Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 27

Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ UIKI Ulltl m Mmm'Wmmm SÆLKERINN Beaujolais Nouveau er orðið að föstum lið í íslensku vínmenningunni. Steingrímur Sigurgeirsson segir Nouveau-hefðina hins vegar hafa tekið á sig aðra mynd hér á landi en víðast hvar annars staðar. ÞRIÐJA fimmtudag nóvembermán- aðar á hverju ári má taka tappana úr fyrstu flöskunum af Beaujolais Nou- veau, víni sem tveimur mánuðum áð- ur var ótínd vínber á vínekrum Beaujolais-héraðsins. Hver sá sem upplifað hefur þá stemmningu er fylgir Beaujolais á frönskum kaffi- húsum veit að það er ekki endilega vínið sem mestu máli skiptir heldur allt umstangið 1 kiingum Beaujolais- komuna. Eftirvæntingin og spenna yfir því að fá að smakka „nýja árganginn" er ávallt mikil þó svo að hinn ljúfi en léttvægi vökvi í Beaujolais-fiöskun- um segi lítið til um hvernig árið eigi eftir að koma út í þungaviktarhéruð- um á borð við Bordeaux og Bour- gogne. Beaujolais Nouveau á fyrst og fremst að gleðja fólk í skammdeg- inu. Ef þetta vín væri tónlist þá væri það vínarvals. Það breytir ekki þvi að Nouveau er ávallt tekið alvarlega, menn pæla ákaft í víninu, velta fyrir sér kostum og göllum og komast yfirleitt að þeirri jákvæðu niðurstöðu að það sé nú „betra en í fyrra“. Raunar eru all- ar forsendur fyrir því að núverandi árgangur sé betri en í fyrra. Sumarið var heitt og þuirt allt fram að upp- skeru, sem hófst óvenju snemma, og náðu bændur inn vel þroskuðum og óskemmdum þrúgum. Það vantaði heldur ekki lýsingarnar á gæðum þess til að byggja upp spennuna og hópur smakkara á vegum markaðs- nefndar Beaujolais-héraðs lýsti því yfir að bragð nýja vínsins væri hvorki meira né minna en „himneskt". Eftir að hafa smakkað Beaujolais 1997 verð ég að staðfesta að það er virkilega gott og svo sannarlega betra en í fyrra. Ferskar þrúgur, rauð ber og berjabaka gefa víninu mikinn þokka. Það kann að hljóma furðulega að þeir fyrstu sem fengu opinberlega að bragða á Nouveau-víninu voru íbúar á afskekktum Kyrrahafseyjum. Þar er hins vegar komið miðnætti þótt klukkan 'sé einungis tólf á hádegi í Frakklandi. Noveau-ið færist síðan vestur tímabeltin þar til klukkan hefur alls staðar slegið tólf á mið- nætti. Beaujolais Nouveau er eitthvert snilldarlegasta dæmið um vel heppn- aða markaðssetningu á tiltölulega venjulegu víni. Raunai' hefur mark- aðssetning Beaujolais-bænda á ung- víninu sínu tekist það vel að betri vín héraðsins eiga undir högg að sækja á mörgum mörkuðum. Neytendur setja samasemmerki á-milli Beaujo- lais og Nouveau og átta sig ekki á að mörg virkilega góð „alvöruvín" koma frá þessu héraði, ekki síst þau sem kennd eru við einstaka þorp þess (t.d. Morgon, Brouilly og Moulin-á- Vent) en ekki svæðið sjálft. Það hindrar hins vegar ekki önnur vín- gerðarsvæði í að reyna að leika sama leikinn og setja á markað vín sem kölluð eru „primeur“, „novello" eða eitthvað annað til auðkenna þau sern ungvín. Nouveau-æði hefur gripið íslend- inga líkt og aðrar þjóðir á undan- förnum árum þótt dagsetningarnar hafi kannski alltaf verið þær réttu. Svo virðist líka sem séríslensk Nou- veau-hefð sé að myndast með sí- sterkari tengslum þessa víns við jólahlaðborðin. I sjálfu sér ekkert vitlaus tenging. Jólahlaðborðin byrja um svipað leyti og Nouveau kemur í hús og sökum þess hve létt vínið er og lipurt siglir það auðveld- lega fram hjá þeim hindrunum hlað- borðanna er oft reynast stærri og nafntogaðri vínum óyfirstíganlegar hindranir. Það væri hins vegar sorglegt ef hlaðborðin myndu algjörlega gleypa Noveau-ið og það einstaka andrúms- loft er fylgir því að bíða eftir fyrstu dropunum úr uppskeru ársins. BEAUJOLAIS: ,.HIMNESKUR“ ARGANGUR Sala á Beaujolais Nouveau-vínum hófst á miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins og þegar hafa verið gefnar út yfir- iýsingar frá markaðsráði Beaujolais um að árgangurinn 1997 sé „himneskur". Beaujolais hefur ákveðna sérstöðu miðað við mörg vín þar sem að þrúguklasarnir eru pressaðir heilir, með stilkum og öllu til- heyrandi, en ekki þrúgurnar einvörðungu. 10BESTU SVÆÐIN SaintAmour- Julienas- Chénas. Moulin a Vent—( Fleurie—r Chiroubles—’ Morgoi Regnh Cótes de Brouillj Brouill' Þrúgutínslan tekur nokkrar J vikur. 10 Km Saint-Julien Villefranche-<§ sur-Saöne Beaujolais Coteaux du Lyonnais REUTERS □ Vln kennd við eitt þorp □ Vín kennd við héraðið i heild Lyon LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 27 * Egilsstaðir • Egilsstaðir • Egiisstaðir • Egilsstaðir • vti^ur mm I v^turl n r ísland að vetri býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Skíðaferðir, f jallaskoðun, listalíf, matur, menning og skemmtun. Flugfélag íslands býðurflug, gistingu, skemmtun og ævintýri á einstöku Gjugg- verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér í ógleymanlega helgarferð til Egilsstaða með Flugfélagi íslands. .airicelandLis ÍGiLSSTAÐiR ÖRVAf Gjugghelgin 28. til 30. nóvember i 1" • Flug fram og fil baka *g • Gisting á mann i 2 natur mcð - morgunverði í tveggja manna herfc. ■«C • Afsláttarhefti og flugvallarskattur innilalinn Söfnunardagar vellíðunar . Njóttu lífsins í rólegu andrúmslofti og rómaijJílc. Skógurinn, huldufólk, miðnæturganga tíg orkusöfnun fyrir jólin. J* n n Vlð leggjum áherslu é hollustu og étiveru: - heimsókn í handverksmiðstöðina að Miðhúsum - sund í nýrri og glæsilegri sundlaug - stuttar hestaferðir með leiðsögn - gönguferðir með leiðsögn - tónlist, myndlist, leiklist MARKAÐSFÉLAGIÐ «hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.