Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 1
96 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
283. TBL. 85. ARG.
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Snarpar deilur á langvinnum næturfundi undir lok Kyoto-ráðstefnu SÞ
ÁgTeiningiir um sölu-
kvdta tafði samkomulag
Kyoto. Reuters, Morgunbladið.
UNDIR lok Kyoto-ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna um umhverfísmál
í gærkvöldi var útlit fyrir að sam-
komulag um takmörkun á losun
gróðurhúsalofttegunda væri í burð-
arliðnum.
Heimildarmenn sögðu í gærkvöldi
að Bandaríkjamenn hefðu fallist á
að taka til greina athugasemdir
Kínverja um sölukvóta á losun, en
hann var helsta þrætueplið undir
lokin. Fundi var fram haldið til
klukkan níu í morgun að stáðar-
tíma, eða til miðnættis í gær að ís-
lenskum tíma.
Raoul Estrada, formaður alls-
herjarnefndar ráðstefnunnar,
frestaði fundi um klukkan hálffimm
í morgun að staðartíma þegar deilur
milli fulltrúa iðnríkja og þróunar-
landa um losunarkvóta virtust
komnar í óleysanlegan hnút. Hálfri
klukkustund síðar setti Estrada
fund á ný og sagði þá að þrjár
klukkustundir væru til stefnu því
ráðstefnunni yrði að ljúka klukkan
átta, eða klukkan ellefu í gærkvöldi
að íslenskum tíma. Skömmu fyrir
ellefu var síðan tilkynnt að fundað
yrði lengur.
Sæst var á að ráðstefnan tæki til
umræðu athugasemdir Kínverja við
tillögum Bandaríkjanna um losun-
arkvóta og var þá hægt að halda
fundi áfram. Tillagan að lokasátt-
mála var í gær lengst af að mestu
óbreytt frá því sem var á þriðjudag,
en undir lokin hafði orðalagi m.a.
verið breytt þannig að í stað þess að
„iðnríkjum beri“ að minnka losun
skyldu „iðnríki leitast við að minnka
losun“. Meðal þess sem olli hvað
mestum deilum um sáttmálatillög-
una voru ákvæði um að þróunarríkj-
um væri „heimilt" að draga úr út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda, og
ákvæði um kvóta á losun, sem geng-
ið gæti kaupum og sölum.
Það voru helst iðnríkin sem
beittu sér fyrir ákvæðinu um heim-
ild til handa þróunarlöndum, sem
sjálf vildu ekki sjá slíkt ákvæði þvi
óréttlátt væri að þau tækju þátt í að
draga úr losun nú, þegar efnahagur
þeirra væri í vexti. Var þetta
ákvæði fellt út úr tillögunni.
Aður en nýju tillögumar voru
kynntar í gær sagði bandarískur
fulltrúi að þróunarlöndin héldu
samkomulaginu „í gíslingu" með
andstöðu sinni við kvótasölu. Sagði
embættismaðurinn við Reuters síð-
degis í gær að líkur á að endanlegt
samkomulag næðist væru „í mesta
lagi 30 prósent".
Skipuleggjendur ráðstefnunnar
höfðu vonast til þess að henni lyki
fyrir miðnætti í gær að japönskum
tíma (15.00 að íslenskum tíma) og
klukkan sjö í morgun að staðartíma
þurfti ráðstefnunni að vera lokið því
að þá þurfti að rýma húsakynnin.
Embættismenn SÞ sögðu að ef ekk-
ert hefði þokast um klukkan fimm í
morgun væri öll nótt úti.
Andstæðingar samkomulagsins á
Bandaríkjaþingi eru reiðubúnir að
koma í veg fyrir að þingið leggi
blessun sína yfír það, en samþykki
þingsins er forsenda þess að Banda-
ríkin fari að ákvæðum samkomu-
lags. Trent Lott, leiðtogi repúblik-
ana í Öldungadeildinni, sagði í yfir-
lýsingu í gær að deildin myndi ekki
samþykkja „gallaðan sáttmála".
■ Bandaríkjamenn/42
Reuters
Albright í
Uganda
MADELEINE Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, heldur á
sjö mánaða gömlu barni í bænum
Gulu í Norður-Uganda, sem hún
heimsótti í gær. Móðir barnsins
féll fyrir byssukúlum uppreisnar-
manna í landinu en fjögurra ára
gamall bróðir þess bjargaði því og
eru börnin nú í búðum fyrir fóm-
arlömb stríðsátakanna. Albright er
nú á ferð um sjö Afríkuríki.
Reuters
JUDY Williams hneigði sig fyrir Tun Channareth, kambódisku fórnarlambi jarðsprengju sem tók við verð
laununum fyrir hönd ICBL, áður en hún tók sjálf við verðlaununum.
Assad hvetur fund múslimaríkjanna í Teheran
Rjúfi tengsl við Israel
Teheran. Reuters.
