Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FRIÐRIK
PÉTURSSON
+ Friðrik Péturs-
son, áður Fritz
Lemaire, fæddist í
Knappsack í Erftk-
reis í Rínarlöndum
1. mars 1922. Hann
lést í Hamborg 9.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gottfried
Lemaire, járnsmið-
ur í Knappsack, og
kona hans Anna
Maria, fædd Temp-
el.
Fyrri kona Frið-
riks, 1951, var Jutta Dieckel-
mann frá Bad Oldersloh og
voru börn þeirra fimm: 1) Sol-
veig Renate, f. 1. mars 1952,
býr í Lundi í Svíþjóð. Maki er
Guðmundur Kristjánsson
landafræðingur frá Selfossi,
vinnur hjá útflutningsráði
Skánar. Þau eiga þrjú börn sem
eru Kristján, Lára Björk og
Katla Ösp. 2) Kristín, f. 25. maí
1953, býr á Stokkseyri. Maki
Einar Sveinbjörnsson frá
Stokkseyri, löggiltur endur-
skoðandi. Börn þeirra eru Guð-
mundur, Friðrik og Þóranna.
3) Jens Uwe, f. 30.
júlí 1955, trésmíða-
meistari á Selfossi.
Maki Guðfinna Þor-
steinsdóttir frá Sel-
fossi. Börn þeirra
eru Þorsteinn,
Anna Guðrún og
Friðrik Már. 4) Pét-
ur, f. 16. júní 1958,
trésmiður, vinnur
hjá Plastiðjunni á
Selfossi. Hann var
kvæntur Sigrúnu
Guðmundsdóttur
og er þeirra sonur
Friðgeir. 5) Kristján, f. 3. apríl
1965, stúdent frá Fjölbrauta-
skóla Suðurlands. Býr í Reykja-
vík og er starfsmaður Tækniv-
als. Kona hans er Þórunn
Pálmadóttir og er sonur þeirra
Ægir Oli en fyrir átti Kristján
dótturina Ellu Karen.
Þau Friðrik og Jutta slitu
samvistir. Síðari kona hans var
Gertrud Henning og lifir hún
mann sinn.
Útför Friðriks var gerð frá
sóknarkirkju hans í Neuen-
felde, sem er úthverfi Ham-
borgar.
Ég hrökk við er mér var færð
andlátsfrétt vinar míns Friðriks
Péturssonar sem mér er tamara að
kalla Fritz. Hugurinn reikaði 48 ár
aftur í tímann er hann kom til starfa
hjá föður mínum í Litlu-Sandvík í
Flóa. Hann vantaði duglegan vinnu-
mann og sá þann möguleika í því
þýska verkafólki er kom hingað
snemma sumars 1949, staðnæmdist
hér flest og hefur síðan auðgað
þjóðina með atorku sinni og niðjum.
Fritz kom ekki með fyrsta hópnum,
en hinn 19. júlí var hann kominn
til landsins með togara og kom
austur að Sandvík strax um kvöld-
ið. Uppi varð fótur og fit á fjöl-
mennu heimili og hinum nýja vinnu-
manni var sýnt allt á bænum, hátt
og iágt, en hann reyndist skraf-
hreyfinn strax og kenndi heimilis-
fólkinu svonefnt bendingamál.
Þetta var rosasumar og honum
þótti lítið komið í hlöður en við
vorum öll sammála um að nú færi
að batna tíðin. Svo var farið að
sofa síðla kvölds.
Akveðið var að láta nýja vinnu-
manninn sofa út næsta morgun.
En klukkan 10 vaknaði hann með
andfælum, alveg eyðilagður maður.
Faðir minn gerði gott úr því og
eftir morgunmat var farið að vinna.
Og þá sást strax að hér var góður
maður kominn til allra búverka.
Mér er nær að halda að þetta
hafi verið eina skiptið sem Fritz
svaf út á mínu heimili, hvað þá
heldur síðar þann aldarfjórðung
sem hann bjó á íslandi. í Sandvík
dvaldist hann frá sumrinu 1949 til
haustsins 1950. Hann var ótrúlega
fjölhæfur verkamaður, vel að sér í
mörgum landbúnaðarverkum og
hlífði sér hvergi. Þótt bagaður væri
í hendi tók hann strax til við mjalt-
ir og batt á sig ólar sem hann kvað
taka mesta sársaukann af. Þegar
ég lít til baka finnst mér þó ennþá
meira virði þau jákvæðu áhrif á
okkur systkinin en við hin eldri
vorum þá á fermingaraldri. Hann
reyndi að kenna mér að ganga upp-
réttur, ég var látinn stauta mig
fram úr þýsku lesmáli. Hann kenndi
systur minni að í dansi ætti að við-
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ANTONSSON,
Hlíðarvegi 45,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju, laug-
ardaginn 13. desember kl. 14.00.
