Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 40
40 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
*
___________AÐSENDAR GREINAR____
Mikill og stöðugur stuðning-
ur við aðildarumsókn að ESB
mmBsm
Fræðslufund-
ur um vist-
fræði laxins
ENGINN efast leng-
ur um að gerð samn-
ingsins um Evrópska
efnahagssvæðið (EES)
hafi verið mikið gæfu-
spor fyrir íslendinga og
spumingin um hvort
ekki sé tímabært að
_^.sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu (ESB)
er orðin mjög áleitin.
Það eru bæði beinar
hagnýtar ástæður og
eins pólitískar ástæður
fyrir því að umræðunni
um Evrópusambands-
aðild vex fiskur um
hrygg. íslenskt at-
vinnulíf sér t.a.m. fram
á að greiða hærri vexti og bera
meiri viðskiptakostnað en ná-
grannaríki sem eru innan sam-
bandsins eftir því sem Efnahags- og
myntbandalagið (EMU) þróast og
ýmis ólík hagsmunasamtök líta
hýru auga til þess hvernig tekið er á
—,þeirra málaflokkum innan ESB.
Sífellt fleiri spyrja að því hvort full-
veldi Islands sé ekki best borgið
með því að íslendingar taki virkan
þátt í ákvarðanatöku í Evrópusam-
bandinu.
Þrátt fyrir að forystumenn allra
stjómmálaflokka utan Alþýðuflokks
hafi annaðhvort þagað um stuðning
sinn við aðildaramsókn Islendinga
eða lýst sig andvíga slíkri umsókn
sýna skoðanakannanir að kjósendur
eru hlynntir því að sótt verði um að-
ild. Þeir sem styðja umsókn um að-
ild að Evrópusambandinu era fleiri
en þeir sem era andvígir aðildarum-
sókn, ef marka má
skoðanakannanir
Gallup frá áranum
1994, 1995 og 1997.
Þessi stuðningur við
nánara samstarf ís-
lands og ESB er stað-
festur í könnunum
Hagvangs, sem ná yfir
síðastliðin sjö ár. I síð-
ustu könnun Hagvangs,
sem framkvæmd var í
vor, segir helmingur
þeirra sem taka afstöðu
að þeir séu fylgjandi því
að íslendingar gerist
aðilar að Evópusam-
bandinu.
Gallup hefur spurt:
„Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því
að íslendingar vinni að því að sækja
um aðild að Evrópusambandinu?“ í
nýjustu könnuninni sögðu 49,4% að
þeir væru hlynntir, 11,0% að-
spurðra vora óviss og 39,6% andvíg.
Stuðningurinn við aðildaramsókn
er mjög mismunandi eftir aldurs-
hópum. Mestur er stuðningurinn í
aldurshópnum 16-24 ára, því næst í
aldurshópnum 25-34 ára og helm-
ingur þeirra sem eru 35-44 ára
styðja aðildarumsókn. í hópi þeirra
sem eru á aldrinum 45-75 ára virð-
ast fleiri leggjast gegn aðildaram-
sókn íslendinga.
Það er sérstaklega athyglisvert
að skoða stuðning Sjálfstæðis-
manna við aðildaramsókn. I desem-
ber 1994 sögðust 62% þeirra sjálf-
stæðismanna sem spurðir voru að
þeir styddu aðildarumsókn, í mars
1995 er hlutfall stuðningsmanna að-
Það eru bæði beinar
hagnýtar ástæður og
eins pólitískar ástæður
fyrir því, segir Aðal-
steinn Leifsson, að uni-
ræðunni um Evrópu-
sambandsaðild vex
fiskur um hrygg.
ildarumsóknar í Sjálfstæðisflokkn-
um um 59% og nú í haust er hlut-
fallið um 58%. Þetta gerist á sama
tíma og forysta Sjálfstæðisflokksins
leggst eindregið gegn umræðu um
málið innan flokksins.
