Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 31 LISTIR ....'• í X S?' r**f£ff~** o, '5»f,.K„.U f~,,.2 , :(„. . ., *,•.*...w, ^ v~. y,,. 8 .ív^WWsu, .. í* V-L yw;VWyA.,^,*'-í„,,.<„vÍKV.ÍK-><(&; «.x ';-JrA J^f' - ••<- } v.-vV . K- :7r;;c ,2r;A„-f' TEXTINN er birtur í þremur gerðum .í einni og sömu opnu bókarinni. Frá vinstri: Lestexti með nútímastafsetningu, skipað í vers og ljóðlínur; stafrétti textinn, ljósprentað eiginhandarrit Hall- gríms og framhald lestextans með nútímastafsetningu. Saga handritsins SÖGU eiginhandarrits Hall- gríms Péturssonar að Passíu- sálmunum hefur Páll Eggert Ólason rakið, allt frá því að Ragnheiður Brynjólfsdóttir Sveinssonar biskups í Skálholti fékk það að gjöf frá höfundi í maí 1661 og þar til þessi dýr- gripur komst í vörslu Lands- bókasafns sem þjóðareign. Eftir dauða Ragnheiðar og síðar Brynjólfs biskups eignað- ist handritið Sigríður Halldórs- dóttir, mágkona og erfingi biskupsins, er var kona séra Torfa Jónssonar í Gaul- veijabæ, þá sonur þeirra, séra Jón á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð, því næst sonur hans, Björn á Núpi í Dýrafirði, og þar á eftir sonur hans, Jón í Innri-Hjarðardal í sömu sveit. Jón gaf síðan handritið Hálf- dani Einarssyni skólameistara á Hólum, sem lét sér mjög annt um kveðskapargeymd séra Hallgríms og rannsakaði og gaf út sálma hans og veraldleg kvæði að ströngustu kröfum síns tíma. Eftir andlát Hálfdan- ar komst handritið í eigu Ragn- heiðar Ólafsdóttur, konu Jón- asar Scheving sýslumanns á Leirá, fremur en Ólafs Stefáns- sonar stiftamtmanns, föður hennar, og síðar í hendur Jóns Jóhannessonar bókbindara í Leirárgörðum, sem seldi það Jóni Guðmundssyni ritstjóra Þjóðólfs. Þennan dýrgrip sendi Jón loks að gjöf vildarvini sín- um og nafna, Jóni Sigurðssyni forseta í Kaupmannahöfn, samkvæmt bréfi sem dagsett er 28. febrúar 1855. Árið 1877 keypti Alþingi all- ar bækur og handrit Jóns Sig- urðssonar til handa Landsbóka- safni. Hann hélt þó gögnum sín- um til æviloka, 7. desember 1879, en þá voru þau send jafn- skjótt sem við varð komið hing- að til lands. Voru Passíusálm- arnir meðal handrita og prent- aðra bóka sem flutt voru til landsins árið 1880, en formlega afhent Landsbókasafni með bréfi frá landshöfðingja 26. september 1881. Handritum Jóns hefur alla tíð verið haldið aðgreindum frá öðru handrita- efni. Eru þau auðkennd með fangamarki hans, JS. I líj Waiiiilt<|ttti»M;i& Ö’íí'u ú ■ ítíÍUíJfAt^tii íítU« klíitt firtáií&s py ut tua-«iatu<í\H» Kt V'^ttrs \>íz, tvuin ur ustUii JdU ÚC ’CxCbtlía [Í\í stVdL"> fyttx.'yji $»)víhssí ^ kX"*|Í MINNINGARTAFLA um Hallgrím sem Samúel Eggertsson teiknaði og gaf út árið 1914. Skáldið HALLGRÍMUR Pétursson fæddist árið 1614 í Skagafirði. Hann sat í Hólaskóla um hríð, hóf síðan járnsmíðanám í Kaupmannahöfn en hvarf frá því og var nemandi í Frúarskóla 1632-37, sneri þá heim og settist að á Suðurnesjum. Hann var prestur í Hvalsnesþmg- um 1644-51, síðan í Saurbæ á Hvalflarðarströnd til 1669 er hann lét af prestskap vegna holdsveiki. Hallgrímur bjó síðast á Ferstiklu og andaðist þar árið 1674. Haligrimur er talinn mesta trúarskáld íslendinga en hann samdi einnig guðsorðarit í lausu máli. Þá iiggur eftir Hallgrím ver- aldlegur kveðskapur, rímur, ádeil- ur, heimslystarvísur og tækifæris- kviðlingar. Flest rit hans hafa ver- ið gefin út og mikið um hann og skáldskap hans skrifað. „Mínum drottni til þakklætis“ „í HÁLFA þrlðju öld hefur Hall- grímur lagt fyrstu hendingarnar á varir barnsins og Passíusálm- arnir verið lagðir á brjóst flestra Islendinga þegar líkaminn var nár. Vaggan og gröfin hafa helg- ast af stefjum hans og munu enn gera meðan kristni helst í Iand- inu.