Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 25
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Þorkell
RAGNHILDUR Sif Reynisdóttir gullsmiður og dóttir hennar, Hlín
Gísladóttir, afhentu Leifi Erni Einarssyni verðlaun fyrir teikningu
hans af Askasleiki sem nú prýðir jólasveinaskeið Gull- og silfursmiðj-
unnar Ernu 1997.
Jólasveinaskeiðin 1997
Askasleikir Leifs
fékk 1. verðlann
LEIFUR Örn Einarsson, tólf
ára nemandi í Foldaskóla í
Reykjavík, hlaut fyrstu verð-
laun í teiknimyndasamkeppni
tólf ára nemenda um besta ís-
lenska jólasveininn til að útfæra
á jólasveinaskeið Gull- og silfur-
smiðjunnar Ernu 1997.
Jólasveinaskeiðin er sam-
starfsverkefni Félags íslenskra
myndlistarkennara og Gull- og
silfursmiðjunnar Ernu með það
að leiðarljósi að tengja atvinnu-
líf og skóla.
Þetta er í þriðja sinn sem efnt
er til samkeppni af þessu tagi
og að þessu sinni bárust 65 til-
lögur. Allir sem þátt tóku fengu
viðurkenningarskjal og Leifur
Örn fékk auk þess peningaverð-
laun og sjálfa skeiðina.
Jólasmákökur frá Frón
HUGMYND Leifs Arnar komin
yfir á jólasveinaskeiðina, sem nú
er seld í verslunum víða um land.
ÞAÐ er löngu orðin hefð fyrir því hjá
kexverksmiðjunni Frón að baka
smákökur fyrir jólin og er nú boðið
upp á tíu tegundir.
Nýjasta smákökutegundin hjá
Frón er hinar svokölluðu stafapipai--
kökur, en auk þeirra eru á boðstól-
um vanilluhringir, súkkulaðibitakök-
ur, kókoskökur, piparkökur, pipar-
dropar, loftkökur, skopparakökur,
prakkarakökur og makkarónukökur.
I fréttatilkynningu frá Frón kemur
fram að salan á Frón-jólasmákökum
hafi aukist með hverju árinu og er
ekki gert ráð fyrir að þetta ár verði
undantekning frá því. Til að anna eft-
irspum þurfi að baka um 10 milljónir
af smákökum nú fyrir jólin. Frón-
jólasmákökur eru fáanlegar í öllum
helstu matvöruverslunum landsins.
Reiðhjólasalar undrast staðhæfíngar frá Hvelli ehf.
Skráning reiðhjóla hefur
tíðkast hér frá upphafi
Morgunblaðið/Jim Smart
SÉU nöfn kaupenda og stellnúmer reiðhjóla skráð þegar þau eru
keypt gerir það hjólaþjófum erfiðara fyrir að koma hjólunum í verð.
VEGNA fréttar um skráningu á
seldum reiðhjólum hjá versluninni
Hvelli ehf. á neytendasíðu á
fimmtudag hafa reiðhjólasalar haft
samband við Morgunblaðið og bent
á að rangt sé að hingað til hafi eng-
inn íslenskur reiðhjólasali skráð
hjá sér nöfn eigenda, né heldur
stellnúmer seldra reiðhjóla. Tekið
skal fram að fréttin er alfarið
byggð á skriflegum upplýsingum
frá Hvelli ehf. og samtali við starfs-
mann fyrirtækisins.
Reiðhjólaverslanirnar Fálkinn,
Örninn, Markið, Hjólið og GÁ Pét-
ursson hafa allar þann háttinn á
þegar reiðhjól er selt að skrá nafn
og kennitölu kaupanda ásamt stell-
númeri hjólsins, og hafa raunar
gert það frá upphafi. Nokkuð er
mismunandi hvenær farið var að
tölvuskrá þessar upplýsingar en
fyrir þann tíma voru allar nótur
geymdar, þannig að þær hafa alla
tíð verið aðgengilegar, að sögn for-
svarsmanna verslananna.
Auk þessarar skráningar reið-
hjólaverslananna býður Óryggis-
þjónustan Vari reiðhjólaeigendum
að skrá hjól sín þar, þeim að
kostnaðarlausu. Að sögn Viðars
Ágústssonar, framkvæmdastjóra
Vara, er þar ekki síst um að ræða
þá sem keypt hafa reiðhjól í stór-
mörkuðum eða annars staðar þar
sem ekki er boðið upp á skrán-
ingu eins og í reiðhjólaverslunun-
sem haldið var fram að enginn ís-
lenskur reiðhjólasali hefði hingað
til skráð hjá sér nöfn eigenda, né
heldur stellnúmer seldra reiðhjóla.
