Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 20
20 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÚRVERINU
Ny kerfi ógna
Teledesic kerfi
Bills Gates
Genf. Reuters.
MARGMIÐLA gervi-
hnattakerfum eins og
Skybridge frá Alcatel
og Celestri frá Moto-
rola hefur fengið
tryggingu fyrir að-
gangi að vandfundn-
um útvarpstíðnisvið-
um og tryggð sam-
keppni gegn Teledesic
kerfi Bill Gates, hins
kunna forstjóra Mic-
rosofts.
Um þetta hafa aðal-
lega Bandaríkin og
Evrópuþjóðir undir
forystu Frakka náð
tímamótasamkomu-
lagi á alþjóðlegri út-
varpsfjarskiptaráðstefnu á vegum
alþjóðlega fjarskiptasambandsins,
ITU, einni stofnun Sameinuðu
þjóðanna, í genf.
Ráðstefnuna sóttu 2000 fulltrú-
ar frá 142 löndum, þar á meðal
talsmenn þrýstihópa. Ákvarðanir
ráðstefnunnar verða að samning-
um, sem taka munu þegar gildi
og 188 aðildarríki ITU verða skuld-
bundin að standa við í tvö ár.
Á fundinum var í raun og veru
gengið að kröfu Evr-
ópuríkja þess efnis að
svokallað Teledesic
kerfi Gates („Internet-
in-the-Sky“) og fjar-
skiptafrumhetjans að
Craig McCaw missi
raunverulega einokun
á aðgangi að útvarps-
breiðböndum, sem það
fékk í ITU viðræðum
1995. Fyrirætlunin er
metin á 9 milljarða
dollara og nýtur
stuðninfs Boeings.
Einokun útilokuð
Málsvari ITU sagði
þegar samkomulag
hafði náðst að á það hefði verið
lögð áherzla á ráðstefnunni að
skipta yrði breiðbandinu og útiloka
einokun.
Mikið var í húfi á ráðstefnunni,
þar sem baráttumenn hraðvirkra
fjarskiptakerfa reyndu að náð að-
gangi að eftirsóttum útvarpstíðni-
sviðum ætluðum undruðum gervi-
hnatta sem ráðgert er að skjóta
frá því árið 2001 að sögn fulltrú-
anna.
Bill
Gates
Gerstner hjá
IBM í 5 ár enn
Armonk, New York. Reuters.
LOUIS GERSTNER Jr. forstjóri
IBM hefur samþykkt að vera við
stjórnvölinn í fimm ár enn að sögn
fyrirtæksins.
Gerstner er 55 ára að aldri og
hefur verið stjómarformaður síðan
1993. Hann fær forkaupsrétt á 2
milljónum hlutabréfa í IBM sam-
kvæmt vinnusamningi.
Áður lyá Nabisco
í viðtali við Wall Street Journal
kvaðst Gerstner líta svo á Ð aðeins
helmingi starfs hans hjá IBM væri
lokið.
„Fyrri hlutinn var í því fólginn
að gera fyrirtækinu kleift að halda
Tietmeyer
vill sátt
um yfir-
mann ECB
Frankfurt. Reuters.
HANS TIETMEYER, yfír-
maður þýzka seðlabankans,
kveðst vilja skjóta lausn á
deilu um yfirmann fyrirhug-
aðs seðlabanka Evrópu, ECB.
Frakkar hafa valdið ljaðra-
foki með tillögu um að yfir-
maðurinn verði franski seðla-
bankastjórinn Jean-Claude
Trichet.
Þjóðveijar styðja
Duisenberg
Áður hafði verið þegjandi
samkomulag um að yfirmaður
peningamálastofnunar Evr-
ópu, EMI, Wim Duisenberg
frá Hollandi, fengi starfið.
Framboð Duisenbergs nýt-
ur stuðnings Þjóðveija. EMI
er forveri ECB.
velli og styrkjast," sagði hann. „Nú
þurfum við að breyta styrk í for-
ystu.“
Áður en Gerstner hóf störf hjá
IBM var hann stjórnarformaður
RJR Nabisco Inc. í fjögur ár. Þar
áður starfaði ahnn í 11 ár hjá
American Express Co., þar sem
hann var forstjóri móðurfyrirtæk-
isins og stjórnarformaður stærsta
dótturfyrirtækisins. American Ex-
press Travel Related Services Co.
Gerstner er forstjóri Bristol-
Myers Squibb Co. og hefur setið í
stjórnum American Express,
AT&T Corp., Caterpillar Inc., og
Thee New York Times Co.
------» ♦ ♦------
Býður VW
í Volvo?
Frankfurt. Reuters.
VOLKSWAGEN, sem hefur látið
í ljós hug á að kaupa Rolls-Royce,
íhugar að kaup hlut í AB Volvo
eða að kaupa fyrirtækið á einu
bretti.
Þýzka vikuritið Stern, sem skýr-
ir frá þessu, segir að VW og Volvo
ræði hugsanlegan samning.
------»-♦-♦-...-.
