Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
b
VIÐSKIPTI
Röraverk-
teígæðí* Líst vel á uinfliitninginn
vottun
Selfossi.
RÖRAVERKSMIÐJAN Set hf. á
Selfossi hefur öðlast formlega
vottun samkvæmt ISO 9002 gæða-
staðlinum. Set hf. rekur fjölþætta
framleiðslu og sölustarfsemi á
sviði lagnavöru, en helstu vöru-
flokkar fyrirtækisins eru forein-
angruð hitaveiturör, vatnsrör,
snjóbræðslurör, frárennslisrör,
drenrör, hlífðarrör fyrir Ijósleið-
ara, síma- og rafstrengi og raf-
lagnarör. Velta Set árið 1997 er
áætluð um 330 milljónir króna og
hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði
30 manns.
Set er fyrst íslenskra fyrirtækja
í framleiðslu á rörum til að öðlast
ISO vottun. Gæðakerfi þess var
tekið út og vottað af Vottun hf.,
en ráðgjöf við uppbyggingu þess
var fengin hjá Ráðgarði hf.
Undanfarin ár hefur SET flutt
út foreinangruð hitaveiturör til
nokkurra landa. Að sögn forráða-
manna fyrirtækisins er vottunin
mjög mikilvægur þáttur í að
styrkja þá sókn og er liður í áætl-
un Set um að efla útflutning á
foreinangruðum hitaveiturörum.
Frá vottun Sets, frá vinstri Kjart-
an J. Kárason frá Vottun hf., Berg-
steinn Einarsson, framkvæmda-
sljóri Sets hf. og Gunnar H. Guð-
mundsson, frá Ráðgarði sem ann-
aðist ráðgjöf vegna vottunarinnar.
Forstjóri Osta- og smjörsölunnar hættir eftir þrjátíu ára starf
STARF forstjóra Osta- og smjor-
sölunnar hefur verið auglýst laust
til umsóknar en Óskar H. Gunnars-
son, sem gegnt hefur starfinu síð-
astliðin 30 ár, eða frá 1. janúar
1968, lætur af störfum fljótlega
vegna aldurs.
Osta- og smjörsalan var stofnuð
árið 1958 til að þróa vinnslu á
mjólkurafurðum og sjá um dreif-
ingu þeirra. Á starfsferii Óskars
hefur hún unnið að þróun fjöl-
margra vörutegunda og orðið að
stórfyrirtæki með 80 starfsmenn
og 3,5 milljarða króna ársveltu.
Óskar lítur sáttur um öxl og
telur fyrirtækið hafa sinnt því hlut-
verki nokkuð vel að efla vöruþróun
í mjólkuriðnaði og fjölbreytni á
neytendamarkaði. „Við höfum
ávallt lagt áherslu á að fylgjast
með erlendum mörkuðum og feng-
ið ýmsar hugmyndir þar að vörum
sem hafa síðan orðið vinsælar hér.
Við höfum einnig lagt metnað okk-
ar í að bjóða breitt úrval af sem
flestum vöruflokkum þótt sala á
sumum þeirra hafi ekki verið mik-
il. Þar get ég til dæmis nefnt de-
sertosta sem eru skemmtileg flóra
þótt þeir skili ekki mikilli fram-
legð. Ég get ekki nefnt eina vöru
umfram aðra sem mér þykir sér-
staklega vænt um að hafa þróað
eða sett á markað. Hins vegar eru
mér minnisstæðar hinar miklu
framfarir, sem hafa
orðið í frágangi og
gökkun vörunnar.
Áður var þetta allt
skorið niður og pakk-
að úti í búðunum sjálf-
um en slíkt kæmi sem
betur fer ekki til mála
í dag.“
Búast má við því
að miklar breytingar
verði á næstu árum í
osta- og smjörsölu
með afnámi innflutn-
ingshafta og tolla-
múra í alþjóðavið-
skiptum. Óskar segir
breytingamar vera hið
Öskar H.
