Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 76

Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 76
76 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Skemmtanir ■ STAÐURINN, KEFLAVÍK Hljóm- sveitin Úlrik leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ FEITI DVERGURINN Á fóstu- dags- og iaugardagskvöld leikur Rún- ar Júl. og mun hann kynna lögin af nýja disknum. ■ HÓTEL ÍSLAND Á fóstudags- og laugardagskvöld verður jólahlaðborð Hótels Islands með skemmtun og dansieik. Hljómsveit Geirmundai’ Val- týssonar leikur bæði kvöldin. Á fóstu- dag skemmta Söngsystur en á laugar- dag geta gestir notið stórsýningar Björgvins Halldórssonar í útvarpinu heyrði ég lag.- ■ NAUSTKJALLARINN er opinn föstudags- og laugardagskvöld. Lif- andi tónlist bæði kvöldin. Dúettinn KOS skemmtir fóstudags- og laugar- dagskvöld. Opið til kl. 3 bæði kvöldin. ■ REYKJAVÍKURSTOFAN við Vesturgötu er opin föstudag og laug- ardag til kl. 3. ■ NAUSTIÐ er opið fimmtudags- og sunnudagskvöld til kl. 1. Föstudag og laugardag til kl. 3. Eldhúsið opnað kl. 19. Marion Herrera frá Frakklandi leikur matartónlist á hörpu. Munið jólahlaðborð Naustsins í desember. ■ GULLÖLDIN, Grafarvogi Á fóstu- dags- og laugardagskvöld leikur dúettinn Klappað og klárt. Dúettinn skipa þau Gæi Karls og Didda Löve. ■ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1. Föstudags- og laugar- dagskvöld opið frá ki. 19-3. André Bachmann og Gleðigjafarnir leika fyrir gesti perlur áranna ‘50-’58. í Súlnasal föstudags- og laugardags- kvöld er jólahlaðborð og skemmtun þar sem fram koma Örn Árnason og Diddú. Þröstur Þorbjörnsson og Sig- rún Eva Ármannsdóttir sjá um borð- tónlist og fíðluleikarar úr Suzukiskól- anum munu einnig koma fram. Að þvf loknu hefst dansleikur með hljóm- sveitinni Saga Klass. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó- leikarinn Liz Gammon leikur þriðju- dags- til sunnudagskvölds frá kl. 22 fyrir gesti veitingahússins. I tilkynn- ingu frá Romance segir að Liz þyki ein af þeim bestu í sínu fagi í dag. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunnar LOÐIN rotta leikur á Gauknum miðvikudagskvöldið 17. des. en þess má geta að Richard Scobie leikur á Kaffi Reykjavík þriðjudagskvöld. Páll leikur og syngur fyi-ir matargesti í jólahlaðborði föstudag, laugardag og sunndag frá kl. 19-23. Föstudag og laugardag skemmtir Ríó tríó gestum og hljómsveit Jakobs Jónssonar leik- ur fyrir dansi. ■ CAFÉ MENNING, DALVÍK Á föstudagskvöld verða fjölskyldutón- leikar kl. 18. Friðrik Ómar Hjörleifs- son kynnir nýútkomna snældu á neðri hæðinni. Allir velkomnir, aðgangui' ókeypis. Um kvöldið kl. 23 verður írsk stemmning með hljómsveitinni PPK. Aðgangur ókeypis. Á laugardags- kvöld verður jólamatur frá kl. 18-22. Verð 1.800 kr. Dagmann Ingvason spilar fyrir matargesti, Pálmi Gunn- arsson syngur jólalög og Friðrik Hjörleifsson skemmtir. Hljómsveitin Tvöföld áhrif leikur fyrir dansi. Sér- stök uppákoma verður um kvöldið þar sem tríóið Dallas frá Dal- vík skemmtir en tríóið skipa Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Dagur Óskarsson og Freyr Antonsson. ■ LÍNUDANSAR- AR Dansæfing verð- ur í Kiwanishúsinu Eldey, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi föstu- dagskvöld frá kl. 21. ■ SÁLIN HANS JÓNS MÍNS kemur saman í jólaleyfínu og fer á kreik um helgina. Fyrir- hugaðir eru örfáir tónleikar fram að áramótum. Sálin hefur leik í Ing- ólfscafé á föstudagskvöld og Inghól, Selfossi, laugardagskvöld. ■ SÓLDÖGG leikur fimmtudags- kvöld á Gauk á Stöng og laugardags- kvöld í Sjallanum, Akureyri. ■ HITT HÚSIÐ Hljómsveitin Súr- efni leikur á síðdegistónleikum föstu- daginn 12. desember og hefjast þeir kl. 17 á Kakóbarnum Geysi og er að- gangur ókeypis. ■ SIR OLIVER Kuran Swing Ieikur fimmtudaginn 11. desember kl. 22.30. Kuran Swing er skipuð þeim Szymoni Kuran fiðluleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara, Ólafi Þórð- arsyni gítarleikara og Bjarna Svein- björnssyni kontrabassaleikara. Á KURAN Swing leikur á Sir Oliver fimmtudagskvöld. föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Laddi. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtu- dagskvöld verður tískusýning frá kl. 21.30. Hljómsveitin Hunang leikur um kvöldið og einnig föstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudags- og mánudagskvöld leikur Eyjólfur Kri- stjánsson og á þriðjudagskvöld tekur Richard Scobie við. ■ KAFFI AU STURSTRÆTI Trú- badorinn James Clifton leikur rólega kráartónlist fímmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 20-24. _ "boð í gangi. ■ RUNAR ÞÓR og hljómsveit leika í Ránni, Keflavík, föstudags- og laugardags- kvöld. Píanódiskur Rún- ars Þórs er komin í verslanir. ■ ÁRTÚN Um helg- ina verða gömlu og nýju dansamir. Hljómsveitin Suður- nesjamenn leilcur föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ 8-VILLT leikur á Gauk á Stöng föstudags- og laugardagskvöld. ■ TONLEIKAR í KROSSINUM Stórtónleikar verða í Krossinum, Hlíðarsmára 5, föstudagskvöld. Fram koma: Páll Rósinkranz og Christ Gospel Band. Gestir verða Marcello Stewart frá HoIIandi og Loftur Guðnason. Húsið opnað kl. 20. Miða- verð 800 kr. ■ ÍRLAND Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin Karma. ■ FJÖRUGARÐURINN verður op- inn um helgina. Jólahlaðborð fimmtu- dag til sunnudags. Víkingasveitin leikur fyrir dansi eftir borðhald. Fjaran er opin öll kvöld og í hádeginu fimmtudag til sunnudags. Islenskir jólasveinar flytja jólalög, jólahlað- borð. RÚNAR Júl leikur á Feita dvergn- um um helgina. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtu- dagskvöld er Hooch-kvöld. Þrír á 990 kr. Hljómsveitin Extra frá Sel- fossi leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Hljómsveitin 8-villt leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Á mánudags- og þriðju- dagskvöld leikur Helgi Björns og hljómsveit en hann hefur einnig ný- verið sent frá sér sólóplötu. Auk Helga og félaga kemur fram hljóm- sveitin Spur. Á miðvikudagskvöld leikur hljómsveitin Loðin rotta en hún er skipuð Richard Scobie, Sig- urði Gröndal, Jóhanni Ásmundssyni, Ingólfi Guðjónssyni og Halla Gulla. ■ NÆTURGALINN Hljómsveitin Stefán P. og Pétur leika fóstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudags- kvöld leikur Hljómsveit Hjördísar Geirs nýju og gömlu lögin frá kl. 22. ■ LUNDINN, EYJUM Hljómsveitin Hafrót leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ KRIN GLUKRÁIN Hljómsveitin SÍN leikur fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. I Leikstofu leikur Viðar Jónsson trú- bador föstudags- og laugardagskvöld. ■ SIXTIES leikur á Duggunni, Þor- lákshöfn, laugardagskvöld. TILKYNNINGAR í skemmtana- rammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal til- kynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is. Ómenguð gleði TOM.IST Geisladiskur RÚSSÍBANAR Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Rússibana, samnefnd henni. Rússí- banar eru Einar Krislján Einarsson gítar- og búsúkíleikari, Guðni Franz- son klarinettuleikari, Jón „Skuggi“ Steinþórsson bassaleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari og Tatu Kantomaa harmonikkuleikari. Þeir Guðni, Jón og Kjartan syngja og þeg- ar