Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 39
AÐSENDAR GREINAR
Um laxinn og hafið og kaffi-
bollavísindi í vesturbænum
í Morgunblaðinu
31. október síðastlið-
inn var smágrein sem
byggðist á viðtölum
við þá Tuma Tómas-
son og Sigurð Má Ein-
arsson fiskifræðinga
og fjallaði að mestu
um slakar endur-
heimtur á laxi undan-
farin ár. í greininni
kom fram að þekking
fræðimanna á laxi
væri orðin nokkuð góð
hvað varðar þann
hluta ævinnar sem
hann lifir í ferskvatni
en örlög laxins í haf-
inu væru fræðimönn-
um enn sem komið er illskiljanleg.
Ég vil taka það fram að þessi skil-
greining á stöðu þekkingar fræði-
manna á líffræði laxins er að mínu
viti rétt og það er þakkarvert þeg-
ar vísindamenn viðurkenna tak-
mörk sín á svo opinskáan hátt.
Árangurinn látið standa á sér
Mörg undanfarin ár hafa áhuga-
menn um laxinn unnið að því að
draga úr veiðum á laxi í sjó. Með-
al annars hefur veiðiréttur“ ein-
hverra þjóða verið keyptur upp
fyrir alldijúgar fúlgur. Þrátt fyrir
þessa viðleitni hefur árangurinn
látið standa á sér og reyndar virð-
ast menn í fljótu bragði vera að
fjarlægjast markmiðin. Þetta ger-
ist á sama tíma og mennirnir reyna
í auknum mæli að auka fram-
leiðslu ánna með mikilli ræktun
og auknum sleppingum. Það hlýtur
að reyna á þolrifin á þessum
áhugasömu mönnum að viðleitni
þeirra virðist ef eitthvað er skila
öfugum árangri.
Þrátt fyrir að ég undirritaður
sé ekki prýddur neinu akademísku
skrauti og verði þar af leiðandi að
byggja trúverðugleika minn á
skilningi og umburðarlyndi lesenda
minna, langar mig að reyna að
hughreysta alla laxaunnendur með
því að næstu tvö árin munu verða
þeim gleðitími. Mikil
aukning mun verða á
laxagengd og endur-
heimtum á næsta
sumri en þó mun sum-
arið 1999 líklega verða
enn betra og þá sér-
staklega hvað stórlax
varðar.
Hvorki byggt
á draumum
né dulspeki
Ég vil taka það fram
að ofangreindar full-
yrðingar eru ekki
Sveinbjörn byggðar á draumum
Jónsson eða dulspeki af nokkru
tagi og kann það að
draga nokkuð úr áreiðanleika þeirra
heldur er hér um að ræða þijár til
fjórar líffræðiforsendur sem tengj-
ast öðrum fiskistofni í hafinu og
sambandið var afhjúpað yfir nokkr-
um kaffibollum vestur í bæ nýlega.
Þannig var að félagi minn og
þjáningarbróðir til margra ára í
málefnum trillukarla, hinn vörpu-
legi formaður smábátaeigenda,
Arthur Bogason, bauð mér til sín
í kaffi þegar ég var á ferð í bænum
nýlega. Eins og venjulega var
umræða okkar á léttari nótunum,
gert góðlátlegt grín að hinum
ábyrgðarþjökuðu bírókrötum þessa
lands og annarra, en þó þannig
að ég þurfti aldrei að víkja langt
frá aðaláhugamáli mínu til nokk-
urra ára en það er að sjálfsögðu
þorskar af ýmsu tagi. Þar kom þó
samræðu okkar að Arthur vildi
útfæra hana og bæta við hana einu
af sínum hjartans málum en það
er að sjálfsögðu áhugi hans á löx-
um og stórlöxum alls konar.
Heyrðu Svenni, þú hefur verið
að halda því að mér undanfarið
að margir fiskistofnar í hafinu
ættu mikið undir framleiðslugetu
þorskstofnsins, hefurðu eitthvað
velt fyrir þér hugsanlegu samspili
laxins og þorsksins?
Nei, ekki get ég sagt það, en
ég er þó viss um að smástofn eins
„Mikil aukning mun
verða á laxagengd og
endurheimtum á næsta
sumri, skrifar Svein-
bjöm Jónsson, „en þó
mun sumarið 1999 lík-
lega verða enn betra og
þá sérstaklega hvað
stórlax varðar.“
og laxinn ykkar hlýtur að eiga eitt-
hvað undir sveiflukenndum veislu-
höldum þorskstofnsins (mesti
breytileiki í seiðaframleiðslu síð-
ustu 21 ár er 240 faldur), ætli
þetta sé ekki bara eins og hjá okk-
ur mönnunum. Þar sem nóg er af
þorskum þrífast stórlaxar best og
ekki get ég útilokað að einhvem-
tíma verði smálaxi það á að synda
inn í opið ginið á stórþorski.