Gunnarsson
besta mál að því leyti
að þær veiti íslensk-
um framleiðendum
aðhald og hvetji þá til
að gera betur. „Mér
líst vel á innflutning-
inn því hann eykur
fjölbreytni á mark-
aðnum og Osta- og
smjörsalan hefur sjálf
tekið þátt í þessu með
eigin innflutningi. Is-
lendingar ættu ekki
að hræðast slíkar
breytingar heldur búa
sig undir að mæta
framtíðinni," segir
Óskar.
I
\
©888 88 30
vjf nBrtbWSM»»«0
t
1*
Ósíqim [andsmönnum
öttum flCeðiCegmjóCa
og farsceCdar d
tfmandi dri
FASTEIGN ER FRAMTIÐ
FASTEIGNA
Suðurlandbbraut V/: 108 Roykjavík
íax 568. 7072
Si ■ •'Y-,
? 1 i V Þór Porqoírsbon, bölum.
SÍMI 568 7768
MIÐLUN
Sverrír KfÍGtjánsGori
•ógíj. factoígnatali
Óskum öllum viðskiptavinum
okkar gleðilegra jóld, góðs og
farsæls komandi drs. Þökkum
samstarfið d liðnum drum.
Thórlo ^
HEILS USOKKARNIR
Mest seldu HEILSUSOKKARNIR í Bandaríkjunum
YHöR.Lö*
ZONE
PRÓTECIION
pivÁ extra durabilily
orm
K«Bpsfc»®ldry.
hecaib,;
oantodoble
Einstakir útivistarsokkar
Hannaðir af bandarískum fótasérfræðingum
Nýtt líf með Thórlo
Lagaðir futtkomtega að fætinum og styrktir undir hæl og il
ÚTSÖLUSTAÐIR
Seglagerðin Ægir • Sportkringlan • Ellingsen • Versl. Hjólið
Hestamaðurinn • Músík & Sport • Kaupfélög og Apótek
Reykingar
bannaðará
Frankfurt-
flug'velli
Frankfurt. Reuters.
BANN við reykingum hefur
verið kunngert á alþjóðaflug-
vellinum í Frankfurt frá 1.
janúar 1998. Bannið er um-
deilt, því að í Þýzkalandi em
nánast engar hömlur á reyk-
ingum.
Bannið nær til 90 af hundr-
aði flugstöðvarinnar og af-
mörkuð svæði verða fyrir
reykingarmenn. Umferð um
flugvöllinn er meiri en aðra
flugvelli í Evrópu.
Reykingar eru eitt algeng-
asta umkvörtunarefni farþega
að sögn flugvallaryfirvalda,
sem segja bannið er í takt við
þróun í ferðaþjónustu í heimin-
um.
„Ekki er lengur hægt að
virða óskir þeirra sem ekki
reykja að vettugi,“ sagði í til-
kynningu flugvallaryfirvalda.
Víða reykt á vinnustöðum
„Svo að segja engar hömlur
em á reykingum í Þýzkalandi.
Reyklaus svæði í veitingahús-
um eru fágæt og reykingar í
skrifstofum em algengar.
Afgreiðslufólk og miðasölu-
fólk reykir við vinnu sína og
blæs stundum reyk framan í
viðskiptavinina. Reykingar
tíðkast í lyftum og fólk kveik-
ir í vindlingi þegar biðraðir
myndast.
Reykingar eru snar þáttur
í þjóðlífinu og eru seldir vindl-
ingar fyrir 33,4 milljarða
marka á ári.
Framvarp um bann við
reykingum í fyrra, sem hefði
takmarkað réttindi reykingar-
manna, mætti harðri and-
spymu þrýstihópa tóbaksiðn-
aðarins og dagaði uppi í þing-
inu.
íslenski hugbúnaðarsjóðurínn hf.
