Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 22
22 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Aðstoðar IMF leitað vegna fjármálakreppu í Suður-Kóreu
Stjórnin óskar eftir
20 milljarða dala láni
Seoul. Reuters.
FJARMALAKREPPAN I SUÐUR-KOREU
Gengi wonsins, gjaldmiðils Suður-Kóreu, og suður-kóreskra verðbréfa hækkaði
verulega í gær eftir að skýrt var frá samningaviðræðum stjórnar landsins við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lán vegna fjármálakreppunnar í landinu.
KOSPI vísitalan (við lokun)
WON gagnvart doliarnum
ígær 1051.0
400 'T'-' 1 1 I i-r-T-r-n-T-n-i-r-|-i-i-,
27.okt. 3. nóv. 10. nóv. 17. nóv.
REUTERS 9 1997
1200 11 l1' 1 1 ' l
T'~|" T" I ' 'I T I | I I I I
27. okt. 3. nóv. 10. nóv. 17. nóv.
1997
Reuters
STANLEY Fisher, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (t.v.), með Liam Chang-yuel, fjármálaráðherra Suður-Kóreu, eftir
fund þeirra í Seoul í gær.
STJÓRN Suður-Kóreu kvaðst í gær
hafa óskað eftir lánum frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum (IMF) vegna fjár-
málakreppu í landinu. Stjómin sagði
að 20 miHjarðar Bandaríkjadala,
andvirði 1.400 milljarða króna, ættu
að nægja en fjármálasérfræðingar
töldu að Suður-Kórea þyrfti miklu
hærri lán til að leysa efnahagsvand-
ann til frambúðar.
„Við fórum að ráðum IMF og
vinaþjóða okkar og ákváðum að óska
eftir lánum frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum,“ sagði fjármálaráðherra
Suður-Kóreu, Lim Chang-yuel.
„Fjárhæðin verður rædd frekar en
við og IMF teljum að 20 milijarðar
dala nægi til að leysa vandann.“
Ráðherrann sagði að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn og aðildarríki
hans myndu ákveða skilmála fjár-
hagsaðstoðarinnar. „Ég tel að við
getum fengið lánin þremur eða fjór-
um vikum eftir að samkomulag
næst.“
Lim viðurkenndi að líklegt væri að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn myndi
setja ströng skilyrði fyrir lánveiting-
unni og spáði því að þau myndu hafa
mikla erfíðleika í för með sér fyrir
Suður-Kóreu. Hann hvatti alla
landsmenn til að sýna þessu skilning
og taka höndum saman til að sigrast
á erfiðleikunum.
70 milljarðar nærri lagi
Fjármálakreppan á rætur að
rekja til gjaldþrota sem hafa sligað
banka landsins og valdið gengishruni
á verðbréfa- og peningamörkuðum
Suður-Kóreu á síðustu vikum.
Fjármálasérfræðingar í London
sögðu að 20 milljarðar dala myndu
ekki nægja til að leysa vandann og
töldu að 70 milljarðar dala, andvirði
4.900 milljarða króna, væru nærri
lagi. Beiðni stjómarinnar væri að-
eins bráðabirgðaráðstöfun, sem
dygði aðeins til áramóta, og mörg
fyrirtæki myndu eftir sem áður
ramba á barmi gjaldþrots vegna
holskeflu gjaldfallinna skammtíma-
lána.
Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa
sagt að lánin þurfi að nema 50-60
milljörðum dala, andvirði
3.500-4.200 milljarða króna, og
nokkrir þeirra hafa sagt að Iandið
þurfi allt að 100 milljónum dala,
tæpum 7.100 milljörðum króna, áð-
ur en yfir lýkur.
Mesta aðstoð sem Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn hefur veitt til þessa
nam rúmum 50 milljörðum dala.
IMF lofaði Mexíkó þeirri aðstoð ár-
ið 1995.
Gengi verðbréfa og suður-
kóreska gjaldmiðilsins, vonnsins,
hækkaði verulega í gær eftir að
skýrt var frá beiðni stjórnarinnar.
Varpar skugga á APEC-fund
Fjármálakreppan í Suður-Kóreu
og fleiri Asíuríkjum hefur varpað
skugga á undirbúningsviðræður
embættismanna frá aðildarríkjum
Efnahagsráðs Asíu- og Kyrrahafs-
ríkja (APEC) vegna leiðtogafundar
samtakanna í Vancouver í Kanada
á mánudag og þriðjudag í næstu
viku.
Charlene Barshefsky, viðskipta-
fulltrúi Bandaríkjanna, sagði á
fyrsta degi viðræðnanna á fimmtu-
dag að stjórnvöld í Bandaríkjunum
viídu gera ráðstafanir til að binda
sem fyrst enda á umrótið á fjár-
málamörkuðum Asíu.
APEC stefnir að því að koma á
fríverslunarsvæði í aðildarríkjunum
fyrir árið 2020 og gert hafði verið
ráð fyrir því að leiðtogafundurinn
snerist aðallega um aðgerðir til að
auka viðskiptafrelsið. Embættis-
menn í Vancouver segja að fjár-
málakreppan í Asíu hafi sett strik í
reikninginn og verði rauði þráður-
inn í viðræðunum.
Ólga innan Líkud-bandalagsins í Israel
Milo sagður íhuga
stofnun nýs flokks
Jerúsalem. Reuters.
