Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
140 kr. mínútan til Grænlands
Dýr símtöl vegna
gervihnatta
„SKÝRINGIN á háu verði á sím-
tölum til Grænlands er sú, að ekki
er beint samband við Grænland,
heldur þurfa símtöl að fara um
gervihnött eða Cantat-sæstreng-
inn til Danmerkur, þaðan um
gervihnött til Nuuk í Grænlandi
og ef símtalið á að fara annað inn-
an Grænlands þarf það enn að
fara um gervihnött,“ sagði Hrefna
Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts
og síma í samtali við Morgunblað-
ið.
Gjald á hverja mínútu í símtali
til Grænlands er 140 krónur, en
næsti gjaldflokkur hjá Pósti og
síma er 84 krónur. „Kostnaður við
síma er mjög hár í Grænlandi.
Þangað er ekki hægt að leggja sæ-
streng vegna jöklanna sem ganga í
sjó fram og innanlands er ekki
hægt að leggja kapla í strjálbýlu
landinu. Uppbygging kerfisins er
dýr og greiðist ekki upp á einni
nóttu. Fámennið og strjálbýlið er
afar kostnaðarsamt."
Færri krónur
á hvert símtal
Hrefna sagði að Póstur og sími
fengi miklu færri krónur fyrir
hvert símtal til Grænlands en ann-
arra landa og hefði fyrir ári lækk-
að verð á mínútu úr 150 krónum í
140. „Þetta háa verð er ekki vegna
verðlagningar Pósts og síma.
Núna er hins vegar verið að breyta
fjarskiptalögum í Grænlandi og
stendur til að Grænlendingar taki
málin í sínar hendur. Þá mun Póst-
ur og sími reyna að semja beint við
þá og ná fram lækkun. Hins vegar
er ljóst að símasamband við Græn-
land verður alltaf dýrt. Þar er
engu okri Dana um að kenna, ekki
heldur okri Grænlendinga og
sannarlega ekki okri Pósts og
síma.“
Morgunblaðið/RAX
JULIUS sveiflar kylfunni og Hannes fylgist með álengdar.
I golfi á
Þorláksmessu
Geðdeild Landspítalans
13% samdráttur
á fímm árum
FJÁRFRAMLAG til geðdeildar
Landspítalans hefur dregist saman
um 13% á síðustu sex árum, en það
samsvarar 140 milljóna króna sam-
drætti. Tómas Zoega yfirlæknir
segir að ekki verði lengra gengið og
deildin verði að fá aukna fjármuni á
næsta ári m.a. vegna þess að inn-
lagnir á deildina hafi aukist um
10-12% á þessu ári og vaktir hafi
verið fluttar frá geðdeildum Sjúkra-
húss Reykjavíkur til Landspítala.
Geðhjálp hefur gagnrýnt harð-
lega lokanir á geðdeildum um jól og
áramót. Tómas sagði að lokanimar
væru neyðarúrræði. Sjúklingar
færu hins vegar annaðhvort heim til
ættingja eða á aðrar deildir. Ekki
væri verið að senda sjúklinga á göt-
una. Einn sjúklingur hefði reyndar
kosið að eyða aðfangadegi hjá
Hjálpræðishernum frekar en að
borða á geðdeild Landspítalans eins
og hann hefði átt kost á að gera.
Tómas sagði að óverulegur
spamaður fælist í þessum lokunum.
Starfsfólk tæki út uppsöfnuð frí á
þessum tíma. Hann sagði að lokanir
á geðdeildum um jól og á sumrin
væm neyðarúrræði stjómenda spít-
alans sem gripið væri til svo að
deildimar héldu sig innan fjárhags-
rammans.
Tómas sagði að miklar spamað-
arkröfur hefðu verið gerðar til geð-
deildar Landspítalans á síðustu ár-
um. Bmgðist hefði verið við með því
að stytta legutíma sjúklinga og loka
deildum. Á þessu ári hefði innlögn-
um á geðdeild Landspítalns fjölgað
um 10-12%. Þá hefði verið ákveðið
að færa hluta af bráðavöktum af
geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur til
Landspítalans um næstu áramót,
sem hefði í fór með sér aukinn
kostnað.
„Það er Ijóst að það verður að
koma til aukning á fjárframlagi til
rekstrar geðdeilda Landspítalans
strax á næsta ári. Stjómvöld og
stjórn spítalans verður að gera sér
grein fyrir að lengra verður ekki
gengið í niðurskurði. Það verður að
koma til aukið rekstrarframlag ef
það á að vera hægt að halda uppi
sömu þjónustu og veitt hefur verið,“
sagði Tómas.
BRÆÐURNIR Hannes og Júlíus
Ingibergssynir brugðu ekki út
af vananum í gær þegar þeir
léku niu holur á golfvellinum á
Korpúlfsstöðum. Þeir sögðu
golfiþróttina allra meina bót og
spila þeir allan ársins hring
nema ef veður hamlar. Veðrið í
gær var eins og síðsumars eða
snemma að vori, talsverð gola
og um sex gráða hiti, flatimar
sléttar og þurrar og Esjan fag-
urblá og nánast snjólaus.
Hannes, sem er 75 ára, sagði
að golfíð væri tímafrekt en af
tímanum hefði hann nóg. „Ég
er hættur að vinna. Ég var
kennari í Menntaskóianum við
Sund en golfið hef ég stundað
frá 1965 og hef spilað mikið síð-
ustu árin,“ sagði Hannes.
