Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ihaldsflokkurinn í Bretlandi á enn undir högg að sækja Deilur blossa upp eftir ófarir í aukakosningum íi. Rputi>rs. London. Reuters. DEILUR blossuðu upp að nýju í íhaldsflokknum í Bretlandi í gær í kjölfar ófara í tvennum aukakosn- ingum, sem haldnar voru í fyrradag. Helsti talsmaður aðildar Breta að Evrópusambandinu (ESB) innan flokksins, Peter Temple-Morris, sagði sig úr flokknum en áður hafði hann verið leystur ótímabundið undan þingflokksaga sem jafngildir útskúfun úr flokknum. William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, beitti sér fyrir því að Temple-Morris var í gærmorgun leystur undan flokksaga eftir að hann hafði ítrekað dregið í efa opin- berlega að hann ætti samleið með flokknum. í ljós hefur og komið að hann hefur tvisvar rætt við Tony Blair forsætisráðherra, leiðtoga Verkamannaflokksins, á undanfóm- um vikum í þeim tilgangi að kanna möguleika á því að ganga til liðs við stjómarþingmenn. Vart hafði Temple-Morris verið leystur undan flokksaga er Michael Heseltine, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra, ýfði upp gömul sár með því að gagnrýna ákvörðun Hagues opinberlega. Heseltine, sem gagnrýnt hefur stífni Hagues gagn- vart aðild að sameiginlegri Evrópu- mynt, kom fram í sjónvarpi og sagði ákvörðun flokksleiðtogans gagnvart Temple-Morris bæði „óþarfa og óviturlega". „Pingmaðurinn endur- speglar viðhorf innan íhaldsflokks- ins sem við eigum fremur að ýta undir en segja skilið við“, sagði Heseltine. Temple-Morris óháður Hague svaraði fyrir sig og sagðist ekki hafa átt annarra kosta völ eftir fundi Temple-Morris með Blair. „Það er eins og að stjóma fót- boltaliði þar sem einn leikmannanna segist hugsanlega ætla að spila með hinu liðinu í seinni hálfleik. Það gengur ekki í stjómmálaflokki," sagði hann. I stað þess að ganga til liðs við Verkamannaflokkinn sagðist Temple-Morris í gær ætla að starfa sem sjálfstæður íhaldsmaður og njóta samviskufrelsis í stað þess að bindast flokki sem hann gerðist í auknum mæli fráhverfur. Talsmaður Verkamannaflokksins sagði að líta bæri á brottvikningu Temple-Morris í ljósi hörmulegra úrslita aukakosninganna fyrir íhaldsflokkinn. Útkoma flokksins í þeim var mun verri en í þingkosn- ingunum 1. maí sl. Betur heima setið í Winchester knúðu íhaldsmenn fram aukakosningar á grundvelli þess að 55 atkvæði hefðu ekki verið ’ talin í vor vegna þess að þau vom ekki réttilega stimpluð. Frambjóð- andi Frjálsra demókrata, Mark Oaten, vann sæti af þingmanni Ihaldsflokksins, Gerry Malone, með aðeins tveimur atkvæðum 1. maí. Ihaldsmenn töldu að vafaat- kvæðin hefðu verið þeirra megin og kærðu niðurstöðuna og knúðu fram aukakosningar. Kjósendum fannst strax að Malone hefði átt að játa ósigur og sagði það til sín nú því Oaten hlaut 21.000 atkvæðum meira en Malone í fyrrakvöld. Stuðningsmenn Verkamannaflokk- sins virtust og snúast á sveif með Oaten því frambjóðandi flokksins hlaut aðeins 944 atkvæði. Með úr- slitunum hefur flokkur Frjáls- lyndra demókrata 46 þingmenn og með brottvikningu Temple-Momis fækkar þingmönnum íhaldsflokks- ins í164. í kjördæminu Beckenham í suð- austurjaðri London var efnt til aukakosninga eftir að íhaldsþing- maðurinn Piers Merchant neyddist til að segja af sér vegna ásakana um framhjáhald með ungri stúlku. Hann vann 1. maí með 5.000 at- kvæða meirihluta en arftaki hans, Jacqui Lait, hélt sætinu með aðeins 1.200 atkvæða meirihluta. Hefur