Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Undir gljá- fægðu yfirborði Englajól BÆKUR Barnabók ENGLAJÓL Sagu: Guðrún Helgadóttir. Myndir: Brian Pilkington. Vaka-Helgafell, 1997 - [26] s. ÞAU Brian Pilkington og Guð- rún Helgadóttir hafa áður stillt saman strengi og gert fallega barnabók, Ástarsögu úr fjöllunum, sem farið hefur víða og vakið verð- skuldaða athygli. Nú senda þau frá sér bók um engla sem halda jól á sérstæðan hátt með því að skreyta sitt eigið jólatré. Sagan gerist í raun á íslandi því englamir setja upp fallegasta jólatré í heimi einmitt á miðju íslandi og tréð er svo stórt og mikið að öll fá- tæk börn verald- ar geta notið feg- urðarinnar og þau fylla landið frá nyrstu nesjum til syðstu stranda. Tréð er skreytt með stjömum og norðurljósum og fuglar himinsins leita skjóls í því. Máninn lætur ekki sitt eftir liggja og tyllir sér á topp trésins. Bjarmi frá þessu fagra tré berst inn í sér- hvert hús í borg og sveit og gleður mannanna börn. Bókin er hinn fallegasti gripur. Myndir Brians eru ljúfar og draum- kenndar, englarnir sykursætir eins og vera ber en fátæku börn jarðar- innar eru sýnd glöð og sæl, hvert með sitt útlit og hvert með sinn jólapakka frá englunum. Saman syngja þau öll Heims um ból. Sagan er einföld og ljúf og ef til vill hefur höfundur haft í huga einhvern dýpri boðskap eða ósk um að eitthvað gott og fallegt eigi eftir að koma frá okkar einstaka landi. Sigrún Klara Hannesdóttir BÆKUR Sjálfshjálparbók NÝTT LÍF í HJÓNABAND- IÐ eftir Michele Weiner-Davis. Þýð- andi: Snjólaug Bragadóttir. Bók, sem hjálpar þér að fá meira út úr lífinu og forðast árekstra í sam- skiptum. Hörpuútgáfan 1997 ÞETTA er sjálfshjálparbók fyrir þá sem eiga í erfíðleikum í hjóna- bandi. Nægilega stór ætti markhóp- urinn að vera, því að svo virðist sem flestum hjónum reynist ærið erfítt að halda friðinn. Þetta segi ég blá- kalt vegna þeirrar reynzlu sem flest- ir heimilislæknar hafa af því að vinna með fólki og skyggnast með því undir gljáfægt yfirborð lífsins. Ekki er allt sem sýnist í henni ver- öld. Höfundurinn, Michele Weiner- Davis, er meðferðarráðgjafí sem sérhæfir sig í hjúskaparvanda. Ekki kemur fram hvemig menntun henn- ar hefur verið háttað. Hún notar aðferð sem hún kallar SKM, með öðrum orðum skammtímameðferð til lausna. Aðferðin snýst um það að leggja áherzlu á lausnir, ekki vandamál, einbeita sér að nútíð og framtíð, ekki fortíð, með fögrum fyrirheitum um skjótan árangur. Bókin er fremur auðlesin, stuttir kaflar með tíðum millifyrirsögnum og mörgum stuttum frásögnum af hjónum sem verið hafa skjólstæð- ingar höfundar. Þó læðist oft að manni sá grunur að vegna þess skamma tíma sem meðferðin tekur sé árangur ekki varanlegur, og ekki sjást þess merki að skjólstæðingum hafí verið fylgt eftir nema um skamma hríð. Michele Weiner-Davis mælir með því að fólk reyni frekar að koma nýju lífí í samband sitt en að skilja. Gott og vel. Oft eru breytingar á högum fólks dýru verði keyptar, öryggi bama stefnt í hættu og gras- ið reynist ekki eins grænt hinum megin eins og það virtist vera. Fólk er að reyna að losna við óánægju og rifrildi en erfitt og einmanalegt kann að reynast að takast á við líf- ið eftir skilnað. Höfundur telur það nægja að annar aðilinn í sambandi vilji breytingar í sambandinu og leiti eftir hjálp. SKM-ráðgjafar hafa komizt að því að óþarft sé að róta í fortíðinni til að ná fram breyting- um. Hjón