Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 13 Mikið af utanbæjarfólki á Akureyri í blíðunni Jólaverslun með líflegasta móti JÓLAVERSLUN á Akureyri hefur verið með allra líflegasta móti, að mati kaupmanna sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, á Þorláksmessu. Tíð- arfarið hefur líka verið með eindæmum og færð á vegum sem að sumarlagi. Því hafa kaupmenn orðið varir við óvenju mikið af utanbæjarfólki í bænum. Ragnar Sverrisson, formað- ur Kaupmannafélags Akur- eyrar og nágrennis og kaup- maður í herradeild JMJ, sagði jólavertíðina hafa verið mjög góða og ástæðan væri ekki síst sú hversu tíðin væri góð. „Við höfum verið að fá hingað fólk austan af fjörðum, úr Þingeyj- arsýslum, Húnavatnssýslum, Skagafirði og Siglufirði." Ragnar sagðist heyra al- menna ánægju meðal kaup- manna og að mun léttara væri yfir mönnum vegna tíðarfars- ins. „En það hefur líka gerst að veðrið hefur verið svo slæmt á þessum árstíma að menn hafa átt í vandræðum með að komast á milli húsa.“ Bóksalan aldrei harðari Jón Lárusson, kaupmaður i Bókvali, sagðist mjög sáttur við jólaverslunina það sem af er. Sala á bókum og hljómdisk- um hafi gengið vel, þótt bók- salan hafi farið heldur hægar af stað. „Baráttan í bóksölunni hefur þó aldrei verið harðari en nú. Alltaf heldur maður að ástandið muni skána frá ári til árs en það virðist frekar versna.“ Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóri KEA Nettó, sagðist mjög ánægður, enda væri enn meira verslað nú en í desember í fyrra. „Hingað kemur fólk frá heilu sveitarfé- lögunum í einu. Við höfum sagt í gríni að umræðan um sameiningu sveitarfélaga hafi verið fyrirferðarmikil í búð- inni, því hér hittist fólk víða að af landinu og ræðir málin,“ sagði Júlíus. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason ÞAÐ getur verið bæði erfitt og skemmtilegt fyrir yngstu kyn- slóðina að fara með mömmu og pabba í bæinn fyrir jólin, enda margt að sjá. Þessi ungi maður notaði tækifærið og kíkti í bók þjá jólasveini í einum búðarglugganum. Bæjarstjóri og umhverfisstjóri komu færandi hendi um borð í rússneskan togara Færðu skipverjum jóla- tré og jólaskraut JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Árni Steinar Jóhanns- son umhverfisstjóri heimsóttu skip- veijana á rússneska togaranum Omnya í gær og færðu þeim tvö jólatré að gjöf, rauðgreni úr Kjarna- skógi. Einnig færðu þeir félagar skipverjunum jólaseríur og jóla- skraut. Þá mun Kjötiðn KEA færa skipveijunum jólamat að gjöf. Rússneski togarinn kemur frá Murmansk, vinabæ Akureyrar, en hann hefur legið við bryggju á Akureyri frá því í september. Um borð eru 23 skipveijar og hafa þeir haft frekar lítið fyrir stafni síðustu mánuði. Þeir munu dvelja áfram á Akureyri og geta nú farið að skreyta hjá sér um borð. í Rúss- landi er ekki haldið upp á jólin á sama hátt og á íslandi en mikil hátíð er þar í kringum áramótin. Til stendur að skipið fari til við- halds hjá Slippstöðinni en þar sem ekki hefur enn verið skrifað undir samninga þar að lútandi, liggur það við Torfunefsbryggju. Nikolai Jotsuk, stýrimaður á Omnya, tók við gjöfínni úr hendi bæjarstjóra og þakkaði hann þann hlýhug sem skipveijum væri sýndur. Skautasvell- ið opið milli jóla og nýárs SKAUTASVELLIÐ á Akureyri verður opið milli jóla og nýárs og þá býður Skautafélag Akureyrar einnig upp á skautanámskeið. Á annan dag jóla verður svellið opið fyrir félagsmenn frá kl. 13-16 og 19-21. Laugardaginn 27. desem- ber verður opið frá kl. 13-16 og um kvöldið frá kl. 19-23 verður skautadiskó á svellinu. Sunnudaginn 28., mánudaginn 29. og þriðjudaginn 30. desember verður svellið opið frá kl. 13-16 og 19-21. Á gamlársdag er lokað en opið fyrir félagsmenn á nýárs- dag. SA verður með skautanám- skeið 27.