Morgunblaðið - 22.11.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.11.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 21 ÚRVERINU Morgunblaðið/Snorri Snorrason Fiskanesflotinn stækkar FISKANES í Grindavík hefur eignast nýtt skip, Albatros GK 60, en það hét áður Vinur IS 8,257 brúttótonn, og var gert út frá Bolungarvík. Fylgdi kvóti með í kaupunum en skip- ið verður á Iínu eins og verið hefur og er með beitningavél um borð. Skipstjóri er Kol- beinn Marinósson. Með Albat- ros bætist enn eitt fuglsnafnið við hjá Fiskanesi en fyrir eru Skarfur, Gaukur og Geirfugl auk annarra skipa. Hugbúnaður sem gjörbreytir gæða- mati sjávarfangs Samstarfsverkefni Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, Tæknivals hf. og Þorbjörns hf. NÚ ER unnið að þróun hugbúnaðar sem mun gjörbreyta gæðamati sjáv- arfangs. Hér er um að ræða tölvu- vætt skynmat á rækju sem gerir það kleift að gefa rækjunni einkunn sam- kvæmt samræmdum gæðastöðlum. „Þessi matsaðferð gæti haft svipað- ar breytingar í för með sér fyrir við- skipti með rækju og gæðamerkingar á rauðvínum höfðu á sínum tíma. Ef til vill á hugtakið eðalrækja eftir að setja svip sinn á rækjuviðskipti í heiminum í byijun nýrrar aldar,“ segir meðal annars í frétt frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Tæknivali og Þorbimi hf. Stöðluð aðferð Mat á fiski í Evrópu og víðar hefur fram að þessu byggst á tiltölu- lega ónákvæmu skynmati sem gefur frekar takmarkaðar upplýsingar um gæði hráefnis, m.a. vegna ýmiss ósamræmis. Til er mun fullkomnari aðferð, svonefnd gæðastuðulsaðferð (Quality Index Method), sem upp- haflega kemur frá Ástralíu en hefur verið þróuð áfram á Norðuriöndun- um, meðal annars á íslandi hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Samstarfsverkefni Síðastliðið haust hófst samstarfs- verkefni Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins Tæknivals hf. og rækju- verksmiðju Bakki hf., sem nú hefur sameinast Þorbirni hf. Verkefnið lýt- ur að því að smíða hugbúnað vegna gæðamats á rækju eftir gæðastuðuls- aðferðinni (QIM). Þorbjöm hf. á Bol- ungarvík hefur notað gæðastuðulsað- ferðina við mat á þorski og ýsu í eitt ár og hefur fyrirtækið mikinn hug á að koma upp sams konar að- ferðum fyrir rækju. Gæðastuðulsað- ferðin tekur öðrum aðferðum fram við gæðamat á sjávarafangi því mats- maðurinn þarf að meta alla gæða- þætti hráefnisins samkvæmt fyrir- fram stöðluðum aðferðum. Það kem- ur að mestu leyti í veg fyrir að mat- ið sé huglægt eða að smekkur eða persónulegar skoðanir matsmannsins hafi áhrif á matið. Einkunnargjöf Við matið hefur matsmaðurinn myndir af öllum gæðaþáttum svo- nefndrar staðalrækju fyrir framan sig á tölvuskjá ásamt leiðbeining- um. Hvern gæðaþátt staðalrækj- unnar ber matsmaðurinn síðan sam- an við þá rækju að hann er að meta. Hveijum gæðaþætti er gefin einkunn sem er færð inn í tölvuna. Við lok matsins reiknar hún út heildarmat á afla skips og flokkar hann eftir gæðastuðli. Þessar upp- lýsingar les tölvan síðan inn í vinnslueftirlit og vistar I gagna- grunni til geymslu og frekari úr- vinnslu. Eðalrækjan „Þessa aðferð má útfæra á allt fiskmat. Hún kæmi sér til dæmis mjög vel á fiskmörkuðum þar sem menn eru að kaupa óséðan afla og gæðin oft önnur en menn hugðu. Einnig er hægt að nota hana við afurðamat. Gæðastuðlar auðvelda sölu afurða og samskipti við kaup- endur. Þeir skapa traustan grund- völl fyrir mismunandi verðflokkum á rækju svo dæmi sé tekið. Sú rækja sem næði hæstri einkunn fengi t.d. stimpilinn eðalrækja og gæðastuð- ullinn myndi tryggja að verð og eftirspurn héldist í hendur við gæði. Lýkur í febrúar 1999 Verkefnið er það langt á veg kom- ið að prófanir á rækjunni, ásamt gerð einkunnastiga og ljósmyndun á rækjunni í mismunandi ástandi eru vel á veg komnar. Þá er þarfagrein- ing og kerfissetning vegna hugbún- aðargerðarinnar á lokastigum. Eig- inleg forritun hefst á næsta ári en reiknað er með að verkefninu ljúki með fullgerðum hugbúnaði í febrúar 1999. Rannsóknasjóður íslands styrkti verkefnið um 1,5 milljónir króna síðastliðið haust en sá styrkur gerði í raun þetta verkefni mögulegt," segja fulltrúar þeirra, sem að verk- efninu standa. t i I b o d bókabúðu m BOKM. verdfrál. „Bókin er réttnefnd Góðra vina fundur. í henni er líf og fjör. Eftaust munu margir lesendur hyggja gott til vinafundar við Kristin. Þeir verða varia fyrir vonbrigðum...ljúf lesning ...stanslaust fjör.“ Ármann Jakobsson/OV skenmtun Kristinn Hallsson er öruggiega með skemmti- legustu mönnum. Vinsældir hans helgast ekki aðeins af óumdeildum hæfileikum heldur einnig af alþýðieika hans, iandsþekktu skopskyni og léttleika. Þessi bók er er full af frásagnargleði og húmor. Hér talar söngmaðurinn, gleðimaðurinn, embættis- maðurinn, sagnamaðurinn og fjölskyldufaðirinn. Kristinn lyftir spéspegli að samtíð sinni og sjálfum sér, horfir glaður um öxl og saga hans er sannar- lega góðra vina fundur. m - O R L_ /V G 1 Ð M A L O G IVl E IM N I N G Bfl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.