Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
r->
MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 55
Ss'HPílf$H§|
*•
KVIKMYNDAHUSANNA
—
úr „Starship Troopers".
Lína og Jane
TVÆR viljasterkar kvenpersónur eru í aðalhlutverkum í
jólamyndum Laugarásbíós, hermaðurinn Jordan O’Neill
við Sérsveitir bandaríska flotans og Lína langsokkur en ný,
talsett teiknimynd um Línu verður frumsýnd í bíóinu um jól-
in.
Demi Moore leikur O’Neill í myndinni „G.I. Jane“ sem
staðráðin er í því að vinna sér fast sæti í sérsveitum banda-
ríska flotans hvað sem á dynur. Aldrei áður hefur kvenmaður
reynt inngöngu í sérsveitir þessar en hún hefur verið valin til
þess ama vegna hugrekkis hennar og sérþekkingar. Allt er
gert til þess að brjóta hana niður á æfingatímanum og eng-
inn býst við að hún haldi það lengi út í sérsveitunum og
reyndar er þess vænst af yfirvöldum að hún gefíst upp og
verði öðmm konum víti til vamaðar.
Leikstjóri myndarinnar er Bretinn Ridley Scott en með
aðalhlutverkin auk Moore fara Viggo Mortensen, sem leikur
yfirmann Moore í hemum, og Anne Bancroft, sem leikur
þingmann. Sú sem átti upphaflegu hugmyndina að „G.I.
Jane“ er handritshöfundurínn og framleiðandinn Danielle
Alexandra og hún sá aldrei neina aðra en Demi Moore fyrir
sér í titilhlutverkinu. „Frá fyrsta degi,“ segir hún, „var það
aldrei spurning í mínum huga að hún væri eina leikkonan
sem væri nógu trúverðug og hörð til þess að ráða við hlut-
verkið.“ Hún ræddi við Moore um verkefnið og leikkonunni
leist strax vel á hugmyndina. „Eg var að leita mér að hlut-
verki sem krafðist líkamlegrar áreynslu. Eg vildi ekki bara
taka að mér karlhlutverkið í hasarmynd heldur gera það sem
þessi mynd hafði uppá að bjóða, reyna á mig líkamlega en
einnig fjalla um eitthvað sem skiptir máli.“
Leikstjórinn Scott dróst einnig að myndinni vegna tæki-
færisins að fá að stýra Demi Moore og kvenréttindabarátt-
unnar sem er inntak sögunnar. „Það sem gerði myndina jafn-
vel enn áhugaverðari var hversu ögrandi efni myndarinnar
er,“ segir hann. Leikaramir og sérstaklega Moore fóru í
gegnum erfiða þjálfun áður en tökur hófust. Leikkonan
bendir á að hún hefði getað notast við áhættuleikara en hún
vildi sjálf reyna hvað það er sem nýliðar sérsveitanna ganga í
gegnum. „Ég vildi ekki fá neina sérstaka meðferð vegna þess
hver ég er eða stöðu minnar í myndinni," er haft eftir henni.
Lína langsokkur hefði sjáifsagt farið létt með sérsveita-
ræfingamar enda engin venjuleg stelpa. Ný kanadísk/sænsk
teiknimynd sem byggir á ævintýram Línu er einnig jóla-
mynd Laugarásbíós en leikstjóri hennar er Waldemai'
Bergendahl. Lína er auðvitað ein af ástsælustu söguhetjum
barnabókmenntanna, dæmalaust hugarfóstm- bamabókahöf-
undarins Astrid Lindgren, sem notið hefur vinsælda um all-
an heim.
Leikstjóri talsetningarinnar er Sigurður Sigurjónsson en
íslensku þýðinguna annaðist Friðrik Erlings-
son. Með helstu hlut-
verk fara Álfrún Örnólfs-
dóttir, sem leikur Línu, Edda
Heiðrún Backman, Öm Áma-
son, Þórhallur Sigurðsson,
Finnur Guðmundsson, Mist
Hálfdánardóttir, Þröstur
Leó Gunnarsson ofl.
Myndin verður fram-
sýnd á annan í jólum
og einnig sýnd í Há-
skólabíói.
DÝRASTA myndin; úr Titanic James Camerons.
sýnd á nýársdag.
Sú hefð hefur skapast að frumsýna stórmynd í kring-
um áramótin og í þetta sinn verður stórslysamyndin Tit-
anic eftir James Cameron frumsýnd í Sambíóunum, Há-
skólabíói og Laugarásbíói. Hana átti að framsýna í
Bandaríkjunum í sumai- en Cameron gat ekki staðið við
frumsýningaráætlunina og myndinni var ffestað fram til
jóla. Kostnaðurinn við hana mun vera ríflega 200 milljónir
dollara sem gerir hana að dýrastu mynd sem framleidd
hefur verið. Með aðalhlutverkin í henni fara Leonardo
DiCaprio, Kate Winslet og Billy Zane en sagan sem Cameron
hefur búið til í kringum Titanic slysið er ástarsaga sem
römmuð er inn í upphafi og í lokin með atriðum úr nútfmanum
meðal annars af flaki Titanic á sjávai'botni. Skipsskrokkur
næstum því á stærð við Titanic var byggður í Mexíkó og
gegnir hann kannski veigamesta hlutverkinu í myndinni; leik-
myndin ein kostaði 40 milljónir dollara.