HAFEZ al-Assad, forseti Sýrlands,
sagði í gær á leiðtogafundi samtaka
múslimalanda, OIC, að öll ríki
múslima yrðu að rjúfa tengsl sín við
ísraela. Hann sagði að hófsemi af
hálfu araba leiddi aðeins til öfga og
ofstækis í ísrael.
Assad sagði að samvinna
arabaríkjanna við ísraela þjónaði
aðeins útþenslustefnu Israela, sem
vildu drottna yfir nágrannaþjóðum
sínum og etja allri heimsbyggðinni
gegn múslimum. „Reynslan hefur
sýnt okkur að öfgar ísraela aukast
eftir því sem hófsemi araba eykst.“
Sýrlendingar hafa einkum
áhyggjur af tengslum ísraela við
Tyrki sem þau segja stofna öryggi
Sýrlands í hættu. Tyrkir hafa neitað
að rjúfa þessi tengsl ojg tóku á móti
varnarmálaráðherra Israels fyrr í
vikunni.
Sýrlendingar bera einnig kala til
Husseins Jórdaníukonungs og
Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu-
manna, vegna friðarsamninga
þeirra við ísraela. Stjórn Benja-
mins Netanyahus, forsætisráðherra
Israels, hefur verið sökuð um að
svíkja samningana við Palestínu-
menn og Sýrlendingar segja það
réttlæta tortryggni sína í garð ísra-
ela.
■ Leiðtogar araba deila/33
Friðarverðlaun Nóbeis afhent í Ósió
Baráttu verði
haldið áfram
Ósld. Reutcrs.
JODY Williams, sem farið hefur fremst í flokki herferðar gegn notkun jarð-
sprengna, og Tun Channareth, fulltrúi Alþjóðasamtaka um jarðsprengju-
bann, ICBL, tóku við friðarverðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í Ósló í
gær. Verðlaunahafarnir, sem hlutu verðlaunafé að andvirði 7,5 milljóna
sænskra króna (tæplega 70 milljónir íslenskra króna), hétu því við athöfn-
ina að halda áfram baráttu sinni gegn notkun og framleiðslu jarð-
sprengna. Williams sagði að alþjóðlegur samningur gegn jarðsprengjum,
sem undirritaður var af fulltrúum 122 rikisstjórna í síðustu viku, sannaði að
vilji almennings og ríkisvalds geti farið saman. Samningurinn sé þó ekki
fullkominn en muni verða lagfærður. Þá sagði hún samvinnu u.þ.b. 1.000
grasrótarhreyfinga að þessu markmiði sögulegan áfanga sem hefði breytt
veraldarsögunni.
Hún endurtók ekki fyrri ásakanm
sínar á hendur Bandaríkjastjórn, við
athöfnina, en sagðist gera sér grein
fyrir því hversu erfitt það hefði ver-
ið öðrum þjóðum að standa gegn
Bandaríkjunum sem neituðu að und-
irrita samninginn. Það hefði því ver-
ið sér mikils virði að sjá þjóðir sem
studdu bannið standa fast á sínu og
að hún tryði því að þær hefðu þar
með hafist handa við að skapa nýtt
risaveldi sem myndi í framtíðinni
vinna saman að þróun nýrra tíma.
Rae McGrath, leiðtogi ICBL,
ávarpaði samkomuna fyrir hönd
samtakanna. I ræðu sinni hvatti
hann allar þjóðir heims til að undir-
rita samninginn og sakaði Bandarík-
in, Kína, Rússland og aðrar þjóðir,
sem ekki hafa undirritað hann, um
skort á mannúð. Þá hvatti hann þá
sem þegar hafa undirritað samning-
inn til að vinna að því að lönd þeirra
verði meðal íyrstu 40 ríkjanna til að
lögleiða bann við notkun og fram-
leiðslu jarðsprengna.
Talið er að 60-100 milljónir jarð-
sprengna leynast nú í 69 löndum
heims og að þær drepi og örkumli
rúmlega 25.000 manns árlega. Það
samsvarar allt að þremur á hverjum
klukkutíma að meðaltali.
Jeltsín á
heilsuhæli
Moskva. Reuters.
BORÍS Jeltsín Rússlandsfor-
seti þjáist af heiftarlegri vírus-
sýkingu í öndunarfærum. For-
setinn fékk sýkinguna upp úr
kvefi sem hann fékk á meðan á
Stokkhólmsheimsókn hans
stóð í síðustu viku.
Talsmaður forsetans sagði
hann ekki vera rúmliggjandi
en að læknar hefðu ráðlagt
honum að halda sig innandyra.
Hann muni því dvelja sér til
hressingar á Barvikha heilsu-
hælinu, fyrir utan Moskvu,
næstu 10 til 12 daga. Jeltsín
gekkst undir hjartaaðgerð í
nóvember á síðasta ári og fékk
síðan lungnabólgu í febrúar.
Talsmaður Bandaríkjafor-
seta sagðist telja, samkvæmt
þeim upplýsingum sem liggi
fyrir um ástand forsetans, að
ekki sé ástæða til að óttast um
heilsu hans.