Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HAFDÍS ANDERSEN + Hafdís Ander- sen fæddist í V estmannaeyjum 21. desember 1949. Hún lést á sjúkra- húsi Vestmannaeyja 11. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Rakel Friðbjarnar- dóttir, f. 19. ágúst 1918, d. 23. maí 1993, og Knud And- ersen, f. 23. mars 1913. Systkini Haf- dísar eru Pétur Andersen, f. 16. des- ember 1943, og Ingibjörg Jó- hanna Andersen, f. 14. desem- ber 1939, maki Óskar Þórarins- son, f. 24. maí 1940, og eiga þau fimm börn. Hinn 10. apríl 1977 giftist Hafdís Sigurbirni Hilmarssyni, f. í Vestmannaeyjum 3. janúar 1954. For- eldrar hans eru hjónin Jónína Mar- grét Ingibergsdótt- ir, f. 6. júní 1931, og Hilmar Sigur- björnsson, f. 8. október 1928. Haf- dís og Sigurbjörn eignuðust þrjár dætur: Sædísi, f. 21. desember 1976, unnusti hennar er Jóhannes Egilsson, f. 7. apríl 1977; Dröfn, f. 6. september 1979; og Sif, f. 22. október 1982. Útför Hafdísar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mammá. Ég á svo erfitt með að skrifa þessar linur því að orðin eru öll þama en eru einhvern veginn ætluð þér nálægri. Mér fannst þú svo dugleg í öllum þínum veikindum og í fimm ár barðist þú eins og hetja fyrir lífi þínu og gafst aldrei upp. Oft héldum við að þú værir að fara en hjarta þitt var svo sterkt og lífsviljinn var svo mikill að alltaf komstu aftur. En svona varstu, svo dugmikil og gerðir oft miklu meira en þú gast, eins og fara í vinnuna þótt fárveik værir en lést þig samt hafa það. En það er svo oft í lifinu þar sem mikilvægt er að hafa mömmu sína. Til dæmis þegar maður eignast böm, maður fer að búa o.fl. og þar sem þú hefðir verið stór þátttak- andi. Svo áttum við sama afmælis- dag og höfum alltaf haldið upp á hann saman og þú sagðir oft að ég væri besta afmælisgjöf sem þú hefðir fengið. Mér er sérstaklega minnisstæður afmælisdagurinn okkar í fyrra, þegar ég varð tvítug og útskrifaðist sem stúdent sama dag. Það að þú gast tekið þátt í því er ég þakklát fyrir. í sumar þegar ég og Jóhannes keyptum okkur bíl þá langaði mig svo að bjóða þér í bíltúr en þú varst á spítalanum og svo var leiðinlegt veður þannig að við skoðuðum hann úr glugganum og þér þótti hann svo fallega rauður. En núna ertu farin, þú varst svo veik, að maður bað til guðs að stríð- ið færi að taka enda og að þú þyrft- ir ekki að beijast mikið lengur. Og svo þegar allt var yfírstaðið og þú varst farin, þá varstu svo falleg, svo mikill friður yfír þér og þjáning- arsvipurinn var farinn. Eg veit að Rakel amma hefur tekið vel á móti þér. Ég man að í eitt skipti töluðum við opinskátt um dauðann og þú sagðir að þú værir ekki hrædd við hann, heldur það að deyja frá pabba og okkur stelpunum. En ég veit það, elsku mamma mín, að við eig- um eftir að sakna þín óskaplega mikið og missirinn er mikill, ekki bara hjá mér, pabba og systrum mínum heldur líka hjá afa, Pétri og Ingu systur þinni sem stóð með þér í gegnum öll veikindin eins og hetja. En ég veit líka að á öllum stund- um, hvort sem þær verða gleði- eða sorgarstundir, þá verður þú hjá okkur og fylgist með okkur. Mér þykir svo vænt um þig. Þér þakka ég, móðir, fyrir trú og tryggð; á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú striddir vel, uns striðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár. (Jóhann