ekki skipt um skoðun Cecil Parkinsson, formaður Ihaldsflokksins, sagði í gær, að flokknum hefði verið hafnað i þing- kosningunum í vor og þjóðin hefði greinilega ekki skipt um skoðun enn. Tony Blair sagði að úrslitin í aukakosningunum og brottfór Temple-Morris skildi íhaldsflokk- inn eftir í enn verra ástandi en eftir þingkosningamar og Paddy Ash- down, leiðtogi Frjálslyndra demó- krata, sagði að allt tal að undan- förnu um að íhaldsflokkurinn væri í sókn á ný væri þvaður. Niðurrifi þinghúss mótmælt STUÐNINGSMENN flokks fyrrverandi kommúnista í Austur-Þýskalandi, PDS, hafa efnt til mótmæla vegna niður- rifs Lýðveldishallarinnar í Berlín, sem hýsti austur-þýska þingið fyrir sameiningu Þýska- lands árið 1990. Tveir af for- ystumönnum flokksins eru hér á byggingnnni að setja upp mótmælaborða með áletrun- inni: „Stöðvið niðurrif hallar- innar!“ Reuters Dóttir Pandys sögð játa á sig morð Brussel. Reuters. ELZTA dóttir Andras Pandys, prestsins af ungverskum uppruna sem ákærður er í Belgíu fyrir að hafa myrt tvær eiginkonur sínar og fjögur af átta bömum, hefur játað að hafa skotið móður sína og bróður og að hún hafl fimm mannslíf á samvizkunni. Sagt var frá þessu í belgískum fjölmiðlum í gær. Saksóknari í Brassel greindi í gærmorgun frá handtöku dóttur- innar, Agnesar Pandy, og að hún hefði verið ákærð fyrir að hafa „framið eða átt þátt í morðum og morðtilræðum". Skrifstofa sak- sóknara var þó að svo komnu máli ekki reiðubúin að staðfesta fregnir fjölmiðla af játningum Agnesar. Agnes, sem er 39 ára, ákærði föður sinn 1991 fyrir kynferðis- lega misnotkun og lýsti áhyggj- um af örlögum nokkurra meðlima fjölskyldunnar, sem höfðu horfíð í lok níunda áratugarins. Rann- sókn málsins þá skilaði engum ár- angri og var hætt. Rannsókn var hafín á ný í september sl. og við húsleit í tveimur húsum í Brassel, sem Pandy á, fundust mannabein grafin og óþekkt kjöt í frysti. Fundið hefur verið út að beina- leifamar séu af fjórum manneskj- um, en samkvæmt niðurstöðum DNA-prófs era þær ekki úr Pandy-fjölskyldunni. Samkvæmt frásögn dagblaðsins Le Soir gætu beinin verið leifar fyrrverandi vina Agnesar, sem komið hefðu fi’á Ungverjalandi í heimsókn til Brassel. Andras Pandy hefur haldið því staðfastlega fram að fólkið sem hvarf hafi farið til Ungverjalands. Dutroux kveðst saklaus Samtímis þessum nýjustu óhugnaðarfregnum birti belgíska dagblaðið La Derniere Heure í gær bréf frá hinum dæmda bam- aníðingi Marc Dutroux, sem er í gæzluvarðhaldi vegna ákæra fyr- ir morð á samstarfsmanni sínum og fjóram stúlkum. I bréfinu seg- ir Dutroux m.a. að dauði stúlkn- anna hafi hvorki verið að ósk sinni né hafi hann beinlínis tengst honum. Persson sætir ámæli Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞEGAR Göran Persson, forsætis- ráðherra Svía, hafði viðkomu á Keflavikurflugvelli fyrir skömmu á leið sinni vestur um haf var hann í lítilli þotu, sem leigð hafði verið und- ir hann til ferðarinnar. Auk tveggja lífvarða og samstarfsmanns voru kona hans og fjögur börn þeirra hjóna með í forinni. Kostnaðurinn varð um þrettán milljónir íslenskra króna og segir Persson nú að hann hefði ekki leigt vélina, ef honum hefði verið ljóst hversu dýrt það væri. Frá því Persson tók við embætti í mars 1996 nemur kostnaður vegna leigufluga 25 milljónum króna og hefur hann lýst því yfir að hann vilji láta fara fram rannsókn á ferða- kostnaðinum. Sænska stjómin hefur afnot af tveimur litlum þotum, sem flugher- inn rekur. Sú