Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 66
': 66 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
db ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sóiSið kt. 20.00:
HAMLET — William Shakespeare
Þýðing: Helgi Hálfdanarson.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikmynd: Vytautas Narbutas.
Búningar: Vytatas Narbutas og Filippía Elíasdóttir.
Leikstjóm: Baltasar Kormákur.
Leikendur: Hilmir Snær Guönason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Þrúður
Vilhjálmsdóttir, Erlingur Gíslason, Stefán Jónsson, Sveinn Geirsson, Þór H. Tuliníus, Steinn
Ármann Magnússon, Siguröur Sigurjónsson, Atli Rafn Sigurðsson, Gunnar Hansson, Randver
Þorláksson og Valdimar Örn Flygenring.
Frumsýning á annan í jólum 26/12 uppselt — 2. sýn. lau. 27/12 uppselt — 3. sýn. sun.
28/12 örfá sæti laus — 4. sýn. sun. 4/1 nokkur sæti laus — 5. sýn. fim. 8/1 nokkur sæti
laus — 6. sýn. fös. 9/1 nokkur sæti laus.
GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir.
Þri. 30/12 uppselt — lau. 3/1 — sun. 11/1.
FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick
Fös. 2/1 40. sýning, nokkur sæti laus — lau. 10/1.
Sýnt i Loftkastalanum kl. 20.00:
LISTAVERKIÐ — Yasmina Reza
Lau. 3/1 — lau. 10/1.
.....GJAFAKORT ER GJÖF SEM GLEÐUR-----
Miðasalan verður lokuð á aðfangadag
en annan dag jóla verður opið frá kl. 13.00—20.00.
%
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
1897- 1997
BORGARLEIKHUSIÐ
GJAFAKORT LEIKFÉLAGSINS
KÆRKOMIN JÓLAGJÖF
Stóra svið kl. 14.00
eftir Frank Baum/John Kane
lau. 27/12 uppselt, sun 28/12 upp-
selt, AUKASÝNING sun. 28/12 kl.
17, sun. 4/1, lau. 10/1, sun. 11/1 laus
sæti. Munið ósóttar miðapantanir.
GJAFAKORTÁ GALDRAKARUNN
ER TILVALIN JÓLAGJÖF!
Stóra svið kl. 20.30
Tónlist og textar Jónasar og
Jóns Múla. Ljósaljós og Ijúffengir
drykkir i anddyrinu frá kl. 20.00.
AUKASÝNING lau. 27/12. Örfá sæti
laus og sun 4/1 laus sæti.
Kortagestir ath. valmiðar gilda.
Höfuðpaurar sýna á Stóra sviði:
Lau. 10/1 kl. 20.00, fös. 16/1 kl. 22.00
Nótt & dagur sýnir á Litla sviði
kl. 20.30:
NIALA
eftir Hlín Agnarsdóttur
Fös. 9/1, lau. 10/1.__
Miðasalan er opin aðfangadag
frá kl. 10—12 og
annan dag jóla frá kl. 13 — 18.
Símapantanir virka daga frá kl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 fax 568 0383
FJÖGUR HJÖRTU
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
Forsýning 29. des. kl. 20
Frumsýning 30.des. kl. 20 — uppselt
fös. 2. jan. kl. 20 örfá sæti laus
sun. 11. jan. kl. 20
LISTAVERKIÐ
Sýning Þjóðleikhússins
lau. 3. jan. kl. 20
lau. 10. jan. kl. 20.
VEÐMÁLIÐ
Næstu sýningar verða í janúar
Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI
fös. 9. jan, kl. 20 Ath. örfáar sýningar.
GJAFAKORT - GÓÐ GJÖF
Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775
Miðasala opin 10-18, lokað lau. og sun.
Leikfélag
Akureyrar
Jólafrumsxning
A ferð með frú Daisv
eftir Alfred Uhry
Daisy: Sigurveig Jónsdóttir
Hoke: Þráinn Karlsson
Boolie: Aðalsteinn Bergdal
Þýðing: Elísabet Snorradóttir
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir
Leikstjórn: Asdís Skúladóttir
Frumsýning á Renniverkstæðinu á
annan í jólum, 26.12 kl. 20.30, uppselt,
2. sýn. 27/12 örfá sæti laus, 28/12, 30/12.
Miðasölusími 462 1400
Gleðileg jól!
liðfiilúhhúsíd
I HLA0VARPANUM
Vesturgötu 3
RÚSSIBANA-
DANSLEIKUR
GAMLÁRSKVÖLD frá 00.30-04.00
Miðapantanir í síma 551 9055
Miðasala gamlársdag milli 14—17.