Reuters
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels.
SAMKVÆMT nýjustu fréttum í
gærkvöldi hafði Benjamin Netanya;
hu, forsætisráðherra ísraels, ekki
tekist að lægja öldumar í Líkud-
bandalaginu vegna óánægju at-
kvæðamikilla manna í flokknum með
störf hans. Óstaðfestar fregnir
hermdu að Roni Milo, borgarstjóri
Tel Aviv, væri að íhuga að stofna
nýjan flokk eftir helgi. Þá var Limor
Livnat samskiptaráðherra sögð vera
að íhuga afsögn.
Mikil óánægja hefur ríkt meðal
ráðherra og þingmanna bandalags-
ins vegna þeirrar ákvörðunar mið-
stjórnarinnar að fella niður prófkjör
og Netanyahu setti á fimmtudag
fram málamiðlunartillögu um að
gengið yrði til atkvæðagreiðslu inn-
an bandalagsins um hvernig þing-
mannsefni flokksins skyldu valin.
Áður hafði forsætisráðherrann
lagt til að stofnuð yrði nefnd til að
fjalla um kvartanir vegna ársfundar
miðstjórnarinnar sem fram fór í
byrjun nóvember.
Fyrir ársfundinn hafði Netanyahu
lofað ráðherrum sínum að atkvæða-
greiðsla um það hvort prófkjör yrðu
lögð niður færi ekki fram fyrr en í
febrúar. Þegar á hólminn var komið
varð hann hins vegar að láta í minni
pokann fyrir meðlimum miðstjórn-
arinnar sem gengu til atkvæða-
greiðslu um málið, þvert á tilmæli
hans, og samþykktu með 60% at-
kvæða að leggja niður prófkjör sem
tekin voru upp fyrir nokkrum árum.
2000 manns eiga sæti í miðstjórn
Líkud-bandalagsins en flokksbundn-
ir meðlimir eru rúmlega 200.000.
Uppreisnarmenn hvöttu
til klofnings
Eftir fundinn á fimmtudag, sem
var fyrsti fundur Netanyahus með
blaðamönnum frá því hann sneri
heim úr ferð til Bretlands og Banda-
ríkjanna á miðvikudag, lýstu ráð-
herrar og þingmenn bandalagsins
yfir ánægju með þessa málamiðlun
þó framkvæmd hennar væri óljós og
Netanyahu hafi tekið fram að síðasta
orðið yrði eftir sem áður hjá mið-
stjórninni.
Netanyahu hefur á undanfömum
dögum lagt sig fram um að lægja
öldur innan flokksins og m.a. átt
fundi með ráðherrum og þingmönn-
um. Lengstur var fundur hans með
Limor Livnat sem var sögð vera að
hugleiða að segja af sér embætti
samskiptaráðherra.
Notar ekki stjórnarbreytingar
sem hótanir
Mikil óánægja blossaði upp innan
Líkud-bandalagsins eftir niðurstöðu
ársfundarins, sem talin var styrkja
stöðu Netanyahus en veikja stöðu
ráðherra hans og þingmanna, og not-
uðu óánægðir áhrifamenn tækifærið
á meðan forsætisráðherrann var er-
lendis til að lýsa yfir óánægju með
forystu hans og kvetja til klofnings
innan þingflokksins.
Samkvæmt frétt í The Jerusalem
Post í gær vísaði Netanyahu þvi á
bug á fundinum að hann hygðist
boða til kosninga fyrir lok kjörtlma-
bilsins og sagði aðspurður um þrá-
látan orðróm þess efnis að unnið
væri að stofnun nýrrar ríkisstjórn-
ar, með þátttöku Verkamanna-
flokksins, að slíkt kæmi ekki til
greina án þess að allir hlutaðeigandi
flokkar gengju að þeim starfs-
grundvelli sem núverandi ríkis-
stjórn hefði þegar komið sér saman
um. Þá þvertók hann fyrir að nota
stofnun slíkrar stjórnar til að hóta
ráðherrum sínum.
Yasser Arafat
Getur ekki
gleymt
Rabin
Nýju-Delhi. Reuters
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði á Indlandi í gær að
ósamræmis gætti í viðbrögðum
Vesturveldanna gagnvart írak ann-
ars vegar og fsrael hins vegar. Þá
sagði hann friðarferli Israela og
Palestínumanna liafa siglt í strand
vegna óbilgirni ísraela.
„Hvers vegna er ekki sama
áhersla lögð á að ísraelar hlíti fjöl-
mörgum ályktunum öryggisráðs og
allshetjarþings Sameinuðu þjóð-
anna allt frá árinu 1947 og lögð er
á að Irakar hlíti einni ákvörðun ör-
yggisráðsins?“ spurði Arafat sem
staddur er í þriggja daga ferð á
Indlandi.
Um Yitzhak Rabin, forsætisráð-
herra ísraels, sem var myrtur fyrir
tveimur árum sagði Arafat: „Ég get
ekki gleymt félaga minum Rabin
sem ég hafði undirritað friðarsam-
komulag við í Hvíta húsinu.“ Þá
benti hann á að skuldbindingar
Ósióarsamningsins væru ekki
einkamál fsraela og Palestínu-
manna heldur undirritaðir í viður-
vist Bills Clintons Bandaríkjafor-
seta.