Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MORGUNB LAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Kynningarfundur í London um hlutafélagabreytingu ríkisbankanna
Fulltrúar 90 erlendra
banka sóttu fundinn
LANDSBANKINN og Búnaðar-
bankinn stóðu sameiginlega að
kynningu á breytingu bankanna í
hlutafélög 1. janúar næstkomandi
fyrir fulltrúum evrópskra og amer-
ískra banka á kynningarfundi i
London síðastliðinn miðvikudag.
Að sögn Bjöms Sigurðssonar, for-
stöðumanns á alþjóðasviði Lands-
bankans, komu fulltrúar 90 er-
lendra bankastofnana á kynningar-
íúndinn.
Kynningin tókst vel
Tókst kynningin vel og voru full-
trúar hinna erlendu banka áhuga-
samir um þær breytingar sem
verða á íslenska fjármálamarkaðin-
Erlendu
bankamennirnir
áhugasamir
um um áramótin. „Megin tilgangur
fundarins var að kynna í stórum
dráttum breytingar bankanna i
hlutafélög," segir Bjöm. Hópur
bankamanna úr Landsbanka, Bún-
aðarbanka og frá Seðlabankanum
hélt til London vegna kynningar-
innar. Var fundurinn vel undirbú-
inn af hálfu bankanna og nutu þeir
aðstoðar sérhæfðra kynningarfyr-
irtækja að sögn Björns.
A fundinum flutti Björgvin Vil-
mundarson, bankastjóri Lands-
bankans, erindi um hlutafélaga-
væðingu Landsbanka og Búnaðar-
banka sem kemur til framkvæmda
1. janúar nk., Ingimundur Frið-
riksson, aðstoðarbankastjóri Seðla-
banka Islands, flutti erindi um
'stöðu efnahagsmála á Islandi og
Sólon Sigurðsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, fór svo nánar yf-
ir þær breytingar sem í vændum
em um næstu áramót.
Að sögn Björns mátti m.a. sjá
fulltrúa frá þýskum, frönskum, hol-
lenskum, svissneskum og amerísk-
um bönkum, sem reka bankaútibú í
Bretlandi, meðal fundargesta, auk
fulltrúa breskra banka.
Haustráðstefna EDI-félagsins
Rætt um upplýs-
ingatækni Dana
Byggingarvísitala
Hækkaði
um 3,7%
síðastliðna
12 mánuði
B YGGIN GARVÍ SITAL AN
mældist 225,8 stig eftir verð-
lagi um miðjan nóvember og
hafði hækkað um 0,1% frá
fyrra mánuði. Þessi vísitala
gildir fyrir desembermánuð,
skv. tilkynningu Hagstofunn-
ar.
Jafngildir 0,5% verðbólgu
Síðastliðna tólf mánuði hef-
ur vísitalan hækkað um 3,7%
og undanfama þrjá mánuði er
hækkunin 0,1% sem jafngildir
0,5% verðbólgu á ári.
Hagstofan hefur ennfrem-
ur reiknað út launavísitölu
miðað við meðallaun í október
og var vísitalan 159,3 stig.
Hækkun hennar nemur 0,5%
frá fyrra mánuði.
HAUSTRÁÐSTEFNA EDI-fé-
lagsins, félags um útbreiðslu staðl-
aðra rafrænna viðskipta, verður
haldin á þriðjudag. Meðal fyrirles-
ara verður Bjarne Emig, formaður
danska EDI-ráðsins og mun hann
fjalla um stefnu danskra stjórn-
valda í upplýsingatækni, árangur
Dana á þessu sviði og hvemig þeir
hafi náð honum. Þá mun hann
skýra frá því hvernig þeir ætli að
ná því markmiði að verða fremstir
þjóða í upplýsingatækni um alda-
mót.
Bjarne hefur verið helsti tals-
maður fyrir útbreiðslu rafrænna
viðskipta í Danmörku um árabil og
verið ötull þátttakandi á þessu
sviði í Evrópu að því er fram kem-
ur í frétt frá EDI-félaginu. Danir
hafi markað svipaða stefnu upplýs-
ingatæknimálum og íslendingar
en þeir hafi þó stigið mun stærri
skref en stjómvöld hérlendis hafi
gert.
Rafrænn lyfseðill
A ráðstefnunni mun Sigþór Guð-
mundsson, deildarstjóri hjá Trygg-
ingastofnun, kynna rafrænan lyf-
seðil en nýlega var gengið frá því
að apótekarar sendi Trygginga-
stofnun lyfseðla á stöðluðu rafrænu
formi. Ingi Þór Hermannsson,
framkvæmdastjóri EAN á Islandi,
mun fjalla um hlutverk staðlaðra
rafrænna viðskipta í skilvirkri
neytendasvömn og Steingrímur
Hólmsteinsson, verkefnisstjóri í
Upplýsingatæknideild Olíufélags-
ins hf., kynnir nýjungar á sviði raf-
rænna viðskipta hjá félaginu.