Margir eldri borgarar og
fleiri hafa stundað golf á Korp-
úlfsstöðum nánast allan ársins
hring. I gærmorgun var stór
hópur að spila. Hannes sagði
að seinni níu holurnar væru
opnar og létu menn það duga.
Sömu sögu er að segja um
flesta aðra golfvelli þessa vetr-
ardaga.
Júlíus, sem er 83 ára og var
lengst af sjómaður og útgerð-
armaður í Vestmannaeyjum,
sagði að það væri ekkert sér-
stakt við það að menn væru að
spila golf á Þorláksmessu.
„Það er um að gera að þjóna
guði og vera úti í náttúrunni.
Við höfum verið að spila allt
árið en ég man reyndar ekki
eftir svona mildu veðri
um þetta leyti árs,“ sagði
Júlíus.
Metafli á yfírstandandi ári
Þorskafli jókst
um 25 þús. tonn
ÞORSKAFLI varð 209 þúsund
tonn á árinu sem nú er að líða, og
er það í fyrsta skipti síðan 1993
Smásögur
Davíðs
söluhæstar
BÓK Davíðs Oddssonar, for-
sætisráðherra Nokkrir góðir
dagar án Guðnýjar er efst á
bóksölulista, sem Félagsvís-
indastofnun tók saman fyrir
Morgunblaðið, Félag íslenskra
bókaútgefenda og Félag bóka-
og ritfangaverslana dagana
18.-21. desember og hefur
færst upp úr öðru sætinu frá
síðasta lista.
Næstefst á listanum er bók
Einars Más Guðmundssonar
Fótspor á himnum.
■ Bóksölulisti/12
sem þorskafli á íslandsmiðum fer
yfir 200 þúsund tonn. Jókst
þorskaflinn um 25 þúsund tonn frá
árinu 1996 og um 40 þúsund tonn
frá árinu 1995.
Nær 2,2
milljónir iesta
Samkvæmt yfirliti Fiskistofu um
fiskafla íslenskra skipa á árinu var
árið 1997 metaflaár þar sem heild-
arafli íslenskra skipa fór hátt í 2,2
milljónir lesta. Þar munaði mest
um loðnu, en af henni veiddust
rúmlega 1,3 milljónir tonna. Afli á
öðrum tegundum var svipaður og á
árinu 1996. Þó dróst ýsuafli tals-
vert saman, eða úr 57 þúsund tonn-
um í 43 þúsund tonn, og síldveiði
innan íslensku lögsögunnar minnk-
aði úr 101 þúsund tonnum í 70 þús-
und tonn.
Utan fiskveiðilögsögunnar jókst
heildarafli íslenskra skipa um 10
þúsund tonn. Er þar eingöngu um
að ræða aukna veiði á norsk-ís-
lensku síldinni, en afli í öðrum teg-
undum, þorski, karfa og rækju,
dróst verulega saman.
FISKAFLIISLENDINGA 1994 -1997
Tölur Fiskistofu:
Afli íslenskra skipa
innan ísl. fiskv.lögsðgu
Afli í þúsundum lesta, botnfiskur óslægður
1994 1995 1996 1997*
Þorskur 178 169 184 209 I
Ýsa 58 60 57 43
Ufsi 64 47 40 37 I
Karfi 100 90 69 72
__ liii 11 ,| _ Grálúða 28 28 22 16 |
Skarkoli 12 11 11 11
Steinbítur 11 11 15 12 8
Langlúra 1 2 2 1
Sandkoli 5 6 8 8 1
Skráptlúra 2 5 6 6
Annar botnfiskur 19 19 18 21 1
Botnfiskur SAMTALS:
478
448
432
436
ÁRBsp Úthafsrækja 63 65 57 61
Innfjarðarækja 9 9 12 10 ;
Humar 2 1 2 1
H Hörpuskel 8 8 9 10 ;
Síld 130 110 101 70
Loðna 763 717 1.184 1.320 |
Kúskel
0
2
Innan löqsöqu, SAMT.: , 1.454 1.359 1.797 1-910 X
Afli íslenskra skipa 5 utan ísl. fiskv.lögsögu >
Þorskur 22 34 22 6
****&** Úthafskarfi 1 27 52 38
Rækja - Flæm.grunn 2 8 21 6
Norsk-ísl. síld 21 173 65 220
Utan löqsöqu, SAMT.: 46 242 260 270
HEILDARAFLI 1.500 1.601 2.057 2.180
* Tölur tyrlr árlð 1997 eru bráðablrgðatölur
Metaðsókn
í Blóð-
bankann
METAÐSÓKN hefúr verið í
Blóðbankann síðustu dagana
og segir Sveinn Guðmunds-
son, forstöðulæknir Blóð-
bankans, að frá 15. desember
til hádegis í gær hafi nærri
550 manns gefið blóð. Um 70
höfðu gefið á hádegi í gær.
Opið til
hádegis
Blóðbankinn verður opinn
til hádegis í dag, aðfangadag,
og síðan verður hægt að taka
á móti litlum hópi milli kl. 10
og 12 laugardaginn 27. des-
ember. Sveinn segir nauðsyn-
legt vegna vinnslu á blóðflög-
um að fá nýtt blóð eftir svo
marga frídaga. Sveinn sagði
undirtektir fólks síðustu daga
sérlega ánægjulegar.
„Við reyndum að minna á
þörfina í fjölmiðlum fyrir
nokkrum dögum og höfum
svo sannarlega fengið góðar
undirtektir og ekki síst nýja
blóðgjafa," sagði Sveinn og
vildi koma á framfæri þakk-
læti til allra sem brugðið
hefðu skjótt við í annríki síð-
ustu daga.