Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni Ljóska Og hér stendur: „Móses var á fjallinu í fjörutíu daga og fjöru- tíu nætur“. Það er langur tími til að vera í burtu .. . Hvern skyldi hann hafa fengið til að vera hjá hundinum sínum? Nútíma blaða- mennska - hvað er það eiginlega? Frá Þorgrími Gestssyni: ÞAÐ ER sjaldgæft að grundvaliar- atriði í blaðamennsku séu tekin til umræðu á opinberum vettvangi á íslandi. Þó brá svo við að í laugar- dagsblaði Morgunblaðsins, 6. des- ember, birtist bréf frá manni sem telur blaðið ekki hafa fjallað á nógu gagnrýninn hátt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurlistans, birt athuga- semdalaust upplýsingar sem hann telur að séu blekkingar einar. En sú umræða lenti skjótlega úti á undarlegum brautum. Víkvetji Morgunblaðsins brást til varnar Morgunblaðinu þriðjudaginn 9. desember og skrifar að annað- hvort skilji bréfritari ekki grundvall- aratriði blaðamennsku eða hann geri kröfu til þess að Morgunblaðið blandi saman fréttum og skoðunum. Ritari Víkverja, sem er væntanlega einn af blaðamönnum Morgunblaðs- ins, segir að í samræmi við nútíma blaðamennsku hafí blaðið skýrt frá því sem fram kom á blaðamanna- fundi borgarstjórans í Reykjavík en óski borgarfulltrúar í minnihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn eft- ir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri geti þeir haldið sinn blaða- mannafund. Skoðanir sínar segir Víkverji að Morgunblaðið birti í leið- ara og telur þetta vera undirstöðu- atriði í nútíma blaðamennsku. Það er þó langt í frá að þetta geti talist vera „nútíma blaða- mennska". Hún er fólgin í gagnrýn- inni umfjöllun og því að reyna að komast að hinu sanna í hveiju máli, í það minnsta sem næst sannleikan- um. „Skilaboðablaðamennska" sú sem er algengust á íslandi er í því fólgin að farið er á blaðamanna- fundi og upplýsingum sem þar koma fram samviskusamlega komið á framfæri; hringt er í fólk eða geng- ið á fund þess, segulbandstæki rek- ið upp í fésið á því og því gefínn kostur á að „tjá sig“. Ef önnur sjón- armið eru á lofti er fulltrúum þeirra gefinn kostur á að tjá sig. En sjald- an gengur íslenskur blaðamaður í það verk að kanna með sjálfstæðum athugunum hvað hæft sé í fullyrð- ingum eða ásökunum sem slegið hefur verið fram. Þess vegna er fréttaflutningur á íslandi oft af- skaplega lítt skiljanlegur venjulegu fólki. Hann er mestanpart skilaboð ráðamanna til þjóðarinnar og karp um það hvað þeir telja að sé gott og rétt. Fjárhagsáætlun borgarstjórnar Reykjavíkur er gott dæmi um verk- efni sem gagnrýninn blaðamaður hefði átt að hella sér út í með þessa grundvallarspumingu að leiðarljósi: Eru þetta blekkingar eða ekki? Nið- urstaðan verður að sjálfsögðu ann- aðhvort sú að Árni Sigfússon hafí rétt fyrir sér - ellegar Ingibjörg Sólrún. Það er nútíma blaða- mennska að fjalla um mál á þeirra eigin forsendum, án tillits til þess hver niðurstaðan kann að verða og hveijum það kann að koma vel eða illa að hún verði dregin fram í dags- ljósið. Það er nútímablaðamennska að blaðamennirnir sjálfir ákveði hvaða upplýsingar eiga erindi til lesenda/hlustenda en taki ekki gagnrýnislaust við þeim á blaða- mannafundum ráðamanna. (Blaða- mannafundir eru þó stundum nauð- synlegir, í hófi þó.) Aðeins með því að stunda gagn- rýna, vægðarlausa og öllum óháða blaðamennsku - en réttsýna og heiðarlega - standa fjöimiðiar sig í því hlutverki sem stundum hefur verið nefnt fjórða ríkisvaldið. Slík blaðamennska sést hins vegar grát- lega sjaldan á íslandi um þessar mundir, því miður, og flestir virðast misskilja herfilega hugtakið óháð blaðamennska. ÞORGRÍMUR GESTSSON, blaðamaður, Sólvallagötu 61, Reykjavík. Lausnin fundin! Frá dr. Benjamín H.J. Eiríkssyni: MEÐ þjóðinni eru uppi margvísleg mál, sum erfið. En ekkert þeirra er eins einfalt og veiðileyfamálið. Það er þetta: Ríkisvaldið gefur út leyfi til físk- veiða. Það gefur leyfin dálitlum hópi manna. Þessi leyfi ganga strax kaupum og sölum á opnum markaði fyrir milljarða króna. Ríkisstjómina vantar sárlega pen- inga í margvísleg mál, sem eru henn- ar hjartans mál: Heilbrigðismálin, menntakerfíð, samgöngumál og síð- ast en ekki síst: Fátækrahjálp. Ráð- herrunum svíður sárt að hafa ekki peninga í þessa bráðnauðsynlegu og knýjandi hluti. Það er vissulega sárt að vanta peninga til þessara bráð- nauðsynlegu mála. Með afnámi gild- andi laga um leyfín fengi ríkisstjóm- in fijálsar hendur og ný lög. Með ræðu sinni í Sjónvarpinu hinn 29. sl. sló Davíð Oddsson eigið met í málflutningi. Ég held að þjóð- in láti ekki blekkjast af „vitlega planinu" hans Davíðs. Þetta var mjög lágt plan, rétt eins og mál- flutningur forsætisráðherrans: 1% þjónustugjald. 1%! Og það þjónustu- gjald, sem enginn mun í alvöru hafa tengt veiðileyfagjaldinu. Með hinu „vitlega plani“, sem forsætisráðherrann bendir á,_ sést strax lausnin: Hækka planið! Úr 1% aflans í 100% gjaldsins: Leigja leyf- in til eins árs í senn — veiðiárið — með leyfi til framleigu. Gefa útgerð- armönnum 10% leigunnar. Þessi upphæð, 10%, er hrein gjöf og al- gjört hámark. Áhafnir skipti svo með sér öðmm 10%. Um ieið yrðu afnumin skattfríðindi þessarar tekjuhæstu verkalýðsstéttar þjóðar- innar. Ríkið fáið 80% leigunnar, til hjartans mála ráðherranna: Sjúkra, skólafólksins, samgöngumála og til fátækra. Punktur. DR. BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON, hagfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.