Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 49
MINNINGAR
ÁSTHILDUR
PÉTURSDÓTTIR
+ Ásthildur Pét-
ursdóttir fædd-
ist í Reykjavík 11.
júní 1934. Hún and-
aðist í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn
4. desember síðast-
liðinn. Ásthildur
var dóttir hjónanna
Péturs Jónssonar,
starfsmanns, SÍS, f.
19.9. 1895 á Höfða
í Þverárhlíð, d.
24.9. 1973, og Jór-
unnar Björnsdótt-
ur, f. 14.12. 1904
frá Brekku í Skaga-
firði, d. 2.2. 1966. Systkini Ast-
hildar eru: María, Björn sem
er látinn, Jón Birgir og Stefan-
ía Ingibjörg.
Ásthildur giftist 2.10. 1954
Páli Þorlákssyni, löggiltum raf-
verktaka, f. 6.9. 1934, en hann
lést í maí 1986. Hin síðari ár
Ijjó hún á Seltjarnarnesi með
Ásgeiri Nikulássyni, f. 18.7.
1933. Börn Ásthildar og Páls
eru: 1) Björgvin, f. 22.1.1955,
kvæntur Sigrúnu Stellu Karls-
dóttur, f. 1954, börn: Júlía, f.
1978, Ásthildur, f. 1980, Elísa-
bet, f. 1983, og Stefanía, f. 1987,
og 2) Margrét, f. 1.6. 1959, gift
Sverri Agli Bergmann, f. 1960,
börn: Páll, f. 1986, og Sara
Margrét, f. 1990.
Ásthildur flutti í Kópavog
árið 1955. Hún tók gagnfræða-
próf frá Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar og var í Húsmæðraskó-
lanum á Laugarvatni. Ásthildur
tók sæti á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi í
bæjarsljórnarkosn-
ingunum 1970 og
var fyrsti vara-
bæjarfulltrúi
flokksins næstu ár
og bæjarfulltrúi til
1990, einnig bæjar-
ráðsmaður um ára-
bil. Hún sat í fjöl-
mörgum nefndum á
vegum Kópavogs-
kaupstaðar, tóm-
stundaráði, félags-
málaráði, mæðra-
styrksnefnd og
vinabæjarnefnd og
var formaður leik-
vallanefndar og skólanefndar
Menntaskólans í Kópavogi. Ást-
hildur var formaður sjálfstæð-
iskvennafélagsins Eddu í mörg
ár, varaformaður kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi og fram-
bjóðandi flokksins í alþingis-
kosningum 1978 og 1987, for-
maður Kvenfélagasambands
Kópavogs og varaformaður
Landssambands sjálfstæðis-
kvenna 1983-1985, en hafði áð-
ur setið mörg ár í stjórn þess.
Umtíma var hún í sljórn Lands-
sambands eldri kylfinga. Ást-
hildur Pétursdóttir var at-
kvæðamikil í starfi með öldruð-
um, fyrst sem forstöðumaður
starfs aldraðra í Kópavogi, þar
sem hún bryddaði upp á mörg-
um nýjungum og síðan sem vin-
sæll fararstjóri í sólarlanda-
ferðum aldraðra í tvo áratugi.
Útför Ásthildar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Margar sólríkar minningar
streyma um hugann þegar systir
mín, Ásthiidur, er farin frá okkur.
Ljúf kona er lögð til hinstu hvflu
í dag, langt um aldur fram. Ást-
hildur Pétursdóttir, sem við á
æskuheimilinu kölluðum ævinlega
Ástu, varð 63 ára gömul. Síðasta
ár hennar reyndist henni mikil
raun, enda þótt hún berðist hetju-
lega gegn ógurlegri meinsemd,
krabbameini við heila. Hún lést
síðastliðinn fimmtudag, í byijun
aðventunnar, sem ævinlega var
henni og hennar nánustu svo
skernmtilegur tími.