segjast rífast og ekki vita hvernig þau eigi að hætta því. Ef eilíft er verið að rifja upp fortíðina hefur það í för með sér endurteknar ásakanir, sem verða að vítahring. Ef endurtekin rifrildi eru hið raun- verulega vandamál þarf samkvæmt þessu að losna út úr því mynztri. SKM-ráðgjafar telja að flest hjón hafi fengið nægilega útrás fyrir neikvæðar tilfinningar hvort til ann- ars áður en að meðferð kemur. Fólk vilji leysa vandann en viti bara ekki hvernig fara eigi að því. Þess vegna svarar hann henni alltaf á sama hátt þegar hún fer að skammast yfir einhveiju og á sama hátt getur hann alveg vitað fyrir hvernig hún muni bregðast við því sem hann storkar henni með. Þó ekki nema annað þeirra breyti sinni hegðun dugar það oft til að ijúfa áralangan vítahring. í stað þess að gnísta tönn- um og gjósa yfír einhveiju sem hljómar óþolandi má taka nýjan pól í hæðina. Það þarf bara einn til. Nýtt máltæki. Mér finnst þessi bók svona í með- allagi að mörgu leyti, en henni er samt ekki alls varnað. Lausnarorðið er þetta SKM, sem erfitt er að muna hvað þýðir, skammtíma eitt- hvað, já, skammtímameðferð til lausnar,(sem eins gæti heitið STMTL, STL eða SML og verið jafn óskiljanlegt). Þýðandi kemst annars vel frá verki sínu. Katrín Fjeldsted Guðrún Helgadóttir Yantar neista BÆKUR LJóö VISTARVERUR eftir Kristján Kristjánsson. Guten- berg prentaði. Bjartur, 1997.47 bls. Leiðb. verð: 1.680. LJÓÐABÓK Kristjáns Kristjáns- sonar, Vistarverur, fjallar um það hvernig maðurinn á sinn stað í heiminum, hvernig hann skynjar sig á þessum stað, hvernig þessi staður verður alltaf miðja heimsins og til- verunnar, sjónarhornið á heiminn. En þessi staður er kannski ekki sá ákjósanlegasti, kannski miðjan sé á röngum stað, kannski gefur hún ranga mynd af umhverfinu, kannski er sjónarhornið skakkt — og kannski gefur hann lífinu rangar forsendur. Ljóðið, Þar sem hann dvelur í helli sínum fullum af rökkri og sorg, má ef til vill nota sem eins konar lykil að bókinni: Og man snögglega eftir mannkyninu man að hann er áhorfandi að nýjum degi - nýrri öld. Fylgist með skuggaspilinu í stofuhominu leggur sig eftir tímanum hlerar nákvæmar framtíðarspár - eins og aðrir almælt tíðindi aldimar ... Gamlar óskir væntingar þrár Og lætur sem hann lifi. Bókin hefst á flokki Ijóða um heimaslóðir skáldsins, Akranes. Fyrsta ljóðið tengir okkur við staðinn með feijunni sem er eins og hvítur hvalur sem „geispar / og gleypir í sig fólk og bíla“. Flokk- urinn lýsir gönguferð um bæinn en um leið staðsetur ljóðmælandi bókarinnar sig í heim- inum, tengir sig við umhverfíð, flóann sem er „undarlegur speg- ill“, himinblámann „sem engir bátar sigla“ og blámistraða Esjuna og borgina við sundin sem „hverfa um stund í þokukenndri fjarlægð". Flokkurinn er eins konar inngangur að bókinni, inngangur að skrifum sem gerast í ilmandi grasi: „dreg upp bók með auðum blöðum; / nagaðan blýant — og byija að skrifal", segir í síðasta ljóðinu og það heldur áfram: „Laufíð bærist þegar lítill fugl / hefur söng sinn í felum milli greina, / hann syngur líkt og fyrir mig einan / en yfir okkur hallar fjallið / undir flatt — og hlustar líka.