Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 23
Harmleik-
ur í Alpa-
þorpi
FIMM manns að minnsta kosti
biðu bana er 36 ára maður,
vopnaður skammbyssu, gekk
berserksgang í þorpinu Maut-
erndorf í Salzburgarhéraði í
Austurríki í gær. Myrti hann
nágranna sinn, konu hans og
dóttur, sem bjuggu í sama
húsi, og síðar aðstoðarsveitar-
stjórann sem reyndi að miðla
málum. Særði maðurinn tvo
til viðbótar en stytti sér svo
aldur.
Denver varð
bensínlaus
FLUGVÉL bandaríska söngv-
arans Johns Denver hrapaði í
Montereyflóa vegna bensín-
leysis að öll-
um líkindum,
að því er
sjónvarps-
stöð í San
Francisco
hafði eftir
mönnum
sem unnið
hafa að
rannsókn á því hvers vegna
flugvél Denvers fórst. Sýnt
þykir að hann hafi freistað
þess að skipta yfir á annan
tank en ekki tekist í tæka tíð.
Fórust á
flóttanum
FIMM ólöglegir innflytjendur
drukknuðu og 12 er saknað
eftir að lítill seglbátur, sem
þeir hugðust sigla á frá Durr-
es í Albaníu til suðurhluta ítal-
íu, lenti í óveðri og haugasjó.
Tíu manns, allir mjög hraktir,
voru enn í bátnum er varðskip
fann hann í gær 40 km norð-
ur af Brindisi.
Mandela vill
miðla málum
NELSON Mandela, forseti
Suður-Afríku, hyggst freista
þess að miðla málum í deil-
unni um
Austur-
Tímor en Su-
harto Indó-
nesíuforseti
dvelst nú
sem gestur
Mandela í
Suður-Afr-
íku.
Sökkti báti
Bastesens
BANDARÍKJAMAÐUR hefur
lýst því yfir að hann hafi sökkt
hvalveiðibáti norska þing-
mannsins Steinars Bastesens
í Bronnoysund í vikunni sem
leið. Maðurinn sendi Bastesen
bréf þar sem hann játar þetta
og telur lögregla ekki ástæðu
til að rengja hann.
Danadrottn-
ing til Brasilíu
MARGRÉT önnur Dana-
drottning fer í opinbera heim-
sókn til Brasilíu 17.-26. maí
næstkomandi, að því er brasil-
ísk yfirvöld skýrðu frá í gær.
Mandela
Carl Bildt kynnir bók um uppbyggingarstarfið 1 Bosníu
Lofsamar fram-
lag Rússlands
RÚSSUM hefur verið hrósað mjög
fyrir framlag þeirra til að leysa
deilu íraka og Sameinuðu þjóð-
anna og nú hef-
ur Carl Bildt,
leiðtogi sæn-
skra hægri-
manna, sem
hafði umsjón
með alþjóðlegu
uppbyggingar-
starfi í Bosníu,
lýst því yfir að
aðild þeirra að
uppbyggingunni þar hafi ekki ver-
ið metin að verðleikum, að því er
segir í Jyllands-Posten. Bildt
kynnti á fimmtudag bók sem hann
hefur skrifað um starf sitt í
Bosníu.
í bókinni staðfestir Bildt mikil-
vægi framlags Bandaríkjamanna
til Dayton-friðarsamninganna.
Hann gagnrýnir þá hins vegar
harðlega fyrir að hunsa Rússa í
friðarviðræðunum og gera lítið úr
frumkvæði þeirra og framlagi.
Bildt kveðst hafa átt afar gott
samstarf við rússnesku utanríkis-
ráðherrana, fyrst Andrej Kozyrev
og svo Jevgení Prímakov. Bildt
talar varlega um flesta menn sem
hann átti samskipti við en ræðst
hins vegar harkalega á ýmsar
stofnanir, t.d. öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna, sem gaf út fjórar
yfirlýsingar sem Bildt segir hafa
verið órafjarri raunveruleikanum,
Evrópusambandið, sem hafi viljað
en ekki getað gert neitt, NATO
sem hafi getað en ekki viljað gera
neitt og að síðustu Bandaríkin sem
í fyrstu hafi ekki viljað neitt en
svo viljað ákveða allt.
Sjálfur segist Bildt vera ánægð-
ur með starf sitt.
Carl Bildt
Sýning um helgina
Þeir sem staðfesta pöntun á jeppa fá ferð með jeppadeild Útivistar að eigin vali.
Til að ná sem bestum akstureiginleikum er mikið hjólhaf höfuðatriði. Hjólhaf Opel
Frontera er meira en annarra jeppa og skilar það sér í afburða aksturseiginleikum *
Byggður á sjálfstæðri grind.
Millikassi, hátt og lágt drif.
Mjúk og slaglöng gormafjöðrun.
Tregðulæst drif.
Upphitað sæti og rafdrifnar rúður.
Rafdrifnir og upphitaðir útispeglar.
Fjarstýrðar samlæsingar.
Vökva- og veltistýri.
Opel Frontera er sparneytnari en nokkur annar stór
ieie
jeppi. Hann eyðir aðeins 10 lítrum á hundraði.
Verð frá kr. 2.
Þeir sem reynsluaka jeppa geta dottið í lukkupottinn og unnið ferð með
^úmviST
* Hjólahaf Opel Frontera er meira en Mitsubishi Pajero,
Toyota Land Cruiser og Ssangyong Musso til að nefna elnhverja.
** Miðað vlð 90 km meðalhraða.
3ja ára ábyrgð.
8 ára ryðvarnar-
ábyrgð.
opel# Bílheimar ehf.
- þýskt eðalmerki
Sævarhöfða 2a • Reykjavík • Sími 525 9000