-31. desember og fer kennslan fram milli kl. 11 og 12. Þátttökugjald er 300 krónur fyrir hvert skipti. Töluverður áhugi er á skauta- íþróttinni á Akureyri og hafa bæjarbúar verið duglegir að sækja svellið þegar það er opið. Þá hafa skólarnir gert töluvert af því að leigja tíma fyrir nemendur sína. Ungu stúlkurnar á myndinni voru mættar á svellið um helgina og eins og sést voru þær vel útbún- ar. Fiski- skipaflot- inn í höfn UM tuttugu skip verða bundin við bryggju á Akureyri yfír jól- in, allir togarar Samheija hf. og Útgerðarfélags Akueyringa hf., svo og nótaskip Samheija og fleiri útgerða. Þá kom Hús- víkingur ÞH til löndunar á Akureyri í gærmorgun. Gunnar Arason, yfírhafnar- vörður sagði að vissulega væru þrengsli við bryggjur á Akur- eyri og hann sagði ekki hægt að koma flotanum fyrir með góðu móti nema með góðri samvinnu útgerðaraðila, skip- stjórnarmanna og þeirra aðila sem sjá um löndun. Fiskiskipin voru öll komin að bryggju fyrir hádegi í gær og var Víðir EA, frystitogari Samheija sá síðasti í röðinni. Á myndinni er verið að binda skipið við bryggju. Smávægilegnr bruni í raðhúsaíbúð Vinnuslys á Togara- bryggju VINNUSLYS varð á Togara- bryggjunni á Akureyri í gær. Maður sem var að vinna við tunnur uppi á vörubílspalli, féll af pallinum og meiddist á fæti. Hann var fluttur á slysadeild FSA en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Þá varð smávægilegur bruni í raðhúsaíbúð á Brekkunni í gær. Ungbarn hafði rekið dag- blað í logandi kerti á eldhús- borði. Húsmóðirin á heimilinu náði að slökkva eldinn mjög fljótt en brenndist við það lítil- lega á höndum. Lögreglan vill nota tækifær- ið og minna á að aldrei er of varlega farið með eld. Tólf umferð- aróhöpp ÞRÁTT fyrir góð akstursskil- yrði urðu 12 umferðaróhöpp á Akureyri í síðustu viku. Tals- vert eignatjón varð í þessum óhöppum og minniháttar meiðsl á fólki í fjórum þeirra. Þá voru Qórir teknir grunað- ir um ölvun við akstur og átta fyrir of hraðan akstur. Lög- reglumenn urðu nokkuð hissa þegar vegfarandi hringdi og kvartaði undan lausum naut- gripum við þjóðveginn, enda ekki búist við slíkum gripum utandyra fyrr en með vormán- uðum í venjulegu árferði. Þorsteinn EA og Oddeyrin EA, nótaskip Samherja Undirmönnum sagt upp UNDIRMÖNNUM á Þorsteini EA og Oddeyrinni EA, nótaskipum Samheija hf., hefur verið sagt upp störfum og er uppsagnarfrestur tvær vikur. „Þetta er í fjórða skiptið á árinu sem undirmönnum á Oddeyrinni er sagt upp og hefur alltaf verið gert á milli úthalda,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samheija í samtali við Morgunblaðið. „Það er verið að stöðva veiðar á Oddeyrinni í allt að einn og hálf- an mánuð á milli úthalda og það hefur verið vinnuregla að segja undirmönnum upp á þeim tíma. Svo hafa menn bara komið aftur um borð. Varðandi Þorstein er búið að taka af okkur síldveiði- leyfi og ekki fengist leyfi til að veiða loðnu í troll. Nótaveiðar á loðnu hafa ekki hafíst fyrr en í lok janúar og við vitum því ekki hve- nær skipið fer af stað aftur.“ Morgunblaöið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.