í fullri alvöru, heldurðu að það
sé hægt að greina eitthvert sam-
hengi þama á milli?
Já, það kæmi mér mjög á óvart
ef hægt væri að greina einhver
áhrif laxastofnsins á þorskstofninn
okkar, en ég er næstum því viss
um að áhrif þorskstofnsins á laxa-
stofninn eru veruleg, þetta er
væntanlega bara spurning um að
skilja í hveiju þau era fólgin.
---------------------N
BIODROGA
snyrtivörur
y^Bankastræti 3, simi 551 3635.^y
JÓLATILBOÐ FRÁ MARCO
A.t.h.
Takmarhað magn
Mörleinni 4 • 108 Reykjavík
Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510
Við styöjum við bakið á þér
i
Einhvem veginn svona þróuðust
samræðurnar og fyrr en varði vora
komnir nokkrir árgangar af Veiði-
manninum á borðið innan um kaffi-
bollana.
Þorskstofninn hefur áhrif á
endurheimtur laxa
Niðurstöður kaffiboðsins urðu
svo einhvemveginn svona: Þorsk-
stofninn hefur að minnsta kosti á
þrennan hátt áhrif á endurheimtur
laxa úr hafi. Þegar þorskstofninn
býður til stórveislu í hafinu frestar
hluti laxanna uppgöngu í árnar. Á
sama tíma veldur margfalt fæðu-
framboð þorsksins því að afföll
niðurgönguseiða laxins minnka til
muna (mikið framboð þorsksins af
fæðueiningum hlífir ungviði ann-
arra tegunda einfaldlega vegna
minni eftirspumar). Og í þriðja
lagi veldur mismunandi vaxtar-
hraði því að laxinn getur fljótlega
farið að nærast á þeim einingum
sem hlífðu honum í upphafi.
Ég ætla ekki að fara nánar út
í umræddar forsendur í þessu
greinarkorni enda era hugmyndir
mínar um nýtingu og uppfærslu
ljóstillífunar í hafinu og verka-
skiptingu þar að lútandi allt of
viðamiklar til að rúmast í lítilli
grein. Hins vegar þætti mér vænt
um ef laxaunnendur beindu sjónum
sínum að skrifum mínum undan-
farin ár um náttúruvalspíramýta
og íslenska þorskstofninn því ég
er nokkuð viss um að litli stofninn
þeirra á mikið undir því komið að
mennirnir hætti að misveiða þorsk-
stofninn. Hugsum vel um stórþor-
skinn og þá mun ekki bara hafið
verða okkur gjöfulla heldur munu ’
laxárnar fyllast líka!
Mér finnst við hæfi að enda
þessa grein á vísukorni, ættuðu frá
þorskum, sem gengur undir nafn-
inu Paradísarheimtufrekjúmissir:
Á Ijúfum völlum ljóstillífunar
hófst líf vort bundið sporðum
þá vorum bæði veislugestir þar
og vegleg krás á borðum
samt einhvem veginn
ávallt fengum þó
vors erfðagóss að njóta
uns vera ein sem vitið hefur nóg
oss vemda tók með kvóta.
Höfundur er sjómaður
á Suðureyri.
EPSON
Ljósmyndaprentun
iðveldari en nokki
ru sinni fyrr
með nýja Epson Stylus Photo bleksprautuprentaranum
Gæði prentunarinnar í Epson Stylus Photo prent-
aranum eru hreint út sagt frábær, þökk sé hinni
nýju Epson PRQ tækni (Photo Reproduction
Quality). Nú getur þú notið þess að fylgjast með
Ijósmyndunum þínum verða að veruleika heima
hjá þér.
Með því að taka myndirnar á stafræna myndavél
frá Epson, vista þær inn á tölvuna þína og prenta
út með Epson Stylus Photo bleksprautuprent-
aranum, losnarðu við hið hefðbundna fram-
köllunarferli. Auk þess getur þú lagfært og breytt
eigin myndum eftir smekk og prentað út eins
mörg eintök og þú þarft, allt upp í A4 stærð.
Ljósmyndaprentun hefur aldrei verið auðveldari
en einmitt núna.
: i. r
mvwggm
Stafræn myndavél frá Epson eða Epson filmuskanni, ásamt tölvunni þinni
og Epson Stylus prentara, mynda hið fullkomna Epson myndastúdló.
Tæknival
p
PÓR HF
Armúlo 11 . Sfml
Skelfunni 17
108 Reykjavlk
Siml 550 4000
Fax S50 4001
Netfang:
Reykjavlkurvegi 64
220 HafnarfirOI
Simi 550 4020
Fax 550 4021
Netfang:
mottaka9taeknlval.lt fjorduretacknlval.lt
m-
*Sr