Bankasam-
runi vestra
Fíladelfíu. Reuters.
BANKARNIR First Union Corp.
og CoreStates Financial Corp. hafa
skýrt frá 16,6 milljarða dollara
samruna, hinum mesta í sögu
bandarískra banka.
Samkvæmt samningum fá hlut-
hafar CoreStates 83,84 dollara í
First Union hlutabréfum fyrir
hvert bréf í CoreStates.
Kaupandinn, First Union, sagði
að samningurinn mundi auka hagn-
að fyrirtækisins á 18 mánuðum.
Morgunblaðið/Golli
FULLTRÚAR á Fiskiþingi, því 56. í röðinni en það var fyrst haldið árið 1913.
Vill fiskvinnslubónus
og afnám ieigukvóta
verðmæti, fiskverkafólksins. Það
væri kannski ekki að undra þótt
fólkið flýði sjávarplássin því að síð-
arnefndi hópurinn til dæmis byggi
við ekkert atvinnuöryggi og reglurn-
ar um atvinnuleysisbætur væru óvið-
unandi.
Allur afli á markað
56. Fiskiþing samþykkti einnig,
að allur sjávarafli skyldi verða verð-
lagður á fiskmarkaði, með tengingu
við markaðsverð eða við afurðaverð.
Var þessi tillaga samþykkt fyrst í
nefnd með 10 atkvæðum gegn fjór-
um og á þinginu urðu nokkrir til að
benda á, að hér væri verið að fara
inn á kjaramál, sem ættu heima á
öðrum vettvangi.
Stuðningsmenn tillögunnar
sögðu, að vissulega væri um kjara-
mál að ræða en jafnframt eitt mesta
deilumálið innan sjávarútvegsins,
verðmyndunina. Með henni væri ver-
ið að benda á farveg, sem hugs-
anlega gæti rutt þessum stóra steini
úr vegi. Andmælendur tillögunnar
héldu því fram, að vinnslan væri
alls ekki undir það búin að fara að
keppa um fiskinn á uppboðsmark-
aði. Yrði þetta fyrirkomulag ákveðið
í skyndingu myndi það leiða til hruns
í fiskvinnslunni og Helgi Laxdal,
formaður Sjávarútvegs- og allsheij-
arnefndar, tók þá fram, að þótt það
kæmi ekki fram í tillögunni sjálfri,
vekti það fyrir mönnum, að hún yrði
tekin upp í áföngum.
Af öðrum tillögum má nefna, að
skorað var á sjávarútvegsráðherra
að taka til endurskoðunar kvótaálag
vegna útfiutnings á ferskum, óunn-
um fiski og því var beint til ráðherr-
ans, að hlutfalli slægðs og óslægðs
þorsks á tímabilinu 1. febr. til 1.
maí yrði breytt í samræmi við niður-
stöður rannsókna. Skorað var á
stjórnvöld að láta kanna áhrif flot-
trolls og hringnótar við veiðar á síld
og loðnu á þá stofna og marka síðan
skýra stefnu um notkun veiðarfær-
anna.
Áður hefur væntanlegum skipu-
lagsbreytingum á Fiskifélaginu verið
gerð skil en Fiskiþing samþykkti
ýmsar ályktanir varðandi umhverf-
ismál. Meðal annars, að ekki yrði lit-
ið á sjávarútveginn sérstaklega þegar
rætt væri um að takmarka mengun
og lagt var til, að mótuð yrði sérstök
umhverfísstefna fyrir íslenskan sjáv-
arútveg. Þá var vakin athygli á nauð-
syn rannsókna á þeim svæðum í
Faxaflóa og við Reykjanes þar sem
fyrirhuguð væri vinnsla vegna hugs-
anlegrar magnesíumverksmiðju með
tilliti til áhrifa á lífríkið.
Að lokum má þess geta, að 56.
Fiskiþing mótmælti hugmyndum um
flutning Stýrimanna- og Vélskólans
úr núverandi húsnæði.
SAMÞYKKT var á 56. Fiskiþingi,
sem lauk Grand Hótel í gær, að
skora á stjómvöld að breyta núver-
andi reglugerð um veiðar í atvinnu-
skyni þannig, að landaður botn-
fiskafli til vinnslu innanlands teldist
aðeins að hluta í kvóta viðkomandi
skips. Lagt var til, að allur afli færi
á markað og einnig var samþykkt
tillaga frá Guðjóni A. Kristjánssyni
um að leigukvótaframsal yrði aflagt
og aðeins heimiluð jöfn skipti á afla-
heimildum innan núverandi físk-
veiðastjórnkerfís.
Af fjölmörgum tillögum Fiski-
þings urðu einna mestar umræður
um tvær fyrrnefndar tillögur en
fram kom hjá þeim, sem mæltu fyr-
ir og með tillögunni um sérstakan
kvótabónus til skipa, sem lönduðu
til vinnslu innanlands, að markmiðið
með henni væri að styðja við land-
vinnsluna.