“ Ljóðin í öðrum kafla kallast svo- lítið á við þessa mynd höfundar að yrkja í iðjagrænu grasi við undir- söng fugla. Þetta eru tilvistarleg ljóð sem lýsa firringu, kulda, til- gangsleysi og merkingarleysi mannsins í sínum Jámbentu vistar- verum“. Lífíð er ekki lengur líf í þessum vistarverum, heldur eitt- hvað allt annað og óskiljanlegt: Inni í veröldinni yrkir maður líf sitt af kostgæfni eða eftir atvikum eða jafnvel alls ekki og þreyir hér eitthvað sem maður á engin nöfn yfír lengur í síðasta kafla bók- arinnar færumst við aftur nær skáldinu, inn í þess eigin vistarvera, inn í þess eiginn litla heim: „Um glugga tvo er horft / yfír húsin hér í kring / og augun hvarfla á stundum / þennan spöl sem lífið spannar / um þessar mundir.“ Og hér birtist aftur þráin eftir náttúrunni, beintengingu við heiminn, tunglið og stjörnurnar: Hér myndi vera gott að gera hlé á ferð sinni og gista undir líka þessum ómótstæðilega bláma. Bókin birtir svolítið rómantíska gagnrýni á kaldan heim, gagnrýni sem hefur heyrst áður — og oft í stærri og sterkari skömmtum. Þótt bókin sé haganlega gerð þá vantar einhvern neista. Viðfangsefnið er stórt en einhverra hluta vegna ná ljóðin ekki almennilega utan um það, ná ekki að hefja það upp í nýtt veldi, sem krafan hlýtur ávallt að vera í skáldskap. Þröstur Helgason Kristján Kristjánsson Nýjar bækur • SIGLFIRSKIR söguþættir er eftirÞ. Ragnar Jónasson. Þetta er önnur bók Ragnars í bóka- flokknum „Úr Siglufjarðar- byggðum" en fyrir þá fyrstu, Siglfírskar þjóðsögur og sagnir, hlaut hann Menning- arverðlaun Sigluijarðar fyrr á þessu ári. í Siglfirskum söguþáttum er m.a. fjallað um upphaf síidarævintýrisins, mannskæð snjóflóð, samgöngur um Siglufjarðarskarð, hákarla- veiðar, kristnihald við nyrsta haf, dularfullan sjóorm, fimbulfrost og stað þar sem enginn gat dáið. Bókin skiptist í þijá meginhluta sem heita: Byggðir á norðurslóð, Merkir menn og Líf og saga. í þeim fyrsta lýsir Ragnar staðhátt- um, örnefnum, sögu og mannlífi í byggðunum fimm sem teljast til Sigluij arðarbyggða. Þá fjallar höfundur um merka menn sem settu svip á héraðið um og eftir síðustu aldamót. í síðasta hlutanum eru svo rifjaðir upp ein- stakir atburðir og aldarfar og greint frá gangi mála á ýmsum sviðum í áranna rás. Bókinni fylg- ir ýtarleg skrá um mannanöfn og örnefni, auk landakorts af Siglu- fjarðarbyggðum. Útgefandi er Vaka-Heigafeii. Bókin er287 bls. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu og útlit bókarinnar en málverk á kápu er „ Kon ur í síldarvinn u “ eftir Gunn- laug Scheving. Kort á saurblöðum var unnið af Guðmundi Ó. Ing- varssyni. Bókin varprentuð og bundin íPrentsmiðjunni Odda hf. Leiðbeinandi verð: 3.480 krónur. • ÚT ER komin bókin Public Selves, Politicals Stages. Int- erviews with Icelandic Women in Government and Theatre eft- ir Leigh Woods og Ágústu Gunn- arsdóttur. í bókinni eru birt nítján viðtöl við íslenskar konur sem starfa í leikhúsi og stjórnmálum, sumar í hvoru tveggja. Á bók- arkápu segir: „Á Islandi skarast stjórnmál og listir meira en í öðr- um stærri þjóðfélögum sem gerir leikhúsið meira áberandi en ann- ars um leið og stjórnmálin færast nær almenningi, jafnvel á öld myndbandanna." Leigh Woods er yfirmaður deildar leikhúsfræða í háskólanum í Michigan í Bandaríkjúnum. Hann kenndi áður við háskólann í Indi- ana og við Kaliforníuháskóla, Ber- keley, en þar lauk hann doktors- prófi í leikhúsfræðum. Ágústa Gunnarsdóttir er skúlptúrlista- maður og hefur MFA próf frá háskólanum í Indiana. Bókin er gefin út af Harwood Academic Publishers. • „ OSS langar að sjá Jesú “ er afmælisrit sr. Jónasar Gíslasonar prófessors og vígslubiskups og gefið út í tilefni af sjötugsaf- mæli