Ásta var mikil gæfukona, og líf
hennar leið fallega. Allt í kringum
hana bar vott um glaðværð og
þrótt, sem hún átti svo mikið af
og miðlaði óspart til annarra. Sjálf-
ur var ég, litli bróðir, mikill njót-
andi þessarar orku stóru systur í
æsku. Mér er minnisstætt hvernig
dæmigerður sunnudagur undir
stjóm Ástu systur og Fjólu Magg
bestu vinkonu hennar gat liðið.
Hann byrjaði á stúkufundi í bama-
stúkunni Svövu númer 23 við Frí-
kirkjuveginn. Þaðan var kannski
þeyst yfir holtin að Austurbæjar-
bíói til að sjá Roy Rogers og Trig-
ger, og að því loknu var haldið
niður í Kirkjustræti og farið á
barnasamkomu í Hemum. Þær
Ásta og Fjóla, svona líkar í sér
eins og þær voru, vom aufúsugest-
ir í öllum félagsskap, en litli bróð-
ir fylgdist stóreygur með og hafði
lágt um sig. Asta var potturinn
og pannan í svo mörmi, í leiklist,
kórstarfi og hún varð íslandsmeist-
ari í handbolta með Þrótti.
Það vom indælir tímar á góðu
heimili í bæjarhverfinu Litla-
Skeijafirði, sem við systkinin átt-
um. Og það þótt umbrotatímar
væm á stríðsámnum, og stór hluti
húsanna rifinn eða fluttur burtu
vegna flugvallargerðar. Umhverfið
var sannarlega margþætt og fjöl-
breytt, Skildinganeshólar og Vatn-
smýrin opinn leikvangur, en flug-
völlurinn spennandi bannsvæði, og
síðan kom Tívolí með sitt mikla
seiðmagn, sem var ævintýri í hverf-
inu og hafði ekki lítið að segja.
Ásta kynntist Páli Þorlákssyni
nema í rafvirkjun hjá Þorláki Jóns-
syni föður sínum. Þau felldu saman
hugi, opinbemðu ung, og giftust
ung haustið 1954. Eg man enn
inntakið úr ræðu séra Árelíusar í
Laugarneskirkju, þegar þau vora
gefin saman. Hann lagði út frá iðn
rafvirkjans og líkti raflögn hússins
við margslungið ferli hjónabands-
ins með meistaralegu líkingamáli.
Fyrsta heimili Ástu og Palla var
að Grettisgötu 6, í stórhýsi fjöl-
skyldu Páls. Það var lítið en fallegt
heimili sem Ásta bjó þeim, hún
nýkomin frá námi við hússtjórnar-
skóla á Laugarvatni.
Þau hugsuðu stórt ungu hjónin.
Einn vordag í Skeijafirðinum kom
Palli að máli við mig, ungan mág
sinn, og bað mig um að koma með
sér og Jóni bróður sínum í Kópa-
vog, en það byggðarlag þekkti ég
aðeins af afspum. Við héldum á
reiðhjólum með haka og skóflur,
fóram fyrir flugbrautarendann nið-
ur með Fossvogi, komumst yfir í
Kópavog, yfir Kópavogsháls, og í
hlýtt loftslagið í Kópavogsdal. Þar
vora í gangi allnokkrar fram-
kvæmdir við húsbyggingar. Palli
var fljótur að finna granninn sinn,
að Fífuhvammsvegi 39, eins og það
hét þá. Þar byijuðum við að pjakka
í freðna jörð með handverkfæran-
um. Þetta vora fyrstu skóflustung-
uraar að fallegu heimili þeirra hjón-
anna og bama þeirra. Palli var fljót-
ur að sjá að ekki nægði bjartsýnin
ein við húsbygginguna. Við heyrð-
um í lítilli jarðýtu í nágrenninu.
Henni gekk til muna betur, þegar
samið hafði verið við ýtumanninn.
Bjartsýni og dugnaður var áber-
andi í fari þeirra Ástu og Palla.
Þau unnu samhent að heimilishald-
inu og reistu sér fyrirmyndarbú
þar sem ævinlega var gestkvæmt
og gaman að vera. Páll Þorláksson
féll frá langt um aldur fram vorið
1986, aðeins 51 árs að aldri, og
átti þá að baki glæstan feril sem
rafvirkjameistari. Það reyndist
systur minni þung raun, eflaust
þyngri en flestir gátu séð í fasi
hennar, þegar hún sá á bak manni
sínum.