Gunnar Guðmundsson, Sóley Þorkelsdóttir,
Skarphéðinn Guðmundsson, Margrét Hallgrímsdóttir,
Stefanía S. Guðmunsdóttir, Friðrik Hannesson,
Margrét Guðmundsdóttir, Andrés Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Sléttu,
Reyðarfirði,
verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju laug-
ardaginn 13. desember kl. 14.00.
Sólveig Baldursdóttir,
Þórey Baldursdóttir,
Sigurður Baldursson,
Einar Baldursson,
Sigurjón Baldursson,
Atli Björnsson,
Haukur Þorleifsson,
Dagbjört Gísladóttir,
Anna Ingvarsdóttir,
Anna J. Wilhelmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
hafa vissa mýkt, og hann tók að
sér að búa mig út í fermingarfötin
vorið 1950. Seinna það vor syntum
við í áveitunni og þá var hann alls-
nakinn. „Hermenn synda berir,“
sagði hann og minnti á að hann
hafði verið í stríðinu. Við strákarn-
ir spurðum hann um stríðið, og
hann kenndi okkur að skríða að
hermannasið milli þúfna, en þegar
við fórum að spyija um alvarlegri
hluti, þá þagnaði hann. Víst slapp
hann vel úr stríðinu líkamlega séð,
en kalinn samt, því loftárásir
Bandamanna höfðu tekið sinn toll
af ástvinum hans, unga unnustu
og föður hans, sem reyndi að fjar-
lægja eldsprengju úr húsi sínu.
Fritz var Rínlendingur og var
faðir hans verksmiðjumaður í Köln.
Atti að koma syninum ungum í
rennismiðsnám, en þá hafði hann
fengið nasasjón af landbúnaðar-
vinnu og allt að því strauk að heim-
an til sveitabónda í Slésvík-Hol-
stein. Vann hann bóndanum í nokk-
ur ár og fór í búnaðarskóla, en á
átján ára afmælisdegi sínum var
Fritz kallaður í herinn og þjálfaður
í rétta tvo mánuði og sendur þá til
Frakklands. Reyndi þar lítið á hann
enda höfðu Þjóðveijar nær því unn-
ið Frakkland. Tóku þá við alls kyns
æfingar undir innrásina í England,
sem aldrei varð úr. En svo leið
tíminn uns Fritz og herdeild hans
var sagt að taka upp tjaldhælana
í Frakklandi og ferðast austur á
bóginn, fyrst með lestum en loks
fótgangandi og þá var þrammað
viðstöðulaust um nætur en legið
fyrir í skógum á daginn. Að kvöldi
21. júní 1941 voru hermenn kallað-
ir saman og tilkynnt að næsta
morgun yrði ráðist yfir í Sovétríkin.
Hið raunverulega stríð sem Fritz
Lemaire tók þátt í stóð í tvö ár.
Hann var vaktmeistari í stórskotal-
iðinu og réð yfir stórri fallbyssu.
Árið 1943 var hann kominn að
bænum Omsk, sem er á milli Len-
ingrad og Moskvu og varð þá fyrir
sprengjubroti úr flugvél svo hann
særðist illa á vinstri hendi. Ætlaði
herlæknir að taka af honum hönd-
ina en litháískur kvenlæknir kom í
veg fyrir það. Fritz var nú sendur
á heilsuhæli í Þýskalandi og látinn
þar gróa sára sinna en þegar hann
taldi sig eiga að snúa aftur á víg-
stöðvarnar var hann leystur úr her-
þjónustu. Réðst hann þá sem ráðs-
maður til ekkju sem bjó búi sínu
rétt fyrir austan þau landamæri
sem síðar urðu milli Austur- og
Vestur-Þýskalands. Vel féll honum
að vinna hjá ekkjunni en verr féll
honum við hin nýju yfirvöld, sem
stungu honum eitt sinn í sex vikna
fangelsi fyrir smygl á nöglum og
smáefni til bygginga. Loks hafði
hann fregnir af því að hann ætti
að fara til vinnu í úrannámum í
Súdetahéruðunum. Hann beið ekki
þeirra boða en flúði næstu nótt yfir
til Vestur-Þýskalands með því að
synda yfir vatn eitt á landamærum
ríkjanna. Það var um hvítasunnuna
1949 og úr flóttamannabúðum í
Lubeck lá leiðin til íslands.