M. Bjarnason.) Þín dóttir, Sædís. Elsku mamma. Nú þegar þú ert farin, er svo margt sem fer í gegnum huga minn. Minningar sem eru svo dýrmætar, en einnig hugsunin um það hve mikið ég á eftir að gera og það að þú hefðir verið svo stór hluti þess. Ég hefði svo innilega óskað þess að þú hefðir verið lengur. Við stelpurnar eigum eftir að gefa þér svo mikið, þú gafst okkur stóran hluta af þér og við áttum eftir að sýna þér margt og gefa þér minning- ar sem við mundum eiga saman. En þú fórst svo snemma að við náð- um ekki að gefa þér allt sem hægt hefði verið, en við gáfum þér allt sem við gátum á þeim stutta tíma sem við fengum með þér. Ég veit að þú gerðir allt sem þú gast til að vera lengur hjá mér, en ég veit líka að þú varst tekin frá mér til að gegna einhverju æðra hlutverki. Þú varst svo mikil hetja. Þú barð- ist svo innilega við að vera lengur hjá okkur og ég hefði ekki getað trúað því að nokkur manneskja væri svona sterk. Þú varst veik í rúm fímm ár en frá því í ágúst í fyrra fengum við að vita að nú væri krabbameinið komið það langt að þér yrðir ekki bjargað og óvíst hve langt þú ættir eftir. Fjórum sinnum eftir þetta lást þú fyrir dauðanum og okkur sagt að nú væri tíminn kominn, en þú sigraðir dauðann þrisvar sinnum. Okkur var sagt að þú hefðir svo sterkt hjarta. Og mamma mín, ég veit að þú varst orðin þreytt á bæði líkama og sál, en þú sagðir við okkur einu sinni að þú værir sko alls ekki hrædd við dauðann heldur við það að fara frá pabba og okkur stelpunum. Mamma manns er eitt af því stór- kostlega, besta og mikilvægasta sem maður eignast í lífinu og fyrir mér hefði ég ekki getað öðlast neitt betra. Þú stóðst með okkur eins og klettur og það var alveg sama hversu veik þú varst, aldrei gafstu upp eða lést á sjá. Ég veit að þessu gat eng- inn breytt og því verð ég að hugga mig við þessar yndislegu minningar sem þú skildir eftir og ég mun varð- veita þær að eilífu. Ég veit að þú fylgist með mér í gegnum allt, eins og þú sagðir einu sinni, og ég skal lofa þér því að standa við það sem við töluðum um, að vera sterk, halda áfram að komast í gegnum þetta allt. Elsku mamma, ég mun aldrei gleyma þér og takk fyrir allt. Þín dóttir, Dröfn. í dag kveðjum við Hafdísi frænku okkar og vinkonu en hún beið lægri hlut í baráttu sinni við illvígan sjúk- dóm sem enn reynist vísindunum svo erfítt að ráða við. Barátta hennar var hetjuleg og hún sýndi best hve hugrökk og dugleg Hafdís hefur alla tíð verið. í baráttu sinni naut hún óeigingjarns stuðnings fjölskyldu sinnar og aðstandenda, stuðnings sem er ómetanlegur fyrir alla fjöl- skylduna. Við frændsystkinin sem erum fædd og alin upp í sama húsi mynd- uðum strax í bemsku vináttu, en grunnur vináttu og velvildar fjöl- skyldna okkar var lagður löngu fyr- ir fæðingu okkar þar sem feður okk- ar eru bræður og hafa alla sína ævi verið í sambýli hvor við annan. Auk þess voru mæður okkar alla tíð góð- ar vinkonur. Á sjötta áratugnum var gott að vera ungmenni á Hásteinsveginum. Áhyggjuleysi æskuáranna einkenndi líf og starf. Ærsl og glens ríktu í stórum barnahópi og í þeim hópi var Hafdís ávallt kát og skemmtileg. í minningunni skein sólin í uppvexti okkar og sameiginlegar skemmti- ferðir vestur í Hraun eru fegurstu minningar æskuáranna. Þá fóru allir íbúar hússins með nesti