Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 28
VIKU
IM
MORGUNBLAÐIÐ
28
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
A POPPHINJASÝNINGU HEÐ
HLJÓHUM FRÁ KEFLAVíK
Hljómar frá Keflavík voru án efa vinsælasta
^ -V
popphljómsveit landsins á sjöunda áratugnum.
Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson og Rúnar
Júlíusson mynduðu kjarna sveitarinnar frá upp-
hafí og rifjuðu upp gamlar minningar með Sveini
Guðjónssyni á poppminjasýningu, sem nýlega var
opnuð í heimabæ þeirra.
PIM sem þetta ski-ifar líða
seint úr minni tónleikarn-
ir i Háskólabíói á útmán-
uðum 1964, þegar
poppsveitin Hljómar frá Keflavík
kom, sá, sigraði og gerði bókstaf-
lega allt vitlaust, enda er upphaf
bítlaaldar á Islandi miðað við þann
viðburð. Þá skipuðu sveitina Eggert
Kristjánsson trommuleikari, Gunn-
ar Þórðarson sólógítarleikari, Erl-
ingur Bjömsson rythmagítarleikari,
Rúnar Júlíusson bassaleikari og
söngvari sveitarinnar var Karl Her-
mannsson, síðar yfirlögregluþjónn í
Keflavík. Eggert var talinn frum-
kvöðullinn að stofnun Hljóma, en
hann hafði dvalið á Englandi og
drukkið í sig áhrifin frá nýrri tón-
Iistarstefnu, sem þar var að ryðja
sér til rúms, þar sem hljómsveitirn-
ar The Beatles frá Liverpool og The
Rolling Stones frá London fóru
fremstar í flokki. Tímabil þetta í
rokktónlistarsögunni er kennt við
Bítlana og ekki leið á löngu þar til
Hljómar frá Keflavík höfðu fengið á
sig sæmdarheitið „hinir íslensku
Bítlar“ og heimabær þeirra, Kefla-
vík, var á góðum stundum nefndur
„Liverpool Islands".
Undirrituðum var líka ljóst, strax
á þessum fyrstu tónleikum Hljóma í
höfuðborginni, að hér kvað við nýjan
tón og enginn, sem var viðstaddur
tónleikana, varð samur á eftir.
Hljómarnh- spiluðu einhvern veginn
öðruvísi en aðrar hljómsveitir og öll
„hollingin“ á þeim bar þess glöggan
vott, að ferskir vindar blésu nú um
íslenska dægurtónlist. Þai-na steðj-
uðu þeii' um sviðið, í leðurvestum
með lakkrísbindi, og hristu loðin
toppstykkin framan í áheyrendur
svo mörgum stóð ógn af, en fram til
þessa hafði enginn töffari í bænum
vogað sér að greiða öðruvísi en Elv-
is. Reyndar hafði hin gljásmurða
„barta- og píkugreiðsla" Presleys þá
þokað fyi'ir snyrtilegi'i „herraklipp-
ingu“ og þeim mun byltingakennd-
ara þótti því „bítlafax“ hinna ungu
Suðurnesjamanna á þessum tíma.
En fyrir undinitaðan varð ekki aftur
snúið og Hljómar frá Keflavík varð
umsvifalaust uppáhaldshljómsveitin
og ekki spillti fyrir frændsemin við
Erling rythmagítarleikara.
A rfur Suðurnesja-
manna
Ferill Hljóma, og reyndar fleiri
hljómsveita og tónlistarmanna af
Suðurnesjum, er rakinn í máli og
myndum á nýstárlegri poppminja-
sýningu, sem nýlega var opnuð í
IILJOMAR f fyrsta |
sinn á sviði haustið
1966, frá vinstri:
Riínar, Erlingur, i
Gunnar og Einar
.bílíusson söngvari.
Leðurvestiu eru
þarna koniin til
sögunnar en hítla-
hárið átti eftir art
vaxa þá um vetur-
veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík,
eða Reykjanesbæ, eins og bærinn
heitir nú. Greinarhöfundur hafði
mælt sér þar mót við þá þrjá liðs-
menn Hljóma, sem mynduðu kjai'na
sveitarinnai' frá upphafi, þá Erling
Bjömsson, Gunnar Þórðarson og
Rúnar Júlíusson, og þarna var vissu-
lega margt forvitnilegt að sjá.
Auk fjölmargra mynda, sem prýða
veggina eru á sýningunni ýmsir
TONLEIKARNIR í
Háskólabíói vorið
1964 mörkuðti
upphaf bitlaæðis á
islandi. Hér er
einn tónleikagésta
orðinn svo „hítilóð-
ur“ að lögreglan
taldi ástærtu til art
hafa afskipti af
homim.
munh' sem tengjast dægurtónlistai'-
lífi Suðurnesjamanna í gegnum árin.
