Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Islensk kvikmynd frumsýnd um jólin ÍSLENSKA kvikmyndin Stikkfrf eftir Ara Kristinsson verður frum- sýnd í Stjörnubíói og Háskólabiói 26. desember nk. Það eru þeir Friðrik Þór Frið- riksson og Ari Kristinsson sem framleiða myndina og er hún í leik- stjórn Ara Kristinssonar. Handritið er byggt á hugmyndum Hrafns Gunnlaugssonar. Myndin fjallar á gamansaman hátt um fjölskyldulíf á tímum rað- kvænis og segir frá leit ungrar Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og piis. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 stúlku að föður sínum. Hún ratar í margvísleg ævintýri á leiðinni og inn í söguþráðinn fléttast pabbar, mömmur, hálfsystur, hálfbræður, hálfþabbar, hálfmömmur, næstum- þvífrænkur, gamlir pabbar og nýj- ar mömmur. Með aðalhlutverk fara Bergþóra Aradóttir, ellefu ára, Freydís Krist- ófersdóttir, 12 ára og Bryndís Sæ- unn Sigríður Gunnlaugsdóttir, tveggja ára. Aðrir leikendur eru Halldóra Björnsdóttir, Ingvar Sig- urðsson, María Ellingsen, Halldóra Geirharðsdóttir, Hlynur Hallgríms- son, Kristbjörg Kjeld, Edda Heiðrún Backman, Þröstur Leó Gunnarsson, Egill Ólafsson og Örn Ámason, Tónlist er eftir Valgeir Guðjónsson. Kvikmyndatöku annaðist Halldór Gunnarsson, framkvæmdastjórar em Kristinn Arason og Hrönn Kristinsdóttir, myndina klippti Steingrímur Karlsson, leikmynd er eftir Guðnýju Amdísi Óskarsdótt- ur, búningar eftir Dóm Einars Bergmann og um hljóðhönnun sá Kjartan Kjartansson. HEILSUSOKKARNIR Mest seldu HEILSUSOKKARNIR í Bandaríkjunum Einstakir útivistarsokkar Hannaðir af bandarískum fótasérfræðingum Nýtt líf með Thórlo Lagaðir fullkomlega að fætinum og styrktir undir hæl og il ÚTSÖLUSTAÐIR Seglagerðin Ægir • Sportkringlan • Ellingsen • Versl. Hjólið Hestamaðurinn • Músík & Sport • Kaupfélög og Apótek LISTIR IÐIR HUGAR OG HANDA SJÓNMENIMTIR Hugur og liönd RIT HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGS ÍSLANDS 1997 AÐ venju kennir margra grasa í riti Heimilisiðnaðarfélags Islands, sem yfirleitt kemur út í desember ár hvert, þótt það tengist engan veginn jólahátíðinni. Frekar um að ræða ársuppgjör umsvifa lifandi handíða í landinu, um leið og litið er til fortíðar, allt frá tómstunda- iðju og sjálfsprottnum tilraunum hins handlipra hals, til yfirvegaðs handverks og mótaðrar hönnunar. Jafnframt fálmandi rökfræði út- kjálkabúans um listhugtakið til há- speki hins djúpvitra lærdóms- manns. Satt að segja eiga rökræður leik- manna um listina og kunningja- skrif frekar heima í dægurmála- blöðum en jafn vönduðu ársriti, þótt svo þær eigi fullan rétt á sér. En engir skulu álíta að atvinnu- listamenn líti niður á tómstunda- iðju, né nokkra tegund af sköpun- arþörf meðal almennings. Þannig hefði upphafsgreinin, sem ber heit- ið Sköpunarþörf, ásamt hugleiðing- um innan marka hennar verið rétt- lætanleg á byrjunarreit fyrir margt löngu, en á síður heima í jafn grónu riti sem gera verður vaxandi kröfur til. Strax í næstu grein er ritið á réttu róli, en þar er fjallað um Elísabetu Valdimars- dóttur, sem samdi og gaf út hann- yrðabók 1928. Nefndist, Leiðarvís- ir, til að nema ýmsar hannyrðir, og hlýnar manni um hjartarætumar við lesturinn. Til sldla er komið upplýsandi og markverðum fróð- leik. Þriðja greinin fjallar um Katrínu Didriksen gullsmið, sem er í fjöl- þættu framhaldsnámi í Kaup- mannahöfn, og hefði betur mátt vera upphafsgrein ritsins að þessu sinni og þó er hér ekki um heimilis- iðnað að ræða heldur listiðnað af hárri gráðu. En vel að merkja sæk- ir Katrín fóng sín til ýmk"a þátta heimilisiðnaðar og veflistar. Er hér er komið upplagt dæmi þess, að frelsi án ramma er einungis stórt og gapandi tómarúm, því valkyrjan hefur vissulega orðið að hafa sitt- hvað fyrir hlutunum um dagana. Piýðileg og afar upplýsandi grein um listakonu sem búast má við að láti enn frekar að sér kveða í fram- tíðinni. Aftur er komið til jarðar í sam- antekt um tómstundavinnu aldr- aðra í Félagsmiðstöðinni að Sléttu- vegi, en þar hefur stór hópur kvenna ofið þrjú teppi eftir mynstrum úr Jónsbók, sem hannað hefur Asa Jónsdóttir. A ólíkum stöðum í ritinu (!) fjallar svo Krist- ín Scmidhauser Jónsdóttir um tvenns konar sjöl, Viðhafnarsjal og