og góða skapið og nutu útivistar með leikjum og samveru. Eins og gengur yfírgáfu ungarnir hreiðrin og Hafdís og Sibbi reistu sér myndar hús vestur í Hrauni þar sem við höfðum sem börn leikið sam- an og notið lífsins. Heimili þeirra hjóna var fallegt og myndarlegt og bar smekkvísi þeirra og natni glöggt vitni. Þau hjónin eignuðust þijár yndislegar dætur sem hafa fengið allt það besta í arf frá foreldrum sínum. Dætumar hafa veri ómetan- legur styrkur fyrir foreldra sína í þeim miklu erfiðleikum sem að baki eru. Hafdís og Sibbi hafa alla tíð verið miklir og góðir vinir Knuds, föður Hafdísar, og hafa reynst hon- um sérstaklega vel frá því hann missti Rakel konu sína. Missir hans er því mikill. Éftir því sem árin liðu urðu sam- verustundirnar færri, en vinátta okkar og væntumþykja hefur alltaf haldist. í gleði og sorg hafa fjöl- skyldumar ávallt stutt hver aðra en nú er stórt skarð höggvið í þann hóp, skarð sem seint verður fyllt. Eftir lifír minning um góða frænku og vinkonu. Við sendum fjölskyldu Hafdísar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Systkinin Hásteinsvegi 29. Kær frænka, skólasystir og vin- kona er horfin eftir erfiða baráttu. Enn á ný emm við minnt á að ekk- ert varir. Eftir eigum við minningar og minningabrot um Hafdísi Anders- en sem háði sína hinstu hildi af fá- dæma dugnaði og hetjuskap. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en í vinfengi - og oft í nánu sambandi - við Hafdísi og hennar fólk. Við vomm jafnöldmr, bræðradætur og síðar skólasystur í gegnum barna- og gagnfræðaskóia í Vestmannaeyj- um. í barnaskóla vorum við sessu- nautar frá fyrsta degi og vomm þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta handleiðslu kennarahjónanna Árn- þrúðar Björnsdóttur og Karls Guð- jónssonar. Á leið heim úr skóla var iðulega komið við heima hjá Hafdísi á Há- steinsvegi 27, þar sem Rakel gaf í svanginn og Knud frændi leit yfir skólabækurnar og hjálpaði til með stærðfræðina - og hætti ekki fyrr en búið var að ganga frá dæmum af þeirri einstöku snyrtimennsku sem honum var í blóð borin. Hafdís bjó yfír sömu auðmýkt og sama lítil- læti. Það einkenndi allt hennar fas og framkomu. Aldrei mátti til dæm- is dást að ljósa hárinu sem stimdi svo glæsilega á - það var ekki henn- ar „deild“ að taka við skjalli! .Æskuárin í Eyjum liðu áhyggju- laust eins og á að vera; aðaláhyggj- urnar vom myndirnar í 12 ára pass- ana og valið á fermingarkápunum! Eftir að leikjum á Gvendar Bö-plan- inu lauk tók skátafélagið Faxi við. Þar var skátastarfíð tekið föstum tökum og alvarlegum; toppurinn var auðvitað að komast á landsmótið á Þingvöllum 1962. Seinna stofnuðum við Hafdís, ásamt nokkmm vinkon- um, skátaflokk þar sem slegið var á léttari strengi og aðal takmarkið var að skemmta okkur og öðmm með yfírmáta væmnum sönguppá- komum. Stundum slettist upp á vinskapinn - en það stóð aldrei lengi og sjaldn- ast mundum við stundinni lengur um hvað deilan hafði staðið. Eins og gengur skildu leiðir þegar kom fram á unglingsárin, hvor fór í sína áttina. En þrátt fyrir fjarlægðir og langar fjarverur var alltaf strengur á milli okkar - það var alltaf eins og við hefðum bara hist í gær. Hafdís var hreinskiptin og heið- arleg kona. Hún var hvorki fram- hleypin né framagjöm en hafði heil- brigðan metnað fyrir sig og