í upphaflegri tillögu um físk-
vinnslubónusinn var lagt til, að afli
fískiskipa, sem lönduðu til vinnslu
innanlands, yrði aðeins talinn til
kvóta að 80% en í tillögunni, sem
kom frá Sjávarútvegs- og allsheij-
arnefnd, var sú tala felld út og orða-
lagið að hluta sett í staðinn. Ekki
var þó gerð nein tillaga um hvar
taka ætti þennan bónus en í máli
manna komu fram ýmsar hugmynd-
ir, meðal annars, að ákveðinn kvóti
yrði lagður til hliðar við kvótaúthlut-
un hveiju sinni og jafnvel, að hann
yrði sóttur með sérstöku álagi á
frystitogarana.
Einn fundarmanna benti á, að
þetta fyrirkomulag eða óbeinn
stuðningur við fiskvinnsluna væri
nú þegar við lýði þótt með öfugum
formerkjum væri. Kæmi það fram í
þeirri skerðingu, sem yrði hjá þeim,
sem flyttu út ferskan físk, og væri
mismikil eftir tegundum. Að loknum
umræðum um tillöguna var hún
samþykkt með góðum meirihluta.
Leigukvótaf ramsalið
óvinsælt
Miklar umræður urðu um tillög-
una um afnám leigukvótaframsals
og að aðeins yrðu leyfð jöfn skipti
á aflaheimildum. í henni segir einn-
ig, að stöðvist skip vegna bilunar
eða af öðrum óviðráðanlegum
ástæðum í langan tíma, geti eigandi
þess geymt sér kvótann til næsta
árs ef þurfa þykir.
I greinargerð með tillögunni seg-
ir, að gífurlegt ósætti sé um frjálst
framsal aflaheimilda enda hafi það
ekki vakað fyrir Fiskiþingi á sínum
tíma, þegar það tók afstöðu með
aflamarkakerfínu, að leiguframsai
yrði aðalmarkmiðið. Markmiðið eigi
að vera, að aflaheimildir hvers skips
verði veiddar af því.
Guðjón A. Kristjánsson, flutnings-
Fiskiþing leggur
til að allur afli
fari á markað
maður tillögunnar, sagði, að tekjur
útgerðarinnar ættu að verða til af
veiðunum en ekki af braski með
kvóta. Því bæri að afnema það. Tóku
ýmsir undir það og bentu á, að það
væru þessi viðskipti, sem almenning-
ur í landinu þyldi ekki lengur auk
þess sem sjómenn væru víða látnir
taka þátt í kvótaleigunni. Á hinn
bóginn væri sú hætta fyrir hendi, að
yrði leigukvótaframsalið bannað,
myndi það verða til að þjappa kvótan-
um á enn færri hendur enn nú væri.
111 en óhjákvæmileg
nauðsyn?
Þeir, sem studdu fijálst framsal
veiðiheimiida, bentu á, að það stuðl-
aði að aukinni hagræðingu og hefði
áhrif í þá átt að minnka flotann, sem
væri nauðsynlegt. Þar fyrir utan
væri varasamt að hrófla of mikið
við núverandi kerfi þar sem þar yrði
að ríkja stöðugleiki umfram allt.
Ekki færi þó á milli mála, að kerfið
væri óvinsælt og við því yrði að
bregðast með einhveijum hætti og
draga úr leigunni með öðrum hætti
en beinu banni.
Sú rödd heyrðist líka, að þótt
leigukvótaframsalið væri hábölvað,
þá ættu margir ekki annan kost.
Án þess gætu þeir ekki gert út og
ef það yrði bannað, yrði um leið að
binda við bryggju fjöldamarga ver-
tíðarbáta. Kvótinn, sem þessi skip
hefðu, gæti kannski dugað í nokkrar
vikur og því væri það betra fyrir
sjómennina til dæmis, að hægt væri
að leigja kvóta svo þeir hefðu vinnu
alla vertíðina. Með afnáminu væri í
raun verið að gera út af við einstakl-
ingsútgerð í landinu.
Kvótakerfíð eða núverandi físk-
veiðistjórnunarkerfí átti sína tals-
menn á Fiskiþingi þótt ýmsir lýstu
andstöðu við það eða vildu gera á
því einhveijar breytingar. Kom það
vel fram í umræðum um fyrrnefnd
mál og önnur, til dæmis um fólks-
flutninga af landsbyggðinni. Tók
einn fundarmanna þannig til orða,
að kvótakerfíð væri að leggja lands-
byggðina í rúst og ef fram héldi sem
horfði, yrði að stofna sérstakan úr-
eldingarsjóð fyrir litlu byggðarlögin
til að fólk gæti komið sér suður með
reisn.
Um það var líka spurt hvernig
kvótinn hefði orðið til og sagt, að
svarið við því væri veiðireynsla út-
gerðarmanna. Þá gleymdist hins
vegar að geta þeirra, sem hefðu
veitt fískinn, sjómannanna, og
þeirra, sem hefðu unnið úr honum
I
k
\
i
>
>