Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 51 BRÉF TIL BLAÐSIIMS MESSUR Á MORGUIM Fáein orð um forna skatta Fr'á Finnboga Guðmundssyni: EKKI er að efa, að margir þeirra, er fluttust úr Noregi til íslands á landnámsöld, fóru þangað undan ofríki Haralds konungs hárfagra, þótt þar komi vitaskuld jafnframt ýmsar aðrar ástæður til greina. Lýsing Snorra í 4. kapítula Egils sögu á harðfylgi Haralds hárfagra, er hann var að bijótast til valda í Noregi, er sígild og athyglisvert það lýsingarorð, er hann hefur um Har- ald í upphafi umræddrar frásagnar: „Haraldur konungur var mjög gjör- hugall, þá er hann hafði eignazt þau fylki, er nýkomin voru í vald hans.“ En Snorri segir nokkru síðar: „Haraldur konungur eignaðist í hveiju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbyggt, og jafnvel sjóinn og vötnin, og skyldu allir búendur vera hans leiglendingar, svo þeir, er á mörkina ortu, og saltkarlanir og ailir veiðimenn, bæði á sjó og landi, þá voru allir þeir honum lýð- skyldir. En af þessi áþján flýðu margir menn af landi brott, og byggðust þá margar auðnir víða, bæði austur í Jamtaland og Helsin- gjaland og Vesturlönd, Suðureyjar, Dyflinnar skíði, írland, Norðmandí á Valland, Katanes á Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í þann tíma fannst ísland." Þótt ýmsir séu nú á dögum nógu slyngir að finna upp og leggja á nýja skatta, jafnast þeir hvergi að gjörhygli á við Harald hárfagra. Hann var ekki að kaupa sér frið við einstakar stéttir með því að veita þeim skattafríðindi. Nei, þar skyldi eitt yfir alla ganga. Hann lét ekki við það sitja að eignast allt land, byggt og óbyggt, heldur jafn- framt sjóinn og vötnin. Og skattur- inn, sem Haraldur lagði á alla veiði- menn, bæði á sjó og landi, hann er ekkert annað en auðlindaskattur- inn svonefndi, sem nú er mikið rætt um og vefst fyrir mönnum að koma á. Vera má, að Snorri hafi þarna þegar í huga skatta þá, er Noregs- konungur kynni að leggja á ísland og íslendinga á 13. öld, næði hann tökum á þeim, og kaldhæðni er það, að ýmsar eignir Snorra skyldu verða meðal hinna fyrstu, er Hákon konungur Hákonarson gerði tilkall til eftir fall Snorra. í Orkneyingasögu, 4. kapítula, segir frá því, að „Haraldur hárfagri fór á einu sumri vestur um haf að hegna víkingum, er honum leiddist ófriður þeirra, er heijuðu í Noreg Frá ólafí R. Jónssyni: BARÁTTAN milli R-lista og D-lista virðist ætla að verða hörð. Flestar skoðanakannanir sýna jafnt fylgi þótt oftar mælist D-listi aðeins yfír. Aðrar kannanir eru farnar að fylgja í kjölfarið. Það eru mæling- ar á fylgi borgarstjóra. Líklega voru fyrstu slíkar kannanir gerðar þegar Davíð Oddsson var borgar- stjóri. Þessar kannanir sýndu iðu- lega að fylgi D-listans undir for- ystu Davíðs sem borgarstjóra var á milli 50 til 60% en fylgið við Davíð var alltaf umtalsvert meira, frá 65 til 85%. Það vekur því athygli að fylgi við núverandi borgarstjóra, Ingi- björgu Sólrúnu, er aðeins á bilinu 50-55% samkvæmt könnunum og hefur dvínað á undanförnum mán- uðum. Miðað við reynsluna hefur fylgi við borgarstjóra jafnan verið töluvert meira en fylgi við flokk hans. Nú er það örlítið meira. um sumrum, en voru á vetrum í Hjaltlandi eða Orkneyjum". í einni orrustu féll Ivar, sonur Rögnvaldar Mærajarls, og var það til þess að konungur gaf jarli eyjarnar í sonar- bætur. Jarl settist þó ekki í eyjarnar, heldur gaf þær Sigurði bróður sín- um, en síðar eftir fall hans sonum sínum, fyrst Hallaði og síðan Ein- ari með engum góðum kveðjum, því að hann mælti til hans að skilnaði: „Ólíklegur ertu til höfðingja fyrir sakir móður þinnar, því að hún er í allar ættir þrælborin, en satt er það, að því betur þætti mér, er þú fer fyrr á braut og kemur seinna aftur.“ Síðar segir frá því, að synir Har- alds konungs og Snæfríðar, Hálf- dan háleggur og Guðröður ljómi, fóru að Rögnvaldi Mærajarli og drápu hann við mikla reiði föður síns, er nú fór að sonum sínum. Hálfdan háleggur hljóp þá á skip og sigldi vestur um haf. Hann kom í Orkneyjar, „og þegar er það spurð- ist, að þar var kominn sonur Har- alds konungs, þá urðu þeir felmts- fullir, gengu sumir til handa Hálf- dani, en Einar jarl stökk úr eyjunum og upp á Skotland.