“ Þótt meira en hálf öld sé liðin frá því dr. Sigurbjörn Einarsson biskup reit þessi orð í formála Passíusálma vefst ekki fyrir hon- um að taka upp þráðinn enda eru sálmarnir, það tímalausa verk, honum alltaf jafn hjartfólgnir! „Eg er í engum vafa um að svarið við því hvers vegna Pass- íusálmar Hallgríms hafa lifað svo lengi með þjóðinni, sem raun ber vitni, er fyrst og fremst fólgið í þeim boðskap sem þeir flytja - sjálfum kristindómnum. I honum felst áhrifamátturinn. Engin snilld, út af fyrir sig, nægir til að gefa jafn mikið og Passíusálm- arnir hafa gefið þjóð okkar, held- ur er það sjálft efnið sem ræður þar úrslitum - boðskapurinn um Krist, hann sem er Guðs föður fegurst mynd. Sýnir með öðrum orðum hvernig sá faðir gæskunn- ar er, sá sem hefur máttinn á himni og jörðu. Hvernig hann þjáist með þjáðum, sýknar seka, sigrar dauðann." „Síðan fær Hallgrímur vita- skuld einstaka náðargáfu til að koma þessum boðskap til skila,“ heldur Sigurbjörn áfram. „Mað- ur kemst ekki hjá því að skynja hitann og einlægnina á bak við orðin. Hann er sjálfur gagntek- inn af þessum boðskap, hann er auðmjúkur gagnvart honum og smitandi einlægur, auk þess sem hann hefur þennan óræða hæfi- leika að hitta á að segja hlutina nákvæmlega eins og á að segja þá!“ Frábærlega næmur Að áliti Sigurbjörns er Hall- grimur frábærlega næmur, ann- ars vegar á móðurmálið og hins vegar á mannssálina. „Hann er myndugur boðberi, það vantar ekki. Hann hirtir í fullri alvöru og afhjúpar mannlega lesti og mein en talar aldrei niður fyrir sig enda hefur alþýða manna ævinlega skynjað hann sem sinn mann. Skyldi svosem engan undra, Hallgrímur hafði mætt sömu erfiðleikum og aðrir. Hann þekkti ekki aðeins basl og fátækt af eigin raun, hann þekkti líka mannlega bresti og freistingar, áföll og syndir. Hann stendur við hlið syndarans, frammi fyrir þeim frelsara sem einn megnar að leysa úr fjötrum og sigra allt myrkur." Sigurbjörn lýkur lofsorði á hina nýju útgáfu Passíusálmanna - hún sé að sönnu viðburður. „Þetta er þakkarvert framtak og Landsbókasafni íslands - Há- skólabókasafni til mikils sóma. Það er ekki ofmælt, sem Einar Sigurðsson landsbókavörður seg- ir, að þetta eiginhandarrit Hall- gríms sé einn mesti dýrgripur sem þjóðin á. Það er stórkostlegt til þess að hugsa að þessi blöð skuli hafa varðveist, blöð sem Hallgrímur hefur handfjatlað sjálfur og ritað á í kytrunni sinni í Saurbæ. Maður getur ekki ann- að en horft á þessa pennadrætti og reynt að sjá fyrir sér þennan einstæða mann, þegar hann er að afrita þessa sálma sína. Þeir sýna okk- ur, eins og bent hefur verið á, að hann hef- ur unnað þessu verki sínu mikið, haft gleði af því að afrita það og þótt gott að geta glatt vini sína með því að senda þeim þessa sálma sína.