin er það mýktin, liturinn, ill-
hærurnar og hreinleikinn sem
skipta mestu máli í hvaða flokki
ullin lendir.
I Mýrdalnum hefur Gunnar Þor-
steinsson frá Giljum metið ull
bænda í mörg ár. Heimamatið hef-
ur oftast komið vel út fyrir bænd-
ur og geta þeir lært ýmislegt af
því að fylgjast með því hveraig
ullarmatsmaðurinn vinnur.
Fjölþætt um-
ferðarátak á
Sauðárkróki
Sauðárkróki - Vikuna 17.-21. nóv-
ember stóð yfir átak í umferðarör-
yggismálum á Sauðárkróki og voru
það umferðamefnd Sauðárkróks-
kaupstaðar, lögreglan á Sauðár-
króki, Sjóvá-Almennar, VÍS og
Tryggingamiðstöðin sem stóðu að
framkvæmd átaksins.
Upphaf málsins var að umferðar-
nefnd Sauðárkróks samþykkti
snemma í haust að beita sér fyrir
bættri umferðarmenningu í bænum
og var ákveðið að leita samvinnu við
sýslumannsembættið og lögregluna
ásamt tryggingarfélögum um að
koma að verkefninu, þannig að ná
mætti sem bestum árangri. Var
Guðmundi Ragnarssyni byggingar-
fulltrúa falið að hafa forgöngu um
málið.
Þegar var ákveðið að beina sjón-
um aðallega að börnum og ungling-
um og öryggi þeirra í umferðinni,
sérstaklega með tilliti til notkunar
endurskinsmerkja og hjálma, en
einnig að fylgja fast eftir notkun bíl-
stjóra á öryggisbeltum og ljósum
svo og að ná niður ökuhraða á göt-
um bæjarins sem oft hefur verið allt
of mikill.
í upphafi vikunnar vora fest upp
veggspjöld um allan bæ með slag-
orðinu „Betri umferð, betri bær“
þar sem hvatt er til bættrar um-
ferðarmenningar og einnig noktun-
ar á endurskinsmerkjum og hjálm-
um. Þá var bæklingi um sama efni
dreift í öll hús og fulltrúar ýmissa
hópa hafa komið fram í Svæðisút-
varpinu og flutt pistla sem höfða til
þeirra sem í umferðinni era.
A fimmtudag var Sigurður
Helgason frá Umferðarráði á staðn-
um og fjallaði á fundum í grunn-
skólanum og fjölbrautaskólanum
um umferðarmál og ræddi við nem-
endur. í grunnskólanum verður
hleypt af stokkunum keppni í gerð
veggspjalda og mun dómnefnd velja
þau bestu sem verða sýnd í Safna-
húsinu fyrstu helgina í desember.
Þá er bílflak sett niður við aðalum-
ferðargötu bæjarins til áminningar
ökumönnum um það hversu alvar-
legar afleiðingar umferðaróhöpp
geta haft.
- Sumum finnst þetta of langt í burtu....
Hvað finnst þér? Opið hús í dag á milli kl. 2 og 4
Breiðavík 35-39
O Sérinngangur í hverja íbúð
O Sérþvottahús í hverri íbúð
O Stórar suðursvalir
O Tilb. til innr. eða fullbúnar
O Óviðjafnanlegt útsýni
O Stutt í skóla og leikskóla
Of langt frá hverju, spyrjum við? Víkurhverfið er framtíðarhverfi, sem við erum viss um að verður
með vinsælustu hverfum Reykjavikur áður en langt um líður. Þar verða leik-, grunn- og
framhaldsskólar steinsnar frá. Verslunarmiðstöð er að rísa og öll önnur þjónusta á næstu grösum.
Þjóðvegur handan hæðarinnar og í næstu framtíð mun brú tengja hinn fallega strandveg við
gamla Vogahverfið. Ekki spillir óspillt fjaran og græn tún við lóðarmörkin. Útsýni betra en nokkur
póstkort og þú labbar á golfvöllinn. Hvað er hægt að biðja um betra. í dag á milli kl. 14.00 og
16.00 bjóðum við þér og þínum að skoða hjá okkur nýjar íbúðir í þessari paradís. ( Breiðavík 35,
37 og 39 eru 3ja og 4ra herbergja íbúðir sem hægt er að fá tilbúnar til innréttinga eða fullbúnar
með gólfefnum, allt eftir þínum óskum. Verðið er afar hagstætt, fullbúnar íbúðir með flísalögn og
parketi frá kr. 7.450.000.
Sölumenn ökkar og fulitrúar verktaka verða á staðnum í dag
og veita allar frekari upplýsingar.
Láttu sjá þig - þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
í\ HÚSAKAUP
Suðurlandsbraut 52, sími 568 2800
Húsvirki hf.
Byggingaverktaki í 15 ár
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
Nýir út-
gefend-
ur Hvíta
fálkans
Keflavík - Breyting verður á útgáfu
Hvíta fálkans, blaði varnarliðs-
manna á næstunni. Blaðið hefur
komið út vikulega frá árinu 1952 og
hefur flutt varnarliðsmönnum og
fjölskyldum þeirra fréttir af mál-
efnum líðandi stundar.
Islenskum aðilum hefur ekki ver-
ið unnt að auglýsa þjónustu eða
vörur í blaðinu en nú verður breyt-
ing á því. Bandaríkjaher hefur til
þessa staðið að útgáfunni af fjár-
lagafé og dreift blaðinu til íbúa vall-
arins þeim að kostnaðarlausu. Það
er útgáfufyrirtækið Mark-Mið á
Suðurnesjum sem mun gefa blaðið
út og verður það prentað í Grágás í
Keflavík.
Hvíti fálkinn kemur út vikulega
og sagðist Ægir Már Kárason út-
gáfustjóri hlakka til að takast á við
þetta spennandi verkefni. Hann
sagði að með samningnum gæfist
íslenskum aðilum nú tækifæri á að
auglýsa vörar sínar og þjónustu í
fyrsta sinn í Hvíta fálkanum og
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ÆGIR Már Kárason útgáfu-
stjóri Mark-Miðs á Suðurnesj-
um til vinstri ásamt Brian R.
Ellis fulltrúa varnarliðsins,
bera saman bækur sínar á rit-
stjórn Hvíta fálkans.
þegar hefðu mörg fyrirtæki og ein-
staklingar sýnt þessu máli áhuga.
5.000 manna byggð
Ægir Már sagði að á Keflavíkur-
flugvelli væri ellefta stærsta byggð-
arlag landsins með um 5.000 íbúa
auk þess sem þangað kæmu þangað
fjölmargir erlendir gestir. Þessir
aðilar hefðu hingað til ekki haft
greiðan aðgang að þeirri þjónustu
sem til boða væri utan varnarsvæð-
isins. Ægir Már sagði ennfremur
að varnarliðsmenn myndu áfram
skrifa í blaðið og að það kæmi út
óbreytt að mestu.