Þarna er til dæmis jakkinn, sem Erl-
ingur spilaði í þegar Hljómar komu
fram í Cavern-klúbbnum í Liverpool,
skrautlega málaður bassinn sem
Rúnar plokkaði á blómatímabilinu og
skórnir frægu, sem gerðu mikla
lukku á þessum árum. I einum kass-
anum er að finna gítarnögl, sem
Rúni Júl gaf ungri konu í Húsafells-
„BERTI var einn besti dægurlaga-
söngvari sem ísland hefur alið,“
segir Rúnar og bendir á félaga
sinn Engilbert Jensen á skjánum.
Erlingur og Gunnar eru þessu
sammála.
skógi, einhvern tíma á sjöunda ára-
tugnum. Þegar hún frétti af opnun
poppminjasýningarinnar kom hún
með nöglina á ball á Skaganum, þar
sem Rúnar var að spila,
en nöghna hafði hún
geymt í rúm þrjátíu ár.
Sagt er frá bæjar-
brag í Keflavík um
1960, brautryðjandan-
um Guðmundi Ingólfs-
syni, en með hljóm-
sveit hans stigu þeir
Erlingur og Gunnar
sín fyrstu spor á tón-
listarsviðinu. Auk
Hljóma er sagt frá
hljómsveitunum Oð-
mönnum, Júdasi,
Magnúsi og Jó-
hanni, Trúbroti, Lónlí
Blú Bojs og hinum ýmsu skólahljóm-
sveitum sem settu svip sinn á þetta
tímabil. Tónlistarmanninum og laga-
smiðnum Þóri Baldurssyni eru gerð
skil, að ógleymdum Þorsteini Egg-
ei'tssyni textahöfundi, og fleiri laga-
og textahöfundum, sem gerðu garð-
inn frægan. Ekki má heldur gleyma
söngvurunum Engilbert Jensen,
Einaii Júlíussyni, Ónnu Vilhjálms,
Maríu Baldursdóttur, Ruth Regjn-
alds og systkinunum Vilhjálmi og
Ellý Vilhjálms. Allt þetta fólk er á
sínum stað á sýningunni enda lögin
þeirra sá lifandi arfur, sem Suður-
nesjamenn skilja eftir sig í íslensku
dægurtónlistarlífi.
Harft á akkur
eias ug viðrini
Þegar ég kem á Glóðina berast
ljúfir tónar af nýjum safndiski, sem
bei' heitið Hinir íslensku Bítlar, og
hefur að geyma 25 bestu lög Hljóma.
Þeir segja mér að frískað hafi verið
upp á mörg laganna með nútíma
hljóðtækni, án þess þó að umbylta
hinni upprunalegu útgáfu laganna. Á
plötunni eru líka lög sem ekki hafa
áður komið út á hljómplötu, en varð-
veist hafa á hljóðböndum. Og víst er
N otað og nýtt í draumum
DRAUMSTAFIR/Kristjáns Frímanns
ENDALAUST má ræða eilífðarmál-
in, gníska í gömlum fræðum og
kíkja í menningarkistur annarra
þjóða í von um lausn á gátunni miklu
um lífið og dauðann. Dusta rykið af
sjálfum sér með innhverfri íhugun, í
leit að svörum við spumingum um
tilveruna, Guð og mann. Stunda and-
legar íþróttir, lesa leynisögur og
leysa krossgátur í von um skarpari
skilning á sjálfan sig, þetta sjálf sem
vefst fyrir og veldur hugverkjum.
Hver er ég? Hvaðan kem ég? Á
hvaða leið er ég? Þegar á svörin
reynir verða hughrifin óljós, mein-
ingarnar óskýrar, svörin gloppótt og
blákaldur veruleikinn hristir mann
til sín að tannhvössum tíma. Maður
ýtir tómleikanum frá sér, fer í gufu-
bað og nudd, slappar vel af og sofnar
vært er heim kemur. En þá, alltaf
þá, gerist það sama; óljós minning
um opið haf, ferð milli vita og hvít-
fyssandi storm vekur mann upp af
værum blundi og hjartað slær ört.
Var það bara draumur eða... ? Af
hverju kemur þessi skrýtna tilfinn-
ing að eitthvað liggi að baki, að þetta
hafi ekki verið bara draumur?
Á vegum draumsins liggja einmitt
svörin, tilveran er borðleggjandi,
Guð er opinberun og líf mannsins
sem dauði er skannað í bláma
svefnsins. Hver þú ert, hvaðan þú
kemur og hvert þú heldur er upp-
raðað í gagnabanka draumanna,
svörin, sem þú leitar, er að finna á
draumanetinu. Þú lærir bara á for-
ritin; tákntakkana, myndmeiningar-
spjöldin og ígildisþætti þeirra
ímynda sem draumuiinn færir þér
af diski sínum, þér til góða. Þar er
enginn sýndarveruleiki, ekkert
leynimakk eða undirferli, ekkert
selstsemgull. Að nýta drauma sína
er að kunna að hagræða boðskap
þeÚTa á réttlátan og 'sannfærandi
hátt, sjá framtíðina og sannleikann í
réttu Ijósi og vera vakandi fyrir vel-
ferð þeirri sem draumurinn býður
þér. Sannleikurinn er eilífur og þótt
framtíðin virðist þegar skrifuð, þá er
það uppkast að handriti sem alltaf
má breyta og lagfæra til hins betra
með hjálp drauma.