þörf krefur. Á plötunni er heiðurs- gestur Danfel Þorsteinsson harmon- ikkuleikari, en einnig koma við sögu Áskell Másson og Eyþór Gunnarsson. Lögin eru erlend eftir ýmsa höfunda en útsetningar Rússíbananna, tvær með aðstoð Daníels. Mál og menning gefur út. 46,13 mín. ÞAR KOM að einhver gerði skil á plasti austur-evrópskri danstón- list, eins grípandi og skemmtileg sem hún er. Víst hafa áður íslenskir tónlistarmenn gert atlögu að slíkri músík og jafnvel fengið að láni hug- myndir, en ekki hefur áður verið tekið svo til óspilltra málanna sem Rússíbanar gera á bráðskemmti- legri skífu sinni. Að sumu má finna, kannski helst því að þeir skila illa hinum ljúfsára trega sem einkennir gríska og búlgarska þjóðlagatónlist og kletsmer, en gleðinni skila þeir ómengaðri til áheyrenda hvort sem er á tónleikum eða þeirri plötu sem hér er gerð að umtalsefni. Rússíbana skipa frábærir tónlist- armenn, með þá Guðna Franzson og Tatu Kantomaa fremsta meðal jafningja, en Tatu leikur af ótrú- legri fimi og smekkvísi á harmon- ikkuna, heyr til að mynda Czardas Montis þar sem hann leikur á allan tilfmningaskalann og í búlgarska dansbræðingnum Hora Staccato, en í því virðist hann hafa bætt við sig aukafingrum. I fyrmefnda lag- inu fer Guðni og á kostum með grátandi klarinett sitt og spilar einnig af mikilli smekkvísi í Gyð- ingaþrennunni. Utsetningar þeirra Rússíbana eru innblásnar á köflum, nefni Ha- banera Bizets, sem verður aftur þjóðlegt stef og óforvarandis bregður fyrir djasssveiflu. Gítar- leikur í því lagi er einnig einkar smekklegur og lipur. Einnig er gaman að heyra Sverðdans Katsja- túríans, sem er á tónleikum sveitar- innar það sem þeir kalla „show stopper“ í útlandinu, og Aila Tui'ka Mozarts lifnar við í bráðfyndinni útsetningu þar sem þeir félagar bregða á leik. Gaman hefði þó verið að fá til að mynda fiðlu til leiks í kletsmersyrpunni, rétt eins og til að undistrika hina hefðina í gyð- ingatónlist. Eins og getið er eru þeir Rússí- banar full glaðlyndir þegar þeir ættu að gráta, að minnsta kosti inní sér, en einnig má fetta fingur út í lagaval, þó vissulega sé gaman að heyra gamlar lummur færðar í nýj- an búning hefði verið enn meira gaman að heyra eitthvað heldur fá- gætara því af nógu er að taka hvort sem leitað er fyrir sér í kletsmer tónlist eða grískri, búlgarskri eða tyrkneskri alþýðutónlist, eða þá þeir hefðu einfaldlega látið gamm- inn geisa í spuna. Allt er þetta þó sparðatíningur, því plata Rússíbana er frábær skemmtun og fær bestu meðmæli. Árni Matthíasson Nr. var Lag Flytjandi 1. (1) The Rapsody Warren G.& Sissel 2. (9) Choose Life P.F.Project 3. (3) Hæð í húsi 200 000 Naglbítar 4. (4) Guitara por la revolution Up Bustle & Out 5. (14) Gunman 187 Lockdown 6. (5) Walking in the Sun Smash Mouth 7. (14) Funk Music Dave Angel 8. (6) The Memory Remains Metallica 9. (7) Ungfrú orðcdrepir Maus 10. (-) Reunited Wu Tang Clan 11. (12) Brown Paper Bog Roni Size 12. (13) Luv 2 Luv Ya Timberland & Magoo 13. (-) Anthem Funkdoobiest 14. (-) Mr. Caulfield Quarashi 15. (-) History Repeating Propellerheadz 16. (22) Reikeitrun Stjörnukisi 17. (8) Barry Gus Gus 18. (18) Sugar Kane Space Monkeys 19. (2) Mortal Combat Subteranean 20. (21) Brimful of Asha Cornershop 21. H Getting Wiggy With It Will Smith 22. (10) Mouth Bush 23. (16) Wrong Way Sublime 24. (17) Sunshine JayZ 25. (15) Ultrafunkula Armand van Helden 26. (30) Ripgroove Double 99 27. (28) Grænt tré Woofer 28. (25) James Bond Moby 29. (26) Digital Goldie & KRS One 30. (29) Everythings Gonna Be Alright Sweetbox

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.