Harald G. Haralds, innkaupastjóri
hjá Fálkanum, orðaði það svo að
menn hefðu verið „löngu búnir að
finna upp hjólið áður en þeir gerðu
það í Hvelli".
Samkvæmt upplýsingum frá
Karli Steinari Valssyni, aðstoðaryf-
irlögregluþjóni í forvarnadeild, er
lögreglunni í Reykjavík tilkynnt
um 500-800 stolin hjól á ári hverju
og hefur þeim heldur farið fjölg-
andi á síðustu árum.
Af þeim hjólum sem hurfu á síð-
asta ári skiluðu rúmlega 400 sér til
lögreglunnar og yfirleitt kemst um
þriðjungur þeirra hjóla sem þang-
að koma aftur í hendur réttra eig-
enda, að sögn Þóris Þorsteinsson-
ar, varðstjóra í óskilamunadeild
lögreglunnar í Reykjavík.
um.
Löngu búið að finna upp hjólið
áður en þeir gerðu það í Hvelli
Forsvarsmenn reiðhjólaverslana
sem Morgunblaðið ræddi við lýstu
allir yfir undrun sinni vegna stað-
hæfinga frá versluninni Hvelli þess
efnis að hún hefði verið fyrst til
þess að taka upp skráningu reið-
hjóla og bentu á að í raun væri nær
lagi að segja að umrædd verslun
hefði verið þeirra síðust til að taka
upp skráninguna. Vissulega væri
rétt að Hvellur væri fyrstur til að
setja þessar upplýsingar inn á Net-
ið en það væri hins vegar alrangt
Kökubæklingur
Nóa Síríus
Enn er
leiðrétt
LÍNA féll niður í frétt á neyt-
endasíðu Morgunblaðsins á
fimmtudag, þar sem birtar
voru nokkrar leiðréttingar á
nýjum kökubæklingi Nóa Sírí-
us.
I uppskrift að Baileystruffl-
um á bls. 13 í bæklingnum eru
tvær villur, sem leiðréttast
hér með báðar: ‘A bolli af
rjóma á að vera V* bolli og Vz
bolli af Baileys á að vera 'A
bolli. Beðist er velvirðingar á
þessum leiðu mistökum.
Mosfellsbær
Nv Hagkaupsversl-
un opnuð í dag
NY VERSLUN Hag-
kaups verður opnuð í
dag í Kjamanum,
nýrri verslunar- og
þjónustumiðstöð í
Þverholti í Mosfells-
bæ.
Verslunin er á 1.600
fermetra fleti og er
fyrst og fremst mat-
vömbúð, ekki ósvipuð
versluninni í Garðabæ,
nema hvað þar verður
heldur meira rými fyr-
ir sérvöra, að sögn
Óskars Magnússonar,
forstjóra Hagkaups.
„Þarna verður stórt
og myndarlegt kælt
ávaxta- og grænmetis-
torg, kjöt- og fiskborð
og bakarí. Auk þess
verðum við með svo-
kallað mjólkurtorg,
sem er fyrirbrigði sem
við eram að prófa í
fyrsta skipti og er nýj-
ung hér á landi. Þetta
er afmarkað svæði, þar
sem er aðeins kaldara en í búðinni
sjálfri, og þar era allar mjólkuraf-
urðir samankomnar á litlu torgi,“
segir hann. Auk matvöruverslunar-
Morgunblaðið/Ásdís
TORFI Matthíasson, verslunarstjóri Hag-
kaups í Mosfellsbæ, bregður á leik með
mjólkurbrúsa. Það skal þó tekið fram að á
mjólkurtorginu verður seld rnjólk í fernum
en ekki á fiöskum.
innar, sem verður opnuð kl. 10 í
dag, verður Lyfjabúð Hagkaups
opnuð á sama stað innan fárra
vikna, að sögn Óskars.
TI1J30Ð
HjáðmyndoAtofa
CfiuituvtA JngimwLioonm.
Suðurveri, sími 553 4852
Opið hús hjá Reykjavíkurdeild
Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands býður öllum áhugasömum að
koma og kynnast starfsemi deildarinnar í Fákafeni 11 í dag kl. 13-16
Sjúkrabílarnir • Skyndihjálp • Kvennadeildin
Vinalínan • Ungmennastarfið • Öldrunarþjónusta
Hvernig lítur nýi sjúkrahíllinn ut?
Allir velkomnir!