“ Sigurbjörn telur að Hallgrímur hafi verið það dómbær á sjálfan sig og sína skáldlegu hæfileika að honum hafi verið Ijóst að hann hafði þegið mikið þegar hann fékk að semja þessar hugleiðing- ar. „Eg hygg að hann hafi, þegar hann var að skrifa sálmana upp, haft í huga orðin í fyrsta sálmin- um: „...mínum drottni til þakk- lætis“. Sálmarnir eru þakkarfórn manns sem hafði reynt mikið og þegið mikið, mikla svölun, styrk og endurnæringu við lindir þeirr- ar trúar sem hann túlkar í þess- um sálmum. Passíusálmarnir eru frá upphafi til enda vitnisburður um sigrandi trú!“ Haft er fyrir satt að handritið sem varðveitt er í Landsbóka- safni Islands - Háskólabókasafni hafi Hallgrímur sent Ragnheiði Brynjólfsdóttur Sveinssonar, biskups í Skálholti, í maí 1661. Var Brynjólfur sérstakur vel- gjörðarmaður Hallgríms, eins og víða má lesa um í samtímaheim- ildum. „Ragnheiður átti við van- heilsu að stríða og var Hallgrím- ur um tíma hjá henni í Skálholti í veikind- um hennar,“ segir Sigurbjörn. „Sendi hann henni svo hand- ritið sem hún mun hafa haft hjá sér á banasænginni. Hefur það án efa veitt henni huggun í hennar þrautum. Þá segir sagan að sálmur Hall- gríms Allt eins og blómstrið eina hafi verið sunginn yfir moldum hennar. Var hann innan tíðar orð- inn sjálfsagður lik- söngur.“ Úrslitaáhrif kvenna Athygli vekur að Hallgrímur sendi sálmana einnig fjórum öðr- um konum, eiginkonum og dætr- um vina sinna og hafa menn leitt að því getum að þessum konum hafi hann treyst fremur en öðr- um til að meta verk sitt að verð- ieikum. „Ekki er vert að draga of víðtæka ályktun af þessari staðreynd en á hinn bóginn má velta fyrir sér hvaða tildrög liggja til þess að það eru konur sem hann velur til að þiggja þessa „pappírsgáfu" sína, eins og hann orðar það á einum stað. Ég hef lengi verið sannfærður um það að tvær konur hafi haft úrslitaáhrif á Hallgrím, eða öllu heldur tveir atburðir tengdir konum. Annar var sá þegar hann eignaðist Guðríði Símonardóttur og hinn var sá þegar hann missti Steinunni, dóttur sína, á fjórða ári.“ Að sögn Sigurbjörns yrkir Hallgrímur tvö erfið ljóð eftir Steinunni. „Það er sérstætt, ef ekki einstætt, en við höfum skýr- ari mynd af þessu barni en nokkru öðru íslensku barni í allri okkar sögu. í gegnum þá mynd sjáum við líka Hallgrím sjálfan - mótaðan mjög skýrum dráttum. Þar sjáum við hvernig hann sjálf- ur mætir þyngstu sorg og hvern- ig sá drottinn, sem hann trúir á, reisir við reyrinn brotna og réttir sína hönd, eins og hann kemst að orði í einum Passíu- sálminum." Sigurbjörn kveðst alltaf fyrir sitt leyti hafa sett elsta sálminn sem til er eftir Hallgrím, Ferða- sálminn, í samband við Guðríði, eða Tyrkja-Guddu, eins og hún oft er kölluð. „Þennan sálm yrk- ir Hallgrímur þegar hann er að búast til heimferðar frá Dan- mörku til íslands. Það getur ver- ið véfengjanlegt að hann hafi ort þennan sálm eftir að hann var búinn að fórna öllu fyrir Guðríði og í heimildum stendur skrifað að hann sé ortur fyrr. Ég á aftur á móti erfitt með að trúa því að svo máttugt Ijóð sé eftir átján ára pilt. Hitt finnst mér líklegra að Hallgrímur hafi ort þetta þeg- ar hann var 23 ára og er samt með ólíkindum að svo ungur maður skuli geta ort svo þroskað ljóð. En sé það rétt er Ferðasálm- urinn hliðstæður erfiljóðunum eftir Steinunni að því leyti til að í báðum tilvikum kynnumst við þeim Hallgrími sem hefur gengið í gegnum eldraun og unnið „sæl- an sigur“.“ Sigurbjörn Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.