Vel er mér ljóst að foreldrum
mínum var mikill vandi á höndum
að taka á móti mállausum flótta-
manni sem misst hafði sitt föður-
land. Raunar taldi Fritz þessi örlög
ættgeng, því nafn hans var franskt;
hann var kominn af frönskum húg-
enottum sem flýðu föðurland sitt
yfir til Þýskalands á seytjándu öld.
En þetta voru glaðir dagar og góð-
ir. Fritz varð fljótt vel mæltur á
íslensku, en trúr uppruna sínum
trúlofaðist hann þýskri stúlku sem
vann á Selfossi og reistu þau bú
sitt fyrst á Þórustöðum í Ölfusi, en
fluttu fljótt á Eyrarbakka, þar sem
Jutta hefur æ síðan átt heimili sitt.
Þau lögðu hart að sér til að byggja
yfir sig, vildu ekki skulda neinum
neitt. Fritz fékk vinnu við búskap-
inn á Litla-Hrauni en vann síðan
sjálfstætt, meðal annars sem eftir-
litsmaður hjá innflytjendum drátt-
arvéla. En brátt fór hann að vinna
í síldinni fyrir austan og síðan við
byggingu Búrfellsvirkjunar og það-
an lá leiðin í Straumsvík.
Um það leyti skildu leiðir þeirra
Fritz og Juttu og fór Fritz þá aftur
til Þýskalands 1969 og vann fyrst
hjá Hochtief sem hafði byggt upp
höfnina í Straumsvík. Fór hann svo
til Dillinger Standbau í Essen sem
var þar að byggja álverksmiðju. Þar
var hann kominn í starf við end-
urnýjun keija, er hann hélt til Ham-
borgar 1973 og fékk þar vinnu við
álverksmiðju utan við borgina.
Nokkrum árum síðar giftist hann
Gertrud Henning og stóð heimili
þeirra í úthverfi Hamborgar, sem
nefnist Das Alte Land. Naut Fritz
sín þar vel enda var svæðið kallað
„stærsti ávaxtagarður Evrópu“.
Fritz hætti að vinna út í frá 1987,
en þessi mikli atorkumaður tók þá
til óspilltra máianna við eigin rækt-
un í garðinum sínum.
Fritz Lemaire ræktaði vel forna
vináttu við fyrstu húsbændur sína
á íslandi. Hann kom oft hingað til
lands hin síðari ár að fylgjast með
börnum sínum og barnabörnum.
Hann var þá hress og glaður og
hafði enn ákveðnar skoðanir. Illa
+ Steingrímur Bjarnason
fæddist á Eskifirði 11. des-
ember 1919. Hann lést á Land-
spítalanum 30. ágúst síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Reyðarfjarðarkirkju 6. septem-
ber.
Mig langar að minnast Stein-
gríms, móðurbróður míns, sem
hefði orðið 78 ára í dag. Ekki datt
mér í hug þegar við heimsóttum
hann á Norðfjarðarsjúkrahús í end-
aðan júlí að það væri í síðasta sinn
sem við mundum sjá hann, en stuttu
seinna fór hann suður á Landspítal-
ann og háði þar harða baráttu við
illvígan sjúkdóm sem hann lést af
30. ágúst sl.
Steingrímur var mikill mann-
kostamaður, alltaf jafn traustur og
yfirvegaður. Ekki er hægt að skrifa
um Steingrím án þess að minnast á
konuna hans, hana Stúllu, í sama
orðinu, svo samrýnd voru þau. Það
var einstaklega skemmtilegt að
heimsækja þau. Það var alltaf eins
og við værum að gera þeim stóran
greiða að líta inn, yfirleitt komu þau
bæði til dyra og sögðu: „Æ, mikið
voruð þið nú góð að líta inn“. Eins
voru sunnudagsrúntamir þeirra
+ Kristjana S.G. Sveinsdóttir
fæddist á Þingeyri við
Dýrafjörð 21. september 1916.
Hún lést 5. desember síðastlið-
inn. Foreldrar hennar voru
Magnfríður Sigurðardóttir og
Sveinn Jónsson. Kristjana var
elst af fjórum systkinum. Eftir-
lifandi systkini Krisljönu eru:
Jón, Jenný og Friðþjófur Sig-
mundsbörn.
