Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 26

Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 26
26 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 Spurning: Hvaða áhrif hefur hlátur á andlega líðan fólks? Er hann alltaf merki um heilbrigða gleði eða getur hann ekki líka bor- ið vott um meinfysi og illan hug? Er alltaf hollt að hlæja? Svar: Já, það er ábyggilega hollt að hlæja, ekki aðeins fyrir andlega líðan fólks heldur einnig fyrir lík- amann. Þetta vita flestir og fínna á sjálfum sér. Hlátur losar um spennu á svipaðan hátt og slökun gerir. Hann er tilfinningaleg útrás líkt og grátur. Reyndar er oft stutt á milli hláturs og gráts og fólk get- ur grátið af hlátri. Maðurinn er líklega eina skepn- an sem hlær í eiginlegri merkingu og hefur húmor. Stundum viljum við þó manngera ýmis viðbrögð og hegðun hjá dýrum. Hnegg hesta getur orðið að hrossahlátri og við heyrum stundum „hlátur" hrossa- gauksins í náttúrunni. Jafnvel hlátur páfagauksins er aðeins lærð eftiröpun án þess að í honum felist útrás tilfinninga eins og hjá mann- inum. Dýrin þurfa heldur ekki á hlátrinum að halda eins og maður- inn „undir oki siðmenningar". Það er sagt að hláturinn lengi lífið. Ekki er mér kunnugt um rann- sóknir sem styðja þessa fullyrð- ingu, en þeir sem eru glaðlyndir, skapgóðir og hláturmildir eiga að jafnaði léttara með að komast í gegnum erfiðleika og laga sig að kringumstæðum en þeir sem sjaldan stekkur bros. Þetta er per- sónuleikastyrkur sem eykur líkur Hlátur á farsælu lífi, og sýnt hefur verið fram á að hann gerir þá sem þannig eru skapi farnir einnig hæfari til að standa af sér líkam- lega sjúkdóma og ná bata. Hlátur er smitandi og hláturmilt fólk hefur því góð áhrif á aðra í kringum sig. Svo eru aðrir sem vekja hlátur með spaugi og húmor. Góðir spaugarar eru fágæt ger- semi fyrir fólkið, ekki síst fyrir innhverfa íslendinga sem eru vandfýsnir á spaug og hlæja ógjaman nema undir áhrifum. Spaugarar, t.d. í sjónvarpi, bæta sennilega heilsufar þjóðarinnar meira en margan grunar. Hlátur er þannig langoftast heil- brigður og hollur. En geta ekki verið undantekningar á því, eins og fyrirspyrjandi gefur í skyn? Hugsanlega getur hlátur gengið út í öfgar. Til er fólk sem er síhlæj- andi og hlær að næstum hverju sem er. Það er gott að geta séð broslegu hliðamar á tilverunni, en hætt er við að það séu grynnri tii- finningar sem brjótast út í hlátri þeirra síhlæjandi en hinna sem fá hláfurköst með hóflegu millibili. Einnig er það sagt einkenna ís- lenskan húmor að hlæja á kostnað náungans, og oft hlæja Islending- ar mest að meinlegri íyndni. Þeim sem fyrir henni verða er ekki alltaf skemmt og þeim kann að sárna á meðan hlæjendur fá sína útrás. Þannig geta verið fleiri hlið- ar á áhrifum hláturs. Oftar en ekki er þó húmorinn, og hláturinn sem honum fylgir, græskulaus og þeir sem fyrir honum verða geta hlegið með, sjálfum sér og öðrum til heilsubótar. OLesenclur Morgunblaðsins geta spurt sál- fræðinginn uni það sem þeim liggur á hjartn. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukknn 10 og 17 fsímn 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fnx: 5691222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 560 1720. GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Er hægt að hlæja? U NGU R G l S M I ftö R HASLAR SER V'OLL Höfum e v)7ad fyrír akkui Oli Jóhann Daníelsson gull- smiður og eiginkona hans, Eygló Sif Stein- þórsdóttir, hafa aldrei ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þau hafa hvað eftir annað sest niður, tekið „stórar ákvarðanir" og látið slag standa. Sú stærsta til þessa var að hanna eigin línu hand- unninna skartgripa og þreifa fyrir sér á erlendum markaði. Vogun vinnur - vogun tapar, segir máltæk- ið. Það er útlit fyrir það að það fyrra muni nú ganga eftir. Ævintýrið byrjaði árið 1985, er þau Óli og Eygló létu „pússa sig snögglega saman“ eins og Óli lýsir því er þau gengu í hjónaband um ár- ið. Þau ráku saman sjoppu og bið- skýli á Grensásvegi, en það var meiri vinna og yfirlega en þau kærðu sig um, sjoppan var seld, ungu hjónin öxluðu sín skinn og fluttust búferlum til Danmerkur. Hugur Óla stóð til gullsmíða, en hann hafði reynt árangurslaust í 5-6 ár að komast á samning hér á landi. Þetta var ein af „stóru ákvörð- unum“ þeirra hjóna, þau höfðu enga tryggingu fyrir því að Óli kæmist á samning í Danmörku, ef eitthvað var, þá var það enn ólíklegra en á heimaslóðum, þau höfðu ekki loforð fyrir húsnæði né vinnu. Það skyldi einfaldlega farið utan og