Ráðstefnan verður haldin í bíó-
sal Hótels Loftleiða nk. þriðjudag
kl. 14. Aðgangur er öllum heimill
og kostar kr. 3.500.
Lotus.
Nýherji býður þér til kynningar á nýrri útgáfu Lotus Notes
15.30-16.00 I Extci uliiig the Vision-Dommo in the Open standards world
16.15- 16.45 J Foi sendur árancjursríkrar notkunar Lotus Notes í rekstri fyrirtækja
16.15- 17.15 I Umræður ocj léttar veitingar - Sýníncj á helstu sérlausnum Nýherja
Fyrirlesarar verða þeir Jens Mikael Jensen og Carsten Grþnning frá Lotus í Danmörku og Frosti
Sigurjónsson, forstjóri Nýherja. Skráning fer fram með tölvupósti (hugb@nyherji.is) eða í síma
569 7700. Nánari upplýsingar: www.lotus.nyherji.is
Morgunblaðið/Ásdís
AXEL Gíslason, stjórnarformaður Fjárvangs, Steinþór Baldursson
sjóðsstjóri, Brynhildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri og Geir Magn-
ússon stjórnarmaður kynntu Fjárvangsgluggann.
inn kynntur
FJÁRVANGUR hf. hefur þróað
fullkomið tölvukerfi sem fengið
hefur heitið Fjárvangsglugginn
og verður það boðið fyrii*tækj-
um og stofnanafjárfestum. Ann-
ars vegar nýtist kerfið við úr-
vinnslu á gögnum frá Verð-
bréfaþingi Islands og hins vegar
við kaup og sölu bréfa.
Nýja kerfið var kynnt á
fimmtudag í tilefni þess að eitt
ár er Hðið frá því Vátrygginga-
félag fslands keypti öll hlutabréf
í fyrirtækinu af sænska trygg-
ingarfélaginu Skandia. Heiðurs-
gestir á kynningunni voru Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra og Benedikt Sveinsson,
forstjóri íslenskra sjávarafurða.
Fram kom einnig að Fjár-
vangur hefur fengið einkaum-
boð fyrir að selja verðbréfasjóði
frá verðbréfafyrirtækinu
Fidelity. Á þessu rúmlega ári
frá stofnun Fjárvangs hefur
margt breyst bæði innan fyrir-
tækisins og í umhverfinu. Fjár-
vangur hefur á nýliðnu ári end-
urskipulagt alla verkferla og
upplýsingaflæði innan fyrirtæk-
isins.
Nýlega var hrundið af stað
samstarfsverkefni Landsbank-
ans og VIS, en það eru svokall-
aðar söfnunarlíftryggingar.
Söfnunarlíftryggingar eru sam-
bland af sparnaði og trygging-
um og er ætlað að vera viðbót
við lífeyrissparnað. Oll söfnunin
er ávöxtuð í sérstökum verð-
bréfasjóðum sem voru stofnaðir
í þessum tilgangi. Sjóðirnir og
rekstrarfélagið eru í sameign
Landsbréfa og Fjárvangs og er
Fjárvangur vörsluaðili fyrir
sjóðina.
Hluthafafundur Hans Petersen hf.
Nýir eigendur fá
sæti í stjórn
GENGIÐ hefur verið frá kaupum
Opinna kerfa hf. og Þróunarfélags-
ins hf. á rúmlega 36% hlut í Hans
Petersen hf., umboði Kodak. Eiga
fyrirtækin tvö jafnan hlut í félaginu.
Á hluthafafundi í gær var kjörin ný
stjórn Hans Petersen hf. og tóku
Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri
Opinna kerfa, og Andri Teitsson,
framkvæmdastjóri Þróunarfélags-
ins, sæti í stjórn félagsins.
Hildur Petersen, framkvæmda-
stjóri Hans Petersen hf., segir að það
bíði fyrsta stjómarfundar hinnar
nýju stjórnar að taka ákvarðanir um
framhaldið. Stefnt er að því að gera
Hans Petersen að almenningshluta-
félagi og verður hugsanlega sótt um
skráningu þess á Verðbréfaþingi á
næsta ári, samkvæmt upplýsingum
Hildar. Forsvarsmenn fyrirtækjanna
hafa lýst yfir að aukin tölvuvæðing
geri samstarf þessara þriggja fyrir-
tækja álitlegt. Hans Petersen hf. er
gamalgróið fjölskyldufyrirtæki og er
90 ára á þessu ári.
HÓLl
FASTEIGNASALA
Skipholti 50b -105 - Reykjavík
S. 55100 90