Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ . Ákjósanleikí I MORGUNBLAÐ- INU 25. nóv. síðastlið- inn var fremur stutt frétt undir fyrirsögn- inni „Skagaíj'örður ákjósanlegur fyrir olíu- hreinsunarstöð". Þessi fyrirsögn sló mig eín- kennilega. Ég þóttist vita að Skagfirðingar væru upp til hópa glað- sinna og skemmtilegt éHk og fjörðurinn fall- egur. Sjálf hef ég ít- rekað notið gestrisi þeirra og söngelsku auk náttúrufegurðar héraðsins. Ég gat ekki áttað mig á því hvers þeir ættu að gjalda - samkvæmt mínum skilningi á landgæðum og landnotkun er enginn staður ákjós- anlegur fyrir olíuhreinsunarstöð. En svo fór ég að hugsa með mér að einhvers staðar yrðu nú vondir að vera og það væri nú kannski sanngjarnt að íslendingar tækju að sér eitthvað af þeirri mengun og leiðinda störfum sem aðrir þyrftu kannski annars að þola. Ekki er na víst bætandi á ástandið í Rúss- landi og Ameríkanar framleiða manna mest af koltvísýringi og ýmsum óþverra. - Já, eiga Islendingar ekki bara að bjóðast til að taka við eins og einni olíuhreinsunarstöð? Það má líta á það sem þróunaraðstoð við þjóð sem er að brjótast úr viðjum sovétsins, með tilheyrandi umhverfís- vandamálum - nú og okkur munar ekkert um að víkja smá greiða að Ameríkönum í leið- inni. - En þrátt fyrir annálaða gestrisni Skagfírðinga, er þetta rétt hugarf- ar? Kannski mætti frekar hugsa sem svo: Við íslendingar meinum það sem við (stundum) segjum! Við vilj- um eiga „hreinasta land í heimi“ - enda erum við vel upplýst, vel menntuð og vel nærð. Gæti verið, að okkar framlag til aðstoðar stór- þjóðum heimsins væri að leggja til örlitla visku í umræðuna um um- hverfísmál? Ekki reyna að halda Salvör Jónsdóttir því fram að við séum að bjarga heiminum með því að virkja öll fall- vötn sem við komum böndum á, til að auka stóriðju. Ef við í raun vilj- um leggja eitthvað til umhverfís- mála í heiminum, verður það best gert með því að auka skilning á samskiptum manns og umhverfís - og með áræði til að virkja - ekki fallvötn, heldur visku. Umhverfis- vandamál heimsins verða ekki leyst Óæskileg landnotkun, segir Salvör Jónsdótt- ir, er hér kynnt sem óskadraumur. með fleiri stóriðjuverum á íslandi - þau verða miklu fremur leyst með bættum skilningi og breyttu gildis- mati. Nauðsynlegt er að draga úr neyslu og breyta áherslum í neyslu- venjum. Skipuleggja byggðir og samgöngur þannig að minni orku sé þörf. Efla má fjarskiptatækni og þróa hugbúnað sem enn fremur gæti dregið úr orkunotkun. En lítum nú aðeins nánar á grein- ina um Skagafjörð: Hún hefst á frásögn um að við- skipta- og iðnaðarráðherra segist telja að Skagafjörður sé besti stað- urinn fyrir ólíhreinsunarstöð hér á og Bose Acoustimass Am5 hátalarar a= jofhtiujóði 59.900 stgr Verð áður 69.900 Það fer ekkl mikið fyrír llllu orkuverunum frð Bose en ðhrifln eru stórkostleg. Bose hðtalararnlr fðst í fillum stærðum og gerðum ð verðí frð 23.900 kr. stgr. Bose Acoustlmass AmlO Dolby Prologic heimabíó- hðtalarar ð 94.900 kr. stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 1500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt. íe-imí m AU7 M M KANAM Venjulegir hátalarar Bose Acoustimass Lifandi tónleikar landi - hér er sem sagt vitnað til viðskipta- og iðnaðarráðherra um það, hvar staðsetja