ífr Dansandi áramót
ílBfr í Kaffileikhúsinu!!! ílííff
Morgunblaðið/Þorkell
Sólargeisli í skammdeginu
ÓHÆTT er að segja að starfsfólk miðvikudag þegar drengjakór
Morgunblaðsins hafi fengið sólar- Laugarneskirkju kom í heimsókn
geisla í skammdeginu síðastliðinn og söng nokkur vel valin lög.
FÓLK í FRÉTTUM
JÓLADAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
BÁTSKEL á eilífðarútsæ. Áhöfnin íslenskt þjóðfélag í hnotskurn;
leiguliðar og bátseigandi - frelsi og helsi.
Islands þúsund ár
Stöð 2 ►19.50 Heimildarmyndin
hans Erlends Sveinssonar (leik-
stýrir, skrií'ar handrit og klippir),
Islands þúsund ár, stendur uppúr
íslenskri kvikmyndagerð 1997.
Hann bregður upp snjallri lýs-
ingu á árabátaútgerðinni sem
stunduð var í gegnum tíðina fram
á þessa öld, með því að fara með
áhorfandann í verið einn venju-
legan, langan og strangan vinnu-
dag í lífi dæmigerðrai- áhafnar á
árum áður. Hvert atriði, stórt
sem smátt, er unnið af þekkingu,
samkvæmt bestu heimildum og
virðingu fyrir viðfangsefninu.
Myndin er því ómetanleg heimild
þegar fram líða stundir um ís-
lenska sjávarhætti. Kvikmynda-
taka Sigurðar Sverris Pálssonar
er í sama gæðaflokki, hann hefur
unnið af listfengi erfitt starf við
hrikalegar aðstæður, takið t.d.
eftir tökunum úti á rúmsjó.
Einnig er gerð grein fyrir bak-
grunni áhafnarinnar, innsýn í
stéttaskiptinguna sem löngum
ríkti í þjóðfélaginu. í lokin glittir í
nýja tíma með sínum byltingar-
kenndu breytingum. Nýir hættir
eru að banka uppá.
Islands þúsund ár er í þeim
gæðaflokki að hún á að vera
kennslugagn í skólakerfinu. Hér
sjáum við hvar liggja rætur til-
veru okkar, sögu og menningar.
Stöð 2 ►12.40 Sverðaglamui' og seið-
skrattar í miðaldaævintýri sem gam-
an er að horfa á en skilur lítið eftir.
Fálkamærin (Ladyhawke) er gerð
1985, meðan Rutger Hauer var enn á
toppnum. Þau eru vörpulegt par,
hann og Michelle Pfeiffer. Hauer
leikur vígamann sem breytist í úlf á
nóttunni, Pfeiffer er stúlkan hans
sem álögin breyta í hauk á daginn,
svo þau geti ekki ást. Matthew
Broderick sér um gamnið sem ungur
þjófur sem hjálpar þeim úr helsinu.
Leikstjóri Richard Donner. -k-kV.í
Stöð 2 ►14.40 Bjargvættir (Mixed
Nuts, ‘95) k, er ósmekkleg og kauðs-
leg gamanmynd um náunga (Steve
Martin), sem rekur neyðarlínu fyrir
fólk í sjálfsmorðshugleiðingum. Með
fínum aukaleikurum eins og Ma-
deline Kahn, Anthony LaPaglia, Rob
Reiner og Adam Sandler en leikstýr-
an og handritshöfundurinn Nora
Ephron er, kurteislega orðað, mis-
tæk brandarakerling.
Stöð 2 ►19.50 íslands þúsund ár Sjá
umfjöllun í ramma.
Sýn ►20.00 Það stendur fríður hóp-
ur manna að baki Leikföngum
(Toys,’92). Leikstjórinn Barry Levin-
son, hafði gert óslitna röð finna
mynda uns kom að þessum hrikalegu
mistökum. Sömu sögu var að segja
um Robin Williams, einn allra besta
gamanleikara samtímans. Allir
reiknuðu með rosasmefli, en þessari
undarlegu mynd um átök í leikfanga-
verksmiðju er best lýst sem tíma-
sóun.