Draumur frá „Eikiá
Mig dreymdi að ég sat í bíl
ásamt einhverjum manni sem ók
bflnum. Mér verður litið til himins
sem var alskýjaður, en í því fara
skýin að greiðast sundur og mynda
ferhymdan heiðskíran blett. Síðan
fara að myndast orð sem skrifuð eru
á þennan tæra flöt og fannst mér
fyrsta orðið vera þriggja stafa og
byrja á G. Mér fannst ég beygja mig
niður í sætið til þess að sjá ekki hvað
væri skrifað. Eg var viss um að það
væru boð til mín og ég sagði skelf-
ingu lostin að það væri verið að
skrifa á himininn. Þá hló maðurinn
við og sagði að þetta væri kunningi
sinn sem væri stundum að skrifa
svona.
Réðning
Þessi draumur er skýr, hann
talar fyrir hönd þíns innri manns
(maðurinn í bílnum) sem er nokkuð
ósáttur við afskiptaleysi þitt og doða
(himinninn alskýjaöur) í trúmálum
(draumurinn gerist á himni). Hann
væntir þess (hló við, kunningi hans
skrifar) að þú takir þig á (heiðskíri
bletturinn) og eflir sóknar- (þriggja
stafa orð sem byrjar á G) viljann,
þrátt fyrir vissan ótta (skelfingu
lostin að sjá skrifað á himininn) við
hið óþekkta.
Draumur „Snffíuáá
Mig dreymdi að ég og dóttir
mín vorum á skíðum uppi á heiði í
Noregi. Hún var fljótari en ég að
setja á sig skíðin og fór strax af stað
inn á heiðina. Þegar ég var að verða
búin að setja á mig skíðin heyrði ég
hana hrópa hjálp mamma, hjálp. Þá
fannst mér norski prinsinn vera á
skíðum ekki langt frá, svo ég hróp-
aði á hann að hjálpa mér að hjálpa
henni, svo hljóp ég (án skíða) til
Mynd/Kristján Kristjánsson
AUGA draumsins er alsjáandi.
hennar, en hún hafði farið út á ís á
vatni sem brast og hún var þarna í
vatninu og komst ekki uppúr. Ég
stökk út í til hennar, þá sagði hún
„Þetta áttir þú ekki að gera mamma,
nú komumst við ekki uppúr“. En ég
dró hana (hún hafði skíðin enn á sér)
þangað til vatnið var grynnra (ísinn
gaf eftir) og við komumst uppúr. Svo
fannst mér að einhver sagði að
prinsinn hefði hringt og beðið um
hjálp.
Réáning
Draumurinn höfðar mjög sterkt
til tilfinninga (renna á skíðum, snjór
og vatn) og þátta í umhverfinu (inn á
heiði) sem hafa áhrif á tilfinningam-
ai', bæði neikvætt (vatnið með ísnum
sem brast) og jákvætt (snögg við-
brögð við hjálparbeiðni). Það virðist
sem hið neikvæða (dóttir þín í vatn-
inu, enn á skíðunum) í draumnum
skapi jákvæða þættinum (þið
komust upp úr, norski prinsinn) far-
veg til góðrar lausnar (norski prins-
inn?) á vandamáli. Þó virðast viss
vandkvæði þar á, því viðkomandi er
stoltur („þetta áttir þú ekki að gera
mamma, nú komumst við hvorug
upp úr“) og þiggur ekki glatt aðstoð
annarra.
„Diúmiáá sentfir
draum
Ég var staddur á Austurvelli í
Reykjavík, á gangstéttinni við Al-
þingishúsið. Allur völlurinn var þak-
inn grænlitu vatni, það djúpu að
hvergi sást í grasið né stétt. Yfir-
borðið var vel gárað og stundum
hvítfyssandi öldufall. Svo var ég
kominn inn í Alþingishúsið, á jarð-
hæðinni var einn minni forsalur og
tveir stórh'. Það var fundur í salnum
sem snýr að Landakoti. Sætin í saln-
um voru hvít. Ég og aðrir sem voru
þar, vorum beðin að færa okkur í
fremri salinn svo við trufluðum ekki
fundinn. Við gerðum það án mót-
þróa. Svo var ég kominn á efri hæð-
ina sem snýr að Austurvelli. Þar
voru þrír lögreglumenn í bláum
skyrtum, án höfuðfats og með vélrit-