Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
______Vefsíða með stærðfræðiþrautum handa börnum og unglingum hefur verið opnuð._______
Gunnar Hersveinn skoðaði hana og ræddi við hönnuð hennar, Önnu Kristjánsdóttur prófessor,
sem vonast til að foreldrar skoði síðuna með börnum sínum og spreyti sig á þeim um jólin.
Hugkvæmni
barna efld
með þrautum
• Ekki þvinga tilbúnum aðferðum
upp á börnin!
• Þau berjast áfram og finna sínar
eigin lausnir.
• Þrautirnar byggjast á dæmum úr
raunverulegu lífi.
RAUTIR til að brjóta heil-
ann um stærðfræði er höf-
uðmarkmið endurmennt-
unamámskeiðs Önnu Kri-
stjánsdóttur prófessors í stærð-
fræði í Kennaraháskólanum. Hún
nefnir það Heilabrot og hug-
kvæmni og hefur verið með það
síðan í haust fyrir 37 kennara á
unglingastigi sem nota efnið jafn-
óðum handa 800 nemendum sínum
á aldrinum 10-16 ára. í liðinni viku
opnaði Anna svo vefsíðu með
þrautum handa almenningi og von-
ast hún til að fólk spreyti sig á
þrautunum um jólin.
Hver kennari á námskeiðinu fær
sendar þrautir með rafpósti á
þriggja vikna fresti sem hann legg-
ur íyrir nemendur sína. Kennarar
ræða svo á sérstökum póstlista um
lausnir nemenda sinna, einnig lesa
þeir greinar um þessa tegund af
stærðfræði og gera skýrslu um
efnið. Þeir eru hvaðanæva af landi
og hittast ekki nema á netinu -
fram á vor.
Þrautalausnir eru stærðfræði-
kennsla byggð á skilningi barna og
er markmiðið að örva með þeim
samræður um lausnirnar og leyfa
þeim að fara eigin leiðir.
„Þrautirnar eru raunveruleg
dæmi sem skapa umræður og efla
sjálfstæði með börnum,“ segir
Anna, „því þau þurfa að rökstyðja
lausnir sínar. Þau mega fara eigin
leiðir og kennarar og foreldrar sjá
vel hvar þau standa.“ Hún segist
hafa ákveðið að opna almenningi
vefsíðuna til að gefa foreldrum
tækifæri til að bæta við þekkingu
barna sinna í stærðfræði. Og líka
ef þeir telja að bömin geti gert
meira en þau fá í skólanum.
Hún vonast til að námskeiðið
verði til þess að skapa sambönd
milli kennara og líka milli bekkja
og nemenda, en þeir geta til dæmis
gert bekkjarkynningar og sett á
síðuna.
Anna hannaði vefsíðuna og þrír
fyrrverandi nemendur hennar
unnu hana, þær Sólrún Harðar-
r
.. . Morgunblaðið/Kristinn
BORNIN skilja viðfangsefnin og finna eigin leiðir til að leysa þrautirnar," segir Anna Kristjánsdóttir.
dóttir, Guðbjörg Helga Guð-
mundsdóttir og Sigrún Þorsteins-
dóttir. Síðan er www.is-
mennt.is/vefir/heilabrot og til er
önnur sem Guðbjörg Helga og Sig-
rún unnu sem lokaverkefni í Kenn-
araháskólanum, hún er
http//syrpa.khi.is/~stae/ og ber
nafnið Krákustígur. Þar má finna
fleiri þrautir, bæði íslenskar og út-
lenskar.
Anna segist verða vör við mik-
inn áhuga á námskeiðinu og hún
viti um fleiri kennara en þessa 37
sem leggi þrautirnar fyrir nem-
endur sína. Hún vonast svo til að
opna vefsíðan verði vinsæl á heim-
ilum.
En hvaða merkja þrautalausnir?
Anna segii- að nemendur leysi við-
fangsefni sín án þess að þeim sé
sérstaklega kennt hvernig þeir eigi
að fara að. Hinsvegar skilja þeir
um hvað verkefnin eru og halda
þræði í þeim. Kennarar verða því
að tileinka sér virðingu fyrir eðli-
legum aðferðum barna til að leysa
þrautirnir.
Ekki er heldur nóg að leysa
þrautirnar því þeir verða að geta
útskýrt lausnina. Aftur á móti geta
þau það ekki ef foreldrar segja
þeim þegar þau gera heimavinnuna
í stærðfræði, hvernig þau eigi að
fara að. Þau botna ekki endilega í
aðferðum foreldranna.
Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi
fyrir vélvædd vörugeymsluhús
sem minni lagera.
Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar.
Aðeins vönduð vara
úr sænsku gæðastáli.
Mjög gott verð.
Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki.
Leitið ráða við skipulagningu
og byggingu lagerrýma.