stærri var í skoðun á þessum tíma og því ekki tiltæk, en sú minni er ekki notuð í langflug. Ingv- ar Carlsson, fyrirrennari Perssons og flokksbróðir, ferðaðist alltaf með áætlunarflugi, en samkvæmt blaða- fulltrúa Perssons fór sænska örygg- islögreglan fram á að Persson flygi í einkaþotu, auk þess sem álitið var hentugt að hafa þotu til taks, ef for- sætisráðherrann neyddist til að breyta ferðaáætlun sinni skyndilega. Persson segist nú ætla að fylgjast sjálfur með ferðakostnaði, en hingað til hafi ferðimar verið skipulagðar af starfsfólki hans. Málið þykir nokkuð óþægilegt fyr- ir Persson, því hann hefur gert mikið úr gildi spamaðar og aðhalds. --------------------- Yarnir Noregs Þjóðverjar til ráðgjafar í NÝRRI bók um norsku leyniþjón- ustuna er sagt frá því að yfirmenn í þýska hernum, sem gegndu lykil- hlutverki við hernám Noregs á stríðsái-unum, hafi verið fengnir til ráðgjafai- um vamir Norður-Nor- egs, aðeins fjóram árum eftir stríðs- lok. Frá þessu er sagt í Aftenposten. í bók sagnfræðinganna Olavs Riste og Amfinns Molands kemur fram að óttinn við innrás Sovétríkj- anna í Norður-Noreg hafi verið svo mikill að ákveðið hafi verið að fá Þjóðverja til aðstoðar. Þeir dvöldu í Noregi undir dulnefni í rúman mán- uð árið 1949 við ráðgjöf. Fullyrða yf- irmenn leyniþjónustunnar að ekki leiki nokkur vafi á því að Þjóð- verjarair, tveir liðsforingjar og einn aðmíráll, hafi engu leynt og að upp- lýsingar þeirra hafi komið Norð- mönnum að góðum notum. Víst er að þessar upplýsingar munu koma illa við marga Norð- menn, sérstaklega þá sem muna hernám Þjóðverja, en þeir skildu eftir sig sviðna jörð í Finnmörku og Troms í stríðslok. Fjármálaráðherra Finnlands um fyrirhugað EMU-ráð Helsinki. Reuters. SAULI Niinisto, fjármálaráðherra Finnlands, segir að sérstakt óform- legt ráðherraráð aðildarríkja Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) muni tryggja að öll ríki, sem nota nýja Evrópugjaldmiðil- inn, evró, taki þátt í umræðum um málefni myntbandalagsins.-Eðlilegt sé að ríki, sem ekki nota gjaldmiðil- inn, standi utan ráðsins. Frakkar og Þjóðverjar hafa lagt til að óformlegt EMU-ráð komi saman kvöldið fyrir reglubundna fundi efnahags- og fjármálaráð- herra ESB, ræði málefni mynt- bandalagsins og samræmi stefnu sína í efnahagsmálum. Gert er ráð fyrir að eingöngu ríki, sem aðild Eðlilegt að aðeins EMU-ríkin séu með eiga að EMU, taki þátt í þessum óformlegu fund- um. Danmörk, Svíþjóð og Bret- land, sem hyggj- ast standa utan EMU í fyrstu, hafa mótmælt tillögunni harðlega. Finnar hyggja hins vegar á stofnaðild að EMU. Niinisto sagði í samtali við Reuters að eðli- legt væri að ríki EMU hefðu með sér samráð um efnahagsstefnu. „Enginn getur vefengt að aðild- arríkin hafa augljóslega eitthvað að ræða um fyrst þau munu nota sama gjaldmiðil," segir Niinisto. „Við vilj- um vera viss um að þegar rætt er um gjaldmiðil okkar sitjum við einnig við borðið." Ráðherrann segir hins vegar óeðlilegt að ríki utan EMU, þar á meðal Danmörk og Svíþjóð, taki þátt í umræðum um gjaldmiðil, sem þau ekki noti. „Þegar [Erik] Ás- brink [fjármálaráðherra Svíþjóðar] eða einhver annar fjármálaráð- herra ræðir málefni síns gjaldmið- ils er mér ekki boðið,“ segir Niini- sto. „Á sama hátt er það svo að þegar ég ræði við finnska seðla- bankann um markið býð ég engum öðram og ég geri ekki ráð fyrir að þetta breytist þótt við tökum upp sameiginlegan gjaldmiðil.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.