Ásta breytti mörgu í lífi sínu
eftir ástvinarmissinn. Hún hætti
brátt afskiptum af stjórnmálum í
Kópavogi, seldi hús sitt þar og
flutti vestur á Seltjarnames að
Melabraut 50. Hún hafði um
tveggja áratuga skeið unnið fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og hlotið
glæsilegar kosningar í bæjarstjórn
Kópavogs þar sem hún vann af
alúð að málum. Hún lagði síðari
árin æ meiri áherslu á fararstjóm
fyrir Samvinnuferðir-Landsýn og
dvaldi erlendis langtímum saman.
Óhætt er að fullyrða að vinsældir
hennar sem fararstjóri vora mikl-
ar, einkum meðal eldri borgara
sem hún annaðist einkanlega um.
Þessu starfi sem öðram sýndi hún
alúð og undirbjó störf sín ævinlega
af mikilli kostgæfni.
Ásta fékk á þessum tíma nýtt
áhugamál, fór að iðka golf, og
sýndi þar mikinn áhuga. í þeim
félagsskap átti hún eftir að kynn-
ast Ásgeiri Nikulássyni, og saman
áttu þau nokkur ár sem góðir fé-
lagar og ástvinir. Ásgeir reyndist
Ástu hinn sanni vinur og stóri
styrkur, þegar veikindi hennar
komu upp, fyrir tæpu ári. Ævin-
lega var hann við hlið hennar þeg-
ar mest á reyndi, og það sama var
að segja um Margréti dóttur Ástu,
hún reyndist móður sinni mikill
styrkur síðustu og erfiðustu
tímana í lífi hennar. Björgvin sonur
hennar og fjölskylda hans býr hins
vegar í Portúgal og var í nánu
sambandi við fjölskylduna gegnum
símann og Júlía, elsta dóttir Björg-
vins og Sigrúnar, var ömmu sinni
mikill styrkur í veikindunum.
Ásta mín, þakka þér fyrir gömlu
góðu árin. Það vora mikil forrétt-
indi að fá að vera litli bróðir þinn
og fá að hanga aftan í þér um
allar trissur. Guð vemdi þig og
leiði á nýjum brautum.
Jón Birgir Pétursson.
Elsku hjartans vinurinn minn
kæri, nú er komið að leiðarlokum,
fyrr en við áttuðum okkur, en veg:
ir Guðs era órannsakanlegir. í
hinni helgu bók stendur: „Lærið
að telja daga yðar“, og svo ótal
margt sem segir okkur frá for-
gengileik tilverunnar, en þó spyr
maður, hvers vegna hún? Ekki
nema 63 ára í blóma lífsins, full
af starfsorku, lífsgleði og þrótti.
Hópurinn sem hún ætlaði með
til Kanaríeyja 22. janúar sl. fór
án hennar, því daginn áður hóf hún
þá ferð, sem nú er á enda rannin
með aðgerð sem hún gekkst undir
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en mein-
semdin uppgötvaðist þrem dögum
áður. Baráttan var hörð, en æðra-
leysi, einn af mörgum kostum elsk-
unnar minnar, kom svo berleg í
ljós við þessar hörmulegu aðstæð-
ur. Hún hafði meiri áhyggjur af
mér og nánustu ástvinum en sínum
kringumstæðum, þannig gerðar
var hún. Gleði, umhyggja, velvild
og hjálpsemi gerðu hana af einum
vinsælasta fararstjóra og leiðsögu-
manni sl. tuttugu ár í sólarlanda-
ferðum sem og öðram til ókunnra
staða erlendis.
Ásthildur var gæfusöm kona
þegar frá er talið er hún missti
manninn sinn, Pál Þorláksson,
langt fyrir aldur fram. Þá höfðu
þau átt yndislegt hjónaband í þijá-
tíu og tvö ár og eignuðust tvö
mannvænleg böm, sem bæði era
uppkomin, en þau eru Björgvin og
Margrét. Það var huggun harmi
gegn við makamissi að hún átti
heilbrigð böm og barnaböm sem
vora ljósberar hennar alla tíð.