hans, 23. nóvember 1996. Bókinni er skipt í sjö kafla: Um sr. Jónas, Kirkjusaga, Prédikanir, Al- menn guðfræði, Tvö prósaljóð, Um fáeina samferðamenn og Um heilbrigðismál. Fremst í bókinni er „Tabula gratulatoria". Útgefandi er Guðfræðistofnun - Skálholtsútgáfan. Ritstjóri er Gunnlaugur A. Jónsson. Ritnefnd: Hjalti Hugason ogÞórarinn Bjarnason. Bókin er 202 bls. og prentuð í Steindórsprent-Gut- enberg. • BRÉFIÐ til Jóa er barnabók eftir Rögnvald Finnbogason. I kynningu segir: „Þegar Jói litli í Danmörku fótbrotnaði sendi afi hans á Snæfellsnesi honum langt og skemmtilegt bréf þar sem hann lýsir öll- um þeim furð- umogkynja- viðburðum sem gerast í sveit- inni.“ Tryggvi Ólafsson list- málari gerði myndirnar. Rögnvaldur Finnbogason var lengst af prestur á Staðastað á Snæfells- nesi en auk þess stundaði hann kennslu og ritstörf. Áður hafa komið út tvær ljóðabækur eftir hann. Rögnvaldur hafði gengið frá handriti að Bréfinu til Jóa þegar hann lést. Útgefandi erForlagið. Bréfið til Jóa er24 bls., prentuð í Dan- mörku. Leiðbeinandi verð: 1.390 kr. • SKAK ogmáter eftir Anatolij Karpov, í þýðingu Helga Ólafsson- ar stórmeistara. í kynningu segir: „í þessari bók kennir heimsmeistar- inn í skák, Ana- tolij Karpov, ungum skák- mönnum nýjar og spennandi aðferðir til að tefla til sigurs, allt frá því að þeir læra mannganginn. Karpov nýtur aðstoðar Andrésar, Mikka, Guffa og fleiri teiknimyndaper- sóna úr smiðju Disneys við að gera skákina skemmtilegri en nokkru sinni fyrr. í bókinni er líka teiknimyndasaga um ævintýri Guffa í Skáklandi auk fróðleiks- mola úr sögu skáklistarinnar." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 120 bls. Helgafell bjó bókina til prentunar en hún er prentuð á Ítalíu. Leiðbeinandi verð: 1.980 kr. • STEFNUR og straumar í sið- fræði er eftir James Rachels í þýðingu Jóns Á. Kalmanssonar. Höfundur gerir grein fyrir meg- inhugmyndum og kenningum í siðfræði í skýru og einföldu máli og notar fjölda dæma, frásagna og röksemda til að auðvelda le- sandanum að skilja viðfangsefnið, segir í kynningu. Jafnframt segir: „Meðal þeirra spurninga sem Rachels tekst á við eru: Er siðferði afstætt miðað við mismunandi menningarsamfélög? Hafa siðferðilegir dómar okkar einhvern sannleika að geyma eða eru þeir aðeins tjáning tilfinninga okkar? Hver eru tengsl trúar- bragða og siðferðis?" Höfundur er prófessor í heim- speki við Alabama-háskóla í Birm- ingham í Bandaríkjunum. Hann er höfundur bókanna The End of Life: Euthanasia and Morality og Created from Animals: The Moral Implications of Darwinism. Háskólaútgáfan gefur bókina út sem er 277 bls. og kostar 2.490 kr. • ÞAR sem það er séð er eftir Þorgeir Rúnar Kjartansson og er hans fyrsta bók. Bókin inniheldur ljóð og örsög- ur. í kynningu segir m.a.: „Það sem gerir þessi ljóð sérstök er ekki endilega frábær tök Þorgeirs á máli og myndum og auðugur hljómur braglínanna. Ekki heldur það næma formskyn sem lætur hveija smíði virðast hárrétta og endanlega og var einu sinni kennt við smekkvísi. Það er ekki einu sinni tónn ljóðanna, lágmæltur, fullur af ákefð og karl- mennsku. .. Það sem snertir við lesanda ljóðanna er þessi sterka og sára tilfinning sem þau geyma í sér, einlægnin." Útgefandi er Einar, dreifingu annast Boðfélagið ehf. Bókin er 62 bls. Leiðbeinandi verð: 1.680 kr. Þ. Ragnar Jónasson Jónas Gíslason Anatolij Karpov
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.