Upphaf þessarar stórkostlegu framleiðslu má að líkindum
rekja til mynda sem Cameron sá af Titanic á hafsbotni. Hann
fékk hugmynd að bíómynd og skrifaði lýsingu á henni upp á
167 síður; ung yfirstéttarmær verður ástfangin af pilti á
þriðja farrými og hættir að vera með milljónamæringnum sín-
um. Cameron vildi búa til Rómeó og Júlíu um borð í Titanic
og 20th Century Fox lét hann hafa þrjár milljónir dollai'a til
þess að kafa að flaki skipsins og taka af því myndir. „Ég hef
gaman af því að gera hluti sem aðrir geta ekki,“ er haft
eftir Cameron. „Mín afstaða er þessi; Ef þér líkar ekki
það sem ég geri geturðu átt þig.“
HARÐRÆÐI í hernum; Moore í „G.I. Jane“
LAUGARÁSBÍÓ
I
LARS Simonsen og Anneke von der Lippe í dönsku
myndinni Barböru eftir Nils Malmros.
HASKOLABIO
Barbara og
James Bond
HÁSKÓLABÍÓ framsýnir nýja danska mynd um jólin
sem heitir Barbara og notið hefui' vinsælda í heimalandi
sínu en bíóið hefur lagt á það áherslu hin síðari ár að fram-
sýna a.m.k. eina listræna mynd yfir jólin. Aðrar jólamyndir
kvikmyndahússins era „Tomorrow Never Dies“, nýjasta
James Bondmyndin, íslenska gamanmyndin Stikkfií og
teiknimyndin um Línu langsokk.
Barbara gerist í Færeyjum í kringum 1760. Þangað kemur
ungur prestur, Páll að nafni, frá Kaupmannahöfn og verður
yfir sig hrifinn af ungri færeyskri prestsekkju að nafni Bar-
bara. Hún er sögð ekki við eina fjölina felld í karlamálum en
Páll lætur það sem vind um eyra þjóta og hlustar ekki á að-
vöranarorð.
Myndin er gerð eftir frægri sögu Jörgen-Frantz Jacob-
sens frá árinu 1939 sem byggir á færeyskri þjóðsögu um hina
fógra femme fatale Barböra. Leikstjórinn Nils Malmros hef-
ur gert heilmikið ástardrama úr sögunni en auk þess að leik-
stýra skrifar hann sjálfur handrit myndarinnar. Utisenur
myndarinnar vora teknar að öllu leyti í Færeyjum en með
helstu hlutverk fara Anneke von der Lippe, Lars Simonsen,
Trond Hövik og Jens Okking. Framleiðandi er Per Holst.
Malmros er einn fremsti leikstjóri Dana og gerði sína
fyrstu mynd árið 1968. Hann er fæddur árið 1944 og er sjálf-
lærður leikstjóri. Hins vegar lauk Malmros langdregnu
læknanámi sínu loks árið 1988 og hefur leyfi til að starfa sem
læknir. Þekktustu myndir hans fyrir utan Barböra era Skiln- ;
ingstréð frá árinu 1981 og „Kærlighedens Smærte" seim 1
hann gerði 1992.
í ár eru Bond-jól en þau koma orðið á tveggja eða
þriggja ára fresti nú þegar Bond hefur gengið í endur- .
nýjun lífdaga. Átjánda myndin um njósnara hennar há-
tignar er sýnd í Háskólabíói og Sambíóunum yfir jólin.
Pierce Brosnan leikur Bond og fæst við illa bilaðan
fjölmiðlamógúl með ótrúleg eyðileggingarplön, sem
hann vill hrinda í framkvæmd áður en 007 stoppar
hann. Jonathan Pryce leikur mógúlinn en Bondstúlk-
urnar eru leiknar af þeim Teri Hatcher, sem lék á móti
Súperman í þekktum sjónvarpsþáttum, og Malaysíubú-
inn Michelle Yeoh. Judi Dench fer með hlutverk yfir-
manns Bonds, „M“, Samantha Bond er „Miss
Moneypenny“ og Desmond Llewelyn er enn sem fyrr ^
hlutverki tæknifríksins Q en hann er sá eini sem eftir
er orðinn af upprunalegu Bondhirðinni, orðinn háaldr-
aður en gersamlega ómissandi.
ísland og Bretland vora fyrstu löndin í heiminum til þess
að framsýna Bondmyndina en viku seinna var áformað að
framsýna hana í Bandaríkjunum. Er ánægjulegt að ísland
skuli vera svo hátt skrifað í kvikmyndaheiminum að hér séu
haldnar heimsframsýningar á bíómyndum og einkanlega
Bondmyndum því James Bond hefur ávallt notið mikilla vin*
sælda hér á landi og Bondmyndirnar verið með aðsóknar-
mestu bíómyndum sem hér era sýndar.