Við hjartans vinurinn ljúfi,
kynntumst fyrir sex áram. Með
okkur tókst strax djúpstæð vinátta
sem aldrei bar skugga á. Hver
dagur var fullur eftirvæntingar,
alltaf í nóg að horfa. Á vor- og
sumardögum lékum við okkur í
golfi, það var gaman og eignuð-
umst við þar stóran vina- og kunn-
ingjahóp. Golfleikarinn minn var
virk þar eins og svo víða, hún kom
með mér á fjögur Evrópumeistara-
mót seniora erlendis og stóð við
hlið mér eins og klettur, eins og í
svo_ mörgu öðru.
Ég vil að lokum færa fram þakk-
ir starfsfólki og læknum A-7 deild-
ar Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir
frábæra umönnun og aðgætni.
Allir spyrja - endursvarið
ennþá bíður, svo er vel.
Ein má trúin taka af skarið
tengja saman lif og hel.
Sof þú fagra, kærá kona,
kveðja mín er hjartans mál.
Gott er að eiga vonir vona -
von að hitta þína sál.
(S.S. frá Arnarholti.)
Guð blessi minningu Ásthildar
Pétursdóttur.
Ásgeir Nikulásson.
Mér finnst svo ótrúlegt að hún
amma mín skuli vera dáin, af því
að hún var svo hress og kát og
alltaf í svo miklu stuði.
Það era svo margar skemmtileg-
ar og góðar minningar sem ég á
um ömmu Ástu. Eins og til dæmis
þegar við amma bjuggum til bfla-
brautir úr öllum servíettupökkun-
um á Fífó. Þá vora servíetturnar
með P skautasvell, hvítar með
doppunum bíóin, brúna mold og
grænu túnin.
Oft fóram við í bíltúr og ég fékk
„bílabijóstsykur", hann var vinsæll
hjá mér og var geymdur í dós í
hanskahólfinu.
Svo ferðuðumst við saman til
Ítalíu þegar ég var lítill. Og núna
í sumar til Portúgal. Þá var hún
orðin veik en alltaf jafn hress og
skemmtileg.
Ég mun sakna ömmu mjög mik-
ið en er samt glaður að hafa átt
hana í mínu lífi í ellefu ár.
Páll Bergmann.
Ásthildur Pétursdóttir var ein
skemmtilegasta og besta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Hún kom
í heiminn á bjartasta tíma ársins
og var alla ævi eins og hlæjandi
sólskin. Gjöful og vermandi gleði.
Enginn var fljótari að hugsa og
orðheppnari, fundvísari á spaugi-
legar hliðar mála og kjamann í
því sem um var rætt. Henni óx
ekkert í augum. Var alltaf reiðubú-
in í ný ævintýri, eins og að taka
að sér fararstjóm í landi sem hún
hafði aldrei komið til. „Ég les mér
bara til,“ sagði hún glaðlega og lét
sig ekki muna um það, fremur en
annað sem hún gerði. Tæki hún
eitthvað að sér, var hún í því af
lífi og sál. Sem forstöðumaður í
starfi aldraðra í Kópavogi bryddaði
hún upp á spennandi nýjungum í
samræmi við óskir og áhugamál
skjólstæðinga sinna. Ekki hafði
hún gegnt því starfi lengi þegar
hún fékk upphringingu frá mið-
aldra konu, sem sagði að móðir
hennar væri steinhætt að bera
undir sig nokkum hlut, en segði:
„Ef eitthvað kemur upp á þá tala
ég bara um það við hana Ásthildi.
Vert þú ekkert að hringja."
Hún gerðist fararstjóri í hóp-
ferðum aldraðra til sólarlanda og
fyrr en varði vora slíkar ferðir með
Asthildi Pétursdóttur orðnar vin-
sælli en nokkur hafði séð fyrir.
