Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 47

Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 47 ARON ORN JÓHANNSSON + Aron Örn Jó- hannsson fædd- ist á Landspítalan- um 17. september 1997. Hann andað- ist á heimili sínu 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Jóhann Örn Logason, f. 5. októ- ber 1979, og María Gréta Einarsdóttir, f. 17. ágúst 1978. Utför Arons Arn- ar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. „Hann sem alltaf bíður situr við hliðina á barninu. Þú getur líka kall- að hann Hann sem aldrei sefur, vegna þess að hann sefur aldrei en vakir alltaf og bíður eftir öllum sem koma. Þess vegna stendur hann þar sem Dimmidalur endar og Sumar- sléttan byijar. En í fyrsta skipti sem lítið barn sefur í grasinu á Sumar- sléttunni situr hann við hlið þess og gætir þess, þótt engar hættur leyn- ist þar. Þegar barnið vaknar, lítur hann á það og brosir. Hann strýkur því um vangann og höndin er hlý og létt eins og vængur á fiðrildi." (Ur „Sumarlandinu" eftir Eyvind Skeie.) í dag kveðjum við litla dótturson minn hann Aron Örn. Hann kom inn í líf okkar þegar haustið svarf að, kveikti með okkur gleði og kærleika og hvarf síðan á braut þegar jólaljós- in hófu að lýsa upp svartasta skammdegið. Aron Orn var fullkomlega heil- brigður og undurfallegur lítill dreng- ur. Hann brosti við öllum sem litu til hans, grét nánast aldrei. Tárin blinda, sorgin rífur í hjartað en minningarnar verða aldrei frá okkur teknar. Ég leit inn til Arons og Maríu á morgnana áður en ég fór í vinnuna. Hann lá stundum vakandi, í vögg- unni sinni og um leið og hann sá mig lýsti litla andlitið upp í brosi sem aldrei gleymist. Ég baðaði hann í stóra baðinu og fannst ég forrétt- indamanneskja að fá að sjá hann brosa og sprikla af_ vellíðan þegar vatnið umlék hann. Ég fékk að gefa honum pela og hann horfði á mig án þess að blikka auga á meðan hann drakk. Aroni Erni fannst gott að láta spila á gítar fyrir sig, stijúka sér á milli augnanna, fá dudduna sína en best þótti honum að vera í fanginu á mömmu sinni og hún sýndi ótrú- lega færni í að gera eitt og annað með litla drenginn sinn með sér. Aron Örn á foreldra sem elska hann tak- markalaust. Þau ganga nú í gegnum þá sárustu sorg sem hægt er að leggja á nokkra mann- eskju. Hvers vegna í ósköpunum leggur al- mættið. þetta á ungar manneskjur sem eru _að byija lífið saman? Ég sé ekki tilganginn en ég trúi því og treysti að hann sé einhver. Aron Örn tendraði ljós kærleikans í sálum okkar allra og ég veit að þar mun það loga að eilífu. Elsku Majan mín og Jói, megi kærleikur Guðs umlykja ykkur og styrkja þegar þið kveðjið litla dreng- inn ykkar. Amma Jenny. Þú komst í heiminn á afmælisdegi pabba, sem er látinn. Þú lést á af- mælisdegi móðursystur minnar og nöfnu, sem dó 11 ára. Þú verður til moldar borinn á afmælisdegi Settu ömmu og munt hvíla hjá henni. Ein- kennilegar tilviljanir. Ég minnist stundanna þegar ég hélt þér í fangi mínu. Þú horfðir stöðugt og rannsakandi í augu mín með þínum skýru, brúnu augum og ég talaði við þig og þá kom þetta yndislega bros þitt sem sendi geisla inn í sál mína. Síðan sofnaðir þú vært í fangi mínu og ég hélt áfram að horfa á þetta fallega andlit og finna ylinn frá líkama þínum. Þessar sælustundir sem þú gafst mér mun ég geyma í hjarta mínu. Ég veit að þín bíða útréttir armar og þú verður umvafinn kærleika. Ó, blíði Jesús blessa þú það barn er vér þér felum nú, tak það í faðm og blítt það ber með bömum Guðs á örmum þér. (V. Briem.) Sigríður anima. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því að líta lítinn fót . í litlum skóm og vita að heimsins gijót MINNINGAR svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anaa hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð [ stundareilifð eina sumamótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness.) í dag kveðjum við þig, ástkæri litli frændi okkar, Aron Öm. Þú gafst okkur svo mikið þá stuttu stund sem við fengum að hafa þig hjá okkur og fyrir það viljum við þakka. Við munum alltaf muna eftir þér eins og þú varst á mánudeginum sem við fengum að eiga saman áður en þú fórst. Þegar við fórum með þér og mömmu þinni í búðir að skoða jóladót inn í litla fína húsið ykkar og kaupa jólagjöfina handa þér. Þú varst svo ljúfur og góður og þegar við komum heim eftir allt stússið spriklaðir þú og hjalaðir á teppinu á stofugólfinu okkar, úthvíldur og hress eftir að hafa sofið svo vært aila búðarferðina. Við eigum öll okk- ar minningarbrot um þig, elsku Aron, sem við munum geyma með okkur um alla tíð. Þú varst yndisleg- ur og fallegur drengur sem brostir við öllum og undir þér allra best hjá litlu, duglegu mömmunni þinni sem var þér svo undurgóð. Þú munt allt- af eiga mjög sérstakt sæti í hjarta okkar og minning þín mun alltaf lifa þar. Elsku Jói og besta litla María systir mín. Ykkar missir er mikill og þið eigið hug okkar allan í dag þegar þið kveðjið litla drenginn ykk- ar. Megi góður guð styrkja ykkur og hugga í þessari miklu sorg. Helga Björk, Jón og Jökull Bjarki. Þegar ég hugleiði æviskeið Arons Arnar Jóhannssonar finnst mér orð- in hvergi passa betur við’ æviskeiðið hans, en þau sem segja: „Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir.“ Engum datt það í hug, að litli og laglegi drengurinn, sem fæddist 17. september sl., ætti ekki lengri líf- daga en til 4. desember sl. hér á þessari jörð. Ég og móðir Arons vorum sam- starfsmenn í ísbúðinni í Kringlunni um tæplega eins árs skeið og tókst þar með okkur vinátta. Báðar áttum við von á barni um svipað leyti. Báðar eignuðumst við drengi, sem voru myndarlegir og heilbrigðir að sjá við fæðingu. Og þar sem heimili okkar voru skammt hvort frá öðru lágu leiðir okkar oft saman. Ekki varð betur séð, en að Aron, sem var bæði skír, brosmildur og duglegur, væri í alla staði heilbrigt barn. En skjótt bregður sól sumri. Drengurinn, sem lagður var til hvíld- ar árla morguns, var dáinn um há- degisbilið í vöggunni sinni. Ég minnist Arons Arnar með söknuði og bið honum blessunar Guðs. Foreldrum hans votta ég inni- lega samúð og fjölskyldu hans allri. Megi góður Guð blessa hann og taka hann í faðm sinn og ljós upp- risusólarinnar skína á vegferð hans og lýsa honum á heilagri vegferð til æðri og fullkomnari heimkynna ei- lífa lífsins. Ég kveð Aron Örn með þessum ljóðlínum úr barnasálmi Páls Jóns- sonar: Ó Jesú, bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Mig styrk í stríði nauða æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi í mínu hjarta. Við urðum átakanlega vör við hverfulleik lífsins þegar okkur bár- ust þær sorgarfréttir að Aron Örn væri dáinn, rétt tæplega þriggja mánaða gamall. Andlát þessa litla engils er þyngri sorg en nokkur orð fá lýst. Það eru þung örlög sem á ykkur, ungu foreldrana, eru lögð, þið sem eruð rétt að hefja ykkar fullorðinslíf. Elsku María og Jóhann Örn, við óskum þess að hugljúfar minningar um lítinn yndislegan dreng og guðs- trú ykkar megi verða stuðningur í þessari djúpu sorg. Öðrum aðstand- endum og þá sérstaklega Siggu systur, ömmu Arons, sem opnaði heimili sitt fyrir þessari ungu fjöl- skyldu, vottum við okkar dýpstu samúð. Sigurður Már, Finnbogi og fjölskyldur. Emilía, Benedikt og Benóný Orri. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VILHJÁLMUR B. HJÖRLEIFSSON yfireidvarnaeftirlitsmaður, sem lést á heimili sínu, Starmýri 2, þriðju- daginn 2. desember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 12. des- ember, kl. 13.30. Ásgerður Birna Björnsdóttir, Björn Vilhjálmsson, Margrét Helga Vilhjálmsdóttir, Þorvaldur H. Kolbeins, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Egill Kristjánsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, besti vinur og félagi, SIGURSTEINN GUNNARSSON tannlæknir, Suðurgötu 7 í Reykjavík, til heimilis á Bragagötu 24, Reykjavík, sem lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 7. desember sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 15. desember nk. kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn- ast hans, er bent á Minningarsjóð Karls Sighvatssonar til styrktar ungum tónlistarnemum, íslandsbanka, Lækjargötuútibú reikningsnúmer 513- 14-300534 eða Minningarsjóð Arnórs Björnssonar til styrktar sálfræði- legra rannsókna, sími 560 1721 á Landspítala. Fyrir hönd systkina, tengdaforeldra og annarra vandamanna, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. RADAUGLÝ5INGAR Stjórn listamannalauna Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1998 Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1998 í samræmi viö ákvæöi laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum, þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir einstaklinga skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. desember 1997. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun list- amanna 1998" og tilgreina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Heimilt er að veita starfslaun til stuðnings leik- hópum, enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna. Umsóknir leikhópa skulu berast Stjórn lista- mannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. desember 1997. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun list- amanna 1998 — leikhópar". Umsóknareyðu- blöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til um- fjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamanna- launa skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Vakin er athygli á að hægt er að ná í um- sóknareyðublöð á Internetinu á heimasíðu Stjórnar listamannalauna. Slóðin er: http://www.mmedia.is/listlaun Athygli er vakin á að umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 15. desember nk. Reykjavík, 14. nóvember 1997. Stjórn listamannalauna. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 5997121119 VIII I.O.O.F. 5 = 17812118 = MA FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Munið áramótaferðina i Þórs- mörk 31/12—2/1. Brottför gamlársdag kl. 8.00. Góð gisting í Skagfjörðsskála. Gönguferðir, kvöldvökur, flugeldar og ára- mótabálköstur. Pantið og takið farmiða tímanlega. Sögusýning í Mörkinni 6 Sögusýning-. Ferðafélagsins „Á ferð í 70 ár“ í félagsheimilinu Mörkinni 6 er opin á virkum dög- um kl. 16.00—18.00 og um helg- ar kl. 14.00-18.00. I.O.O.F. 11 [ 1781211872 .0. Jv. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Jólagospel kl. 20. 30. Sheila Fitzgerald talar. Aögangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir. ss'"'í. Frá Sálar- > ^ rannsóknar- félagi íslands Spíritistasamkoma/jólafundur. Sunnudaginn 14. desember kl. 14 verður SRFI með spíritista- samkomu og jólafund á Soga- vegi 63, Reykjavík. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. SRF(. - kjarni málsins! * / 7»
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.