Þjónusta - þekking - paögjöt. Áratuga reynsia.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 1, RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305
HEILABROT
Hér eru nokkur dæmi úr þrautum sem notaðar hafa verið á námskeiðinu Heilabrot
og hugkvæmni. Málið er að glíma, finna lausn og tjá hana með orðum.____________
Þetta eru fínar fjölskylduglímur, og leysir þær hver með sinni aðferð.
Flokkur A
IMaría fór til sólarlanda með foreldrum
sínum. Hún hafði með sér sumarleg föt:
Gulan bol, hvítan bol, grænar stuttbuxur,
rauðar stuttbuxur og ljósblátt pils. Hún var
einnig með sandala og strigaskó. Hvað gat
hún klætt sig á marga vegu? Athugið: Það
var mjög heitt í veðri, henni datt ekki í hug
að vera í tveimur bolum eða tvennum buxum!
JBM Froskur nokkur var svo óheppinn að
d lenda ofan í tíu metra háum brunni.
Hann tók á það ráð að skríða. Á hverjum degi
gat hann skriðið þrjá metra upp á við. En á
nóttunni varð hann að hvfla sig og þá gerðist
það að hann seig niður. Á hverri nóttu seig
hann niður um samtals tvo metra. Eftir
hversu marga daga komst hann upp úr
brunninum?
Flokkur B
I Gunnhildur keypti afmælisgjöf fyrir 500
| kr., síðan keypti hún skó fyrir helming-
inn af peningunum sem hún átti eftir. Þar
næst fékk hún sér pylsu og mjólk fyrir 200
kr. og að Iokum eyddi hún helmingnum af því
sem hún átti eftir í Lottó. Hún átti 1.000 kr.
eftir í veskinu þegar hún kom heim. Hvað var
Gunnhildur með mikla peninga í upphafi?
2Þrír drengir keyptu sér nesti fyrir dags-
ferð sem þeir ætluðu í saman. Þeir ætl-
uðu að hjóla upp að Þórólfsvatni og kannski
veiða fisk. Adam eyddi ljórum sinnum meira
en Davíð. Davíð eyddi einum þriðja af því sem
Birgir eyddi og Birgir eyddi 200 krónum
minna en Adam. Eyddi einhver þeirra 600
krónum?
3Lest fer frá Shrewsbury í Englandi
þvert yfir Wales og endar í litluni bæ við
ströndina. Á þessari leið eru mörg lítil þorp
og lestin stoppar í hverju þeirra. Á hverri
stöð kemur inn hópur fólks og tínist síðan
einn af hópnum út á öllum stöðvunum sem
eftir eru. Þannig kemur t.d. fólk inn á stoppi-
stöð nr. 5 og fer einn af þeim út á stöð 6, ann-
ar á nr. 7, þriðji á nr. 8... og sá fimmtándi á
endastöðinni. Hvað koma margir inn í Iest-
ina? Hvenær er fjölmennast í lestinni? (Reikn-
ið með að fólk fari inn og út á sama tíma.)
4Litlu systkini Snorra eru að safna í
sparibaukana sína. Þau fara mismun-
andi að. Helga á nú þegar 1.500 kr. í spari-
bauknum og ætlar að reyna að bæta við 20
kr. á hverri viku. Gísli á hins vegar 2.000 kr.
í sínum bauk og ætlar að bæta við 6 kr. á
hverri viku. Eftir hve margar vikur verður
tvisvar sinnum meira í sparibauk Helgu en
Gísla? Verður einhvern tímann jafnmikið í
baukunum?
Flokkur C
I „Hve lengi hafið þið verið gift?“ spurði
I Fríða hjónin sem hún kynntist á ferða-
laginu. „Ég hef verið gift manninum mínum
tvo þriðju hluta lífs míns en maðurinn minn,
sem er 12 árum eldri en ég, hefur verið giftur
mér sex elleftu hluta af sínu lífi,“ svaraði kon-
an. Hefur Fríða fengið nægilegt svar?
2Hópur enskra unglinga fór inn á veit-
ingastað og pöntuðu allir það sama.
Heildarkostnaðurinn var 49 pund og 13
pence. Hve margir voru uiiglingarnir?
3Þegar búið var að leggja á borð í veislu
voru þar samtals 11 hnífar og skeiðar.
Það voru samtals 9 skeiðar og gafflar og sam-
tals 14 linífar og gafflar. Hve margir hlutir
voru af hverri gerð?
4 1 höfninni lá skip. Frá borðstokknum
hékk stigi niður að vatnsyfírborðinu.
Það voru 28 þrep í stiganum og 25 cm milli
þeirra. Einn daginn hækkaði vatnsyfirborðið
um 4 metra. Hve mörg þrep voru þá niður að
vatnsyfirborðinu frá borðstokknum?
5Ef Gunnhildur er yngri en Katrín og
Katrín er eldri en Inga, hvað er þá hægt
að segja um aldur Ingu miðað við aldur
Gunnhildar?
r
í
1
í
i
í
!
I
I
i
:
I
i
i
l
L