Útför Kristjönu verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
í dag kveðjum við elskulega
frænku okkar, Jönu. Hugurinn reik-
ar til æskuáranna, þar sem Jana
var heimilisföst á bernskuheimili
okkar og alltaf nálæg þegar við
þurftum á að halda, sem var æði
oft eins og títt er um stóran barna-
hóp. Jana var einstaklega hjartahlý
og kærleiksrík kona sem reyndist
okkur systkinunum eins vel og hún
ætti okkur sjálf. Jana elskaði börn
og vildi helst vera þar sem börn
voru. Hún tók þau í fangið, talaði
og söng fyrir þau, og öll hændust
þau að henni. Hún fylgdist með
börnum okkar og barnabörnum og
þekkti þau öll með nafni, þó að
hópurinn væri stór. Henni fannst
gaman að fá myndir af þeim og
fylgjast með uppvexti þeirra. En
það var stolt hennar og gleði að
féll honum sameining þýsku ríkj-
anna. Hann þóttist fullviss um að
allir austan tjalds væru orðnir
værukærir letingjar og yrðu ekki
læknaðir. Svo sá hann fram á mikla
skattahækkun og lækkun á eftirla-
unum alls eldra fólks. Betur hefur
nú ræst úr því, en Fritz fylgdist
einnig mjög vel með málum hér á
landi og hélt uppi vörnum fyrir ís-
lenska sveitamenn. Honum þótti
allt umtal um offramleiðslu á ís-
lenskum búvörum heimskulegt svo
ekki væri meira sagt og leit svo til
fjarlægari landa og sagði: „Það er
ekki offramleiðsla í heiminum með-
an eitt barn sveltur, en það getur
verið óstjórn."
Ég hefi lengi nærst á þessum
orðum vinar míns, Fritz Lemaire.
Hann er einn af meisturum lífs
míns og verður mér ógleymanlegur.
Ég votta afkomendum hans og ást-
vinum dýpstu samúð.
Páll Lýðsson.
hingað suðureftir gleðiefni á okkar
heimili, alltaf var jafn gaman að fá
þau, full af fróðleik og skemmtileg-
heitum. Steingrímur var alltaf mjög
hraustur, stór og stæltur.
Ekki datt mér í hug í sumar
þegar hann var alltaf að hringja til
Reykjavíkur og vita um heilsufar á
minni fjölskyldu að hann væri orð-
inn fársjúkur sjálfur, hann talaði
aldrei um sín veikindi. Steingrímur
var mjög frændrækinn og hafði
mikið samband við sín systkini og
frændgarðinn allan og alveg var
sama hvort menn væru áttræðir eða
tveggja ára, allir voru jafnir. Aldrei
heyrði ég hann hallmæla nokkrum
manni, en gerði oft góðlátlegt grín.
Steingrímur og Stúlla eignuðust 3
syni og eiga eitt barnabarn og voru
það miklir gleðigjafar í þeirra lífi,
sem og tengdadæturnar.
Elsku Stúlla mín, þú ert búin að
standa þig eins og hetja, þinn miss-
ir er mikill og okkar allra, það er
erfiður tími framundan, en megi
ljós jólanna og sól vorsins hjálpa
ykkur yfir erfiðasta hjallann.
Kæri frændi, ég kveð þig að
sinni, þín er sárt saknað af minni
fjölskyldu. Hvíl þú í friði.
Gunnhildur Stefánsd. og fjölsk.
sýna okkur myndir sem hún var
með á náttborðinu sínu, en það
voru barnabörnin hennar. Hún
ljómaði af gleði yfír litla drengnum
sem er ársgamall og sagði okkur
frá þegar hann var að koma til
hennar í heimsókn með pabba sín-
um. Það er svo margs að minnast,
frá liðnum árum um góða konu sem
öllum vildi vel og vildi allt fyrir alla
gera. Hún gaf svo mikið af sér og
umvafði alla ást og kærleika.
Elsku Jana mín, við eigum þér
mikið að þakka fyrir alla þína ástúð
og hjálpsemi bæði við okkur og
okkar nánustu. Við erum viss um,
að eftir öll góðverkin þín hér, hefur
þér verið tekið fagnandi af góðum
vinum þegar þú fluttist héðan úr
þessum heimi.
Við vottum börnum þínum, Val-
dísi og Gunnbirni, tengdabörnum
og barnabörnum okkar innilegustu
samúð.
Margs er að minnast.
Margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð
Margs er minnast.
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(Vald. Briem)
Þökk fyrir allt, kæra vinkona,
og frænka^ Guð geymi þig.
Ásta, María, Jens og
Bjarni.
STEINGRIMUR
BJARNASON
KRISTJANA S.G.
S VEINSDÓTTIR