Hagvangur hefur spurt reglulega
um skoðanir á aðild íslands að Evr-
ópusambandinu um langt skeið. Sú
spurning sem Hagvangur hefur sett
fram hljóðar svona: „Ert þú fylgj-
andi eða andvíg(ur) því að Islend-
ingar gerist aðilar að Evrópusam-
bandinu?“ Engir fyrirvarar eru
gerðir um hagstæða niðurstöðu
samningaviðræðna eða lausn deilu-
mála tengdum sjávarútvegi. Þrátt
fyrir það segist helmingur þeirra
sem tóku afstöðu í síðustu könnun
Hagvangs að þeir séu fylgjandi því
að Islendingar gerist aðilar að Evr-
ópusambandinu. Það hefur fjölgað í
liði stuðningsmanna aðildar jafnt og
þétt síðastliðin þrjú ár. Það skal þó
tekið fram að óákveðnir era margir
í könnunum Hagvangs, á bilinu 30
til'40% síðastliðin ár. í síðustu könn-
un mældist mestur stuðningur við
aðild í aldurshópnum 25-34 ára.
Þegar ýtt hefur verið úr vör um-
ræðu um hugsanlega aðild Islend-
inga að Evrópusambandinu hefur
hún yfirleitt _ strandað á sjávarút-
vegsmálum. An þess að lítið sé gert
úr því verkefni að ná samkomulagi
um aðild Islendinga að sjávarút-
vegsstefnunni þá er það smámál í
samanburði við þau vandamál sem
blasa við í tengslum við inngöngu
ríkja Mið- og Austur-Evrópu í ESB
og í samanburði við ýmsa hags-
munaárekstra sem komið hafa upp
á milli aðildarríkja Evrópusam-
bandsins í gegnum tíðina. Spurn-
ingin er hvort við íslendingar telj-
um okkur eiga samleið með grönn-
um okkar í Evrópusambandinu eða
ekki. Ef við erum þeirrar skoðunar
að örlög okkar séu samofin og að
okkur sé best borgið með samvinnu
þá er rétt á láta á það reyna hvort
ekki sé hægt að vinna úr mismundi
hagsmunum í sjávarútvegi eins og í
öðram málaflokkum. Endurteknar
yfirlýsingar almennings um stuðn-
ing við aðildarumsókn, þrátt fyrir
að sjónarmið þeiira virðist ekki eiga
sér málsvara innan Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks og Al-
þýðubandalags, sýna svo ekki sé um
villst að Islendingar vilja láta á það
reyna hvort ekki náist hagstæðir
samningar um aðild Islands að
ESB.
Höfundur er stjómmálnfræðingur
ojr formaður Evrópusamtakanna á
Islandi.
SÍÐASTI fræðslufundur Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags á þessu
ári verður haldinn mánudaginn 24.
nóvember kl. 20.30. Fundurinn
verður að venju haldinn í stofu 101 í
Odda, hugvísindahúsi Háskóla ís-
lands. Á fundinum flytur Sigurður
Guðjónsson, fiskifræðingur á Veiði-
málastofnun, erindi sem hann nefn-
ir: Vistfræði laxins.
í fréttatilkynningu segir: „Heim-
kynni Atlantshafslax (Salmo Salar)
er í norðanverðu Atlantshafi en út-
breiðslu hans hefur mjög hnignað
frá því sem áður var. Ástæðurnar
eru ill meðferð mannsins á búsvæð-
um hans í ánum en þau hafa verið
eyðilögð m.a. með stíflugerð og
mengun og einnig óheftar veiðar í
sjó og ám. Þessi neikvæða þróun
heldur enn áfram þó sums staðar sé
reynt að endurheimta búsvæði með
því að fjarlægja hindranir úr ám og
draga úr mengun þeirra.
Á Islandi höfum við verið lánsam-
ari en margar aðrar þjóðir. Góð lög-
gjöf var sett um laxveiðar þegar ár-
ið 1932. Þar era sjávarveiðar á laxi
bannaðar og grannur var lagður að
hófsamari veiðinýtingu í ánum.
Stangveiði er oðin mikilvæg at-
vinnugrein víða um land og er hún
nátengd annarri ferðaþjónustu. Lax
er að finna í hlýjustu og frjósöm-
ustu ám landsins. Til að auka laxa-
gengd hafa menn sleppt seiðum á
öllum lífsstigum. Sagt verður frá ár-
angri sleppingar. Brýnt er að við
fiskrækt noti menn stofn árinnar til
ræktunar."
Fræðslufundir félagsins eru öll-
um opnir og aðgangur ókeypis.
Aðalsteinn
Leifsson
gxorsM>
Arnaldur Indriðason skoðar
jólamyndir kvikmyndahúsanna.
í blaðinu á sunnudaginn.