Michaef Gambon fær k
Stöð 2 ►20.50 Myndin Benjamín
dúfa, (‘95) er gerð af Gísla Snæ Erl-
ingssyni eftir verðlaunaðri barnabók
Friðriks Erlingssonar um hóp
stráklinga, 10 til 12 ára. Þeir stofna
riddarareglu til að berjast gegn
óréttlæti en öfund og ósætti koma
upp í hópnum og leiða til hörmulegra
endaloka. Virkilega vönduð og góð
mynd í alla staði, en hlaut ekki þá að-
sókn sem henni bar. Nú er tækifærið
til að sjá úrvalsmynd sem hefur að
líkindum verið full átakanleg fyrir
hinn almenna kvikmyndahúsagest,
auk þess sem efnið gerir hana illrek-
anlega í staðlaðan aldurshóp áhorf-
enda. Hún er á óskýrum mörkum
barna- og fullorðinsmynda en flokk-
ast þó varla undir hefðbundna skil-
greiningu fjölskyldumyndarinn-
ar.kkk'A
Sýn ►22.00 Stálfuglinn 2 (Iron
Eagle II., ‘88), er eins og nafnið
bendir til, framhaldsmynd. Gallinn
er sá að undanfarinn var „aðeins" B-
mynd, sem náði nokkrum vinsæld-
um. Framhaldsmyndirnar urðu ein-
ar þrjár. Þótt þessi sé skárst er hún
ein allsherjar lumma um Banda-
ríkja- og Sovétmenn í bræðralagi við
að berja á arabaskömmunum. Louis
Gossett, Jr. er þó ásjálegur að vanda
og tökurnar í háloftunum flottar.
k'A
Stöð 2 ►22.25 Enginn annar en
harðjaxfinn Clint Eastwood leikstýr-
ir og fer með aðalhlutverkið í Brún-
um í Madisonsýslu (The Bridges of
Madison County, ‘95). Hlutverkaval-
ið kom flestum sem höfðu lesið sam-
nefnda metsölubók í opna skjöldu.
Að óséðu vai' Eastwood gamli hæp-
inn sem bóhem og ljósmyndari sem
heillar ítalskættaða bóndakonu upp
úr fjósagallanum er hann fæst við
myndatökur í afskekktri sveit. Enn
meiri undrun vakti að hin ljóshærða,
engilsaxneska Meryl Streep var val-
in í hlutverk frúarinnar. Það fór eins
og búast mátti við, stórstjörnurnar
stóðust prófið, myndin er næstum
því jafn fallegt ástarævintýri og bók-
in, en gæti þetta ekki verið síðasta
Rómeóhlutverk Eastwoods? kkk
Sjónvarpið ►22.55 Ungur að eih'fu
(Forever Young, ‘92) kkVi Flug-
maðurinn Mel Gibson, sem var
snöggfrystur í vísindatilraun á tím-
um síðari heimsstyrjaldar, „þiðnar
til lífsins“, fyrir tilviljun og lendir í
rómantískum kringumstæðum hálfri
öld síðar. Ljúfsár mjög og Gibson og
Jamie Lee Curtis gera efninu góð
skil undir stjórn fagmannsins Steve
Miner.
Sýn ►23.55 Dagskráin hér endar á
mynd sem einhverntímann hefði
þótt óguðleg dægrastytting á jóla-
dagskveldi. Hvarfið (The Vanishing,
‘93) er vissulega í ljótari kantinum
en hún er líka spennandi, vel skrifuð
og leikin með dágóðri sögufléttu.
Kiefer Sutherland leikur mann sem
týnir konu sinni um hábjartan dag.
Hann gefur ekki upp vonina um að
finna hana aftur og eftir þrjú ár
hringir síminn... James Bridges er
firna góður í hlutverki þrjótsins og
myndin síst verri en hollenska
myndin Spoorloos, sem hún er gerð
eftir. George Sluizer leikstýrði þeim
báðum og fékk frjálsar hendur við
endurgerðina
Stöð 2 ►0.45 Stórvestrinn Síðasti
Móhíkaninn (The Last of the
Mohicans, ‘92), er löng og mikil
veisla fyrir augað sem endurvekur, á
mjög viðunandi hátt, minningar frá
lestri bókarinnar hans James Feni-
mores Cooper á æskuárunum. Dani-
el Day Lewis fer myndarlega með
aðalhlutverkið, hvítan pilt sem ólst
upp hjá frumbyggjum Norður-Am-
eríku og lendir í því að bjarga
breskrum systrum úr höndum óvin-
veitts indjánaættbálks. Það er reisn
yfir þessari framleiðslu hvar sem á
hana er litið. Wes Studi er minnis-
stæður sem eiirauður stríðsmaður
og Madeleine Stowe er undurfögur.