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn
hefur keypt 21% hlutaijár í hugbún-
aðarfyrirtækinu Þróun ehf. Kaup-
verð hefur ekki fengist uppgefið en
það nemur nokkrum milljónum
króna að sögn Sigurðar Smára
Gylfasonar, framkvæmdastjóra
sjóðsins. Þá hefur sjóðurinn einnig
keypt 15% hlut Tæknivals í Teymi
hf. en þau kaup eru háð því að
aðrir hluthafar Teymis nýti ekki
forkaupsrétt sinn á hlutafénu.
Þróun ehf. var stofnað árið 1976
og er eitt elsta hugbúnaðarfyrirtæki
landsins. Frá upphafi hefur fyrir-
tækið unnið á sviði viðskiptahug-
búnaðar, við ráðgjöf, hugbúnaðar-
þróun og þjónustu. Öll hugbúnaðár-
vinna fyrirtækisins fer nú fram í
tveimur deildum, annars vegar í
svonefndri BIRKI/Concorde deild
og hins vegar sérverkefnadeild. Um
25 starfsmenn vinna nú hjá fyrir-
tækinu og stærstu hluthafar þess
em Halldór Friðgeirsson með 43%
hlut, Opin kerfi með 24% og ís-
lenski hugbúnaðarsjóðurinn með
21% hlut.
Árið 1981 setti Þróun á markað-
inn BIRKI viðskiptahugbúnaðinn
en árið 1994 var ákveðið að hætta
markvissri framþróun á honum og
bjóða þess í stað Concorde XAL
viðskiptahugbúnaðinn. Sigurður
Smári segir að langmestur hluti
starfs sérfræðinga í BIRKI/Conc-
orde deildinni sé nú í verkefnum
tengdum Concorde. „Auk þekking-
ar á Concorde hefur Þróun byggt
upp mikla þekkingu á gagnagrunn-
um hjá sérverkefnadeild fyrirtækis-
ins og unnið að margs konar þróun-
arstarfi tengdu þeim. Við bindum
miklar vonir við þessa fjárfestingu
því Þróun er eitt öflugasta fyrir-
tæki landsins á sviði þessa hugbún-
aðar.“
íslenski hugbúnaðarsjóðurinn
var stofnaður fyrr á þessu ári af
Eignarhaldsfélaginu Alþýðubank-
anum hf., Hugviti hf., íslenska fjár-
sjóðnum, Olís og einstaklingum á
hugbúnaðarmarkaðnum. Sjóðurinn
hefur nú fjárfest í átján íslenskum
tækni- og hugbúnaðarfyrirtækjum
og em stærstu einstöku fjárfesting-
arnar í Hugviti hf., Landsteinum
ehf. og Þróun ehf.
Alitalia með ísamvinnu
Mílanó. Reuters.
KLM og Northwest
ALITALIA hyggst taka þátt í sam-
vinnu KLM Royal flugfélagsins í
Hollandi og Northwest flugfélags-
ins í Bandaríkjunum og verður að-
ild ítalska félagsins liður í víðtæk-
ara samstarfi ítalskra og hollenzkra
flugfélaga.
Alitalia og KLM sögðu í sameig-
inlegri tilkynningu að samvinna
þeirra kæmi til framkvæmda í nóv-
ember 1998 þegar stækkaður flug-
völlur í Malpensa yrði opnaður.
Aðventukvöld
hjá Heklu hf.
HEKLA hf. hélt nýverið aðventu-
kvöld fyrir marga af helstu við-
skiptavinum sínum og samstarfs-
aðila. Meðal gesta þar var Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarsljóri sem
hér sést hlýða á söngatriði ásamt
Sigfúsi Sigfússyni, forstjóra Heklu.
Leiðrétt
í FRÉTT á viðskiptasíðu sl.
föstudag um afkomu Búlands-
tinds var rangt farið með endur-
metið eigið fé félagsins. Það er
1.750 milljónir króna samkvæmt
útreikningum félagsins. Beðist
er velvirðingar á þessu um leið
og réttri tölu er komið á fram-
færi.
Kaupir 21 % hlut
í Þróun ehf.
I
i
i
l
i