Peysufatasjal. Þá er á öðrum stað stutt grein um þjóðbúningagerð eftir Magneu Þorkelsdóttur og á hinum þriðja sagt frá prestkraga- gerð Önnu Kristmundsdóttur. Allir pistlamir eru hinir fróðlegustu, en njóta sín síður tvist á bast um ritið og hefðu betur mátt hafa samflot með öðru framlagi irá Heimilisiðn- aðarfélaginu, upplýsingum um starfsemina prjónauppskriftum o.fl, sem sömuleiðis er dreift óskipulega um ritið. Ólíkt skipuleg- ar er farið að, þá sagt er frá gull- og skipalíkanasmiðnum Sigurði Þórólfssyni, sem er völundur í sínu fagi svo og batikverkum Katrínar H. Agústsdóttur. Katrín og eigin- maður hennar Stefán Halldórsson gerðu um árabil einkum eftirminni- lega hluti í fatahönnun þar sem batík var uppistaða skreytisins og voru í mikilli sókn. Markaðssetning slíkra hluta er flókið mál, en lengstum engin skilningur á þeim þætti listíða í þessu verbúða- og skyndigróðaþjóðfélagi, og að lyfta þurfi undir slíkt framtak til að það nái að dafna og festast í sessi. Ritið markar sér nýjar hæðir er Páll Skúlason háskólarektor tekur að sér að reifa listhugtakið og er pist- ill hans afar skilmerkilegur þó að stuttur sé. Einkum má taka undir þá ályktun lærdómsmannsins; að listin sé ein mikilvægasta vídd mannlegrar reynslu. Er afar upp- örvandi að þessi skilningur á gildi og mikilvægi lista skuli koma úr höfði yfirmanns æðstu mennta- stofnunar þjóðarinnar, þar sem sjónmenntir voru til skamms tíma ekki til á landakortinu. Hefur án efa átt sinn þátt í þeirri skoðun innan menntakerfisins, að mynd- listarnám væri frekar munaður en nauðsyn, er mæta skyldi afgangi og/eða vera til uppfyllingar öðrum og mikilvægari námsfögum. Eins og skollinn úr sauðarleggn- um birtist svo fróðleg grein um skurðlistaskóla Hannesar Flosa- sonar, sem á 25 ára afmæli um þessar mundir, og er þar komið enn eitt dæmi um rof í uppsetningu efnisins. Einnig er þörf grein um hönnunarvernd eftir Sólveigu Ólafsdóttur lögfræðing eins og fljótandi í uppsetningunni. I ritinu vekur lítil frétt aftast óskipta at- hygli, en þar er sagt frá því að Hólmfríður Árnadóttir, handa- vinnukennari og myndlistarmaður, hafi verið skipuð prófessor í textíl- mennt við Kennaraháskóla Islands. Þetta eru meiri tíðindi en margur virðist gera sér grein fyrir. Veit skrifari ekki til að fjallað hafi verið sérstaklega um þetta í fjölmiðlum, og er þó í fyrsta skipti í sögu menntakerfisins sem sjónmenntir eni viðurkenndar til hins virðlega titils. Slíkar hornrekur hafa þær verið í menntakerfinu, en vægi þeirra er síst minna en bókmennta, sem hver og einn getur sannreynt með því að líta til nágrannaþjóða okkar og meginlandsins, hvað þá vestur til Bandaríkjanna. Hefðu Islendingar verið með á nótunum, hefði Þórarinn B. Þor- láksson sennilega átt að hljóta þennan titil fyrstur manna í stað þess að njörva skapandi gáfur hans niður í rasspúða skólastjórastóls Iðnskólans 1916. Má alveg gera ráð fyrir því að þróunin hefði þá orðið nokkuð önnur og jarðtengdari, því enn er flest í lausu lofti í þessum efnum og tekist hefur að tengja listakennslu almenna skólakerfinu um sitt lítið af hverju, sem telst skylt því ef Háskólinn væri lagaður að grunnskólanum! Minnist þeirrar framsýni Gylfa Þ. Gíslasonar fyrr- um menntamálaráðherra að vilja að Mjmdlista- og handíðaskóli Is- lands færi á háskólastig í upphafi áttunda áratugarins og að lög þess efnis hefðu samflot með lögum um Kennaraskóla Islands inn á AI- þingi, sem flestum að óvörum voru samþykkt. Harmsaga að úr því varð ekki og afleiðingamar blasa við. Óþarfi er að óska Hólmfríði til hamingju með réttborinn titil, en þeim meiri ástæða til að óska menntamálaráðuneytinu og þjóð- inni til hamingju með vitrænt spor til framfara. Að venju er ritið fal- legt og efninu vel raðað á síðurnar þótt skipulagi sé ábótavant að þessu sinni. Bragi Ásgeirsson ÞAÐ markar vonandi söguleg umskipti að Hólmfríður Ámadóttir hef- ur verið skipuð prófessor í textflmennt. Fyrsti sjónmenntakennarinn sem hlýtur þann titil í íslenzkri sögu, ánægjulegt og jafnframt tákn- rænt um þróunina að það skuli vera kona. KATRÍN Didriksen: Bijóstnál úr silfri og stáli og bijóstnál úr silfri og hrosshári. Dæmi um jarðtengda íslenzka hönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.