sína. Hún var strangheiðarleg og hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum. Hún var tiygg vinum sínum og fjöl- skyldu og lét væntumþykju sína í ljós án yfírlætis eða ofgnóttar. Ótímabært fráfall Hafdísar frænku minnar og vinkonu er ekki aðeins áfall fyrir flölskyldu hennar, nánustu vini og stóran frændgarð - Eyjamar hafa misst eina af sínum tryggustu og bestu dætrum. Kæra frænka, megi algóður Guð varðveita og vemda minningu þína og veita ástvinum þínum huggun og styrk - Sigurbirni og dætrunum Sædísi, Dröfn og Sif, Knud föður- bróður mínum, systkinunum Pétri og Ingu Hönnu, fjölskyldum þeirra og tengdafólki. Far þú í friði. Júlía. Það er með miklum trega að ég skrifa þessar fátæklegu línur um frænku mína Hafdísi Andersen. Þeg- ar litið er um farinn veg em minning- amar margar, allar eru þær bjartar og fullar af lífi eins og einkenndi hana frænku mína. Það var gaman í garðinum á Hásteinsveginum þegar við lékum okkur þar sem böm og lífið svo áhyggjulaust. Mér fannst garðurinn svo gífurlega stór og trén himinhá. í áranna rás hefur annar garður tekið við, hann minnkað að mun og aðrar leikreglur hafðar í frammi. Mikill samgangur var milli fjöl- skyldna okkar þegar við vorum ung. Ég minnist þess þegar við vomm táningar og fórum austur á Vopna- Qörð á síldarsöltunarplanið hjá Kidda frænda, en mamma var þar ráðskona og vænti ég að það hafí ráðið úrslitum að Hafdís fékk að fara svo ung. Þær voru þijár saman úr Eyjum, Hafdís, Gugga og Dísa, allar hressar og fullar af fjöri. Ég rakst á gamlar myndir frá þessum tíma pg rifjaðist margt skemmtilegt upp. í minningunni er eins og þær stöllur hefðu alltaf verið með stórar rúllur í hárinu, mikill tími og fyrir- höfn fór í að halda þessu í horfinu. Þetta er aðeins brot af þeim góðu minningum sem ég á frá þessum tíma. Hafdís var dugleg við vinnu og myndarleg í verkum sínum, enda átti hún ekki langt að sækja það. Eftir þennan skemmtilega tíma fyrir austan héldum við sitt í hvora átt- ina, hún hóf búskap í Vestmannaeyj- um og ég fluttist af landi brott. Okkar fundir urðu sífellt stopulli er árin liðu, en hittumst þó af og til í Akurgerði í húsi foreldra minna og stöku sinnum í Vestmannaeyjum. Þessi ógnvaldur sem hún barðist svo hetjulega við og hafði áður kom- ist í kynni við, hafði yfirhöndina í þetta sinn, þrátt fyrir bænir og von- ir. Ég sá Hafdísi síðast í Reykjavík í september sl. Þá var hún á Land- spítalanum en á leið út í Eyjar. Þrátt fyrir hversu veik hún var, slógum við á létta strengi og ég dáðist að styrk hennar. í blóma lífsins er hún hrifín brott frá ungum dætriim, eig- inmanni, fullorðnum föður og systk- inum. Við hjónin biðjum algóðan Guð að veita ykkur öllum styrk á þessari erfíðu stundu. í söknuði eigum við fallegar minn- ingar um elskulega konu. Sigþór og Stella. Elsku vinkona. Nú er komið að því að kveðja í bili eftir þriggja ára- tuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Minningar okkar mun ég geyma í hjarta mínu, þær voru ekki aðeins okkar heldur tengjast fjölskyldum okkar. Þær eru ófáar ánægjustund- irnar sem við höfum átt saman. Síð- ustu ár hafa verið þér erfið vegna veikinda en þú hefur ætíð staðið upp úr sem hetja og það verður þú alltaf í mínum huga. Elsku Sibbi, Sædís, Dröfn, Sif, Knútur og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Hafíð