Ég hitti hana fyrir mörgum áram,
bæði í Júgóslavíu og á Mallorca,
með hópa ellilífeyrisþega og get
ekki ímyndað mér að hægt sé að
glæða slíkar ferðir meiri eftirvænt-
ingu og lífi en hún gerði. Hún kom
ekki fram við aldrað fólk eins og
hún væri umburðarlynd fóstra með
sérvitur börn, heldur eins og það
væri skemmtilegasta fólk sem hún
hefði hitt. Þess vegna voru ferðir
með henni ósvikin heilsubót.
Glæsileiki Ásthildar, lífsfjör og
glaðlegt viðmót gat dregið athygli
frá skapfestu hennar og greind.
Hún var fljót að koma auga á
kjama mála og hafði afar ákveðn-
ar skoðanir. Þær skoðanir vora
sprottnar af heilbrigðri skynsemi
og ríkri réttlætiskennd. Hún var
um árabil virk í pólitísku starfi á
vegum Sjálfstæðisflokksins og það
var innan vébanda hans sem leiðir
okkar lágu fyrst saman fyrir um
það bil aldarfjórðungi. Öðra hvoru
birtist nýtt fólk í lífi manns, sem
á einhvem undarlegan hátt virðist
alltaf hafa verið þar. Vinátta
myndast eins og af sjálfu sér og
er varanleg. Ásthildur Pétursdóttir
var ein af þessum happasendingum
tilverannar og fyrir það fæ ég
ekki fuliþakkað.
Ásthildur bjó við heimilisgæfu
alla ævi, fyrst í föðurhúsum, síðan
í hjónabandi sínu með Páli Þorláks-
syni, sem féll frá 1986, og bömum
þeirra, Björgvini og Margréti, og
síðustu ár með vini sínum Ásgeiri
Nikulássyni. Bamabörnin hennar,
hvert öðra gæfulegra, juku enn við
lífsgleðina.
Af öllu því sem Ásthildi Péturs-
dóttur var til lista lagt, ber kannski
hæst hvað hún gerði hversdagslega
hluti nýja og spennandi. Daglegt
hversdagslíf hjá henni var allt ann-
að en hversdagslegt. Hún var ótrú-
lega fundvís á leiðir til að gleðja
ijölskyldu sína og vini. Jólakort frá
henni vora persónuleg og hlý og
hún kom stundum með litlar út-
hugsaðar gjafir og útskýrði hvem-
ig hún hefði strax séð þegar hún
stóð við búðarglugga í erlendri
borg, að þessi hlutur ætti heima
hjá mér og éngri annarri, á sinn
sérstaka hátt og skilgreindi hvers
vegna. Hin raunveralega gjöf var
auðvitað vinarþelið og örlætið. Hið
tilfinningalega örlæti.
Ásthildur naut sín sjaldan betur
en á aðventunni. Enginn sem var
í jólaboðum á Fífuhvammsveginum
á áram áður, gleymir þeim mann-
fagnaði og glaðværri hlýju húsráð-
enda. Frásagnarhæfileikar og per-
sónutöfrar húsmóðurinnar settu
svip á veislur hússins, ekki síður
en fagurlega skreytt húsakynni og
veitingar. Ásthildur Pétursdóttir
var mikill fagurkeri og naut þess
að fegra heimili sitt og umhverfi, ^
en einkum og sér í lagi var hún
þó fagurkeri og listamaður í mann-
legum samskiptum. Þess vegna
skilur hún eftir sig bjarta slóð, nú
þegar göngu hennar er lokið.
A kveðjustund þakka ég af
hjarta dýrmæta vináttu og bið
þessari einstöku vinkonu minni
guðs blessunar.
Ástvinum hennar öllum færi ég
einlægar samúðarkveðjur, um leið
og ég samgleðst þeim með allar
góðu og skemmtilegu minningam-
ar og með að hafa átt Ásthildi
Pétursdóttur.
Jónina Michaelsdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Ásthildi Pétursdóttur bíða birt-
iagar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
t
Ástkær eigimaður minn, faðir okkar og tengda-
faðir,
HALLDÓR KR. JÓNSSON,
léstá hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi mánu-
dagsins 8. desember.
Gíslína Jónsdóttir,
Kolbrún Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Guðný Halldórsdóttir, Guðbrandur Jónasson.