Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM „FESTU beltin eða ég löðrunga þig,“ segir skrækróma flugfreyja ' •, sem segist vera frá Transylvanian Airlines. Blaðamaður, sem hélt sig vera í fjölleikahúsi, fálmar eftir belti í stólnum en grípur í tómt. Flug- freyjan horfist í augu við hann og segir svo vottar fyrir meðaumkun í rómnum: „Veistu ekki hvar þú ert staddur?“ Förinni er heitið til Lastaborgar árið 2020 e.h. (eftir Helförina). Þar ræður ríkjum dr. Haze sem stendur fyrir hrollvekjandi skemmtiatriðum í borg úrkynjunar og djöfulgangs. Klausturtónlist kraumar undir lostafullri lýsingunni og innan um áhorfendur vafi-a vampírur, upp- Hryllingsfj ölleikahúsið er forvitnileg sýning sem ber nafn með rentu. Pétur Blöndal komst að raun um það þegar hann sá sýning- una í Lundúnaborg. vakningar og furðuverur að ógleymdum kroppinbaknum Igor. „Gaman að hitta þig,“ segir blaða- maður og brosir til hans. Hæsta einkunn: © . DIE WOCKE „Það gustar af þessari mynd.“ Mannlíf „...viðkvæmnisleg...“ Hæsta einkunn. TV SPEILFILM „...myndin er bæði metnaðarfull og vel gerð...stórkostleg leikkona MORG0NBLAÐIÐ „Leggur upp með dásamlegum þunga...“ STERN „Mesti leikur Arnars Jónssonar á hvíta tjaldinu..." DAGSLJÓS „...frábært hlutverk fyrir Barböru Auer..fullheppnuð leikstjórafrumraun hjá Einari Heimissyni.“ FRAU IM SPIEGEL MARU „Sömuleiðis," svarar Igor. „Eða hitt þó heldur.“ Svo lýtur hann að grunlausri hefðarkonu sem á leið hjá og hvísl- ar: „Eg hata þig.“ Þannig stílar Hi-yllingsfjölleika- húsið eða „The Circus of Horrors" upp á að koma áhorfendum í opna skjöldu. Rétt áður en sýningin á að hefjast hleypur blaðamaður til og smellir myndum af mönnum sem hanga í gálga yfir sviðinu. I sömu mund bergmálar um salinn: „ÞAÐ ER STORMUR í AÐSIGI.“ „Sjáðu hvað þú gerðir!“ hrópar flugfreyjan og blaðamaður hrökkl- ast aftur í sæti sitt. Hún hleypur upp á svið og lítur ráðleysislega í kringum sig. Svo er hún skotin í bakið, henni skóflað í líkkistu og að síðustu er hún lögð undir græna torfu. Blessuð sé minning hennar. Við tekur hrikaleg sýning. Rúm- ensk stúlka hangir á hárinu og ger- ir loftfimleikaæfingar, hinar ýmsu aðstoðarstúlkur eru bútaðar niður, dansaður er línudans á skellinöðru, sagaðir eru fætur af áhorfendum og síðast en ekki síst treður upp hálfnakinn maður sem virðist geta misþyrmt skrokknum á sér tak- markalaust. Hann nefnist Vaxdrengurinn og það sem hann afrekar meðal ann- ars er að sveifla tunnum sem hanga í geirvörtunum, troða upp- takara upp í nefið á sér og opna flöskur, gleypa sverð og í fram- haldi af því rafljós sem lýsir í gegn- um líkamann til þess að sanna að ekki sé um neinar hundakúnstir að ræða. Blaðamaður veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, enda aðeins séð fjölleikahús á jólunum. Honum er því um og ó þegar hann skyggnist bakvið tjöldin í hléi. Á leið þangað biður blaðamaður lostafulla konu sem verður á vegi hans um að stilla sér upp fyrir Ijósmynd. Hún verður góðfúslega við því. Spyr svo: „Er þetta fyrir klámblað?" „Nei,“ svar- ar blaðamaður hálfmóðgaður. „Ohhh,“ segir hún og dæsir af von- brigðum. Næst verður maðurinn á bakvið sýninguna á vegi blaða- manns, - dr. Haze. Hvernig kviknaði hugmyndin að Hryllingsfjölleikahúsi? „Mér leiddist og mig langaði til að prófa eitthvað nýtt,“ svarar dr. Haze kæruleysislega. „Eg ákvað Morgunblaðið/Pétur Blöndal VAXDRENGURINN sýnir listir sínar. RÚMENSKA stúlkan Mercia er komin af Drakúla í níunda lið. A vit vampíra og upp- vakninga í Lundúnum DR. HAZE vinnur myrkraverk sín í rannsóknarstofunni. DR. HAZE með eitt af til- raunadýrum sínum. DR. HAZE lengst til hægri ásamt að- stoðarmönnum sínum. því að sameina fjölleikahús, rokktónlist og hrylling, - allt sem ég elska í lífinu. Tónlistin er frá mér komin og flestir þeirra sem vinna við sýninguna era fæddir og uppaldir í hefðbúndn- um fjölleika- húsum.“ Þarna virð- ast vera mörg áhættuatriði. Hefur einhver slasast? „Reyndar,“ syarar dr. Haze. „f síðustu viku datt einn af fjór- hjóli þegar hann var að láta það vega salt á sviðinu og varð undir því.“ Hann glottir: „Ætli hann verði ekki frá næstu sýningar.“ Hafið þið farið víða? „Já, það má segja það. Við höf- um verið á ferðalagi í tvö og hálft ár og voram að koma frá Suður- Ameríku.—' Við höfum einnig verið á hinum ýmsu hátíðum. Við fengum fyrstu verðlaun á Glastonben-y, vorum vinsælust á Edinborgarhá- tíðinni og vökt- um mikla athygli í Múnchen í fyrra.“ Að endingu spyr blaðamaður vongóður: Eruð þið á leið til íslands? „Hvernig er veðurspáin?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.