skein sem skyggður spegill, skipið rann sem ör. Það var einhver yndisljómi yflr þeirri fór. Vonarljómi, - líkt og byði lukkan vinahót, og við hafsbrún lága lýsti langþráð meinabót. (Jón Trausti.) Hjördís Svavarsdóttir. Klukkan var fímm að nóttu og ég vaknaði viÁ það að mamma mín öskraði í símann. Svo sagði hún: Þetta er Nína í Keflavík, það er far- ið að gjósa í Eyjum, strákar, strák- ar, kveikið á útvarpinu. Það leið fram að hádegi, í undarlegu tómarúmi, og svo birtust Hafdís og Sibbi á sti- gapallinum. Það þurfti ekkert að segja, fólk féll grátandi í faðm hvert annars. Það kom aldrei til greina annað en þau byggju hjá okkur í Hlíðunum. Þetta var í eina skiptið sem ég sá Hafdísi gráta. Hjördís systir mín og Hafdís kynntust í Kaupmannahöfn. Þær höfðu farið þangað um tvítugt hvor i sínu lagi, í einhveijum hippaerind- um. Þar gengu þær götuna fram eftir veg og bundust böndum sem hafa ekki slitnað fram að þessu. Eftir það var Hafdís í hugarheimi okkar bræðra eingöngu: Hafdís vin- kona. Þær komu heim til íslands og Hjödda fór út til Eyja að vinna í fiski. Böndin bundust betur. Samgangur milli fjölskyldnanna jókst og það var því ákaflega eðli- legt að Sibbi og Hafdís kæmu sér fyrir hjá okkur til bráðabirgða þegar gosið hófst. Þó að eldgosið hafí fyrst og fremst verið ógn og skelfing fyr- ir Eyjabúa er þessi tími í huga mér mest tengdur lífi og fjöri. Eg var stráklingur og kunni fjölmenninu á heimilinu vel og þeirri gleði sem fylgdi Hafdísi eilíflega. Það var því ekki laust við að ég kviði þeim tíma er gosinu lyki. Enda fór það svo að mér fannst tómlegt á heimilinu eftir að þau skötuhjú fluttu annað. Eg hef ekki oft séð Hafdísi eftir að systir mín hóf sjálf búskap en í hvert skipti mætti mér samt sama innilega gleðibrosið. Það er því öðru sinni sem ég fínn fyrir tómleika þeg- ar Hafdís hefur lagt í sína hinstu ferð. Ég myndi innilega vilja vera við útför hennar en á því miður ekki heimangengt svo ég verð að láta þessi fátæklegu kveðjuorð duga til að votta henni virðingu mína og fjöl- skyldu hennar innilega samúð. Hvíl í friði. Hörður Svavarsson. Hún Hafdis Andersen er dáin; tíð- indin bárust okkur, bekkjarsystk- inum hennar frá Vestmannaeyjum, að morgni 11. nóvember. Fréttin kom ekki á óvart því að nú var erf- iðri baráttu lokið. Það er tæpt ár síðan við „1949- systkinin" misstum hana Tobbu (Þorbjörgu Sigurfinnsdóttur) úr hópnum, og nú er hún Hafdís „í okkar bekk“ dáin. Báðar féllu þær fyrir krabbameininu. Minningarnar hrannast upp og renna framhjá hver af annarri. Bamaskólaárin liðu hjá með öllum sínum skemmtigöngum og leikjum, en síðan færðum við okkur upp á hólinn í Gagnfræðaskólann. Þar vor- um við síðasta skólaárið sem Þor- steinn Þ. Víglundsson starfaði, en Eyjólfur Pálsson tók við af honum. Að loknum skóla lá leið Hafdísar út á vinnumarkaðinn og fór hún meðal annars að vinna í síld á Vopnafírði og um skeið vann hún í Danmörku. Á þessum árum skildu leiðir okkar og við fórum svolítið hvert í sína áttina. Flestir hófu svo búskap og komu upp fjölskyldu. Með svokölluðum árgangs- eða fermingarmótum, sem 1949- árgangurinn hefur haldið 1983, 1988 og 1993, hafa svo „hin gömlu kynni“ verið endurnýjuð og sam- heldni og samgleði hópsins verið mikil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.