skuli umdeilan- lega landnotkun - og hver skyldu viðmiðin vera? Lítum fyrst á rökin fýrir því hvers vegna olíuhreinsun- arstöð skuli vera á íslandi: „til landsins væri stutt og greið leið frá nýjum olíulindum í Bar- entshafí. Lega íslands skapaði markað fyrir dísilolíu í Evrópu og markaði fyrir bensín í Banda- ríkunum. Á íslandi væru góð hafnarskilyrði fyrir stór tank- skip og möguleiki á hagstæðum orkukaupasamningi." Þessi óður um legu og landsins og náttúrulegar aðstæður þess minnti mig á að fyrr hefur verið ljallað um kosti landsins: Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinn heiður og blár, hafíð var skínandi bjart. Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu austan um hyldýpishaf, hingað í sælunnar reit. (Jónas Hallgrímsson, ísland.) Síðar í greininni er greint frá rökum þess að velja Skagafjörð fyrir olíuhreinsunarstöð: „Þar væru góðar iðnaðarlóðir til staðar og Yfir 20 tegundir af sófaborðum á lager - Ýmsar viðartegundir Fákafen 9, sími 568 2866 möguleiki á góðri og sérstaklega djúpri höfn.“ Þetta eru sem sagt viðmiðin. Ekki er fjallað um mann- líf í þessu sambandi. Þegar faglega er unnið er að ákvörðunum um landnotkun, (oft- ast kallað skipulag) eru sett upp ákveðin viðmið til að auðvelda ákvarðanatöku. Þessi viðmið geta verið af ýmsum toga, allt eftir því að hveiju er stefnt í þjóðfélaginu, þ.e.a.s eftir því, hvaða markmið Íýðræðislega kjömir fulltrúar hafa sett sér. Viðmiðin geta verið af fé- lagslegum toga, t.d.: Mun tilvonadi landnotkun stuðla að jöfnuði; milli stétta? milli kynja? milli kynslóða? Þá geta viðmiðin verið af efna- hagslegum toga, t.d.: Mun tilvon- andi landnotkun stuðla að arðsemi; til skammtíma? til langtíma? Sumar þjóðir taka einnig tillit til umhverfíslegra viðmiða, t.d.: Mun tilvonandi landnotkun stuðla að því að; endurnýjanlegar auðlindir við- haldist? Að ekki sé gengið á óend- urnýjanlegar náttúruminjar og verðmæti? Val á viðmiðum fer auðvitað eft- ir því hvaða markmiðum viðkom- andi stjórnendur hyggjast ná. En víkjum aftur að greininni: „Verið er að vinna að forhag- kvæmnisathugunum —hugtakið bendir til að verið sé að athuga hvort þetta sé arðvænleg hugmynd. Gott og vel, en er arður það sem skiptir mestu (eina) máli? - Er líka verið að athuga áhrif á mannlíf, á umhverfi? Ef svarið er „nei“, hver er þá skýringin? Er hagkvæmnin meira virði en allt annað? Og enn og miklu fremur, hvernig er hag- kvæmnin útreiknuð? - Er verið að reikna með hagkvæmni fyrir núlif- andi kynslóðir eða komandi kyn- slóðir einnig? Það er afar eðlilegt að ríkisstjórn vilji fara með ráð yfír landnotkun, hins vegar skv. gömlum og nýjum skipulagslögum eru ákvarðanir um landnotkun í höndum heimamanna. Einmitt þess vegna nýtir ríkisvaldið sér alla möguleika til að móta skoð- anir heimamanna - oftar en ekki með því að slá fram frétt eins og þeirri sem hér er vitnað til. Óæski- leg landnotkun er hér kynnt sem óskadraumur. Við ákvarðanatöku er því nauð- synlegt að staldra við og spyija: Munum við ganga til góðs götuna fram eftir veg? Höfundur erland- og skipulagsfræðingur. 1 Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, f FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. - kjarni málsins!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.