“ Hann kom þó aftur á hinu sama ári, og varð fund- ur þeirra Hálfdanar. Varð þar or- usta mikil, og hafði Einar sigur, en Hálfdan hljóp fyrir borð við myrkur um kveldið. Einar og menn hans fundu Hálf- dan daginn eftir, og lét Einar drepa hann á hinn grimmilegasta hátt og orti um það hrikalegar vísur. Eftir það lét hann kasta haug Hálfdanar og kvað: Rekit telk Röpvalds dauða, rétt skiptu því nomir, nú's folkstuðill fallinn, at fjórðungi mínum. Verpið, snarpir sveinar, þvít sigri vér ráðum, skatt velk honum harðan, at Háfætu gijóti. Þ.e. Einar kveðst hafa hefnt Rögnvalds föður síns að sínum hluta og hafi nornir skipt því rétt. Nú er folkstuðill (þ.e. Hálfdan háleggur) fallinn. Og síðan segir hann sigri hrósandi: Verpið, snarpir svein- ar ... at Háfætu gijóti, skatt velk honum harðan. Einar ætlar ekki að greiða Hálf- dani annan skatt en þennan: gijót- ið, sem fór í að verpa hauginn eftir hann og hann kallar harðan skatt. FINNBOGI GUÐMUNDSSON, Sólvangsvegi 7, Hafnarfirði. Þetta er staðreynd þótt Ingibjörg Sólrún baði sig daglega í öllum fjöl- miðlum með jákvæðum formerkj- um og án efa oftar en Davíð gerði. Flestir eru á því að án Ingibjarg- ar Sólrúnar sé R-listinn afar lítils virði sem flokkur. Miðað við litlu meira persónufylgi Ingibjargar Sólrúnar en lista hennar, er afar ólíklegt að hún dugi til að draga inn í meirihluta þessa fulltrúa Kvennalistans, Alþýðubandalags- ins, Alþýðuflokksins og Framsókn- ar, sem hanga með. Styrkur D-listans nú er að þar er hæfari hópur einstaklinga en R-listinn getur státað af. Forystu- maður D-listans, Árni Sigfússon, nýtur ótvíræðs trausts samkvæmt úrslitum nýliðins prófkjörs. Ef rýnt er því í söguna eru miklar líkur á að D-listinn fái að spreyta sig í meirihluta á næsta kjörtímabili. ÓLAFUR R. JÓNSSON, Starrahólum 2, Reykjavík. Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt. 17) ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tón- um. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14 fellur niður vegna biskupsvígslu. DÓMKIRKJAN: Laugardagur: Bænastund kl. 18 í umsjá sr. Hjalta Guðmundssonar og sr. Jakobs Á. Hjálmarssonar. Sunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barna- samkoma kl. 11 í safnaðarheimilinu í umsjá Auðar Ingu Einarsdóttur. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluer- indi kl. 10 og guðsþjónusta kl. 11 falla niður vegna undirbúnings tæknimanna vegna beinnar út- sendingar frá biskupsvígslu. Bisk- upsvígsla kl. 13.30. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason vígir séra Karl Sigurbjörnsson til embættis biskups íslands. Sr. Hjalti Guð- mundsson dómkirkjuprestur þjón- ar fyrir altari. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson lýsir vígslu. Vígsluvottar: sr. Birgir Snæbjörnsson, sr. Guð- rún Edda Gunnarsdóttir, sr. Miy- ako Þórðarson og sr. Þórhallur Heimisson. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar og Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti við vígsluna Marteinn H. Friðriksson, dómorg- anisti. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Organisti mgr. Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konr- áðsdóttir. Messa kl. 14 og köku- basar Kvenfélagsins falla niður vegna biskupsvígslu. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kamm- erkór Langholtskirkju syngur. M.a. verður flutt tónlist eftir sænska tónskáldið og jazzpíanistann Nils Lindberg, sem einnig mun spila á píanó. Kaffisopi í safnaðarheimili að messu lokinni. Barnastarf í safn- aðarheimili kl. 11. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Fermingarbörn sýna helgileik og lesa ritningarlestra. Kór Laugar- neskirkju syngur. Organisti Ástríð- ur Haraldsdóttir. Jón Dalbú Hró- bjartsson. NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára börn á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Kirkjubíllinn ekur. Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma v/biskups- vígslu. Prestur sr. Halldór Reynis- son. Organisti Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11 í þjóðlagastíl. Sr. Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarðar- kirkju syngur messuna ásamt söngvurum og hljóðfæraleikurun- um Guðmundi Pálssyni, sem leikur á bassa, Erni Arnarsyni sem leikur á gítar, og Tatu Kantoma, sem leik- ur á harmoniku. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir prédikar. Barna- starf á sama tíma í umsjá sr. Hild- ar Sigurðardóttur, Agnesar Guð- jónsdóttur og Benedikts Her- mannssonar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Einsöngur. Oddur Albertsoon lýðskólastjóri syngur. Barnastarf á sama tíma. Veitingar. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organisti Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Fyrirlestur á vegum foreldrafélags sunnudagaskólans verður í safn- aðarheimilinu á sama tíma (Agi og uppeldi). Foreldrar fjölmennið ásamt börnum ykkar. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jón- Dvínandi fylgi borgarstjórans asson. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Efni prédikunar: Dómur og víti. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Léttur hádegisverður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mát- éová. Barnastarf á sama tíma. Umsjón Ragnar Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Um- sjón Hjörtur og Rúna. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Engjaskóla. Um- sjón Signý og Sigurður H. Prest- arnir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjart- arson þjónar. Nemendur úr Tón- listarskóla Kópavogs koma í heim- sókn. Organisti Oddný Jóna Þor- steinsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Stefán Lárusson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta fyrir alla, stóra og smáa. Fjölbreytt dag- skrá. Ath. Engin guðsþjónusta eftir hádegi vegna biskupsvígslu. Org- anisti Jón Olafur Sigurðsson. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavik: Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur er Magnús B. Björnsson. Organisti er Pavel Smid. Kór Fríkirkjunnar syngur. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fnadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Krakkakirkja kl. 11, börn á öllum aldri velkominn . Sam- koma kl. 20, lofgjörð, fyrirbæn og prédikun orðsins. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 10 og fimmtudag kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTS-KIRKJA, Landakoti: Sunnudag: Krists konungs hátíð. Kl. 10.30 hátíðarmessa. Messa kl. 14. Messa kl. 18 á ensku. Frá og með 23. nóv. er messa á ensku kl. 18, ekki kl. 20. Virka daga: Messur kl. 8 og 18. Laugard.: Messur kl. 8, 14 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardag kl. 13 laugardagsskóli fyrir krakka. Sunnudag kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 Hjálpræðissamkoma í umsjá Elsabet Daníelsdóttur. Mánudag kl. 15, heimilasamband, Hilmar talar. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14 Prestur sr. Magnús B. Björnsson Organisti er Pavel Smid, kór Fríkirkjunnar syngur. Allir velkomnir. MOSFELLSPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Mosfells- kirkju kl. 11. Rútuferð frá safnað- arheimilinu kl. 10.40. Jón Þor- steinsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sunnudagaskóli yngri og eldri deild í kirkjunni á sama tíma. Hans Mark- ús Hafsteinsson, sóknarprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20.30. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnað- arsöng. Stjórnandi John Speight. Organisti Frank Herlufsen. Ath. breyttan tíma. Hans Markús Haf- steinsson, sóknarprestur. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- , kór kirkjunnar syngur undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur, organ- isti Guðjón Halldór Óskarsson. Sig- urður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kl. 11 sunnudagaskóli í kirkju, Setbergs- skóla og Hvaleyrarskóla. Börn úr Hvaleyrarskóla heimsækja Set- bergsskóla. Strætisvagn fer frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55. Kl. 11 guðsþjónusta. Prestur sr. Þórhild- ur Ólafs. Prestar Hafnarfjarðar- kirkju. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Edda Möller. Tónlist Aðalheiður Þor- steinsdóttir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 semferfram í Innri-Njarðvíkurkirkju. Strætó fer frá kirkjunni kl. 10.55. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta fellur niður vegna biskupsvígslu. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Há- degisbænir kl. 12.05 þriðjudag til föstudag, • Leshringur kl. 20 fimmtudag. Kvöldbænir kl. 21.30. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest- LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Sunnudagaskólinn kl. 11. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Vegna fjarveru presta á vígsludewgi bisk- ups verður guðsþjónustan alfarið í höndum leikmanna. Hrefna Hilm- isdóttir mun prédika, Kór Landa- kirkju syngur undir stjórn Guð- mundur H. Guðjónssonar og leik- menn annast ritningarlestra, bænir og alla helgiþjónustu. Barnasam- vera í safnaðarheimilinu í umsjá Svanhildar Gísladóttur meðan á prédikun stendur. Að lokinni athöfn verður aðalfundur kórs Landakirkju í safnaðarheimilinu og því fellur messukaffið niður. Kl. 20.30 KFUM & K Landakirkju, unglingafundur. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barna- samvera kl. 11. Litastund, bæn og líflegur söngur undir stjórn Lauru Ann og Þorvarðar. Verið alltaf vel- komin. Kristján Björnsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í dag, laugardag, kl. 11. Stjórnandi Sigurður Grétar Sig- urðsson. Kvöldmessa, sunnudag, í kirkjunni kl. 20.30. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Blússur og silkibolir Frábært verð Glugginn Laugavegi 60 simi 551 2854
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.