Stöð 2 ►2.35 Menn hafa ekki mikið
uppúr krafsinu ef þeir leggja það á
sig að vaka til að sjá kvikmyndagerð
metsölubókar Johns Grisham, Pelik-
an-skjalið (The Pelican Brief, ‘93).
Julia Roberts er ótrúverðug sem
laganemi sem verður skotmark
leigumorðingja er hún rambar á
lausn morðgátu. Denzel Washington
er ekki heldur í essinu sínu, sama
má segja um leikstjóra All The
President’s Men, Alan J. PakulaA*
Sæbjörn Valdimarsson.
LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
Stöð 2 ►13.15 Nýliðarnir (Blue
Chips, 94), kk, er fyrir körfu-
boltafíkla, ekki síst Lakers aðdáend-
ur, en sjálfur snillingurinn Shaquille
O’Neill fer með aðalhlutverkið ásamt
Nick Nolte. Sá síðarnefndi þolir
hvorki svindl né að tapa. Best á
meðan atburðarásin fer fram útá
vellinum og dagljóst að kempan
Shaq mun seint ná sama árangri á
tjaldinu og undir körfunni. Leik-
stjórinn enginn annar en William
Friedkin (The Exorcist).
Stöð 2 ►15.00 Töfrakristallinn (The
Dark Crystal, 83) er brúðumynd
gerð af höfundi Prúðuleikaranna,
Jim Henson. Hann skapar fjölskrúð-
ugan og skemmtilegan hóp
ómennskra persóna, sem verða að
finna brot úr Töfrakristalinum, ann-
ars er voðinn vís og illu öflin taka
völdin. Hálfsígilt barnagaman. kk'/i
Sjónvarpið ►20.50 Ráðskonan (Cor-
inna, Corinna, ‘94). Whoopi Gold-
berg leikur húshjálpina Corinnu sem
tekur að sér heimili Ray Liotta og
ungrar dóttur hans (Tina Majorino).
Sú stutta reynir að koma þeim sam-
an. Því miður full væmin fyrir minn
smekk og Liotta hálf vandræðaleg-
ur, byssur klæða hann betur en
bros. Tina litla Majorino hirðir leik-
listarverðlaunin hér. ★★
Sýn ►21.00 Bjarndýramaðurinn
(Jonathan of the Bears, ‘94) er und-
arlegt fyrh'brigði; Rússnesk/ítölsk
um hálfgerðan villidreng, hvítan,
sem elst upp á meðal Dakota
indjána á sléttunum miklu í Norður-
Ameríku. Engin furða þó allar kvik-
myndalegar kirkjubækur þar um
þegi. Með Franco Nero og David
Hess.
Stöð 2 ►21.05 Blóðbragð (From
Dusk til Dawn) Tveir af erfðaprins-
um Hollywood, Robert Rodriguez
(leikstýrir) og Quentin Tarantino
(handrit og eitt aðalhlutverkið)
lögðu hönd á plóginn við gerð Blóð-
bragðs (From Dusk til Dawn, ‘95).
Framan af fjallar hún um flótta
tveggja óbótamanna (Tarantino og
George Clooney) niður til Mexíkó
með trúboða (Harvey Keitel) og
dóttur hans (Juliette Lewis) í gísl-
ingu. Er hópurinn nær suður fyrir
landamærin brestur á sannkölluð
gjörningaþoka, áhorfandinn veit
ekki fyrri til en hann er undir miðri
nútímablóðsugumynd. Handritshöf-
undinum Tarantino tekst bærilega
upp í fyrri hlutanum, en þegar vam-
pírurnar taka völdin hættir Blóð-
bragð að vera skemmtileg, aðeins
blóðidrifin B-mynd. Hún er engu að
síður harla sérstæð og firna kraft-
mikil þegar Rodriguez stígur á pinn-
ann. Forvitnileg, ljót og léttgeggjuð.
Þessir prinsar geta gert mikið betur.
Stöð 2 ►0.35 Vélahjólagengið (Dirt
Gang) hefur ekki verið sýnd hér-
lendis áður og að því er virðist óvíða
annars staðar. Illræmt bifhjólagengi
fer um Bandaríkin með rupli og rán-
um. Virðist mega missa sig.
Stöð 2 ►2.05 Sjónvarpsmyndin
Dauðaþögn (Dead Silence, ‘91) fjall-
ar um nýútskrifaðar vinkonur sem
verða fyrir því að taka vafasaman
puttaling upp af götunni. Með bölv-
anlegum afleiðingum, sjálfsagt.
Frumsýning. Fær 7,4 hjá IMDb, ég
veldi rúmið.
Sæbjörn Valdimarsson.