látið reyna á guð og lukku. „Alveg frá þessum punkti og til dagsins í dag hefur allt saman ein- hvem veginn smollið saman hjá okk- ur. Ailt gengið upp. Ég hef líka áttað mig æ betur á því að án Eyglóar við hlið mína hefði ekkert af þessu sem við erum að tala um orðið að veru- leika,“ segir Óli. Það dró ekkert úr ætlunum hans þótt almennt sé talið að hverjum gullsmið henti 10.000 íbúar og fremur þyrfti gullsmiðum á íslandi að fækka heldur en fjölga miðað við þá tölfræði. Launalaus... fyrst Leiðin lá til Árósa í Danmörku þar sem Óli fékk að vinna launalaust í fjórar vikur til reynslu hjá rótgrón- um gullsmið af gamla skólanum. Svona til að átta sig á því hvort hann vildi leggja fagið fyrir sig í raun og veru. Hann hafði þó engin fyrirheit um samning að mánuðinum loknum. Eygló, sem er lærður þjónn, sá fjöl- skyldunni farborða á meðan. Svo fór þó að Óla var boðinn samningur og var það í blóra við alla danska tölfræði á þessu sviði. í nóv- ember 1988 var hann síðan útskrif- aður sem gullsmíðasveinn. Hann nam síðan leturgröft og steinagróp- un við danska Gullsmíðaháskólann ÓLI og Eygló. og vann samhliða á nokkrum verk- stæðum til að safna reynslu. Þá tóku við tvö ár heima á Fróni og var hugmyndin að opna verslun í vissu húsnæði í Hamraborg 5 í Kópavogi. Þegar til kom var það húsnæði alls ekki á lausu og því steyptu þau hjón sér rakleiðis til Danmerkur á ný og opnuðu verslun þar í landi. Það var haustið 1992. En það var skammt stórra högga á milli, um áramótin 1993 var þeim boðum komið til þeirra að húsnæðið í Hamraborginni hafði losnað. Enn tóku þau stökkið, festu sér húsnæðið og fluttu aftur heim. Einhver gæti haldið að þið væruð þá ánægð og sátt og tilbúin að skjóta rótum? „Það er ekkert á móti þvi að skjóta rótum, en við ætlum ekki að staðna. Hingað voru og eru alltaf að koma erlendir sölumenn skartgripa að reyna að selja okkur vöru sína. Þá datt okkur í hug, af hverjum skyld- um við ekki getað gert það sama? Við vissum af söluaðila, gullsmið, sem fer í 50-60 verslanir í Dan- mörku. Þessi aðili tekur bara pró- sentur af hverri pöntun þannig að það er ekki um beina álagningu milli- liðs að ræða. Eftir að hafa kynnt okkar línu, sem við köllum Silkilínu, fyrir honum var umsamið að hann tæki okkar gripi með. Þá var að hanna og smíða línu og við lukum einni með 70 mismunandi gripum, sendum hana út og fyrstu pantanirnar eru að berast þessa dag- ana. Þessu hefur sem sé verið vel tekið, fjórar af fyrstu átta búðunum sem fengu að skoða línuna pöntuðu úr henni, enda kynnum við það og tökum skýrt fram að þetta er senni- lega eina skartgripalínan í Evrópu sem er handunnin alveg frá a til ö. Það hefur vakið meiri eftirtekt en ella fyrir vikið.“ I UTFLUTNINGI Óli Jóhann að störfum. En hvernig er hægt að hafa undan að smíða annars vegar fyrir heila búð og bæta svo við nægu magni til að selja til útlanda? Óli glottir við þessu og neitar því að sólarhringar hans séu eitthvað lengri en gengur og gerist. Að vísu sé hér um mikla vinnu að ræða, en fyrir skemmstu, og eftir að þau hjón sendu skartgripi sína út fyrir land- steinana, fékk Óli hugmynd að nýju verkfæri sem í sumum tilvikum þre- faldar vinnuhraða við einstaka gripi. „Slíkt getur skipt sköpum. Og ef að þetta ætlar að fara úr böndunum þá bara bætum við mannskap við á verkstæðinu." Stefnir kannski í það? „Við erum þegar búin að bæta ein- um starfskrafti við. Vonandi þurfum við að bæta mörgum við áður en yfir lýkur,“ svarar Óli. Framtíðin úþekkt stasrð Óli Jóhann er fyrsti íslenski gull- smiðurinn sem rær á erlend mið með svo afgerandi hætti og ekki kæmi á óvart þótt sá árangur sem hann hef- ur þegar náð verki hvetjandi á fleiri og sennilega í fleiri stéttum en gull- smíði. Hann er nú búinn að setja saman nýja línu með 100 gripum og er hún á leið utan í kynningu. Hvar endar þetta? „Ég bara veit það ekki,“ segir Óli og það þurrkast ekki af honum bros- ið þegar talið berst að vaxtarmögu- leikum þessarar hugmyndar. „Ég veit það bara að ef þessir skartgripir hitta í mark, þó ekki væri nema að hluta til, þá erum við í góðum mál- um. Mjög góðum málum,“ bætir hann við. Kannski fleiri lönd? „Af hverju ekki? Við erum að fara inn á alnetið um þessar mundir og þá er aldrei að vita hvað gerist. Þar gætum við komist í kynni við nýja umboðsmenn og við skoðum allt saman. Ef þetta ætlar eitthvað að vaxa eru í sjálfu sér engin takmörk fyrir því hvað við getum þanist út með því. Bætum bara við fólki, svo einfalt er það,“ segir Óli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.